Færslur: Belarus

Segjast hafa afstýrt banatilræði við Lúkasjenkó
Leyniþjónustur Rússlands og Hvíta-Rússlands, eða Belarús, afstýrðu valdaránstilraun í Hvíta Rússlandi og banatilræði við forseta landsins, samkvæmt yfirlýsingum frá leyniþjónustum ríkjanna tveggja.
Mótmæli hafin á ný í Hvíta-Rússlandi
Nokkrir tugir mótmælenda voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í dag. Þar eru á ný hafin mótmæli gegn forseta landsins, Alexander Lukasjenko. Mikil mótmæli hófust í ágúst í fyrra þegar hann lýsti yfir sigri í forsetakosningum. Hlé var gert á mótmælunum í vetur eftir að þúsundir voru mótmælenda voru handteknir og sumir þeirra pyntaðir, með þeim afleiðingum að nokkrir létu lífið.
27.03.2021 - 20:11
Evrópusambandið viðurkennir ekki niðurstöður kosninga
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa haldið neyðarfund vegna ástandsins í Hvíta Rússlandi. Niðurstaða fundarins er sú að ríki sambandsins viðurkenna ekki niðurstöðu forsetakosninganna 9. ágúst síðastliðinn.