Færslur: Bílar

Noregur
Aðgerðasinnar hleypa lofti úr dekkjum jeppa
Hópur aðgerðasinna segir það hreinan óþarfa að aka jeppum eða jepplingum um götur og stræti Oslóar, höfuðborgar Noregs. Hópurinn kallar sig Tire Extinguishers, eða Dekkjabanana, og hefur stundað að hleypa lofti úr dekkjum slíkra bíla í mótmælaskyni.
22.09.2022 - 05:15
Fullur afsláttur á rafmagnsbíla senn úr sögunni
Fullur afsláttur vegna rafmagnsbíla verður úr sögunni á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem efnahags- og fjármálaráðherra kynnti í gær. Það er vegna nýs 5% lágmarksvörugjalds sem sett verður á alla bíla.
Ívilnanir og skattar geta flýtt orkuskiptum bílaflotans
Umhverfisráðherra segir að heppileg blanda ívilnana og skatta geti orðið til þess að fremur hratt dragi úr nýskráningum bíla sem knúnir eru jarðefnaeldsneyti. Stefna bílaframleiðenda og tækniþróun styðji einnig við það.
Ökumaður ákærður fyrir tilraun til manndráps
Maður, sem á föstudag ók sendibíl sínum á fólk sem sat að snæðingi utandyra við veitingahús í Brussel, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Enginn grunur er uppi um að maðurinn hafi ætlað að fremja hryðjuverk.
28.08.2022 - 02:00
Banna nýja bensín- og dísilbíla frá 2035
Gert er ráð fyrir að ríkisþing Kaliforníu í Bandaríkjunum samþykki síðar í dag að banna allar nýskráningar dísil- og bensínbíla frá og með 2035. Þetta stendur til að gera í skrefum yfir þrettán ára tímabil.
25.08.2022 - 11:07
FÍB: Kílómetragjald sanngjarnast og skynsamlegast
Framkvæmdastjóri FÍB segir kílómetragjald sanngjörnustu og skynsamlegustu leiðina til að innheimta gjald af bílum og umferð til lengdar. Hann bendir á að eigendum farartækja fjölgi sem ekki greiða fyrir notkun vegakerfisins með sama hætti og á við um bensín- og dísilbíla.
11.08.2022 - 06:30
Svíþjóð
Grunur um að ekið hafi verið vísvitandi á fólk
Tvennt er í haldi eftir að bifreið var ekið á tvær manneskjur í Gautaborg í Svíþjóð í dag. Önnur þeirra lést af sárum sínum í kvöld en lögregla telur að ekið hafi verið vísvitandi á fólkið.
31.07.2022 - 00:20
Sala bensín- og dísilbíla bönnuð í Evrópu frá 2035
Evrópusambandið samþykkti í dag að banna sölu bensín- og dísilbíla frá og með árinu 2035 í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í heimsálfunni.
Sjónvarpsfrétt
Merkilegt samband manns og bíls
Í sambandi manns og bíls geta verið tilfinningar, sem getur hamlað því að óökuhæfum bílum sé fargað, segir heilbrigðisfulltrúi. Allt of mikið sé af bílum sem eru ekki í notkun og vandamálið fari vaxandi.
20.06.2022 - 13:05
Sjónvarpsfrétt
Bíladagar á Akureyri —„Þetta er bara Þjóðhátíðin okkar“
Þjóðhátíð bílaáhugafólks á Íslandi hófst formlega á Akureyri nú í kvöld þegar hinir árlegu Bíladagar voru settir. Gestur á hátíðinni segir hátt bensínverð seinni tíma vandamál.
16.06.2022 - 21:00
Lögð áhersla á að virða siðareglur Bíladaga
Hinir árlegu Bíladagar hefjast á Akureyri á morgun 16. júní. Hátíðin, sem er skipulögð af Bílaklúbbi Akureyrar, hefur verið haldin þar síðan 1995. Hátíðinni hefur fylgt neikvætt orðspor en síðustu ár hefur verið lögð áhersla á að allir sem á hátíðina koma virði svokallaðar siðareglur Bíladaga.
15.06.2022 - 13:33
Meira mengandi svifryk frá dekkjum en útblæstri
Bíldekk skilja eftir um 2.000 sinnum meira mengandi svifryk en kemur frá útblæstri meðalbíls, samkvæmt nýrri rannsókn sem greint er frá í The Guardian. Í rannsókninni, sem er á vegum Emission Analytics, kemur fram að mengun vegna rykagna sem losni af bíldekkjum við akstur gæti brátt orðið áskorun fyrir löggjafa.
04.06.2022 - 06:08
Safnari greiddi 19 milljarða fyrir sportbíl
Sportbíll af gerðinni Mercedes-Benz 300 SLR Uhlenhaut Coupé árgerð 1955 var seldur fyrir metfjárhæð á uppboði fyrr í mánuðinum. Almennt þættu kaup á bíl ekki til tíðinda en RM Sothebys uppboðshúsið annaðist söluna.
20.05.2022 - 05:10
Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
Sjónvarpsfrétt
Tvíburar smíðuðu bíl — „Brjálumst bara annað slagið“
Tvíburar frá Grímsey sem smíðuðu tæplega 200 hestafla bíl frá grunni stálu senunni á sýningu lokaverkefna vélstjóranema við Verkmenntskólann á Akureyri í vikunni. Margra ára vinna og allt of mikið af peningum liggja að baki tryllitækinu.
02.05.2022 - 10:32
Akureyringar áhugalausir um umferð í göngugötu
Göngugatan í miðbæ Akureyrar hefur ekki staðið undir nafni síðustu ár, þar sem hún hefur ekki verið lokuð fyrir bílaumferð, nema á dagtíma yfir hásumarið. Akureyrarbær vinnur að endurskoðun lokananna og óskaði eftir athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Aðeins tvær athugasemdir bárust.
25.04.2022 - 12:01
Minnst sex slösuðust á bílasýningu í Ósló
Að minnsta kosti sex slösuðust á bílasýningu í Ósló höfuðborg Noregs í dag, þar á meðal börn. Lögregla segir að ekið hafi verið með fólkið í skyndingu á sjúkrahús en að ekki sé vitað hversu illa það slasaðist.
25.04.2022 - 02:00
Lögregla skaut tvo menn til bana í París
Lögreglumenn í París í Frakklandi skutu tvo menn til bana í miðborginni í kvöld. Mennirnir voru í bíl sem ekið var á móti umferð yfir Pont Neuf-brúna í átt að lögreglumönnunum.
25.04.2022 - 00:25
Óku 2.200 kílómetra norðan heimskautsbaugs
Tveir Íslendingar tóku þátt í 2.200 kílómetra löngum jeppaleiðangri samtakanna Transglobal Car Expedition frá Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada til Resolute Bay í kanadíska sjálfstjórnarhéraðinu Nunavut.  
29.03.2022 - 11:03
Erlent · Bílar · Kanada · Ferðalög
Sprenging í fjölda rafmagnsbíla á einum áratug
Óhætt er að fullyrða að sprenging hafi orðið í fjölgun rafknúinna heimilisbíla undanfarinn áratug. Árið 2012 voru sex rafmagns- og raftengifjölskyldubifreiðar skráðar á Íslandi en undir lok síðasta árs voru þær rétt tæplega sautján þúsund.
Rafgeymaverksmiðja skapar þúsundir starfa í Gautaborg
Milljarða fjárfesting og þúsundir nýrra starfa fylgja nýrri rafgeymaverksmiðju sem reist verður í sænsku borginni Gautaborg. Forsætisráðherra Svþjóðar fagnar fjárfestingunni sem hún segir sanna að grænar fjárfestingar borgi sig.
Ætla að koma í veg fyrir að mótmælendur loki vegum
Lögregluyfirvöld í Frakklandi segjast munu koma í veg fyrir að svokallaðar Frelsislestir ökumanna loki leiðum að höfuðborginni París. Andstæðingar sóttvarnareglna og -takmarkana ætla að koma saman í borginni á morgun.
Þriðjungur seldra bíla gengur fyrir rafmagni
Rúmur þriðjungur seldra, nýrra fólksbíla innan Evrópusambandsins á síðasta ári gengur fyrir rafmagni að einhverju eða öllu leyti. Þetta kemur fram í tölum frá samtökum evrópskra bílaframleiðenda sem birtar voru í dag.
02.02.2022 - 10:42
Kartöflur skortir til að seðja gesti skyndibitastaða
Skyndibitakeðjan McDonalds hefur gripið til þess ráðs að skammta franskar kartöflur á fjölmörgum veitingastöðum sínum í Malasíu vegna þess að hráefni skortir. Hið sama er uppi á teningnum víða um Asíu.
Sjónvarpsfrétt
Eðalvagn Nóbelsskáldins í allsherjar yfirhalningu
Ljóskremuð Jagúar-bifreið Halldórs Laxness er í allsherjar yfirhalningu. Nemendur við Borgarholtsskóla í Reykjavík eru í óða önn að pússa burtu ryð og sparsla í dældir.