Færslur: Bílar

Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
Sjónvarpsfrétt
Tvíburar smíðuðu bíl — „Brjálumst bara annað slagið“
Tvíburar frá Grímsey sem smíðuðu tæplega 200 hestafla bíl frá grunni stálu senunni á sýningu lokaverkefna vélstjóranema við Verkmenntskólann á Akureyri í vikunni. Margra ára vinna og allt of mikið af peningum liggja að baki tryllitækinu.
02.05.2022 - 10:32
Akureyringar áhugalausir um umferð í göngugötu
Göngugatan í miðbæ Akureyrar hefur ekki staðið undir nafni síðustu ár, þar sem hún hefur ekki verið lokuð fyrir bílaumferð, nema á dagtíma yfir hásumarið. Akureyrarbær vinnur að endurskoðun lokananna og óskaði eftir athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Aðeins tvær athugasemdir bárust.
25.04.2022 - 12:01
Minnst sex slösuðust á bílasýningu í Ósló
Að minnsta kosti sex slösuðust á bílasýningu í Ósló höfuðborg Noregs í dag, þar á meðal börn. Lögregla segir að ekið hafi verið með fólkið í skyndingu á sjúkrahús en að ekki sé vitað hversu illa það slasaðist.
25.04.2022 - 02:00
Lögregla skaut tvo menn til bana í París
Lögreglumenn í París í Frakklandi skutu tvo menn til bana í miðborginni í kvöld. Mennirnir voru í bíl sem ekið var á móti umferð yfir Pont Neuf-brúna í átt að lögreglumönnunum.
25.04.2022 - 00:25
Óku 2.200 kílómetra norðan heimskautsbaugs
Tveir Íslendingar tóku þátt í 2.200 kílómetra löngum jeppaleiðangri samtakanna Transglobal Car Expedition frá Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada til Resolute Bay í kanadíska sjálfstjórnarhéraðinu Nunavut.  
29.03.2022 - 11:03
Erlent · Bílar · Kanada · Ferðalög
Sprenging í fjölda rafmagnsbíla á einum áratug
Óhætt er að fullyrða að sprenging hafi orðið í fjölgun rafknúinna heimilisbíla undanfarinn áratug. Árið 2012 voru sex rafmagns- og raftengifjölskyldubifreiðar skráðar á Íslandi en undir lok síðasta árs voru þær rétt tæplega sautján þúsund.
Rafgeymaverksmiðja skapar þúsundir starfa í Gautaborg
Milljarða fjárfesting og þúsundir nýrra starfa fylgja nýrri rafgeymaverksmiðju sem reist verður í sænsku borginni Gautaborg. Forsætisráðherra Svþjóðar fagnar fjárfestingunni sem hún segir sanna að grænar fjárfestingar borgi sig.
Ætla að koma í veg fyrir að mótmælendur loki vegum
Lögregluyfirvöld í Frakklandi segjast munu koma í veg fyrir að svokallaðar Frelsislestir ökumanna loki leiðum að höfuðborginni París. Andstæðingar sóttvarnareglna og -takmarkana ætla að koma saman í borginni á morgun.
Þriðjungur seldra bíla gengur fyrir rafmagni
Rúmur þriðjungur seldra, nýrra fólksbíla innan Evrópusambandsins á síðasta ári gengur fyrir rafmagni að einhverju eða öllu leyti. Þetta kemur fram í tölum frá samtökum evrópskra bílaframleiðenda sem birtar voru í dag.
02.02.2022 - 10:42
Kartöflur skortir til að seðja gesti skyndibitastaða
Skyndibitakeðjan McDonalds hefur gripið til þess ráðs að skammta franskar kartöflur á fjölmörgum veitingastöðum sínum í Malasíu vegna þess að hráefni skortir. Hið sama er uppi á teningnum víða um Asíu.
Sjónvarpsfrétt
Eðalvagn Nóbelsskáldins í allsherjar yfirhalningu
Ljóskremuð Jagúar-bifreið Halldórs Laxness er í allsherjar yfirhalningu. Nemendur við Borgarholtsskóla í Reykjavík eru í óða önn að pússa burtu ryð og sparsla í dældir.
Verð notaðra bíla hefur hækkað mjög í Bandaríkjunum
Eigendur notaðra bifreiða í Bandaríkjunum hafa undanfarið getað selt þær fyrir jafnmikið eða jafnvel meira en þeir upphaflega borguðu fyrir þá. Meðal ástæðna er samdráttur í framleiðslu nýrra farartækja.
Rafbílar vinsælasti kosturinn í Danmörku í fyrsta sinn
Rúmlega helmingur, alls 56 prósent, allra nýrra fólksbíla sem keyptir voru í Danmörku í desembermánuði voru raf- eða tengiltvinnbílar. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti seldra bíla í landinu gengur fyrir rafmagni.
02.01.2022 - 09:25
Um 35% fleiri nýskráðir bílar 2021 en 2020
Ríflega tólf þúsund nýjar fólksbifreiðar voru nýskráðar í landinu frá áramótum og til jóla. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem fyrir lágu á jóladag fjölgaði nýskráningum milli áranna 2020 og 2021 um 35,5%.
02.01.2022 - 07:30
Þriðjungi fleiri fólksbílar seldir á síðasta ári
Alls seldust 12.769 nýir fólksbílar á síðasta ári. Er það aukning upp á 36,3 prósent á milli ára. Þetta segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu en sambandið spáði því í upphafi árs að um 12.500 bílar myndu seljast og voru því býsna nærri réttri tölu.
01.01.2022 - 13:23
Eigendur eldri bíla gætu lent í bobba vegna reglugerðar
Eigendur eldri bíla geta lent í stórauknum vandræðum með að koma bílum sínum í gegnum skoðun vegna breytinga á reglugerð sem tekur gildi næsta vor. Þetta er mat Birgis Hákonarsonar, framkvæmdastjóra Tékklands bifreiðaskoðunar.
18.12.2021 - 06:35
Innflutningi á forblandaðri lífdísilolíu hætt
Ábendingar viðskiptavina um gæði forblandaðrar lífdísilolíu frá Noregi hefur orðið til þess að N1 hefur ákveðið að hætta innflutningi á henni. Leitað verður annarra lausna.
16.12.2021 - 05:11
Stakkaskipti möguleg á breytingum skattaívilnunar
Útlit er fyrir að breyting sem gera átti á ívilnunum til kaupa á tengiltvinnbíl verði með öðru móti um komandi áramót en áður var fyrirhugað. Ívilnunin er í formi lækkaðs virðisaukaskatts og nemur í dag að hámarki 960 þúsund krónum.
Bílum ætlað að stöðva bandarískar byttur
Ný lög í Bandaríkjunum skylda þarlenda bílaframleiðendur á næstu árum til að búa framleiðsluvöru sína búnaði til að greina áfengismagn í blóði ökumanna. Bílarnir væru þá búnir nemum sem greina áfengisgufur í andardrætti og skynjurum í stýri og ræsirofa.
Umferð á bíllausa deginum nærri meðaltali miðvikudaga
Bíllausa daginn 22. september var umferð svipuð og að meðaltali aðra miðvikudaga í september. Aldrei hefur mælst jafnmikil umferð á höfuðborgarsvæðinu í september og í ár.
11.10.2021 - 14:15
Hafnfirðingar, Garðbæingar og Akureyingar fá deilibíla
Svokallaðir deilibílar standa íbúum Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Akureyrar til boða. Slíkir bílar hafa síðustu ár verið á þrettán stöðum í borginni. 
07.10.2021 - 16:18
Sjálfvirknibúnaður sem ræður við næstum allar aðstæður
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors boðar að dýrari gerðir bíla verði búnar sjálfvirknibúnaði sem ráði við 95% allra aðstæðna í umferðinni. Flókinn tæknibúnaður á að auka öryggi allra vegfarenda.
06.10.2021 - 17:30
Bílaframleiðsla dregst saman á Bretlandseyjum
Bílaframleiðsla á Bretlandi í ágústmánuði dróst saman um 27 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Helst má kenna samdráttinn skorti á hálfleiðurum sem hefur hægt á bílaframleiðslu um allan heim.
Vonast til að fólk hugleiði fjölbreyttari valkosti
Bíllausi dagurinn er haldinn víða um heim í dag. Akureyrarbær hefur af því tilefni breytt nokkrum bílastæðum göngugötunnar í grænt svæði en engu að síður má aka götuna eins og flesta aðra daga.
22.09.2021 - 16:26