Færslur: Bankasýsla ríkisins

1,5 milljónir fyrir álit sem réttlætti bankasölu
Bankasýsla ríkisins greiddi tæplega eina og hálfa milljón króna til lögmannsstofunnar Logos vegna lögfræðiálits sem unnið var í kjölfar sölu ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem birt var í dag.
Hættir vegna ábendingar Bankasýslunnar um „like“
Hersir Sigurgeirsson, dósent í fjármálafræði við Háskóla Íslands, hefur lokið aðkomu sinni að úttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka vegna ósættis um starfshætti Bankasýslunnar í tengslum við úttektina.
Framkvæmd útboðs hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu
Ekki var brotið gegn jafnræðisreglu í útboði á 22,5% hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, sem fram fór fyrir tæplega tveimur mánuðum. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem LOGOS lögmannsþjónusta vann fyrir Bankasýslu ríkisins.
18.05.2022 - 08:46
Hefði þurft að miðla upplýsingum betur til almennings
Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bankasýslu ríksins voru til svara á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem lauk rétt eftir klukkan ellefu. Fulltrúum Bankasýslunnar sem og nefndarmönnum var tíðrætt um að það hefði þurft að miðla upplýsingum betur til almennings um útboðið.
Sjónvarpsfrétt
Titringur innan stjórnarflokkanna
Titringur er innan stjórnarflokkanna vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan segir tortryggni allsráðandi, traustið farið og Framsókn og Vinstri græn hafi afsalað sér völdum til Sjálfstæðisflokks.
Samstaða í ríkisstjórn, segir Katrín, styðjum Bjarna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samstaða sé innan ríkisstjórnarflokkanna um fullan stuðning við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Íslandsbankamálinu. Ekki var rætti um bankasöluna á ríkisstjórnarfundi. Hún segir að skoða þurfi tiltekna hluti eins og aðkomu söluaðila sjálfra að útboðinu, meðferð innherjaupplýsinga, skilgreiningar á hæfum fjárfestum og svo gagnsæi en um það síðarnefnda hafi hún gert athugasemdir við.
Viðtal
„Mjög dapurt“ að Bankasýslan biðji um frestun fundar
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir það mjög dapurt að Bankasýsla ríkisins hafi ekki lokið við að svara tuttugu spurningum nefndarinnar um söluna á Íslandsbanka. Fresta þurfti fundi sem til stóð að halda með Bankasýslunni í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður Fjárlaganefndar, segir að fundurinn verði þess í stað á miðvikudag.
Sjónvarpsfrétt
Þurfum öll að líta í eigin barm
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir ríkisstjórnina sýna pólitíska ábyrgð með því að fela Ríkisendurskoðun gera úttekt á sölu Íslandsbanka. Ríkisstjórnin þurfi að líta í eigin barm og læra af málinu.
Almenn óánægja með hvernig til tókst með bankasöluna
Um það bil 83 af hundraði landsmanna eru óánægð með fyrirkomulagið á sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. Tæplega sjötíu prósent eru mjög óánægð en aðeins þrjú prósent mjög ánægð. Um sjö prósent segjast ánægð með hvernig til tókst.
Engin formleg gagnrýni borist Bankasýslunni
Engin formleg gagnrýni hefur borist Bankasýslu ríkisins frá ráðherrum ríkistjórnarinnar á framkvæmd útboðsins á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars síðastliðinn.
Bankasýslan heldur eftir söluþóknun vegna rannsóknar
Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart þeim sem falið var að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stofnunin mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknum í tilvikum þar sem ágallar voru við söluna. Fram hefur komið að Fjármálaeftirlitið hafi það til skoðunar og er niðurstöðu að vænta innan fárra vikna.
19.04.2022 - 12:37
Bankasýslan verður lögð niður
Ríkisstjórnin mun leggja til að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og nýtt fyrirkomulag innleitt til að halda utan um eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á Alþingi á næstunni.
Sjónvarpsfrétt
Bankasölu harðlega mótmælt á Austurvelli
Sölu á hlutum í Íslandsbanka var mótmælt á útifundi á Austurvelli í dag. Salan er saga íslenskra stjórnmála, sagði einn ræðumanna, saga af fúski, frændhygli, meðvirkni og algeru ábyrgðarleysi.
Sjónvarpsfrétt
Neitar því að salan hafi verið klúður
Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar segir að það hafi komið á óvart að framkvæmd útboðs á hlutabréfum í Íslandsbanka hafi komið ráðamönnum á óvart. Hann segir af og frá að salan hafi verið klúður, þvert á móti hafi hún verið vel heppnuð. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur ákveðna þætti sölunnar til skoðunar.
Þvertekur fyrir að salan hafi brotið lög
Bankasýsla ríkisins vísar því á bug að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins á Íslandsbanka hafi brotið lög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bankasýslunni
Listi yfir kaupendur í Íslandsbanka opinberaður
Fjármálaráðuneytið birti síðdegis lista yfir þá sem keyptu 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Samtals tóku 209 fjárfestar þátt í útboðinu. Þar voru lífeyrissjóðirnir áberandi. Stærsti einstaki kaupandinn var Gildi lífeyrissjóður sem keypti 30 milljón hluti fyrir rúma þrjá og hálfan milljarð. Þar á eftir koma Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins , Brú lífeyrissjóður og lífeyrissjóður verslunarmanna. Aðrir voru undir fjórum prósentum af heildarsölunni.
Telur sig ekki geta birt gögn um kaupendur Íslandsbanka
Bankasýslan telur sér ekki fært að birta gögn um þá sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka. Þetta sagði Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, í þætti Dagmála sem birtur var á Mbl.is í dag. Allar líkur séu á því að gögnin falli undir bankaleynd og þá sé nær óþekkt erlendis að upplýst sé kaupendur í sambærilegum útboðum.  
Vilja selja allan hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins leggur til að íslenska ríkið selji allan hlut sinn í Íslandsbanka í nokkrum áföngum. Stofnunin hefur þegar sent fjármála- og efnahagsráðherra tillögu þessa efnis, samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag. Lagt er til að Bankasýslan og ráðherra hafi samráð um söluferlið, hversu stóra hluti skuli selja í hverjum áfanga og hvenær.
Eignarhlutur ríkisins 20 milljörðum verðmætari
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka er 20 milljörðum verðmætari eftir mikla verðhækkun á markaði í gær. Hlutabréf hækkuðu lítillega í morgun en of snemmt er að segja til um hvort verðlagning í hlutafjárútboði var of lág. Íslandsbanki birti í morgun lista yfir stærstu hluthafa bankans.
Frábær þátttaka segir stjórnarformaður Bankasýslunnar
Íslenska ríkið fær rúma 55 milljarða króna fyrir sölu á 35 prósenta hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem lauk í gær. Margföld umframeftirspurn var í útboðinu eða 486 milljarðar króna.
Áform um hlutafjárútboð og Kauphallarskráningu staðfest
Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð bankans fyrir lok júní. Útboðið nær til að lágmarki 25% af útgefnu og útistandandi hlutafé bankans og í kjölfarið verða öll hlutabréf Íslandsbanka skráð í Kauphöllina. 
Leggja fram á ný að hefja söluferli vegna góðrar afkomu
Bankasýsla ríkisins lagði í dag fram tillögu á ný til fjármála- og efnahagsráðherra um að hefja sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf. strax á næsta ári. Í minnisblaði tillögunni til stuðnings kemur fram að vegna góðrar afkomu bankans og jákvæðri þróun á fjármálamörkuðum skuli stefna að frumútboði hluta en ekki beinni sölu til hliðar eins og tillaga stofnunarinnar frá 4. mars kvað á um.
Katrín: Trúnaðarbrestur að hunsa tilmæli
Verði stjórnir Landsbankans og Íslandsbanka ekki við tilmælum um laun æðstu stjórnenda er kominn upp trúnaðarbrestur milli þeirra og stjórnvalda, segir forsætisráðherra. Bankasýslan telur að stjórnirnar hafi virt ábendingar hennar að vettugi.
02.03.2019 - 18:59
Bankasýslan vill svör um laun bankastjóra
Bankasýsla ríkisins óskar eftir upplýsingum frá bankaráði Landsbankans hf. og stjórn Íslandsbanka hf. um launamál bankastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankasýslunnar. Stofnunin fer með 98,2% eignarhlut í Landsbankanum hf. og 100% eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd ríkissjóðs. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur einnig sent stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu bréf vegna launaákvarðana.
12.02.2019 - 16:02