Færslur: Barcelona

Koeman rekinn frá Barcelona
Hollendingurinn Ronald Koeman, þjálfari spænska stórliðsins Barcelona, var rekinn eftir að liðið tapaði fyrir Rayo Vallecano í gærkvöld. Liðið er í níunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar eftir úrslit kvöldsins og hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö deildarleikjum undir stjórn Koemans. Síðastliðinn sunnudag tapaði liðið gegn erkifjendunum í Real Madrid, risaslag sem gengur undir heitinu el Clasico, og það á heimavelli.
28.10.2021 - 01:32
Koeman orðinn verulega valtur í sessi
Þriðja leikinn í röð mistókst stórliði Barcelona að landa sigri og staða þjálfarans, hins hollenska Ronald Koeman, er orðin verulega tvísýn. Liðið situr sem stendur í 7. sæti spæsku úrvalsdeildarinnar.
23.09.2021 - 23:29
Katalónsk yfirvöld vilja framlengja útgöngubann
Heimastjórnin í Katalóníu á Spáni fer fram á leyfi til að framlengja útgöngubann sem dómstóll ógilti fyrr í vikunni. Einkum er horft til fjölmennustu borga sjálfstjórnarsvæðisins.
Útgöngubann í Katalóníu úrskurðað óréttlætanlegt
Spænskur dómstóll úrskurðaði í dag að stjórnvöldum í Katalóníu beri að aflétta útgöngubanni sem verið hefur í gildi frá því um miðjan júlí.
19.08.2021 - 11:53
Mótmæli í Barselóna, sjötta kvöldið í röð
Sjötta daginn í röð flykktust mótmælendur út á götur Barselónaborgar til að segja álit sitt á fangelsun rapparans Pablos Haséls, sem dæmdur var og fangelsaður fyrir óvirðingu við konungsfjölskylduna og það sem dómurinn segir vera „upphafningu hryðjuverka" í textum hans og færslum á Twitter. Líkt og fimm undanfarin kvöld tók að hitna í kolunum þegar kvölda tók, en þó ekki jafn mikið og áður, enda farið að fækka nokkuð í hópi mótmælenda.
21.02.2021 - 23:56
Spænskir bankar sameinast
Undanfarnar vikur og mánuði hafa nokkrir bankar á Spáni sameinast, til að mynda sameinuðust Caixa og Bankia í september en hinn sameinaði banki verður sá stærsti í landinu.
22.11.2020 - 05:27
Erlent · Spánn · Evrópa · COVID-19 · Bankar · Fjármál · Barcelona
„Og nú loks er eyðileggingin fullkomnuð“
Enska stórliðið Manchester City telur sig eiga möguleika á að fá Lionel Messi, einn besta knattspyrnumann sögunnar, verði niðurstaðan sú að hann fari frá Barselóna eins og hann hefur óskað eftir. Enn eru þó ekki öll kurl komin til grafar því margir telja yfirlýsingu Messi vera tilraun til að fá forseta félagsins til að segja af sér.
26.08.2020 - 15:24
Hunsuðu tilmæli yfirvalda og fóru á ströndina
Barcelonabúar hunsuðu í dag aðvörunarorð yfirvalda um að fólk haldi sig heima eftir að kórónuveirutilfellum tók að fjölga á ný. Reuters fréttaveitan segir fólk hafa fjölmennt á strendur borgarinnar þar sem það hafi leikið sér í sjónum og farið í sólbað.
19.07.2020 - 20:07
Suarez gagnrýndi þjálfarann eftir jafntefli
Leikmenn Barcelona fóru illa að ráði sínu í gær þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Luis Suarez sagði fjölmiðlum að spyrja þjálfarann út í slæman árangur að undanförnu
28.06.2020 - 09:43
Heimskviður
Barcelona - Meira en bara klúður
Barcelona er eitt sigursælasta og þekktasta íþróttafélag sögunnar. Meira en bara íþróttafélag, eins og segir í slagorði þess. Hvert klúðrið hefur rekið annað á síðustu mánuðum og misserum. Þjálfaramál og leikmannamál hafa verið í miklum ólestri og spilling og óstjórn virðist grassera innan félagsins. Ráðgjafarfyrirtæki hefur fengið fúlgur fjár til að mæra forseta félagsins en níða skóinn af andstæðingum hans og þekktum leikmönnum félagsins. Sex stjórnarmenn hafa sagt af sér í mótmælaskyni.
25.04.2020 - 07:30
Valverde rekinn frá Barcelona
Ernesto Valverde, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur verið rekinn og Quique Setien, fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Betis, hefur verið ráðinn í hans stað. Þrátt fyrir að Valverde hafi stýrt liðinu til sigurs á Spáni tvö tímabil í röð þá hefur leikur liðsins ekki þótt sannfærandi og því mistekist að komast í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu.
13.01.2020 - 22:45
Valls vill verða borgarstjóri Barcelona
Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram til borgarstjóra í Barcelona. AFP segir að framboðið sé án fordæma.
25.09.2018 - 18:15
Hryðjuverk í Barselóna
Þriðji maðurinn handtekinn
Fimm grunaðir hryðjuverkamenn voru vegnir eftir að bifreið var ekið á vegfarendur í bænum Cambrils á norðaustur Spáni í gærkvöld. Lögregla leitar enn mannsins sem varð þrettán að bana og særði um 100 í Barselóna í gær. Þrír eru í haldi lögreglu grunaðir um að tengjast árásinni.  
18.08.2017 - 08:02
Heyrðu ískrið í bílnum og skelfileg vein
Hjónin Líney Árnadóttir og Magnús Jósefsson eru í sumarfríi í Barselóna og voru rétt við Römbluna þegar hryðjuverkaárás var gerð þar nú síðdegis sem varð fjölda fólks að bana. „Við vorum kannski svona 100 metrum frá þessu,“ segir Líney, sem bíður nú frekari frétta í anddyri hótels þar sem starfsmenn hleyptu þeim hjónum inn ásamt fleirum og læstu svo dyrunum.
17.08.2017 - 16:51
Luis Enrique kvaddi með titli
Barcelona varð í gær bikarmeistari á Spáni eftir 3-1 sigur á Alaves spænsku konungsbikarkeppninni. Var þetta síðasti leikur Luis Enrique sem þjálfari liðsins en hann gaf það út í vor að hans tími væri kominn. Talið er að fyrrum þjálfari Atletico Bilbao, Ernesto Valverde Tejedor taki við liðinu en hann spilaði 22 leiki fyrir Barcelona á árunum 1988-1990.
28.05.2017 - 13:30