Færslur: Barack Obama

Að velja dómara strax, eða ekki. Þar liggur efinn
Trump Bandaríkjaforseti ætti að tilnefna nýjan dómara við Hæstarétt þegar í næstu viku. Þetta er mat Teds Cruz öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, frá Texas.
Blaðamaður véfengdi margtuggða fullyrðingu Trump
Donald Trump Bandaríkjaforseti batt skyndilegan enda á fund með fjölmiðlum í gær, eftir að fréttamaður véfengdi fullyrðingu um heilbrigðislöggjöf sem forsetinn hefur haldið á lofti að minnsta kosti 150 sinnum.
09.08.2020 - 18:59
Bandaríski þingmaðurinn John Lewis er allur
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn John Lewis er látinn áttræður að aldri. Banamein hans var krabbamein í briskirtli.
Obama fagnaði með bandarískum útskriftarnemum
3,7 milljónir bandarískra menntaskólanema hefðu nú, undir venjulegum kringumstæðum, verið að útskrifast með pompi og prakt. Heimsfaraldur setti strik í reikninginn en nemendur fögnuðu samt sem áður útskriftinni um helgina ásamt fólki á borð við Barack Obama, LeBron James og Malala Yousafzai.
18.05.2020 - 12:40
Obama gagnrýnir Trump öðru sinni
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi í gær Donald Trump, núverandi forseta, harðlega fyrir viðbrögð hans við kórónuveirunni. Þetta er í annað sinn sem Obama skýtur föstum skotum að eftirmanni sínum í embætti.
17.05.2020 - 08:06
Segir viðbrögð Trumps skipulagslaust stórslys
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór hörðum orðum um stjórn Donalds Trumps, eftirmanns síns, á viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Hann sagði viðbrögðin hafa verið algjörlega skipulagslaust stórslys. Þetta sagði Obama á fjarfundi með fyrrverandi undirmönnum sínum þegar hann hvatti þá til að styðja Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sinn, í forsetakosningunum í haust. Fjölmiðlar komust yfir upptöku af samtalinu.
09.05.2020 - 19:57
Trump með meira fylgi en Obama á sama tíma
Ánægja með störf Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er meiri en með störf forvera hans Baracks Obama, á sama tíma í embættistíð hans.
21.09.2019 - 15:46
Trump og Obama njóta jafn mikils fylgis
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nýtur jafn mikils fylgis og forveri hans í starfi, Barack Obama, þegar jafn langt var liðið á embættistíð þess síðarnefnda. Trump hefur nú verið forseti Bandaríkjanna í 922 daga og samkvæmt mælingum Gallups eru 42 prósent ánægð með störf hans.
08.08.2019 - 11:39
Obama varar við ógnvænlegri þróun í Evrópu
„Öfga-þjóðernishyggja er að færast í aukana á ný og við vitum hvað það þýðir. Evrópa veit allra best hvað það þýðir," sagði Barack Obama á ráðstefnu fyrir unga leiðtoga í Berlín í gær. „Það mun leiða til átaka, blóðsúthellinga og hörmunga," sagði Obama jafnframt.
07.04.2019 - 10:53
Obama-hjónin framleiða efni fyrir Netflix
Hjónin Barack og Michelle Obama, fyrrum húsráðendur í Hvíta húsinu, hafa skrifað undir samning við efnisveituna Netflix um framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþáttaraða af ýmsu tagi næstu árin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Netflix. Þar segir að Obama-hjónin muni koma að framleiðslu á fjölbreyttu úrvali sjónvarpsefnis, þar á meðal leikinna sjónvarpsþátta, sjónvarpsþáttaraða og kvikmynda, heimildarmynda og viðtalsþátta.
Valdið málað
Ný málverk af bandarísku forsetahjónunum fyrrverandi, Barack og Michelle Obama, hafa verið greind og gagnrýnd með ýmsum hætti í bandarískum fjölmiðlum síðustu daga, en þau voru afhjúpuð á mánudag. Fjallað var um verkin í Víðsjá á Rás 1.
15.02.2018 - 16:15
Obama varar við nasisma
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, biður bandaríska kjósendur um að standa vörð um lýðræðið í landinu. Hann notaði Þýskaland nasismans til þess að lýsa því hvað geti gerst ef almenningur flýtur með ákvörðunum stjórnvalda.
09.12.2017 - 01:07
„Vorum átta ár við völd – bandarísk harmsaga“
Bandaríski blaðamaðurinn og samfélagsrýnirinn Ta-Nehisi Coates þykir einn skarpasti penni samtímans þegar kemur að því að kryfja samskipti kynþátta í Bandaríkjunum og bók hans sem kemur út á fimmtudag hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að vera enn óútkomin.
Hundruð hermanna gæta Obama
Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er nú á ferðalagi um Indónesíu með fjölskyldu sinni. Hann bjó í landinu í nokkur ár í æsku.
29.06.2017 - 09:32
Obama fær 400 þúsund dali fyrir ræðuhöld
Fyrrum forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, þiggur 400 þúsund Bandaríkjadali fyrir það eitt að halda ræðu á þingi sem Cantor Fitzgerald, fjárfestingabanki á Wall Street heldur. Frá þessu greinir New York Times. 400 þúsund dalir eru jafnvirði ríflega 40 milljóna króna.
26.04.2017 - 20:52
Vísar ásökunum Trumps á bug
Talsmaður Barack Obama fullyrti í dag að forsetinn fyrrverandi hafi aldrei fyrirskipað að njósnað yrði um nokkurn bandarískan ríkisborgara. Kevin Lewis, talsmaður Obama, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að hvorki forsetinn fyrrverandi né nokkur embættismaður Hvíta hússins hafi fyrirskipað njósnir um bandarískan ríkisborgara.
04.03.2017 - 18:08
Milljarðar fyrir ævisögur fyrrum forsetahjóna
Penguin Random House bókaútgefandinn tryggði sér útgáfuréttinn á ævisögum sem eiga að öllum líkindum eftir að enda í efstu sætum vinsældalista framtíðarinnar. Útgefandinn átti besta tilboðið í ævisögur forsetahjónanna fyrrum, Barack og Michelle Obama. Financial Times segir Penguin Random House hafa þurft að reiða fram 60 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 6,4 milljarða króna, fyrir samninginn.
01.03.2017 - 01:26
Hverju hefur Obama komið í verk?
Barack Obama flutti í vikunni síðustu stefnuræðu sína sem forseti Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Obama bundu miklar vonir við hann þegar hann náði kjöri sem forseti árið 2008 enda voru kosningaloforð hans viðamikil og afgerandi. Eitt ár er eftir af forsetatíð Obama. Af því tilefni er vert að spyrja: Hverju hefur hann komið í verk?
14.01.2016 - 16:56
Ræddu ástandið í Sýrlandi
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, John Kerry og Sergei Lavrov, áttu fund í Mosvku í morgun til að ræða ástandið í Sýrlandi og hvernig mögulegt sé að koma á friði þar. Þjóðirnar hafa deilt um framtíð Sýrlands, Bandaríkjamenn vilja að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands láti af völdum, en Rússar eru helstu bandamenn Sýrlandsforseta.
15.12.2015 - 11:33
Obama til Kenya
Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggur á ferðalag til Kenya í sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hvíta húsinu. Verður þetta í fyrsta skipti sem Obama heimsækir föðurland sitt, en faðir hans er fæddur og upp alinn þar syðra en bjó í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.
31.03.2015 - 06:41
Ekkert nýtt hjá Netanjahú
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir að ekkert nýtt hafi komið fram í ræðu sem Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, flutti í öldungadeild Bandaríkjaþings í gær.