Færslur: Bílar

Blasir feigð við Renault?
Hugsanlegt er að franski bílaframleiðandinn Renault lifi ekki af samdráttinn sem fylgir kórónuveirufaraldrinum án aukins stuðnings franska ríkisins. CNN greinir frá þessu.
23.05.2020 - 05:24
Volvo hagnaðist um 96 milljarða króna í fyrra
Sænski bílaframleiðandinn Volvo Cars seldi metfjölda bíla á síðasta ári og þar er gert ráð fyrir að enn fleiri bílar verði seldir á þessu ári. Árið 2019 var sjötta árið í röð sem Volvo bætir sölumetið sitt.
06.02.2020 - 14:06
Efnahagsmál · Viðskipti · Erlent · Svíþjóð · Kína · Volvo · Bílar
Metfjöldi rafbíla skráður hér á landi í janúar
Aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í janúar, á meðan skráning á dísil- og bensínbílum dregst saman. Framkvæmdastjóri Orkuseturs telur að rafbílaeign eigi eftir að aukast mikið á þessu ári og þá styttist í sölu á notuðum rafbílum.
03.02.2020 - 14:07
Telja breytingar á leyfum fyrir bílasala áhættusamar
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áformar að fella niður skilyrði um leyfisveitingar fyrir sölu notaðra ökutækja, þar með talið kröfu um starfsábyrgðartryggingu, svo og kröfu um námskeið og próf til löggildingar fyrir bílasala. Bílgreinasambandið leggst gegn breytingunum.
26.11.2019 - 07:46
Fékk afhentan bíl sem hann átti ekki
Eiganda bifreiðar sem var í geymslu á Keflavíkurflugvelli brá heldur í brún þegar hún hugðist vitja bílsins. Hann hafði verið afhentur skömmu áður og var á bak og burt. Bíllinn kom í leitirnar á bílaleigu við Hörpu í Reykjavík.
14.11.2019 - 14:43
Nýorkubílar 26,7 prósent af bílasölu ársins
Skráningar á nýorkubílum hér á landi er töluvert langt á undan Evrópu, segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. 43 prósent af sölu nýrra fólksbíla í október hafi verið nýorkubílar og 26,6 prósent af heildarbílasölu ársins.
01.11.2019 - 11:03
Varar fólk við að skilja börn eftir í bíl
„Bíllinn byrjar að fyllast af reyk þar sem hann er kyrrstæður við hús foreldra minna,“ segir Helga Dís Svavarsdóttir. Eldur kom upp í bíl foreldra hennar skömmu eftir að honum var ekið. Hún segir að slökkvilið og lögregla hafi komið á vettvang, lokað götunni og slökkt eldinn. Hún varar fólk við að skilja börn eftir í bíl.
27.09.2019 - 12:42
Telja nettengda bíla ógna öryggi
Bandarísk neytendasamtök vara við því að bílar sem tengdir eru netinu séu berskjaldaðir fyrir árásum tölvuþrjóta sem gætu kostað þúsundir mannslífa. Þau segja bílaframleiðendur einblína á hagnað, á kostnað öryggis ökumanna og farþega.
02.08.2019 - 04:30
Margfalt fleiri rafbílategundir á næstu árum
Búst er við því að fjöldi rafbílategunda sem Evrópubúum býðst að kaupa verði þrefalt meiri árið 2021 en hann var í fyrra. Frá þessu er greint á vef BBC og vísað í upplýsingar frá evrópskum umhverfisverndarsinnum. 
18.07.2019 - 16:47
Endalok bjöllunnar eftir 70 ár
Volkswagen ákveðið að hætta að framleiða bjölluna, einn frægasta bíls heims, sem hefur verið í framleiðslu í rúmlega sjö áratugi. Yfir 21 milljón bjöllur hafa verið framleiddar frá 1938 og hefur enginn bíll sömu gerðar verið framleiddur jafn lengi og í jafn miklu magni.
10.07.2019 - 19:06
Viðtal
„Dagur er búinn að rústa þessu“
„Það er orðið mjög erfitt að rúnta um miðbæinn þegar hann er lokaður í allar áttir,“ segir Hilmar Jakobsson meðlimur í Mústangklúbbnum. Borgaryfirvöld skella skollaeyrum við kvörtunum við lokun, en hann er sannfærður um að ef þær sneru að hjólastígum kæmi annað hljóð í kútinn.
10.07.2019 - 14:24
Myndskeið
Helmingur hefur þegið bætur frá Procar
Helmingur þeirra sem keypti bíl sem Bílaleigan Procar hafði breytt kílómetrastöðu í, hefur þegið bætur. Procar hefur alls boðið eigendum um 130 bíla bætur. Fólk fær fjórar vikur til að ákveða hvort það þiggi bæturnar sem boðnar eru eða ekki.
30.06.2019 - 20:00
Fiat Chrysler hættir við kaup á Renault
Ítalski bílaframleiðandinn Fiat Chrysler hefur dregið til baka tilboð um kaup og sameiningu við franska bílaframleiðandann Renault. Stjórnarmenn Renault náðu ekki samkomulagi sín á milli um hvort taka ætti tilboðinu og því hefur Fiat Chrysler dregið það til baka.
06.06.2019 - 01:25
Meirihluti fyrir nagladekkjagjaldi
Samkvæmt skoðanakönnun sem samgöngufélagið gerði virðist meirihluti fyrir því að innheimt verið gjald fyrir að aka á nagladekkjum. Í umferðalagafrumvarpi samgönguráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi er ekki kveðið á um slíka gjaldheimtu þó að það hafi verið gert í upphaflegum drögu.
29.05.2019 - 11:23
 · Innlent · Bílar · samgöngur
Viðtal
Telur að bensínverð lækki þegar stöðvum fækkar
Fækkun bensínstöðva í nágrannalöndunum hófst fyrir mörgum árum síðan, að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, sem fagnar áformum Reykjavíkurborgar um að fækka bensínstöðum um helming á næstu árum. Hann telur að fækkunin hafi í för með sér lægra eldsneytisverð.
21.05.2019 - 11:53
Innlent · FÍB · Bílar
Viðtal
28 bensínstöðvar í 5 km radíus frá Landspítala
Eðlilegt er, út frá hagrænu sjónarmiði, að bensínstöðvum í Reykjavík verði fækkað, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Talning félagsins fyrir tveimur árum leiddi í ljós að í 5 kílómetra radíus frá Landspítala við Hringbraut eru 28 bensínstöðvar.
11.05.2019 - 10:39
Öflugt eftirlit með innköllunum hérlendis
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að gott eftirlit sé með innköllunum bifreiða hér á landi. Bandarísk yfirvöld hafa undanfarið rannsakað galla í loftpúðum fjölmargra bílategunda. Alls tekur rannsóknin til meira en 12 milljóna bíla vestanhafs.
24.04.2019 - 16:30
Askja semur um kaup á Honda-umboðinu
Bílaumboðið Askja ehf. hefur samið við Bernhard ehf. um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Í kaupsamningnum er fyrirvari um samkomulag við Honda Motor Company Ltd. vegna kaupanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins.
23.04.2019 - 14:27
Rannsaka bilanir í loftpúðum 12 milljón bíla
Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að kanna ástand loftpúða í 12,3 milljónum bíla sem talið er að blási ekki út við slys. Átta eru taldir hafa látist af völdum bilaðra loftpúða vestanhafs á undanförnum árum.
23.04.2019 - 13:00
Viðtal
Venjulegar innstungur ekki fyrir rafbíla
Það hafa komið upp tvö tilvik hér á landi að undanförnu þar sem kviknað hefur í rafbílum því að venjuleg framlengingarsnúra var notuð til að hlaða þá. Jóhann Ólafsson, fagstjóri rafmagnsöryggissviðs hjá Mannvirkjastofnun, segir ekki öruggt að stinga rafbílum í samband í venjulegar innstungur. Hann hvetur fólk eindregið til að fá sér hleðslustöð og að fá faglærðan rafverktaka til að fara yfir málin á heimilinu áður en rafhleðsla hefst.
03.04.2019 - 16:31
Innkalla yfir 400 bíla
Neytendastofu hefur á undanförnum dögum borist tvær tilkynningar frá bílumboðum um innköllun bíla. BL ehf. hefur innkallað 429 bíla af gerðinni Subaru Forester og Impreza XV og Bílabúð Benna átta Porsche bíla af tegundunum Macan og Cayanne, árgerð 2017 til 2018.
18.03.2019 - 13:11
Bíll fyrir hvern Íslending 17 ára og eldri
Bifreiðum á skrá Samgöngustofu fjölgaði um 12.494 í fyrra og hefur fjöldi bifreiða á skrá aldrei verið meiri. Sé fjöldi bíla borinn saman við mannfjölda á Íslandi eru nú 0,9 bílar fyrir hvern einasta Íslending.
18.02.2019 - 20:55
Viðtal
Telur að fákeppni kosti neytendur milljónir
Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Runólfur Ólafsson, segir að einsleitni á eldsneytismarkaði hér á landi kosti neytendur mörg hundruð milljónir á hverju ári. Olíufélögin sjái ekki hag í því að keppa um viðskiptavini.
21.01.2019 - 22:19
Sala rafbíla heldur velli þrátt fyrir samdrátt
Sala nýrra bíla dregst nokkuð saman milli ára, hún var um sextán prósentum minni í ár en í fyrra. Sala rafmagnsbíla heldur hins vegar velli og ef svokallaðir tengiltvinnbílar eru taldir með eykst sala á rafmagnsknúnum bílum milli ára. Í fyrra var slegið met í skráningum nýrra fólksbíla, enda uppsöfnuð þörf talsverð að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Forstöðumaður greiningardeildar Arionbanka býst við meiri stöðugleika í greininni en verið hefur undanfarin ár.
30.12.2018 - 18:52
Álagning á bensín hærri þrátt fyrir lægra verð
Álagning olíufélaganna á bensín er tíu krónum hærri á lítra en í upphafi árs og er nú fimm krónum hærri en meðalálagning ársins, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Meðalálagningin það sem af er þessum mánuði sé fjórum krónum hærri en í október. Lækkun á verði hér á landi heldur ekki í við lækkun á hráolíuverði á heimsmarkaði, segir framkvæmdastjóri félagsins.
28.11.2018 - 14:53