Færslur: Belgía

Lausaleiksbarn konungs vill verða prinsessa
Högglistakonan Delphine Boel bíður nú úrskurðar dómara í Belgíu um hvort hún megi nota titlana hennar hátign og prinsessa af Belgíu. Boel er dóttir Alberts konungs og hjákonu hans, barónessunar Sybille de Selys Longchamps. 
12.09.2020 - 08:08
Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Ekvador staðfestur
Átta ára fangelsisdómur yfir Rafael Correa fyrrverandi forseta Ekvador var staðfestur í dag.
08.09.2020 - 01:43
Krefjast skaðabóta frá fyrrum nýlenduherrum
Stjórnvöld í Búrúndí ætla að krefjast skaðabóta frá Þjóðverjum og Belgum vegna nýlendutímabilsins. Efri deild þjóðþings Búrúndí skipaði nefnd sérfræðinga sem ætla að meta skaðann sem ríkin unnu á þjóðinni yfir nýlendutímabilið, að sögn frönsku útvarpsstöðvarinnar Radio France International. Þegar niðurstaðan verður klár fá stjórnvöld í Þýskalandi og Belgíu kröfu Búrúndís.
17.08.2020 - 04:03
Breskir ferðamenn þurfa að flýta heimför sinni
Nú styttist í að breskir ferðamenn þurfi að flýta för sinni heim frá Frakklandi og Hollandi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ríki væru tekin af lista yfir örugg lönd, vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19.
14.08.2020 - 08:14
750 þúsund látin af völdum Covid-19 í heiminum
Tæplega 750 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu. Þetta sýna nýjar tölur sem AFP fréttastofan birti í morgun. 20.666.110 skráð tilfelli eru í 196 löndum og landsvæðum samkvæmt sömu tölum.
Hitabylgja í Evrópu um helgina
Hitabylgja gengur yfir vesturhluta evrópska meginlandsins um helgina. Að líkindum verður heitast á Spáni, þar sem hiti mun jafnvel fara yfir 40 gráður á stöku stað. Yfirvöld í Frakklandi hafa gefið út viðvörun vegna hitabylgjunnar og hvetja eldra fólk og aðra viðkvæma hópa til að halda sig inni og kveikja á loftkælingunni. Þýsk og Belgísk yfirvöld vara líka við yfirvofandi hitabylgju á stórum svæðum.
08.08.2020 - 07:28
Erlent · Evrópa · Veður · hitabylgja · Frakkland · Spánn · Ítalía · Þýskaland · Belgía
Vinir og aðstandendur Konráðs leita hans í Brussel
Um það bil tuttugu vinir og aðstandendur Konráðs Hrafnkelssonar leituðu hans í Brussel í gær, að sögn unnustu hans. Fréttastofa greindi frá því í gær að Konráðs væri saknað og að ekki hefði spurst til hans síðan á fimmtudagsmorgun.
02.08.2020 - 16:30
Erlent · Innlent · Leit · Brussel · Belgía
Hertar reglur í Belgíu vegna fjölgunar smita
COVID-19-smitum hefur fjölgað um 71 prósent í Belgíu síðustu daga, miðað við stöðuna fyrr í mánuðinum. Flest eru þau í Antwerpen-héraði. Eftir tíu tíma fund í nótt ákváðu yfirvöld þar að grípa til útgöngubanns á nóttunni. Þá verður öllum líkamsræktarstöðvum og skemmtistöðum lokað. 
28.07.2020 - 18:33
Belgískt bóluefni ver hamstra gegn kórónuveiru
Bóluefni sem belgískir vísindamenn hafa prófað á hömstrum virðist ná að verja dýrin fyrir kórónuveiru. Vísindamenn við Leuven háskólann í Belgíu horfa nú til þess að geta gert prófanir á mönnum vegna COVID-19.
09.07.2020 - 22:31
Myndskeið
Belgar harma framgöngu sína á nýlendutímanum í Kongó
Konungur Belgíu segist harma mjög nýlendutíma Belga en belgísk yfirvöld hafa ekki gengist við framgöngu sinni í Kongó með þessum hætti fyrr. Sextíu ár eru í dag frá því að Kongó varð sjálfstætt ríki.
30.06.2020 - 19:35
Handtökur vegna smygls á fólki frá Víetnam
Franska lögreglan er með þrettán manns í haldi, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í að smygla 39 víetnömskum hælisleitendum til Bretlands kæligámi flutningabíls til Bretlands í fyrrahaust. Sameiginlegt átak frönsku og belgísku lögreglunnar leiddi til þessa. Í Belgíu voru einnig þrettán handteknir vegna rannsóknarinnar.
27.05.2020 - 17:28
Belgar gripnir hænsnaæði í faraldrinum
Svo virðist sem hænsnaæði hafi gripið Belga í kórónuveirufaraldrinum. Hænsnabændahjúin Martine og Cristopher Denis í nágrenni borgarinnar Waivre segja í samtali við fréttastofuna AFP að alifuglasala hafi allt að þrefaldast í útgöngubanninu sem sett var á þar í landi í mars.
09.05.2020 - 02:36
Yfir fimm þúsund látnir í Belgíu
COVID-19 farsóttin hefur kostað yfir fimm þúsund manns lífið í Belgíu. Heilbrigðisyfirvöld í Brussel greindu frá því dag að 313 hefðu dáið síðastliðinn sólarhring. Heildarfjöldi látinna væri því orðinn 5.163. Um það bil helmingurinn lést á elli- og hjúkrunarheimilum, hinir á sjúkrahúsum. Dánartíðnin í Belgíu er hærri en í flestum öðrum löndum í Evrópu.
17.04.2020 - 11:45
COVID-19: Meira en 1.000 dauðsföll í Belgíu
Meira en 1.000 hafa látist af völdum COVID-19 í Belgíu. Heilbrigðisyfirvöld greindu frá þessu í morgun.
02.04.2020 - 10:37
Myndskeið
12 ára stúlka lést úr COVID-19 í Belgíu
Tilkynnt var í Belgíu í dag að tólf ára stúlka hefði látist úr COVID-19. Útbreiðsla sjúkdómsins gæti hafa náð hámarki á Spáni samkvæmt heilbrigðisráðherra og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin býst við því að útbreiðslan á Ítalíu verði orðin stöðug á næstunni.
31.03.2020 - 20:00
Erlent · Evrópa · Belgía · Spánn · Ítalía · COVID-19
Helmingi verslunar lokað vegna COVID-19
Aðeins helmingur fataverslunarinnar Zeeman í bænum Baarle-Nassau á landamærum Belgíu og Hollands er opinn viðskiptavinum. Ástæðan er sú að húsnæði verslunarinnar er bæði í Hollandi og Belgíu, og vegna mismunandi reglna í löndunum af völdum kórónaveirufaraldursins er málum þannig háttað.
26.03.2020 - 05:57
Erlent · Evrópa · Holland · Belgía · COVID-19
Belgar sektaðir fyrir að fara úr húsi
Lögregla í Belgíu hefur sektað nokkur hundruð manns fyrir að virða ekki útgöngubann stjórnvalda. Sektirnar eru frá 26 upp í 500 evrur, fjögur þúsund til 78 þúsund krónur, allt eftir því hve alvarleg brotin eru.
23.03.2020 - 16:57
Framleiðsla Volvo stöðvuð tímabundið
Bílaframleiðandinn Volvo ætlar að stöðva tímabundið framleiðslu sína í Evrópu og Bandaríkjunum í þeim tilgangi að takmarka áhrifin af völdum COVID-19 kórónaveirufaraldursins. Hakan Samuelsson, forstjóri Volvo, greindi frá þessu í morgun.
20.03.2020 - 10:43
Staðfest að Albert er faðirinn
Albert II, fyrrverandi konungur Belgíu, viðurkenndi í gær að vera faðir listakonunnar Delphine Boël. Faðernið var staðfest með DNA-sýni. 
28.01.2020 - 08:58
Netárás á Íslamska ríkið
Lögregla hefur gert tölvuárás á áróðursmiðstöðvar hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins á Netinu. Saksóknarar í Belgíu greindu frá þessu í dag.
25.11.2019 - 14:06
Fundu tólf flóttamenn í kæligámi
Belgíska lögreglan fann í dag tólf flóttamenn í kæligámi flutningabíls þar sem honum hafði verið lagt við þjóðveg í norðurhluta landsins. Að sögn talsmanns lögreglunnar tilkynnti bílstjórinn um fólk í gáminum. Flóttamennirnir reyndust vera frá Sýrlandi og Súdan og voru fluttir til yfirheyrslu í Antverpen.
30.10.2019 - 15:28
Wilmes forsætisráðherra fyrst kvenna í Belgíu
Sophie Wilmes verður fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra í Belgíu. Hún tekur við af núverandi forsætisráðherra, Charles Michel, sem verður formaður leiðtogaráðs Evrópusambandsins 1. desember.
27.10.2019 - 06:23
Þotuflugmaður endaði hangandi á háspennulínu
Tveir flugmenn F-16 orrustuþotu belgíska flughersins komust naumlega lífs af þegar þotan hrapaði til jarðar á Bretagne-skaga í Frakklandi í dag. Samkvæmt frönskum fjölmiðlum tókst þeim að skjóta sér úr vélinni áður en hún skall á jörðinni en ekki tókst betur til en svo að flugstjórinn endaði hangandi í fallhlíf sinni á háspennulínu með 250.000 volta spennu. Slökkvilið náði honum niður á jörðina áður en langt um leið, lítt meiddum.
20.09.2019 - 02:57
Bjarga fólki úr rústum eftir sprengingu
Þremur hefur verið bjargað úr húsarústum eftir að sprengja sprakk í íbúðarhverfi í Antwerpen í Belgíu í hádeginu í dag. Að minnsta kosti einn er alvarlega slasaður eftir sprenginguna. Lögregla, slökkvilið og sjúkraliðar eru við leit í rústunum. Enn er talið að fólk sitji þar fast. Þrjú hús eyðilögðust í sprengingunni og fleiri skemmdust.
03.09.2019 - 16:34
Myndskeið
Risapönduhúnar fæddust í belgískum dýragarði
Tveir risapönduhúnar fæddust í dýragarði í Belgíu á fimmtudag. Móðir þeirra er risapandan Hao Hao, sem dýragarðurinn fékk að láni frá Kínverjum árið 2014.
11.08.2019 - 22:22