Færslur: Belgía

Puigdemont lofar að mæta til réttarhalda í október
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður kveðst snúa aftur til Belgíu á mánudag. Hann heitir því að snúa aftur til Ítalíu til að vera viðstaddur þinghald í byrjun október um framsal til Spánar.
Danski hjólreiðakappinn Chris Anker Sørensen látinn
Danski hjólreiðakappinn Chris Anker Sørensen er látinn 37 ára að aldri. Hann varð fyrir bíl þar sem hann var staddur í Belgíu á vegum dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2.
19.09.2021 - 01:26
Hlýnun Jarðar jók líkurnar á hamfararegninu í Evrópu
Hlýnun Jarðar og loftslagsváin sem af henni stafar allt að nífaldaði líkurnar á streypiregninu sem orsakaði ógnarmikil og mannskæð flóð í Þýskaland og Belgíu í júlí. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum alþjóðlegs samstarfshóps loftslagsvísindafólks, World Weather Attribution-samstarfsins.
24.08.2021 - 04:32
Vatnsveður veldur nýjum flóðum í Belgíu
Ár flæddu yfir bakka sína í Belgíu í dag og ollu flóðum enn á ný þegar mikið slagviðri gekk þar yfir, aðeins nokkrum dögum eftir að mannskæð flóðu urðu þar og í nágrannalandinu Þýskalandi. Verst er ástandið borginni Dinant í Namur-héraði í sunnanverðri Vallóníu, þar sem áin Maas varð að beljandi stórfljóti.
24.07.2021 - 23:56
Þjóðarsorg í Belgíu vegna flóða
Sírenur hljómuðu á slökkvistöðvum um gjörvalla Belgíu klukkan tólf á hádegi að staðartíma og á eftir var einnar mínútu þögn til að minnast þeirra sem létust í flóðunum í síðustu viku.
20.07.2021 - 12:48
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Belgía · Flóð
Sjónvarpsfrétt
Ætlaði ekki að trúa því sem varð á flóðasvæðunum
Fleiri en 170 eru látin eftir flóð í Þýskalandi og Belgíu og hundraða er enn saknað. Þótt veðurspáin hafi verið slæm ætlaði maður ekki að trúa því sem síðar varð, segir íslenskur maður sem býr á flóðasvæðinu.
17.07.2021 - 19:15
Fleiri en 1300 enn saknað á flóðasvæðum
Hið minnsta 150 eru látin og fleiri en 1300 er enn saknað í miklum flóðum í Þýskalandi og Belgíu. Yfirvöld í vesturhluta Þýskalands eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við viðvörunum veðurfræðinga.
17.07.2021 - 12:13
Sjónvarpsfrétt
Fleiri en 1.000 saknað eftir fordæmalaus hamfaraflóð
Fleiri en 100 eru látin í Þýskalandi og minnst 20 í Belgíu vegna hamfaraflóða sem herjað hafa á meginland Evrópu. Eyðileggingin er gríðarleg, björgunarstarf er torvelt á sumum svæðum og yfir þúsund manns er saknað.
16.07.2021 - 19:23
Tuttugu látnir og jafn margra saknað í Belgíu
Að minnsta kosti tuttugu hafa fundist látnir og jafn margra er saknað eftir flóðin í Belgíu, að því er AFP fréttastofan hefur eftir stjórn björgunaraðgerða. Belgískir fjölmiðlar segja að 23 hafi fundist látnir.
16.07.2021 - 14:04
Erlent · Evrópa · Veður · Belgía · Þýskaland · Flóð
Myndskeið
Yfir áttatíu látnir í Þýskalandi og tuga enn saknað
Yfir áttatíu hafa nú fundist látnir í Þýskalandi í kjölfar mikilla flóða og rigninga þar frá því í fyrrinótt. Tuga er enn saknað. Eyðileggingin er gríðarleg á flóðasvæðunum á vestanverðu meginlandinu. 
16.07.2021 - 07:43
Erlent · Evrópa · Veður · Þýskaland · Belgía · Holland · Lúxemborg · Hamfarir
Sjónvarpsfrétt
Yfir fimmtíu látin í hamfaraflóðum - mikil eyðilegging
Yfir fimmtíu hafa farist í Þýskalandi og átta í Belgíu í miklum flóðum frá því í gær. Tuga er saknað og fjöldi fólks í þessum tveimur löndum, ásamt Luxemborg og Hollandi, hefur þurft að yfirgefa heimili sín.
15.07.2021 - 20:10
Myndskeið
Tugir látnir í flóðum í Vestur-Evrópu
Að minnsta kosti 42 eru látnir í Þýskalandi og 6 í Belgíu af völdum úrhellisrigningar í vestanverðri Evrópu. Tuga er saknað. Flóð í ám hafa hrifið með sér hús og vegir eru lokaðir. Gert er ráð fyrir að áfram rigni að minnsta kosti fram á föstudagskvöld.
15.07.2021 - 12:46
Erlent · Evrópa · Veður · Þýskaland · Belgía
Myndskeið
Yfir 20 látnir vegna hamfaraflóða á meginlandi Evrópu
Að minnsta kosti nítján eru látnir og tuga er saknað í miklum flóðum í Þýskalandi vestanverðu, þá eru að minnsta kosti tveir látnir vegna flóðanna í Belgíu. Miklar rigningar hafa haft það í för með sér að ár hafa flætt yfir bakka sína og hrifsað með sér bifreiðar, hús og fólk.
15.07.2021 - 08:15
99 ára grunaður um morð - elsti fangi í sögu Belgíu
Nær tíræður íbúi hjúkrunarheimilis í belgíska bænum Destelbergen var handtekinn á mánudagskvöld og úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið öðrum íbúa heimilisins að bana. Samkvæmt belgísku fréttastofunni Belga er hinn grunaði elsti maður sem nokkru sinni hefur verið dæmdur til fangavistar þar í landi.
24.06.2021 - 06:40
Belgar bregðast við Delta-afbrigðinu með komubanni
Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að banna tímabundið heimsóknir ferðafólks frá ríkjum utan Evrópusambandsins eigi síðar en frá og með 27. júní næstkomandi. Bretland er eitt þeirra 27 ríkja sem bannið tekur til, auk Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku svo dæmi séu nefnd.
Myndskeið
Sendiherra kallaður heim vegna hegðunar eiginkonu hans
Belgar hafa kallað heim sendiherra landsins í Suður-Kóreu eftir að eiginkona hans sló verslunarkonu í fatabúð í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Starfsfólk verslunarinnar hafði sendiherrafrúna, Xiang Xueqiu, grunaða um stuld og vildi athuga hvort fötin sem hún klæddist væru hennar eigin. Við það snöggreiddist hún og sló eina afgreiðslukonuna. Atvikið náðist á CCTV-myndavél í búðinni og Xiang var yfirheyrð af lögreglu.
31.05.2021 - 15:22
Stækkaði óvart Belgíu á kostnað Frakklands
Bóndi nokkur í Belgíu færði óvart landamæri ríkisins að Frakklandi um rúma tvo metra. Steinn sem olli honum óþægindum við bústörfin reyndist marka landamæri ríkjanna.
05.05.2021 - 06:46
Sóttvarnaaðgerðum mótmælt í þremur heimsálfum
Lokunum, fjöldatakmörkunum og hvers kyns hömlum sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar og COVID-19 var mótmælt í minnst þremur heimsálfum í dag.
Myndskeið
Útgöngubönn og lokanir aðra páskana í röð
Útgöngubönn og lokanir blasa við Evrópubúum aðra páskana í röð. Á Ítalíu voru reglur hertar þannig að ströngustu takmarkanir gilda um allt land um helgina.
03.04.2021 - 20:30
Erlent · Evrópa · COVID-19 · Ítalía · Spánn · Frakkland · Belgía
Aprílgabb úr böndunum: Táragas til að stöðva útihátíð
Aprílgabb fór illilega úr böndunum í Brussel í dag, þegar þúsundir partíþyrstra Belga stormuðu í almenningsgarð í höfuðborginni í blíðskaparveðri, til að skemmta sér á auglýstri tónlistarhátíð sem engin reyndist vera. Lögregla, ýmist á hestbaki eða í óeirðagalla, beitti meðal annars háþrýstidælum og táragasi til að dreifa mannfjöldanum, sem var allt annað en ánægður með hvort tveggja tónleikaleysið og harkalegar aðgerðir lögreglu.
01.04.2021 - 22:52
Myndskeið
Lögreglumenn slasaðir eftir ólæti í Liege
Nokkrir lögreglumenn eru slasaðir eftir að sló í brýnu á milli óeirðarseggja og lögreglu í belgísku borginni Liege í gærkvöld. Mótmæli á vegum Black Lives Matter hreyfingarinnar voru í borginni fyrr um daginn og fram á gærkvöld, en hópur sleit sig frá mótmælunum og lét öllum illum látum.
14.03.2021 - 04:46
ESB gagnrýnir aðgerðir sex aðildarríkja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem Þýskaland og fimm önnur aðildarríki hafa tekið upp á landamærum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og segir þær tilefnislausar. Framkvæmdastjórnin hefur sent formlegt bréf um úrbætur og væntir svara í næstu viku.
24.02.2021 - 10:14
Íranskur diplómati í 20 ára fangelsi fyrir samsæri
Belgískur dómstóll dæmdi í gær íranskan diplómata í 20 ára fangelsi fyrir aðild að samsæri um hryðjuverk sem fremja átti í Frakklandi 2018. Ætlað skotmark hryðjuverkamannanna var hópur útlægra Írana, sem kom saman til fundarhalda nærri París.
05.02.2021 - 03:46
Fimm norræn félög vilja löggjöf er heimilar dánaraðstoð
Fimm norræn félög um dánaraðstoð hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja.
27.01.2021 - 11:49
Belgar banna ónauðsynleg ferðalög til og frá landinu
Stjórnvöld í Belgíu hyggjast banna ónauðsynleg ferðalög til og frá landinu til að hamla útbreiðslu nýrra og meira smitandi afbrigða af kórónaveirunni, sem veldur COVID-19. Bannið tekur gildi á miðvikudag, stendur út febrúar og tekur jafnt til ferðalaga á landi, sjó og í lofti.
23.01.2021 - 04:09