Færslur: barnavernd

Bótaskylda barnaverndar staðfest en bætur lækkaðar
Landsréttur staðfesti í dag bótaskyldu Reykjavíkurborgar vegna meðferðar Barnaverndar Reykjavíkur á máli ungs drengs, en málsmeðferð dróst fram úr hófi og hafði varanleg neikvæð áhrif á fjölskylduna.
Börn létu vita um 17 alvarleg mál með tilkynningahnappi
Sautján mjög alvarleg mál hafa borist Barnavernd Kópavogs eftir að sérstakur tilkynningahnappur var settur í spjaldtölvur grunnskólanemenda í bænum. 
06.06.2021 - 19:23
Spegillinn
Á að safna viðkvæmum gögnum, en með samþykki foreldra
Til stendur að samkeyra upplýsingar úr ýmsum kerfum - um börn sem þurfa á þjónustu að halda. Það verður þó aðeins gert með samþykki foreldra og fáir eiga að hafa aðgang að upplýsingunum. Markmiðið er að bæta þjónustu við börnin. Oft eru upplýsingarnar viðkvæmar og persónulegar. Það er hægt að gera þetta svo það samræmist persónuverndarlögum, segir lögfræðingur hjá Persónuvernd, en frá upphafi þarf að gæta að því að hanna tölvukerfin með það í huga að persónuvernd barnanna sé trygg.
19.03.2021 - 17:27
Spegillinn
„Risastórar kerfisbreytingar“ í þágu barna
„Það er spennandi að sjá hvernig hægt að að efla þjónustu við börn og fækka þannig barnaverndarmálum,“ segir forstjóri Barnaverndarstofu. Henni líst vel á kerfisbreytingar sem nú eru í deiglunni og segir þær risastórar.
18.03.2021 - 17:00
Spegillinn
Skapa veg fyrir fjölskyldur í gegnum mjög flókið kerfi
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á þjónustu ríkis og sveitarfélaga við börn. Stigskipta á þjónustunni og samhæfa hana með það að markmiði að grípa börn og fjölskyldur áður en í óefni er komið. 
17.03.2021 - 17:13
Pólitískt skipuð barnavernd heyrir brátt sögunni til
Stefnt er að því að pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður. Í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga.
Mikill fjöldi tilkynninga til barnavernda í ár
Í nýrri samantekt Barnaverndarstofu á tölum frá barnarverndarnefndum kemur fram að fleiri tilkynningar bárust þeim í október en í nokkrum öðrum mánuði það sem af er árinu eða samtals 1.336 tilkynningar.
Spegillinn
Áform í barnafrumvarpi lofa góðu
Formaður Félagsráðgjafafélags Íslands og framkvæmdastjóri Heimilis og skóla fagna nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamála-ráðherra um velferð barna og samþætta þjónustu við börn sem kynnt var fyrr í vikunni. Þær segja áformin sem felast í frumvarpinu lofa góðu, en það standi og falli með góðri samvinnu þeirra sem vinni að á málum barna.  
02.12.2020 - 14:39
Fjárfesting á við Kárahnjúkavirkjun
Kostnaður samfélagsins vegna áfalla í barnæsku er áætlaður 100 milljarðar króna á ári. Með nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra, sem miðar að því að samþætta þjónustu við börn og velferð þeirra, er stefnt að því að lækka þennan kostnað verulega.
30.11.2020 - 19:19
12% fleiri börn tilkynnt til barnaverndarnefnda
Barnaverndarnefndum bárust 9.570 tilkynningar vegna 7.552 barna fyrstu níu mánuði ársins. Það er 14,3% meira en á sama tímabili árið á undan og aukning um 27,5% ef miðað er við fyrstu níu mánuði ársins 2018. Í fyrra bárust tilkynningar vegna 6.675 barna á sama tímabili og því  hefur verið tilkynnt um 12% fleiri börn það sem af er þessu ári.
07.11.2020 - 09:18
Myndskeið
11 ára börn verða fyrir kynferðislegri áreitni á netinu
Kynferðisleg áreitni, sem börn verða fyrir á netinu, er mun algengari en flestir gera sér grein fyrir. Þetta segja börn sem unnu skýrslu um stöðu mannréttinda barna á Íslandi. Þau segja mikilvægt að auka fræðslu, bæði fyrir þolendur og gerendur.
Fóru í hlífðargöllum að handtaka foreldri með COVID-19
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á heimili fjögurra barna fjölskyldu í gær vegna erfiðleika annars foreldrisins við að framfylgja reglum um einangrun í heimahúsi. Sá hafði fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku í gær og í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að aðrir íbúar á heimilinu hafi verið orðnir úrræðalausir. Eins og stendur er óljóst hver tilkynnti um vandræðin.  
Stofnanir ættu sjálfar að tilkynna til barnaverndar
Ráðalausir foreldar hafa fengið ábendingar frá starfsfólki stofnana um að tilkynna sjálfa sig til barnaverndar. Forstöðumaður barnaverndar spyr hvers vegna stofnanir tilkynni málin ekki sjálf. Unnið er að því að gera tilkynningar til barnaverndar á Akureyri rafrænar.
29.11.2019 - 08:42
Fréttaskýring
Þetta er bara stórt sár
Margrét Esther Erludóttir er ein þeirra sem sætti ótrúlegri vanrækslu og illri meðferð á ýmsum fósturheimilum og stofnunum í æsku, en á ekki rétt á sanngirnisbótum, því hún fellur utan ramma laganna.
09.04.2019 - 20:00
Heiða Björg skipuð forstjóri Barnaverndarstofu
Heiða Björg Pálmadóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Barnaverndarstofu. Hún hefur starfað sem settur forstjóri í rúmt ár og var yfirlögfræðingur stofnunarinnar frá 2009. Sex sóttu um embættið þegar það var auglýst.
02.04.2019 - 14:01
Dæmdur í nálgunarbann gagnvart ólögráða stúlku
Landsréttur staðfesti í gær útskurð héraðsdóms yfir karlmanni sem var gert að sæta nálgunarbanni gagnvart ólögráða stúlku í einn mánuð. Karlmaðurinn og stúlkan hafa verið par og verið í fíkniefnaneyslu. Hann hefur aðstoðað stúlkuna við að strjúka af heimili sínu. Hann var dæmdur fyrir að aðstoða aðra stúlku við að strjúka árið 2017.
10.01.2019 - 18:43
Barnavernd verður efld fyrir 90 milljónir
Stöðugildum hjá Barnavernd Reykjavíkur verður fjölgað um fjögur og tvær fagskrifstofur verða settar á laggirnar. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu velferðaráðs og barnaverndarnefndar um að styrkja starfsemi Barnaverndar. Fræðsluhlutverk stofnunarinnar verður aukið um leið.
15.11.2018 - 18:39
Skrifræðið víkur í barnavernd í Bretlandi
Skipulag barnaverndarþjónustu í Bretlandi hefur verið betrumbætt og gert skilvirkara, segir breskur félagsfræðiprófessor. Bresk stjórnvöld notuðu meðal annars tillögur hans til úrbóta.
05.09.2018 - 22:19
Stuðningsfulltrúinn áfram í gæsluvarðhaldi
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 5. júlí um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fyrrverandi starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum og einum andlega fötluðum pilti. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar.
11.07.2018 - 21:23
Neysluvandi foreldra þyngri og víðtækari
Nærri tvöfalt fleiri tilkynningar hafa borist barnaverndarnefnd á Akureyri vegna áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Fíknivandi er að verða þyngri og víðtækari segir forstöðumaður barnaverndarnefndar Eyjafjarðar.
10.07.2018 - 16:12
Barnavernd Reykjavíkur fær 40 milljónir
Barnavernd Reykjavíkur fær 40 milljóna króna aukafjárveitingu. Borgarráð samþykkti þetta á fundi sínum í gær. Fjárveitingin verður notuð til þess að fjölga stöðugildum.
18.05.2018 - 14:42
Togstreita í málefnum barna
Félagslega kerfið, sem að snýr að börnum, verður endurskoðað til að tryggja betra samstarf milli heimilis, skóla og kerfisins. Umboðsmaður barna segir nokkra togstreitu í málefnum barna en fagnar breytingum.
08.05.2018 - 14:36
Ráðherra fundar með Barnaverndarstofu í dag
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra stefnir að því að eiga fund í dag með fulltrúum frá Barnaverndarstofu um gögn sem Barnaverndarstofa afhenti Fréttastofu RÚV og Stundinni fyrir viku. Ráðherra hittir barnaverndarnefndir á miðvikudag vegna sama máls.
07.05.2018 - 12:23
Ítrekar ekki ábendingar um barnaverndarmál
Mikilvægt er að velferðarráðuneyti stuðli að öflugu, skilvirku og góðu samstarfi barnaverndaryfirvalda hér á landi, eyði þeim samskiptavanda sem ríkt hefur milli aðila og tryggi nauðsynlegt eftirlit með starfseminni svo að hún njóti almenns trausts í samfélaginu. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar vegna stöðu barnaverndarmála hér á landi.
06.03.2018 - 11:44
Segir Braga ekki hafa brotið af sér
Velferðarráðuneytið nefnir ekki álit sitt á kvörtunum barnaverndarnefnda yfir Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu í bréfum til þeirra. Ráðherra er sammála því að hann hafi ekki brotið af sér. Fyrrverandi ráðherra undrast að ríkisstjórnin bjóði hann fram til starfa á alþjóðavettvangi. 
26.02.2018 - 19:10