Færslur: Belgía

Belgískt bóluefni ver hamstra gegn kórónuveiru
Bóluefni sem belgískir vísindamenn hafa prófað á hömstrum virðist ná að verja dýrin fyrir kórónuveiru. Vísindamenn við Leuven háskólann í Belgíu horfa nú til þess að geta gert prófanir á mönnum vegna COVID-19.
09.07.2020 - 22:31
Myndskeið
Belgar harma framgöngu sína á nýlendutímanum í Kongó
Konungur Belgíu segist harma mjög nýlendutíma Belga en belgísk yfirvöld hafa ekki gengist við framgöngu sinni í Kongó með þessum hætti fyrr. Sextíu ár eru í dag frá því að Kongó varð sjálfstætt ríki.
30.06.2020 - 19:35
Handtökur vegna smygls á fólki frá Víetnam
Franska lögreglan er með þrettán manns í haldi, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í að smygla 39 víetnömskum hælisleitendum til Bretlands kæligámi flutningabíls til Bretlands í fyrrahaust. Sameiginlegt átak frönsku og belgísku lögreglunnar leiddi til þessa. Í Belgíu voru einnig þrettán handteknir vegna rannsóknarinnar.
27.05.2020 - 17:28
Belgar gripnir hænsnaæði í faraldrinum
Svo virðist sem hænsnaæði hafi gripið Belga í kórónuveirufaraldrinum. Hænsnabændahjúin Martine og Cristopher Denis í nágrenni borgarinnar Waivre segja í samtali við fréttastofuna AFP að alifuglasala hafi allt að þrefaldast í útgöngubanninu sem sett var á þar í landi í mars.
09.05.2020 - 02:36
Yfir fimm þúsund látnir í Belgíu
COVID-19 farsóttin hefur kostað yfir fimm þúsund manns lífið í Belgíu. Heilbrigðisyfirvöld í Brussel greindu frá því dag að 313 hefðu dáið síðastliðinn sólarhring. Heildarfjöldi látinna væri því orðinn 5.163. Um það bil helmingurinn lést á elli- og hjúkrunarheimilum, hinir á sjúkrahúsum. Dánartíðnin í Belgíu er hærri en í flestum öðrum löndum í Evrópu.
17.04.2020 - 11:45
COVID-19: Meira en 1.000 dauðsföll í Belgíu
Meira en 1.000 hafa látist af völdum COVID-19 í Belgíu. Heilbrigðisyfirvöld greindu frá þessu í morgun.
02.04.2020 - 10:37
Myndskeið
12 ára stúlka lést úr COVID-19 í Belgíu
Tilkynnt var í Belgíu í dag að tólf ára stúlka hefði látist úr COVID-19. Útbreiðsla sjúkdómsins gæti hafa náð hámarki á Spáni samkvæmt heilbrigðisráðherra og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin býst við því að útbreiðslan á Ítalíu verði orðin stöðug á næstunni.
31.03.2020 - 20:00
Erlent · Evrópa · Belgía · Spánn · Ítalía · COVID-19
Helmingi verslunar lokað vegna COVID-19
Aðeins helmingur fataverslunarinnar Zeeman í bænum Baarle-Nassau á landamærum Belgíu og Hollands er opinn viðskiptavinum. Ástæðan er sú að húsnæði verslunarinnar er bæði í Hollandi og Belgíu, og vegna mismunandi reglna í löndunum af völdum kórónaveirufaraldursins er málum þannig háttað.
26.03.2020 - 05:57
Erlent · Evrópa · Holland · Belgía · COVID-19
Belgar sektaðir fyrir að fara úr húsi
Lögregla í Belgíu hefur sektað nokkur hundruð manns fyrir að virða ekki útgöngubann stjórnvalda. Sektirnar eru frá 26 upp í 500 evrur, fjögur þúsund til 78 þúsund krónur, allt eftir því hve alvarleg brotin eru.
23.03.2020 - 16:57
Framleiðsla Volvo stöðvuð tímabundið
Bílaframleiðandinn Volvo ætlar að stöðva tímabundið framleiðslu sína í Evrópu og Bandaríkjunum í þeim tilgangi að takmarka áhrifin af völdum COVID-19 kórónaveirufaraldursins. Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, greindi frá þessu í morgun.
20.03.2020 - 10:43
Staðfest að Albert er faðirinn
Albert II, fyrrverandi konungur Belgíu, viðurkenndi í gær að vera faðir listakonunnar Delphine Boël. Faðernið var staðfest með DNA-sýni. 
28.01.2020 - 08:58
Netárás á Íslamska ríkið
Lögregla hefur gert tölvuárás á áróðursmiðstöðvar hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins á Netinu. Saksóknarar í Belgíu greindu frá þessu í dag.
25.11.2019 - 14:06
Fundu tólf flóttamenn í kæligámi
Belgíska lögreglan fann í dag tólf flóttamenn í kæligámi flutningabíls þar sem honum hafði verið lagt við þjóðveg í norðurhluta landsins. Að sögn talsmanns lögreglunnar tilkynnti bílstjórinn um fólk í gáminum. Flóttamennirnir reyndust vera frá Sýrlandi og Súdan og voru fluttir til yfirheyrslu í Antverpen.
30.10.2019 - 15:28
Wilmes forsætisráðherra fyrst kvenna í Belgíu
Sophie Wilmes verður fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í Belgíu. Hún tekur við af núverandi forsætisráðherra, Charles Michel, sem verður formaður leiðtogaráðs Evrópusambandsins 1. desember.
27.10.2019 - 06:23
Þotuflugmaður endaði hangandi á háspennulínu
Tveir flugmenn F-16 orrustuþotu belgíska flughersins komust naumlega lífs af þegar þotan hrapaði til jarðar á Bretagne-skaga í Frakklandi í dag. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tókst þeim að skjóta sér úr vélinni áður en hún skall á jörðinni en ekki tókst betur til en svo að flugstjórinn endaði hangandi í fallhlíf sinni á háspennulínu með 250.000 volta spennu. Slökkvilið náði honum niður á jörðina áður en langt um leið, lítt meiddum.
20.09.2019 - 02:57
Bjarga fólki úr rústum eftir sprengingu
Þremur hefur verið bjargað úr húsarústum eftir að sprengja sprakk í íbúðarhverfi í Antwerpen í Belgíu í hádeginu í dag. Að minnsta kosti einn er alvarlega slasaður eftir sprenginguna. Lögregla, slökkvilið og sjúkraliðar eru við leit í rústunum. Enn er talið að fólk sitji þar fast. Þrjú hús eyðilögðust í sprengingunni og fleiri skemmdust.
03.09.2019 - 16:34
Myndskeið
Risapönduhúnar fæddust í belgískum dýragarði
Tveir risapönduhúnar fæddust í dýragarði í Belgíu á fimmtudag. Móðir þeirra er risapandan Hao Hao, sem dýragarðurinn fékk að láni frá Kínverjum árið 2014.
11.08.2019 - 22:22
Myndskeið
Smyglarar fastir í gámi hringdu í lögguna
Hitamet féll í Belgíu í gær og í hitanum lentu tveir menn við höfnina í Antwerpen í ógöngum er þeir festust inni í flutningagámi. Þeir óttuðust að kafna í hitanum og hringu í lögregluna og óskuðu aðstoðar. Einn hængur var á, gámurinn var fullur af kókaíni.
25.07.2019 - 15:31
Aldrei heitara í Belgíu
Hitinn fór í 38,9 stig í Belgíu í dag og er það mesti hiti sem mælst hefur þar frá upphafi mælinga. Hitamet hafa einnig fallið í Hollandi og í suðurhluta landsins náði hitinn 38,8 stigum.
24.07.2019 - 13:39
Erlent · Evrópa · Veður · Belgía · Holland
5 ára fangelsi fyrir 6 milljarða demantastuld
Frakkinn Marc Bertoldi var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í demantaráni þar sem eðalsteinum að verðmæti 50 milljóna bandaríkjadala, rúmlega 6 milljarða króna, var stolið á flugvelli í Brussel árið 2013.
27.06.2019 - 12:52
Greta Thunberg gerð að heiðursdoktor
Sænska skólastúlkan og umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur verið útnefnd heiðursdoktor við háskólann í Mons í Belgíu . Titilinn fær hún fyrir baráttu sína fyrir hertum aðgerðum í loftslagsmálum, einkum með því að hvetja nemendur til að skrópa í skólanum og krefjast þess að stjórnvöld taki sér tak í málaflokknum. Barátta hennar hefur vakið athygli um heim allan.
17.05.2019 - 14:58
Franskur íslamisti í lífstíðarfangelsi
Franskur öfgaíslamisti sem skaut fjórar manneskjur til bana í árás á safn gyðinga í Brussel vorið 2014 var í nótt dæmdur í ævilangt fangelsi. Réttað var yfir manninum, Mehdi Nemmouche, í Brussel, og þar var hann fundinn sekur um hryðjuverk og morð í síðustu viku. Dómarar og kviðdómur tilkynntu svo refsingu hans skömmu eftir miðnætti í nótt að staðartíma.
12.03.2019 - 05:27
Stöðvuðu konur til að gefa körlum forskot
Gert var hlé í kvennaflokki hjólreiðakeppni í Belgíu í gær þegar fremsti keppandinn var kominn of nálægt karlhópnum, sem lagði af stað tíu mínútum á undan konunum. Skipuleggjendur keppninnar sögðu Nicole Hanselmann frá Sviss geta lent í vandræðum þar sem fylgibílar karlanna gætu heft för hennar áfram.
04.03.2019 - 06:48
Ekkert flug til og frá Belgíu í dag
Ekkert flug verður til og frá Belgíu í dag og lestarsamgöngur hafa farið úr skorðum vegna sólarhringsverkfalls sem þrjú verkalýðsfélög boðuðu til að knýja á um hærri laun félagsmanna.
13.02.2019 - 09:18
Brutust í bankahvelfingu í gegnum skólprör
Belgískir þjófar notuðu skólpræsakerfi Antwerpen til þess að brjóta sér leið inn í bankahvelfingu í borginni. BBC segir lögregluna í borginni hafa fengið tilkynningu á sunnudag um hugsanlegt innbrot í banka nærri demantamarkaði borgarinnar. Þegar lögregla kom á vettvang var hvelfingin harðlæst, en um 30 bankahólf höfðu verið tæmd þar inni. 
05.02.2019 - 06:46