Færslur: Belgía

Abdeslam vildi ekki sprengja sig í loft upp
Frakkinn Salah Abdeslam segist ekki hafa viljað sprengja sjálfan sig í loft upp við mannskæðar hryðjuverkaárásir í París 2015. Þetta kom fram við yfirheyrslur yfir honum í dag.
Banna betl með börnum í Brussel
Borgaryfirvöld í Brussel höfuðborg Belgíu hafa ákveðið að betlarar verði sektaðir um 350 evrur hafi þeir börn yngri en 16 ára með sér. Reglugerðin er sögð miða að því að fá fólk til að hætta að taka börn með í betlið og sekta í stað þess að refsa fyrir.
30.03.2022 - 14:37
Á heimleið af næturklúbbi er hann ók inn í mannfjöldann
Ökumaður og farþegi bílsins sem ekið var inn í stóran hóp fólks í belgíska bænum Strépy-Bracquegnies í eldsnemma í morgun og urðu sex manns að bana voru á heimleið frá næturkúbbi þegar þetta gerðist. 27 slösuðust í ákeyrslunni, þar af eru 10 enn í lífshættu.
21.03.2022 - 00:16
Sex látin og tíu í hættu eftir hraðakstur á mannfjölda
Sex létust og tíu eru í lífshættu eftir að bíl var ekið inn í mannfjölda í Belgíu í morgun. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Tveir eru í haldi lögreglu.
20.03.2022 - 11:49
Nokkur látin eftir að bíll ók inn í mannfjölda
Nokkur eru látin, eftir að bíll ók inn í mannfjölda í borginni Strépy-Bracquegnies í Belgíu. Frá þessu greinir belgíski miðillinn HLN. 
20.03.2022 - 08:34
Heita verðlaunum fyrir upplýsingar um týndan ferðalang
Lögregla í Ástralíu lofar hverjum þeim umbun að jafnvirði 45 milljóna íslenskra króna sem veitt getur upplýsingar um hvarf belgíska bakpokaferðalangsins Theos Hayez. Hann hvarf fyrir þremur árum, þá 18 ára.
23.02.2022 - 03:25
16 létu lífið í óveðrinu Eunice
Minnst sextán létu lífið þegar stormurinn Eunice fór hamförum á Bretlandseyjum og norðvesturhluta meginlands Evrópu á föstudag og aðfaranótt laugardags. Feiknartjón varð á mannvirkjum í storminum, milljónir voru án rafmagns um lengri eða skemmri tíma og samgöngur fóru úr skorðum á landi, í lofti og á legi. Fjögur fórust í Hollandi og fjögur í Póllandi, og þrjú á Englandi. Tvö dauðsföll urðu af völdum stormsins í Belgíu og líka í Þýskalandi, og einn maður fórst á Írlandi.
20.02.2022 - 04:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Írland · Pólland · Þýskaland · Holland · Belgía · Frakkland · Óveður · Stormur
Minnst ellefu fórust í storminum Eunice
Stormurinn Eunice, sem gekk yfir sunnanvert Bretland og norðanvert Frakkland, Þýskaland, Holland og Belgíu á föstudag hefur kostað minnst ellefu mannslíf. Þrennt fórst á Englandi, fjögur í Hollandi, tveir í Þýskalandi og einn i hvoru um sig Írlandi og Belgíu. Flest hinna látnu dóu þegar þau ýmist lentu undir trjám sem rifnuðu upp með rótum eða óku á fallin tré. Tilkynnt hefur verið um fjölda slysa vegna veðurofsans en stormurinn er með þeim verstu sem skollið hefur á Bretlandseyjum í áratugi.
19.02.2022 - 03:48
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Veður · Bretland · Holland · Belgía · Írland · Óveður · Stormur
Heimila fjögurra daga vinnuviku með óbreyttum vinnutíma
Stjórnvöld í Belgíu boða breytingar á vinnulöggjöf landsins sem veita launafólki rétt til að fara fram á fjögurra daga vinnuviku. Vinnutíminn styttist þó ekki að sama skapi,heldur heimila lögin fólki að vinna sína 38 tíma á fjórum dögum í stað fimm, og launin haldast óbreytt að sama skapi.
16.02.2022 - 05:53
Mótmæli en engar lokanir í Brüssel
Lögreglan í Brüssel kom í veg fyrir að vörubílstjórar lokuðu götum þar til að mótmæla sóttvarnaraðgerðum. Engu að síður voru fjölmenn mótmæli í borginni. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands segir að mótmælendur þar verði handteknir trufli þeir áfram umferð.
14.02.2022 - 19:28
Mótmælendur loka fleiri birgðaleiðum
Mótmælendur í Kanada hafa nú lokað þriðju birgðaleiðinni sem tengir landið við Bandaríkin. Svipuð mótmæli eru hafin í Evrópu en stjórnvöld í Washington hvetja nágranna sína í norðri til að stöðva mótmælin.
Ætla að koma í veg fyrir að mótmælendur loki vegum
Lögregluyfirvöld í Frakklandi segjast munu koma í veg fyrir að svokallaðar Frelsislestir ökumanna loki leiðum að höfuðborginni París. Andstæðingar sóttvarnareglna og -takmarkana ætla að koma saman í borginni á morgun.
13 í haldi í Belgíu vegna tengsla við hryðjuverkasamtök
Belgíska lögreglan tók í dag þrettán manns til yfirheyrslu sem grunaðir eru um að tengjast íslömskum hryðjuverkasamtökum. 
08.02.2022 - 14:37
Stöðvuðu þjófa með 26 stolnar bréfadúfur
Lögregla í Hollandi greindi frá því í gær að hún hefði handtekið þrjá grunaða dúfnaþjófa, sem gripnir voru glóðvolgir með fiðraðan feng sinn: 26 belgískar bréfadúfur.
08.02.2022 - 05:58
Tugir handteknir í covid-mótmælum í Brussel
Lögreglan í Brussel varpaði táragasi og skaut vatni á mikinn fjölda mótmælenda sem safnaðist saman í borginni í dag til þess að andmæla samkomutakmörkunum vegna covid-19.
23.01.2022 - 21:27
Fjögurra ára belgískur drengur fannst látinn í Hollandi
Hollenska lögreglan fann í kvöld lík Dean Verberckmoes, fjögurra ára gamals belgísks drengs sem leitað hafði verið í fimm daga. Lík drengsins fannst á eynni Neeltje Jans sem er hluti Oosterschelde-flóðavarnargarðsins.
18.01.2022 - 01:11
Kórónuveirusmit á Suðurskautslandinu
Kórónuveirusmit hefur komið upp í belgískri rannnsóknarstöð á Suðurskautslandinu. Allir sem þar starfa teljast fullbólusettir auk þess sem stöðin er á einhverjum afskekktasta stað jarðar.
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Brussel
Þúsundir íbúa Brussel höfuðborgar Belgíu mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda í dag. Það er í annað skipti á tveimur vikum sem til mótmæla kemur vegna þess í landinu.
Flóðhestar smitaðir í dýragarði í Belgíu
Dýrin fara ekki varhluta af covid-faraldrinum og nú hafa tveir flóðhestar í dýragarði í Antwerpen í Belgíu verið greindir með veiruna.
05.12.2021 - 15:47
Nýja veiruafbrigðið er komið til Evrópu
Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem heilbrigðisyfirvöld í Suður-Afríku tilkynntu um í gær, hefur skotið upp kollinum í Belgíu, fyrstu Evrópulanda. Tilkynnt var í dag um hertar sóttvarnarreglur þar í landi vegna fjölgunar veirusmita að undanförnu.
26.11.2021 - 16:32
Forsætisráðherrar í einangrun og sóttkví vegna COVID-19
Jean Castex forsætisráðherra Frakklands greindist með COVID-19 síðdegis í dag. Hann verður því í einangrun í tíu daga og vinnur störf sín þar. Forsætisráðherrann var sendur í PCR-próf eftir að ein dætra hans greindist smituð.
23.11.2021 - 01:11
Puigdemont lofar að mæta til réttarhalda í október
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður kveðst snúa aftur til Belgíu á mánudag. Hann heitir því að snúa aftur til Ítalíu til að vera viðstaddur þinghald í byrjun október um framsal til Spánar.
Danski hjólreiðakappinn Chris Anker Sørensen látinn
Danski hjólreiðakappinn Chris Anker Sørensen er látinn 37 ára að aldri. Hann varð fyrir bíl þar sem hann var staddur í Belgíu á vegum dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2.
19.09.2021 - 01:26
Hlýnun Jarðar jók líkurnar á hamfararegninu í Evrópu
Hlýnun Jarðar og loftslagsváin sem af henni stafar allt að nífaldaði líkurnar á streypiregninu sem orsakaði ógnarmikil og mannskæð flóð í Þýskaland og Belgíu í júlí. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum alþjóðlegs samstarfshóps loftslagsvísindafólks, World Weather Attribution-samstarfsins.
24.08.2021 - 04:32
Vatnsveður veldur nýjum flóðum í Belgíu
Ár flæddu yfir bakka sína í Belgíu í dag og ollu flóðum enn á ný þegar mikið slagviðri gekk þar yfir, aðeins nokkrum dögum eftir að mannskæð flóðu urðu þar og í nágrannalandinu Þýskalandi. Verst er ástandið borginni Dinant í Namur-héraði í sunnanverðri Vallóníu, þar sem áin Maas varð að beljandi stórfljóti.
24.07.2021 - 23:56