Færslur: Bílar

Græna iðnbyltingin fjölgar störfum og minnkar mengun
Á Bretlandseyjum verður blátt bann lagt við sölu nýrra hreinræktaðra bensín eða díselbíla frá árinu 2030. Þetta er hluti af svokallaðri grænni iðnbyltingu sem Boris Johnson forsætisráðherra hefur lagt fram og kynnt.
18.11.2020 - 05:43
Hvetja Akureyringa til að velja annað en nagladekk
Akureyrarbær hvetur bíleigendur til að velja aðra kosti en nagladekk þegar þeir skipta yfir á vetrardekkin. Undanfarin ár hafi um 75% bíleigenda valið að aka um á nagladekkjum.
11.11.2020 - 14:16
Fjórði hver nýskráður fólksbíll er rafdrifinn
Nýskráðir hreinir rafmagnsfólksbílar eru 1.812 það sem af er árinu eða tæp 25% að sögn Óðins Valdimarssonar verkefnastjóra hjá Bílgreinasambandinu. Það eru fólksbílar sem bílaleigur, almenningur og almenn fyrirtæki hafa keypt.
16.10.2020 - 15:19
Hvarfakútar látnir hverfa undan bifreiðum í Reykjanesbæ
Hvarfakútum hefur undanfarið verið stolið undan bílaleigubílum og flökum á bílapartasölum í Reykjanesbæ. Tjónið er tilfinnanlegt.
Morgunútvarpið
Líst illa á umhverfisgjald en leggur til kílómetragjald
Framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda líst illa á hugmyndir tveggja þingmanna Vinstri grænna um að veita sveitarfélögum heimild til að innheimta umhverfisgjöld, meðal annars af mengandi bílum. Ólafur Þór Gunnarss og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hafa lagt þetta til á Alþingi.
12.10.2020 - 09:25
Næstum sjö af hverjum tíu nýjum bílum eru nýorkuknúnir
Flestir nýir bílar sem skráðir hafa verið á þessu ári eru svokallaðir nýorkubílar. Þar er átt við rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla, hybrid- og metanbíla.
05.10.2020 - 19:12
Ákærður fyrir að fá sér kríu undir stýri
Tvítugur Kanadamaður hefur verið ákærður fyrir gáleysislegan akstur en hann er talinn hafa fengið sér kríu undir stýri á Teslunni sinni. Á meðan þaut sjálfakandi bifreiðin áfram á 150 kílómetra hraða.
Mikill samdráttur í sölu á nýjum bílum
581 nýr fólksbíll seldist hér á landi í ágúst, sem er 27,7% minna en í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir ennfremur að á fyrstu átta mánuðum ársins hafi 6.254 nýir fólksbílar verið seldir, eða 31,4% færri en á sama tímabili í fyrra.
01.09.2020 - 12:14
Ótryggð ökutæki valda tugmilljóna tjóni árlega
Milljónatjón hlýst ár hvert af ótryggðum ökutækjum í umferð. Þau eru nú um 2600 á Íslandi. Herða þarf eftirlit til að fækka þeim og taka upp sektakerfi líkt og gerist erlendis.
25.08.2020 - 04:54
Algengt að eldur kvikni í eldri bílum
Bíll sem kviknaði í á Höfðabakka í gær er að öllum líkindum af gerðinni Volvo XC90 og er með fimm strokka dísilvél. Hann er af árgerð fyrir 2014 og því ekki á lista Brimborgar, umboðs Volvo á Íslandi, yfir Volvo bíla sem umboðið innkallar vegna galla í kælikerfi. Þetta staðfestir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, við fréttastofu.
Daimler greiðir himinháar sektir og bætur vestra
Þýski bílaframleiðandinn Daimler, sem meðal annars framleiðir Mercedes-Benz bifreiðar, hefur fallist á að greiða 2,2 milljarða dala í bætur og sektir vestanhafs.
13.08.2020 - 18:47
Netárás á verksmiðjur Honda
Framleiðsla í verksmiðjum japanska bílaframleiðandans Honda í Tyrklandi, Brasilíu og á Indlandi hefur verið stöðvuð um hríð.
10.06.2020 - 03:10
Vilja olíulaust Ísland árið 2035
Ísland getur verið sjálfbært um orku og ætti að vera sjálfsagt mál að setja fram slík markmið. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Landverndar í dag, en þar er lagt til að stjórnvöld setji sér markmið um að Ísland verði orðið olíulaust árið 2035.
Blasir feigð við Renault?
Hugsanlegt er að franski bílaframleiðandinn Renault lifi ekki af samdráttinn sem fylgir kórónuveirufaraldrinum án aukins stuðnings franska ríkisins. CNN greinir frá þessu.
23.05.2020 - 05:24
Volvo hagnaðist um 96 milljarða króna í fyrra
Sænski bílaframleiðandinn Volvo Cars seldi metfjölda bíla á síðasta ári og þar er gert ráð fyrir að enn fleiri bílar verði seldir á þessu ári. Árið 2019 var sjötta árið í röð sem Volvo bætir sölumetið sitt.
06.02.2020 - 14:06
Efnahagsmál · Viðskipti · Erlent · Svíþjóð · Kína · Volvo · Bílar
Metfjöldi rafbíla skráður hér á landi í janúar
Aldrei hafa fleiri nýir rafbílar verið skráðir hér á landi en í janúar, á meðan skráning á dísil- og bensínbílum dregst saman. Framkvæmdastjóri Orkuseturs telur að rafbílaeign eigi eftir að aukast mikið á þessu ári og þá styttist í sölu á notuðum rafbílum.
03.02.2020 - 14:07
Telja breytingar á leyfum fyrir bílasala áhættusamar
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áformar að fella niður skilyrði um leyfisveitingar fyrir sölu notaðra ökutækja, þar með talið kröfu um starfsábyrgðartryggingu, svo og kröfu um námskeið og próf til löggildingar fyrir bílasala. Bílgreinasambandið leggst gegn breytingunum.
26.11.2019 - 07:46
Fékk afhentan bíl sem hann átti ekki
Eiganda bifreiðar sem var í geymslu á Keflavíkurflugvelli brá heldur í brún þegar hún hugðist vitja bílsins. Hann hafði verið afhentur skömmu áður og var á bak og burt. Bíllinn kom í leitirnar á bílaleigu við Hörpu í Reykjavík.
14.11.2019 - 14:43
Nýorkubílar 26,7 prósent af bílasölu ársins
Skráningar á nýorkubílum hér á landi er töluvert langt á undan Evrópu, segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. 43 prósent af sölu nýrra fólksbíla í október hafi verið nýorkubílar og 26,6 prósent af heildarbílasölu ársins.
01.11.2019 - 11:03
Varar fólk við að skilja börn eftir í bíl
„Bíllinn byrjar að fyllast af reyk þar sem hann er kyrrstæður við hús foreldra minna,“ segir Helga Dís Svavarsdóttir. Eldur kom upp í bíl foreldra hennar skömmu eftir að honum var ekið. Hún segir að slökkvilið og lögregla hafi komið á vettvang, lokað götunni og slökkt eldinn. Hún varar fólk við að skilja börn eftir í bíl.
27.09.2019 - 12:42
Telja nettengda bíla ógna öryggi
Bandarísk neytendasamtök vara við því að bílar sem tengdir eru netinu séu berskjaldaðir fyrir árásum tölvuþrjóta sem gætu kostað þúsundir mannslífa. Þau segja bílaframleiðendur einblína á hagnað, á kostnað öryggis ökumanna og farþega.
02.08.2019 - 04:30
Margfalt fleiri rafbílategundir á næstu árum
Búst er við því að fjöldi rafbílategunda sem Evrópubúum býðst að kaupa verði þrefalt meiri árið 2021 en hann var í fyrra. Frá þessu er greint á vef BBC og vísað í upplýsingar frá evrópskum umhverfisverndarsinnum. 
18.07.2019 - 16:47
Endalok bjöllunnar eftir 70 ár
Volkswagen ákveðið að hætta að framleiða bjölluna, einn frægasta bíls heims, sem hefur verið í framleiðslu í rúmlega sjö áratugi. Yfir 21 milljón bjöllur hafa verið framleiddar frá 1938 og hefur enginn bíll sömu gerðar verið framleiddur jafn lengi og í jafn miklu magni.
10.07.2019 - 19:06
Viðtal
„Dagur er búinn að rústa þessu“
„Það er orðið mjög erfitt að rúnta um miðbæinn þegar hann er lokaður í allar áttir,“ segir Hilmar Jakobsson meðlimur í Mústangklúbbnum. Borgaryfirvöld skella skollaeyrum við kvörtunum við lokun, en hann er sannfærður um að ef þær sneru að hjólastígum kæmi annað hljóð í kútinn.
10.07.2019 - 14:24
Myndskeið
Helmingur hefur þegið bætur frá Procar
Helmingur þeirra sem keypti bíl sem Bílaleigan Procar hafði breytt kílómetrastöðu í, hefur þegið bætur. Procar hefur alls boðið eigendum um 130 bíla bætur. Fólk fær fjórar vikur til að ákveða hvort það þiggi bæturnar sem boðnar eru eða ekki.
30.06.2019 - 20:00