Færslur: Barack Obama

Biden boðar átak í baráttunni við krabbamein
Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í dag átak ríkisstjórnar sinnar í baráttunni við krabbamein. Með áætluninni, sem kennd er við Tunglskot, er ætlunin að fækka dauðsföllum af völdum krabbameins um helming.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Eftirmenn Johnsons og lýðræðið í hættu
Sex eru eftir í baráttunni um að taka við af Boris Johnson sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Breta. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Penny Mordaunt, fyrrverandi varnarmálaráðherra, fengu flest atkvæði í fyrstu umferð í kosningu þingmanna Íhaldsflokksins um nýjan leiðtoga. Þau fengu 88 og 67 atkvæði en 358 eru í þingflokknum. Athygli vekur að af þeim sex sem eru eftir eru fjórar konur og þrjú frambjóðenda eru ekki hvít á hörund.
Ný talskona tekur við í Hvíta húsinu
Karine Jean-Pierre tekur við af Jen Psaki sem talskona bandaríska forsetaembættisins 13. maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti mannabreytingarnar í gær en Jean-Pierre er fyrsta opinberlega hinsegin manneskjan til að gegna embættinu og sú fyrsta með svart litarhaft.
Nancy Pelosi smituð af COVID-19
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greinst með COVID-19. Hún bætist þar með í stóran hóp valdamikils fólks í Washington-borg sem sýkst hefur af kórónuveirunni undanfarið.
Ný plata frá Prince fimm árum eftir andlátið
Í dag kemur út ný plata með bandaríska tónlistarmanninum Prince þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá andláti hans. Platan sem heitir Welcome 2 America var tekin upp árið 2010 og inniheldur tólf lög.
Fréttaskýring
Engin lognmolla framundan hjá Joe Biden
Á fyrsta degi í embætti undirritaði Joe Biden fjölda tilskipana til að afnema ákvarðanir fyrirrennara síns, Donalds Trumps. Biden hyggst gerbreyta stefnu Bandaríkjastjórnar bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Demókratar ráða báðum deildum þingsins, en það getur samt reynst þrautin þyngri að hrinda stefnumálum í framkvæmd og uppfylla loforð úr kosningabaráttunni.
Allir fyrrverandi forsetar fordæma árásina á þinghúsið
„Atburðir dagsins eru skammarlegir, þeir eru hneisa sem skráð verður í sögubækur,“ segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann birti á Twitter í kvöld. Allir fyrrverandi Bandaríkjaforseta sem enn lifa hafa tjáð sig um atburðarás kvöldsins.Þrír þeirra eru Demókratar og einn Repúblikani.
Joe Biden ætlar að láta bólusetja sig opinberlega
Joe Biden, tilvonandi Bandaríkjaforseti, hefur farið þess á leit við Anthony Fauci forstjóra ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna að halda stöðu sinni.
Talið að Blinken verði utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Fullyrt er að Joe Biden ætlai að tilnefna Antony Blinken sem utanríkisráðherra sinn. Blinken er 58 ára lögfræðingur frá New York og hefur lengi verið handgenginn Biden.
23.11.2020 - 03:01
Frambjóðendur tókust á um viðhorf til Norður-Kóreu
Kim Jong-un hefur tryggt frið á Kóreuskaga eftir að til vinfengis stofnaðist með honum og Bandaríkjaforseta voru skilaboð Donalds Trump í kappræðunum í kvöld.
Obama blandar sér í slaginn
Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók í gærkvöld í fyrsta sinn beinan þátt í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum 3. nóvember er hann ávarpaði kjósendur í Fíladelfíu, stærstu borg Pennsylvaníuríkis. Þar hvatti hann almenning til að nýta atkvæðisréttinn og sagði að Joe Biden og Kamala Harris, frambjóðendur Demókrata í forsetaskosningunum, gætu leitt þjóðina úr þessum myrku tímum. 
Obama segir Trump ekki taka forsetaembættið alvarlega
Joe Biden forsetaframbjóðandi Demókrata stóð ekki sjálfur fyrir neinum skipulögðum viðburði í dag, þriðja daginn í röð. Á hinn bóginn heldur Donald Trump hvern kosningafundinn af öðrum.
Að velja dómara strax, eða ekki. Þar liggur efinn
Trump Bandaríkjaforseti ætti að tilnefna nýjan dómara við Hæstarétt þegar í næstu viku. Þetta er mat Teds Cruz öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, frá Texas.
Blaðamaður véfengdi margtuggða fullyrðingu Trump
Donald Trump Bandaríkjaforseti batt skyndilegan enda á fund með fjölmiðlum í gær, eftir að fréttamaður véfengdi fullyrðingu um heilbrigðislöggjöf sem forsetinn hefur haldið á lofti að minnsta kosti 150 sinnum.
09.08.2020 - 18:59
Bandaríski þingmaðurinn John Lewis er allur
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn John Lewis er látinn áttræður að aldri. Banamein hans var krabbamein í briskirtli.
Obama fagnaði með bandarískum útskriftarnemum
3,7 milljónir bandarískra menntaskólanema hefðu nú, undir venjulegum kringumstæðum, verið að útskrifast með pompi og prakt. Heimsfaraldur setti strik í reikninginn en nemendur fögnuðu samt sem áður útskriftinni um helgina ásamt fólki á borð við Barack Obama, LeBron James og Malala Yousafzai.
18.05.2020 - 12:40
Obama gagnrýnir Trump öðru sinni
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi í gær Donald Trump, núverandi forseta, harðlega fyrir viðbrögð hans við kórónuveirunni. Þetta er í annað sinn sem Obama skýtur föstum skotum að eftirmanni sínum í embætti.
17.05.2020 - 08:06
Segir viðbrögð Trumps skipulagslaust stórslys
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór hörðum orðum um stjórn Donalds Trumps, eftirmanns síns, á viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Hann sagði viðbrögðin hafa verið algjörlega skipulagslaust stórslys. Þetta sagði Obama á fjarfundi með fyrrverandi undirmönnum sínum þegar hann hvatti þá til að styðja Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sinn, í forsetakosningunum í haust. Fjölmiðlar komust yfir upptöku af samtalinu.
09.05.2020 - 19:57
Trump með meira fylgi en Obama á sama tíma
Ánægja með störf Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er meiri en með störf forvera hans Baracks Obama, á sama tíma í embættistíð hans.
21.09.2019 - 15:46
Trump og Obama njóta jafn mikils fylgis
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nýtur jafn mikils fylgis og forveri hans í starfi, Barack Obama, þegar jafn langt var liðið á embættistíð þess síðarnefnda. Trump hefur nú verið forseti Bandaríkjanna í 922 daga og samkvæmt mælingum Gallups eru 42 prósent ánægð með störf hans.
08.08.2019 - 11:39
Obama varar við ógnvænlegri þróun í Evrópu
„Öfga-þjóðernishyggja er að færast í aukana á ný og við vitum hvað það þýðir. Evrópa veit allra best hvað það þýðir," sagði Barack Obama á ráðstefnu fyrir unga leiðtoga í Berlín í gær. „Það mun leiða til átaka, blóðsúthellinga og hörmunga," sagði Obama jafnframt.
07.04.2019 - 10:53
Obama-hjónin framleiða efni fyrir Netflix
Hjónin Barack og Michelle Obama, fyrrum húsráðendur í Hvíta húsinu, hafa skrifað undir samning við efnisveituna Netflix um framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþáttaraða af ýmsu tagi næstu árin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Netflix. Þar segir að Obama-hjónin muni koma að framleiðslu á fjölbreyttu úrvali sjónvarpsefnis, þar á meðal leikinna sjónvarpsþátta, sjónvarpsþáttaraða og kvikmynda, heimildarmynda og viðtalsþátta.
Valdið málað
Ný málverk af bandarísku forsetahjónunum fyrrverandi, Barack og Michelle Obama, hafa verið greind og gagnrýnd með ýmsum hætti í bandarískum fjölmiðlum síðustu daga, en þau voru afhjúpuð á mánudag. Fjallað var um verkin í Víðsjá á Rás 1.
15.02.2018 - 16:15
Obama varar við nasisma
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, biður bandaríska kjósendur um að standa vörð um lýðræðið í landinu. Hann notaði Þýskaland nasismans til þess að lýsa því hvað geti gerst ef almenningur flýtur með ákvörðunum stjórnvalda.
09.12.2017 - 01:07
„Vorum átta ár við völd – bandarísk harmsaga“
Bandaríski blaðamaðurinn og samfélagsrýnirinn Ta-Nehisi Coates þykir einn skarpasti penni samtímans þegar kemur að því að kryfja samskipti kynþátta í Bandaríkjunum og bók hans sem kemur út á fimmtudag hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að vera enn óútkomin.