Færslur: Belarus

Útilokar að her Hvíta Rússlands ráðist inn í Úkraínu
Hvíta Rússland mun ekki taka beinan þátt í stríðsátökunum í nágrannaríkinu Úkraínu að sögn forsetans Alexanders Lúkasjenko, sem útilokar að hvítrússneski herinn verði sendur yfir landamærin. „Við blöndum okkur ekki í þetta, við drepum engan,“ sagði forsetinn, sem segist þó styðja Rússa eindregið og gagnrýnir Vesturlönd harðlega.
9.000 rússneskir hermenn á leið til Hvíta-Rússlands
Minnst 9.000 rússneskir hermenn verða sendir til Hvíta-Rússlands, þar sem þeir verða hluti af sameiginlegu herliði ríkjanna tveggja. Opinbert hlutverk hins sameiginleg liðs er að verja landamæri Hvíta-Rússlands, og eru fyrstu rússnesku hermennirnir þegar komnir til Hvíta-Rússlands.
16.10.2022 - 23:36
Mannréttindum hnignar stöðugt í Belarús
Sameinuðu þjóðirnar segja stöðu mannréttinda í Belarús fara sífellt hnignandi en tæp þrettán hundruð sitja í fangelsi vegna pólítískra skoðana sinna. Frjáls félagasamtök hafa verið leyst upp eða hætt störfum af ótta við ofsóknir.
Sendiherra Frakklands rekinn frá Hvíta Rússlandi
Sendiherra Frakka í Hvíta Rússlandi er farinn úr landi, að kröfu stjórnvalda í Minsk. Hvítrússesk yfirvöld kröfðust þess að sendiherrann, Nicolas de Lacoste, yfirgæfi landið fyrir mánudag. Hvorki de Lacoste né talsmaður franska sendiráðsins í Minsk hafa upplýst nokkuð um ástæðu þess að sendiherrann var rekinn úr landi.
18.10.2021 - 00:26
Segjast hafa afstýrt banatilræði við Lúkasjenkó
Leyniþjónustur Rússlands og Hvíta-Rússlands, eða Belarús, afstýrðu valdaránstilraun í Hvíta Rússlandi og banatilræði við forseta landsins, samkvæmt yfirlýsingum frá leyniþjónustum ríkjanna tveggja.
Mótmæli hafin á ný í Hvíta-Rússlandi
Nokkrir tugir mótmælenda voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í dag. Þar eru á ný hafin mótmæli gegn forseta landsins, Alexander Lukasjenko. Mikil mótmæli hófust í ágúst í fyrra þegar hann lýsti yfir sigri í forsetakosningum. Hlé var gert á mótmælunum í vetur eftir að þúsundir voru mótmælenda voru handteknir og sumir þeirra pyntaðir, með þeim afleiðingum að nokkrir létu lífið.
27.03.2021 - 20:11
Evrópusambandið viðurkennir ekki niðurstöður kosninga
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa haldið neyðarfund vegna ástandsins í Hvíta Rússlandi. Niðurstaða fundarins er sú að ríki sambandsins viðurkenna ekki niðurstöðu forsetakosninganna 9. ágúst síðastliðinn.

Mest lesið