Færslur: Belgía

Stækkaði óvart Belgíu á kostnað Frakklands
Bóndi nokkur í Belgíu færði óvart landamæri ríkisins að Frakklandi um rúma tvo metra. Steinn sem olli honum óþægindum við bústörfin reyndist marka landamæri ríkjanna.
05.05.2021 - 06:46
Sóttvarnaaðgerðum mótmælt í þremur heimsálfum
Lokunum, fjöldatakmörkunum og hvers kyns hömlum sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar og COVID-19 var mótmælt í minnst þremur heimsálfum í dag.
Myndskeið
Útgöngubönn og lokanir aðra páskana í röð
Útgöngubönn og lokanir blasa við Evrópubúum aðra páskana í röð. Á Ítalíu voru reglur hertar þannig að ströngustu takmarkanir gilda um allt land um helgina.
03.04.2021 - 20:30
Erlent · Evrópa · COVID-19 · Ítalía · Spánn · Frakkland · Belgía
Aprílgabb úr böndunum: Táragas til að stöðva útihátíð
Aprílgabb fór illilega úr böndunum í Brussel í dag, þegar þúsundir partíþyrstra Belga stormuðu í almenningsgarð í höfuðborginni í blíðskaparveðri, til að skemmta sér á auglýstri tónlistarhátíð sem engin reyndist vera. Lögregla, ýmist á hestbaki eða í óeirðagalla, beitti meðal annars háþrýstidælum og táragasi til að dreifa mannfjöldanum, sem var allt annað en ánægður með hvort tveggja tónleikaleysið og harkalegar aðgerðir lögreglu.
01.04.2021 - 22:52
Myndskeið
Lögreglumenn slasaðir eftir ólæti í Liege
Nokkrir lögreglumenn eru slasaðir eftir að sló í brýnu á milli óeirðarseggja og lögreglu í belgísku borginni Liege í gærkvöld. Mótmæli á vegum Black Lives Matter hreyfingarinnar voru í borginni fyrr um daginn og fram á gærkvöld, en hópur sleit sig frá mótmælunum og lét öllum illum látum.
14.03.2021 - 04:46
ESB gagnrýnir aðgerðir sex aðildarríkja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem Þýskaland og fimm önnur aðildarríki hafa tekið upp á landamærum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og segir þær tilefnislausar. Framkvæmdastjórnin hefur sent formlegt bréf um úrbætur og væntir svara í næstu viku.
24.02.2021 - 10:14
Íranskur diplómati í 20 ára fangelsi fyrir samsæri
Belgískur dómstóll dæmdi í gær íranskan diplómata í 20 ára fangelsi fyrir aðild að samsæri um hryðjuverk sem fremja átti í Frakklandi 2018. Ætlað skotmark hryðjuverkamannanna var hópur útlægra Írana, sem kom saman til fundarhalda nærri París.
05.02.2021 - 03:46
Fimm norræn félög vilja löggjöf er heimilar dánaraðstoð
Fimm norræn félög um dánaraðstoð hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja.
27.01.2021 - 11:49
Belgar banna ónauðsynleg ferðalög til og frá landinu
Stjórnvöld í Belgíu hyggjast banna ónauðsynleg ferðalög til og frá landinu til að hamla útbreiðslu nýrra og meira smitandi afbrigða af kórónaveirunni, sem veldur COVID-19. Bannið tekur gildi á miðvikudag, stendur út febrúar og tekur jafnt til ferðalaga á landi, sjó og í lofti.
23.01.2021 - 04:09
Saksókn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum ákveðin í dag
Belgískir dómarar taka í dag ákvörðun hvort hefja skuli glæparéttarhöld yfir þrettán mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum í Brussel árið 2016.
Evrópuleiðtogar fagna Brexit-samningi
Samkomulagi Breta og Evrópusambandsins hefur verið fagnað víða í dag og þeir leiðtogar Evrópusambandsríkja sem hafa tjáð sig um samninginn allir verið á jákvæðu nótunum. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir samninginn sögulegan og leggja grunninn að nýjum kafla í sambandi Bretlands og Evrópusambandsins.
25.12.2020 - 01:02
Belgar loka á flug og lestir Breta
Yfirvöld í Belgíu loka á umferð lesta og flugvéla frá Bretlandi frá og með miðnætti í kvöld. Þetta er gert vegna útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Bretlandi. Fyrr í dag bannaði ríkisstjórn Hollands allt flug breskra farþegaflugvéla til landsins.
20.12.2020 - 11:55
Bretadrottning ekki í forgangi við bólusetningu
Nokkrar vikur eru í að Elísabet II Bretlandsdrottning og Filipus eiginmaður hennar fái bóluefni Pfizer og BioNTech. Þau eru bæði á tíræðisaldri og því í forgangshópi en þurfa samt að bíða eftir því að röðin komi að þeim.
Segir af sér og viðurkennir þátttöku í kynsvalli
Ungverski Evrópuþingmaðurinn József Szájer hefur sagt af sér embætti og viðurkennt að hafa tekið þátt í kynsvalli með um 20 karlmönnum í Brussel á föstudaginn. Hann er samflokksmaður Victor Orbans forsætisráðherra Ungverjalands í Fidesz.
01.12.2020 - 16:06
Stöðvuðu kynsvall diplómata í Brussel
Lögreglan í Brussel höfuðborg Belgíu stöðvaði á föstudaginn samkomu vegna brota á sóttvarnarlögum. Samkvæmt þarlendum fjölmiðlum var um „kynsvall“ að ræða þar sem viðstaddir voru diplómatar og þingmaður á Evrópuþinginu.
01.12.2020 - 15:39
Írar slaka verulega á takmörkunum en Belgar pínulítið
Stjórnvöld á Írlandi og í Belgíu hafa boðað tilslakanir á sóttvarnareglum. Þær eru umtalsverðar á Írlandi, en öllu minni í Belgíu.
28.11.2020 - 03:40
Belgísk dúfa seld til Kína fyrir 260 milljónir
Tveggja ára belgísk keppnisdúfa á eftirlaunum, Nýja Kim að nafni, var seld fyrir metfé á netuppboði sem lauk í gær. Eftir harðvítugan lokasprett tveggja æstra dúfnakarla var hún slegin á 1,6 milljónir evra, jafnvirði 260 milljóna króna.
16.11.2020 - 07:37
Erlent · Asía · Evrópa · Belgía · Kína
Fuglaflensa greinist í Belgíu
Belgísk yfirvöld hafa fyrirskipað öllum alifuglaræktendum og öðrum fuglaeigendum að halda fiðurfé sínu innilokuðu í nánustu framtíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá matvælastofnun Belgíu. Ástæðan er sú að fuglaflensa af stofninum H5N8 greindist í þremur fuglum sem héldu til í belgísku fuglafriðlandi.
15.11.2020 - 07:34
Póstkort frá Evrópu
Knúsfélagar í Belgíu og útgöngubann í Prag
Faraldurinn er enn í vexti í Evrópu og hafa mörg ríki gripið til hertra takmarkanna. Í Belgíu er mælt með svokölluðum knúsfélögunum og í Prag er útgöngubann eftir níu á kvöldin. Fréttastofa heyrði í nokkrum af þeim fjölda Íslendinga sem eru búsettir víða í álfunni
14.11.2020 - 19:50
Erlent · Evrópa · Innlent · COVID-19 · Danmörk · Belgía · England · Skotland · Svíþjóð · Tékkland
Fárið að fara úr böndunum í Belgíu og reglur hertar
Heilbrigðisráðherra Belgíu segir hættu á að kórónaverufarsóttin fari endanlega úr böndunum ef ekki verður að gert. Mjög var hert á öllum sóttvarnareglum og aðgerðum í Belgíu í gær vegna þessa. Í Brussel og Vallóníu, frönskumælandi hluta Belgíu, geisar farsóttin af meiri þunga en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu, segir Frank Vandenbroucke, heilbrigðisráðherra, og því sé þetta hættulegasta svæðið í Evrópu.
20.10.2020 - 02:31
Börum og kaffihúsum lokað í Brussel
Börum og kaffihúsum verður lokað í Brussel, höfðborg Belgíu, frá og með morgundeginum til áttunda nóvember. Kaffiteríum í íþróttahúsum verður einnig lokað. Jafnframt verður fólki bannað að drekka áfengi utandyra á höfuðborgarsvæðinu.
07.10.2020 - 16:26
Ný stjórn að verða til í Belgíu
Ný sjö flokka samsteypustjórn verður kynnt í Belgíu í dag, tuttugu og einum mánuði eða 493 dögum eftir síðustu kosningar í landinu. Þetta fullyrti heimildarmaður tengdur stjórnarmyndunarviðræðunum í samtali við fréttastofuna AFP í morgun.
30.09.2020 - 08:24
Yfir 10.000 dáin úr COVID-19 í Belgíu
Yfir 10.000 manns hafa nú dáið úr COVID-19 í Belgíu. Fjórtán létust úr sjúkdómnum þar í landi síðasta sólarhringinn og eru dauðsföllin þar með orðin 10.001 talsins. Heilbrigðisyfirvöld í Brussel greindu frá þessu í morgun.
30.09.2020 - 07:00
Lausaleiksbarn konungs vill verða prinsessa
Högglistakonan Delphine Boel bíður nú úrskurðar dómara í Belgíu um hvort hún megi nota titlana hennar hátign og prinsessa af Belgíu. Boel er dóttir Alberts konungs og hjákonu hans, barónessunar Sybille de Selys Longchamps. 
12.09.2020 - 08:08
Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Ekvador staðfestur
Átta ára fangelsisdómur yfir Rafael Correa fyrrverandi forseta Ekvador var staðfestur í dag.
08.09.2020 - 01:43