Færslur: Bankasýsla ríkisins

Leggja fram á ný að hefja söluferli vegna góðrar afkomu
Bankasýsla ríkisins lagði í dag fram tillögu á ný til fjármála- og efnahagsráðherra um að hefja sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf. strax á næsta ári. Í minnisblaði tillögunni til stuðnings kemur fram að vegna góðrar afkomu bankans og jákvæðri þróun á fjármálamörkuðum skuli stefna að frumútboði hluta en ekki beinni sölu til hliðar eins og tillaga stofnunarinnar frá 4. mars kvað á um.
Katrín: Trúnaðarbrestur að hunsa tilmæli
Verði stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka ekki við tilmælum um laun æðstu stjórnenda er kominn upp trúnaðarbrestur milli þeirra og stjórnvalda, segir forsætisráðherra. Bankasýslan telur að stjórnirnar hafi virt ábendingar hennar að vettugi.
02.03.2019 - 18:59
Bankasýslan vill svör um laun bankastjóra
Bankasýsla ríkisins óskar eftir upplýsingum frá bankaráði Landsbankans hf. og stjórn Íslandsbanka hf. um launamál bankastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankasýslunnar. Stofnunin fer með 98,2% eignarhlut í Landsbankanum hf. og 100% eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd ríkissjóðs. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur einnig sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf vegna launaákvarðana.
12.02.2019 - 16:02