Færslur: Berglind Festival

Berglind Festival
Berglind Festival þakkar fyrir veturinn
Hvernig kæmist íslenska þjóðin af án Berglindar Pétursdóttur, eins fremsta rannsóknarfréttamanns landsins? Án hennar þekkti þjóðin ekki sögu smákökubaksturs um jól, vissi ekki hvaða fyndnu einkanúmer eru í umferðinni, hefði ekki hugmynd um hvaða áhrif Valentínusardagurinn hefur á einhleypa og svona mætti lengi telja.
04.05.2022 - 13:53
Berglind Festival
Kosningalög ýmist stöngin inn eða stöngin út
Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar er mál að rifja upp kosningabaráttu á fyrri tíð. Berglind Festival fór á stúfana og kynnti sér hvað virkar og hvað virkar ekki þegar reyna á að sópa til sín atkvæðum kjósenda.
Berglind Festival
Fólk trúir því þegar Jón segist ætla að stofna flokk
Margir Íslendingar sem stigið hafa um borð í lest á erlendri grundu hafa hugsað með sér: „Lest! Af hverju er ekki lest á Íslandi? Megum við plís fá lest?“ Berglind Festival skoðaði lestarsögu Íslands og fræddist um möguleikann á að draumurinn um lestarsamgöngur hérlendis rætist.
09.04.2022 - 12:55
Berglind Festival
Er gott að setja sýrðan rjóma á vöfflur?
Fátt getur talist klassískara en nýbökuð vaffla með sultu og rjóma, enda stendur hún alltaf fyrir sínu, að mati Lindu Ben, matarbloggara. Íslendingar hafa borðað vöfflur við flest gleðitilefni og þær hafa jafnvel átt þátt í kjöri þingmanna. Berglind Festival rennur á vöfflulyktina og skoðar allt sem tengist vöfflum.
Berglind Festival
Hvar eru íslensku sápuóperurnar?
Þó sápuóperur séu vinsæl afþreyging um allan heim, ekki síst hér á Íslandi, þá hefur engin innlend sápuópera litið dagsins ljós. Á meðan landinn fylgist spenntur með ástarþríhyrningum, fjölskyldudrama og minnisleysi í þáttum eins og Nágrönnum og Glæstum vonum furðar Berglind Festival sig á því að enginn hafi riðið á vaðið og gert íslenska sápu.
21.03.2022 - 10:28
Berglind Festival
Sveppi leikur Reyni Traustason í Játningunni
Berglind Festival sviðsetti viðtal Reynis Traustasonar við Kristjón Kormák Guðjónsson, þar sem sá síðarnefndi viðurkenndi að hafa brotist inn á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs og eytt þar gögnum af vef miðilsins.
Berglind Festival
Hvers vegna keppa ekki fleiri Íslendingar á leikunum?
Berglind Festival fór á stúfana í Vikunni með Gísla Marteini í gær og kynnti sér hinar ýmsu ólympíugreinar með hjálp sérfræðinga. Hún prófaði meðal annars krullu og skíðaskotfimi.
Árið með Gísla Marteini
Völva Vikunnar fer yfir stöðuna árið 2022
Berglind Festival hitti völvu og spurði mikilvægra spurninga um árið sem nú gengur í garð. Niðurstöðurnar komu á óvart.
31.12.2021 - 10:20
Berglind Festival
Töldu að Íslendingar hefðu hrætt geimverurnar í burtu
Þann 5. nóvember 1993 söfnuðust um fimm hundruð manns saman við Snæfellsjökul í miklu óveðri og biðu eftir geimverum sem sagðar voru hafa boðað komu sína. Á meðal þeirra sem biðu voru áhugamenn um geimverur sem komu frá Englandi og skömmuðust yfir því að íslenski lýðurinn hefði sjálfur fælt þær frá fundinum með hávaða sínum.
Berglind Festival og einkanúmer ökutækja
Hvaða einkanúmer myndir þú fá þér á þitt ökutæki? Berglind tók stöðuna á nokkrum góðum númerum.
Vikan með Gísla Marteini
Berglind festival og rödd þjóðarinnar
Berglind Festival fór á stúfana í gær og spurði viðskiptavini Kringlunnar meðal annars hvort kosningarnar væru spennandi í ár. Flestir voru á sama máli um að svo væri ekki.
11.09.2021 - 10:40
Menningin
Berglind Festival mælir með matarbókum og leikhúsi
Berglind „Festival“ Pétursdóttir er meðmælandi vikunnar. Litrík myndlist, matartilraunir og leikhús fyrir fólk sem finnst ekki gaman í leikhúsi koma þar við sögu.
05.06.2021 - 11:00
Berglind Festival & eftirhermur
Er í lagi að herma eftir öðrum? Berglind Festival slóst í för með einhverjum reyndustu eftirhermum landsins.
Berglind Festival & íslenskar talsetningar
Menningarsnauða svín, á hvað ert þú að glápa hokkípökkur? Ef þú kannast við setningar eins og þessar hefur þú eflaust gaman af umfjöllun Berglindar Festival um íslenska talsetningu.
Berglind Festival & hlaðvörp
Eru allir og amma þeirra komnir með hlaðvarpsþátt? Berglind Festival hitti nokkrar af vinsælustu hlaðvarpsstjörnum þjóðarinnar.