Færslur: bjarni benediktsson

Sjónvarpsfrétt
Neysla og atvinna skila hærri sköttum
Ríkissjóður verður rekinn með 89 milljarða króna halla samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Skatttekjur aukast á sama tíma og útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála verða aukin.
Óraunhæft að sækja verulega aukin lífsgæði í stöðunni
Þrátt fyrir hækkandi vexti og verðbólgu segir fjármálaráðherra stöðu íslenska hagkerfisins öfundsverða. Hann segir óraunhæft að ætla að sækja verulega aukin lífsgæði í kjarasamningum við þær aðstæður sem nú eru uppi.
Telur fjárlagaliðinn í kvikmyndafrumvarpi ófullnægjandi
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa vakið athygli á því í ríkisstjórn að fjárlagaliðurinn í frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar væri ófullnægjandi. Þetta sagði ráðherra við upphaf þingfundar í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi.
02.06.2022 - 11:41
Sjónvarpsfrétt
Sögulegar sveitarstjórnarkosningar 2022
Sveitarstjórnarkosningarnar 2022 fara á spjöld sögunnar vegna mikillar sveiflu til Framsóknarflokksins á landsvísu og fyrir versta gengi Sjálfstæðismanna í borginni til þessa
Samstaða í ríkisstjórn, segir Katrín, styðjum Bjarna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samstaða sé innan ríkisstjórnarflokkanna um fullan stuðning við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Íslandsbankamálinu. Ekki var rætti um bankasöluna á ríkisstjórnarfundi. Hún segir að skoða þurfi tiltekna hluti eins og aðkomu söluaðila sjálfra að útboðinu, meðferð innherjaupplýsinga, skilgreiningar á hæfum fjárfestum og svo gagnsæi en um það síðarnefnda hafi hún gert athugasemdir við.
„Algjörlega fyrirséð“ að einhverjir myndu selja strax
Það kom fjármálaráðherra á óvart hversu lítinn hlut sumir aðilar keyptu í lokuðu útboði á bréfum ríkisins í Íslandsbanka. Aftur á móti hafi verið fyrirséð að hluti kaupenda myndu selja bréfin strax.
Segir að salan hafi í heildina heppnast vel
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist telja að ef litið er á heildarmyndina hafi sala á eignarhlutum ríkisins heppnast vel, og að mörgum markmiðum ríkisstjórnarinnar með sölu bankans hafi verið náð.
19.04.2022 - 19:39
Þekkt aðferð til að stýra umræðunni að neita viðtölum
Ráðherrar hafa lítið eða ekkert gefið kost á viðbrögðum við stórum málum sem dynja á ríkisstjórninni þessa dagana. Stjórnmálafræðingur segir að það sé þekkt aðferð til að reyna að stýra umræðunni. Ljóst sé að ekki ríki sama sátt á stjórnarheimilinu og áður. 
Kærir ríkið vegna ólögmætrar ákvörðunar ráðherra
Guðrún Reykdal, sem starfað hefur hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um árabil, meðal annars sem settur framkvæmdastjóri um hartnær tveggja ára skeið, hefur stefnt íslenska ríkinu, sem hún telur hafa brotið á sér þegar skipaður var nýr forstjóri stofnunarinnar. Krefst hún 27 milljóna króna í bætur.
Hefur beðið um lista yfir kaupendur og mun birta hann
Upplýsingar um hverjir keyptu hlutabréf í Íslandsbanka, þegar ríkið seldi 22,5% í bankanum í síðasta mánuði, verða birtar opinberlega ef lög leyfa. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hann telur útilokað að aðrir en fagfjárfestar hafi fengið að taka þátt í útboðinu.
05.04.2022 - 22:08
Þurfum að sætta okkur við kostnað efnahagsþvingana
Fjármálaráðherra segir að Íslendingar verði að sætta sig við áhrif af efnahagsþvingunum gegn Rússum. Þvinganir sem beitt var 2014 hafi verið of bitlausar. Þó heildaráhrif á íslenskan efnahag séu takmörkuð séu þau veruleg fyrir einstök tækni- og þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi.
Úkraínudeilan
Samstaða á Alþingi gegn yfirgangi Rússa
Mikil samstaða er á Alþingi gegn Rússum og yfirgangi þeirra gagnvart Úkraínu. Formaður utanríkismálanefndar ítrekar að sýna eigi pólitíska samstöðu með vestrænum ríkjum og formaður Viðreisnar segir yfirgang Rússa vera mestu ógn vestrænna lýðræðisríkja í Evrópu í langan tíma.
Stýrivaxtahækkanir ættu ekki að koma á óvart
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hækkun stýrivaxta ekki óvænta og nú séu þeir sambærilegir við það sem þeir voru fyrir heimsfaraldurinn. Hann segir að fylgjast þurfi vel með hvernig þessi staða komi niður á ráðstöfunartekjum tekjulægri heimila.
09.02.2022 - 18:13
Þingið ræði og jafnvel kjósi um sóttvarnaraðgerðir
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill þétta samtalið við Alþingi um sóttvarnir og útilokar ekki að ræða eigi sóttvarnatillögur á Alþingi og jafnvel greiða um þær atkvæði.
Aflétta þarf takmörkunum sem engar forsendur séu fyrir
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forsendur fyrir gildandi sóttvarnareglum brostnar og því verði að hefja afléttingu þeirra á næstu vikum. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna á mbl.is í kvöld, þar sem hann segir að taka verði því alvarlega og bregðast við skjótt, þegar forsendur fyrir skerðingu á frelsi fólks hafi breyst.
Mest traust borið til Ásmundar Einars
Ásmundur Einar Daðason, skóla og barnamálaráðherra nýtur mests trausts ráðherra nýrrar ríkisstjórnar en traustið er minnst í garð Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra.
Viðtal
Engin málefnaleg gagnrýni á skipan Jóns eða Brynjars
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir enga málefnalega gagnrýni hafa komið fram á skipan Jóns Gunnarssonar í embætti dómsmálaráðherra. Þá kveðst hann ekki skilja gagnrýni á skipan Brynjars Níelssonar sem aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og segir hann reyndan þingmann sem njóti mikils stuðnings.
Spegillinn
Hallafjárlög við sérstakar aðstæður
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í faraldrinum hafa skilað hröðum efnahagsbata segir fjármálaráðherra  en stjórnarandstaðan segir hana segja pass með fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur saknar útfærslu á hvernig eigi að bæta afkomu ríkissjóðs. 
Myndbönd
Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir um vaxandi velsæld
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja, Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarlokks, lögðu áherslu á loftslagsmál, bjartsýni og vaxandi velsæld í ræðum sínum.
Leita nýrra tekjuleiða fyrir vistvæna bíla
Eftir því sem orkuskiptum vindur fram þá minnka tekjur ríkissjóðs af gjöldum sem innheimt eru af jarðefnaeldsneyti. Það bil þarf að brúa og senn fer af stað vinna við að búa til nýtt tekjulíkan.
Óvíst að Bjarni klári kjörtímabilið í fjármálaráðuneyti
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist vel geta hugsað sér að skipta um ráðuneyti á miðjum kjörtímabili.
Sjónvarpsfrétt
Yfirgnæfandi meirihluti 600 Sjálfstæðismanna samþykkti
Stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Stóra myndin í fjárlögum liggur fyrir
Fjármálaráðherra segir stóru myndina í fjárlögum næsta árs þegar liggja fyrir og að ekki verði ráðist í niðurskurð. Hins vegar standi til að láta mörg þau úrræði sem kynnt voru í faraldrinum renna sitt skeið.
Takmörk fyrir launahækkunum
Fjármálaráðherra segir takmörk fyrir því hversu mikið laun á Íslandi geta hækkað til lengdar. Hann tekur undir efasemdir seðlabankastjóra um greiðslu hagvaxtarauka.
Sjónvarpsfrétt
Allar líkur á fjórðu vaxtahækkuninni
Allar líkur eru á að stýrivextir Seðlabankans hækki í vikunni, fjórða skiptið í röð. Fjármálaráðherra segir að ekki standi til að draga tímabundið úr opinberum álögum til að mæta verðhækkunum.