Færslur: Bandaríkin

Bandaríkjamenn mega áfram hala niður TikTok
Alríkisdómari í Washington kom í gærkvöld í veg fyrir að Bandaríkjastjórn geti lagt bann á að bandarískir notendur hlaði niður myndbandsappinu TikTok. Bannið átti að taka gildi á miðnætti að bandarískum austurstrandartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. 
28.09.2020 - 04:58
Trump greiddi 750 dali í tekjuskatt 2016
Donald Trump greiddi aðeins 750 bandaríkjadali í tekjuskatt árið 2016, þegar hann var kjörinn forseti. Það er jafnvirði um 105 þúsund króna. Þetta kemur fram á vef New York Times í dag, samkvæmt skattskýrslum forsetans sem spanna síðustu tuttugu ár. Síðustu fimmtán árin fram að forsetakosningunum greiddi Trump engan tekjuskatt tíu þeirra, þar sem fjárhagur hans var skráður í tapi þau ár. 
Myndskeið
Segja Barrett andsnúna öllum grunngildum Bandaríkjanna
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi í gærkvöld Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Forsetinn segist búast við því að skipunin verði fljótafgreidd í þinginu og óumdeild. Demókratar segja Barrett andsnúna öllum grunngildum Bandaríkjanna
27.09.2020 - 19:29
Lífshættuleg örvera í neysluvatni í Texas
Umhverfisstofnun í Texas varar borgarbúa í Lake Jackson við því að nota neysluvatn borgarinnar vegna hættulegra örvera sem hafa fundist í því. Viðvörunin náði yfir stærra svæði á föstudag, en á nú aðeins við Lake Jackson. Í vatninu leynast amöbur, sem geta étið  sig inn í heilann.
27.09.2020 - 03:28
Donald Trump stóð við stóru orðin og tilnefndi Barrett
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóð við loforð sitt og tilnefndi í kvöld Amy Coney Barrett til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Á meðan Ginsburg var talsmaður kvenfrelsis og frjálslyndis er Barrett fulltrúi kristinna íhaldsafla og er harður andstæðingur þungunarrofs.
Fjölskylda Taylor vill málsgögn ákærudómstóls
Fjölskylda Breonna Taylor krefst þess að bandarísk yfirvöld birti endurrit ákvörðunar ákærudómstóls um að sækja lögreglumenn ekki til saka fyrir að hafa orðið henni að bana.  Taylor var drepin af lögreglumönnum á heimili sínu í Louisville í Kentucky í mars. 
26.09.2020 - 06:13
Hin íhaldssama Barrett í sæti Ginsburg
Amy Coney Barrett verður að öllum líkindum tilnefnd í sæti Ruth Bader Ginsburg í hæstarétti Bandaríkjanna samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að ljóstra upp um tilnefninguna á morgun.
25.09.2020 - 23:36
Áfram mótmælt í Louisville
Annað kvöldið í röð flykktist fólk á götur Louisville og annarra borga í Bandaríkjunum til þess að mótmæla því að enginn þurfi að svara til saka fyrir morðið á Breonna Taylor í mars. Taylor var skotin til bana af lögreglumönnum á heimili sínu.
25.09.2020 - 06:44
Alríkisfangi tekinn af lífi í Indiana
Fertugur Bandaríkjamaður var tekinn af lífi í fangelsi í Indiana í gær. Hann var sjöundi fanginn til að vera tekinn af lífi í alríkisfangelsi síðustu þrjá mánuði. AFP fréttastofan greinir frá. Lögmenn Christopher Andre Vialva reyndu að fá dauðadómnum hnekkt þar sem hann hafi ekki verið með andlegan þroska fullorðins manns þegar hann framdi glæp sinn.
25.09.2020 - 05:50
Samstarf við Bandaríkin um söfnun danskra persónugagna
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna byggði með leyniþjónustu danska hersins gagnaver á Amager sérstaklega utan um njósnakerfi sem safnaði upplýsingum um danska ríkisborgara. Bandaríkjamennirnir höfðu aðgang að upplýsingunum sem þar söfnuðust.
24.09.2020 - 22:06
Myndband
Skaut Taylor átta skotum en er ekki ákærður
Mótmæli brutust út víða í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að ákærudómstóll ákvað að ákæra ekki lögreglumann fyrir morð. Hann skaut konu til bana í mars. Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur hjá Reykjavíkurakademíunni, segir að málið segi töluvert mikið um stöðu svartra í landinu. 
Eric Trump skikkaður í yfirheyrslu
Eric Trump, syni Bandaríkjaforseta, er gert að bera vitni hjá embætti ríkissaksóknara í New York fyrir 7. október næstkomandi. Dómari í New York hafnaði jafnframt beiðni Trump um að fresta yfirheyrslunni þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. 
24.09.2020 - 07:05
Trump: Verðum að sjá hvað gerist eftir kosningar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar enn að staðfesta hvort hann hann sé reiðubúinn að tryggja friðsöm valdaskipti ef Joe Biden verður kjörinn forseti í nóvember. „Við verðum að sjá hvað gerist," var svar forsetans við spurningu blaðamanns á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. 
Bílaframleiðendur lögsækja Bandaríkjastjórn
Bílaframleiðendurnir Tesla, Volvo, Ford og Mercedes Benz höfðuðu mál gegn Bandaríkjastjórn vegna innflutningstolla á varahlutum frá Kína. Guardian greinir frá þessu. 25% tollur leggst á innflutning varahluta í bíla frá Kína.
24.09.2020 - 04:27
Viðskipti Hunter Biden sögð vandræðaleg
Ekki er að sjá að Joe Biden hafi beitt óeðlilegum áhrifum í varaforsetatíð sinni samkvæmt nýútkominni rannsóknarskýrslu Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Viðskiptatengsl sonar hans í Úkraínu voru þó vandræðaleg á meðan Biden var í embætti. Hann fékk ítrekaðar viðvaranir um viðskipti sonar síns, Hunter Biden, en greip ekki til neinna aðgerða. 
24.09.2020 - 02:10
Ákæra þann sem skaut Breonnu Taylor fyrir hættuspil
Ákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að ákæra lögreglumanninn sem skaut Breonnu Taylor til bana fyrir tilefnislaust hættuspil. Taylor var myrt á heimili sínu í Louisville í Kentucky-ríki 13. mars. Hún var 26 ára gömul.
Esper: Ísrael verði alltaf öflugast Miðausturlanda
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær að Bandaríkjastjórn stuðli áfram að því að Ísraelsher verði sá öflugasti í Miðausturlöndum. Esper greindi frá þessu eftir að Ísraelsstjórn lýsti áhyggjum sínum af sölu Bandaríkjanna á F-35 orrustuþotum til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. 
23.09.2020 - 06:14
NASA áformar tunglferðir á ný
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áformar að senda mannað geimfar til tungslins eftir fjögur ár og verður það í fyrsta skipti síðan geimfarar Appollo-17 stigu fæti á tunglið fyrir fjörutíu og átta árum.
22.09.2020 - 10:55
Enn loga eldar í vestanverðum Bandaríkjunum
Ekkert lát er á gróðureldunum í Kaliforníu, en þar loga miklir eldar á að minnsta kosti tuttugu og fimm stöðum og eru sumir þeirra einhverjir hinir mestu sem sögur fara af á þessum slóðum.
22.09.2020 - 10:18
Lögreglumaður í New York ákærður fyrir njósnir
Maður sem ættaður er frá Tíbet en búsettur í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að njósna fyrir Kínverja. Hann situr nú í varðhaldi og bíður réttarhalda.
22.09.2020 - 03:08
Húsleit í Kanada vegna risín sendingarinnar til Trumps
Húsleit var gerð á heimili nærri Montreal í Kanada í dag. Ástæðan er grunur um tengsl húsráðanda við sendingu bréfs til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem talið er hafa innihaldið banvæna eitrið risín. Grunurinn hefur þó ekki fengist staðfestur.
22.09.2020 - 01:29
Konurnar tvær og leiðin í sæti hæstaréttardómara
Tvær konur eru efstar á lista Donalds Trump Bandaríkjaforseti sem arftaki hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg. Forsetinn kveðst munu tilkynna val sitt næstkomandi föstudag eða á laugardag.
Ágreiningur um fjáraukalög í bandaríska þinginu
Hætta er á að loka þurfi bandarískum ríkisstofnunum um miðjan desember leysist ekki ágreiningur um aðstoð við bandaríska bændur. Fulltrúadeild þingsins vinnur nú að gerð viðaukafjáraga sem ætlað sem fjármagna rekstur ríkisins fram yfir miðjan desember.
ÍAV hreppti milljarðaverkefni hjá bandaríska hernum
Verktafyrirtækið ÍAV bauð best í útboði bandaríska varnarmálaráðuneytisins á hönnun og framkvæmdum vegna flughlaða og tengdra verkefna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Tilboð ÍAV var upp á 5,3 milljarða sem var undir kostnaðaráætlun bandaríska varnamálaráðuneytisins. Bandarísk yfirvöld fjármagna framkvæmdirnar alfarið.
21.09.2020 - 21:40
Watchmen og Schitt's Creek sigursæl á Emmy hátíðinni
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin var haldin í nótt í 72. sinn en nú með harla óvenjulegu sniði. Sjónvarpsstjörnur og verðlaunahafar voru öll heima hjá sér. Sum voru uppáklædd en önnur á náttfötunum.