Færslur: Bandaríkin

Myndskeið
Viðbúnaður í Washington
Lögreglan í Washington vaktar nú þinghúsið og hefur girt það af að nýju. Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa boðað til mótmæla þar síðar í dag.
18.09.2021 - 12:50
Enn langt í land milli Frakka og Bandaríkjamanna
Frakkar hafa kallað heim sendiherra sína í Ástralíu og Bandaríkjunum en slíkt er afar óvenjulegt á meðal vinaþjóða. Forseti Frakklands er sagður bálreiður og telja greinendur að heimköllun sendiherra gæti aðeins verið byrjunin.
18.09.2021 - 12:39
Vonast til að heimsins stærsta tré verði bjargað
Hundruð slökkviliðsmanna sem glíma við skógarelda í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum eru bjartsýnir um að þeim takist að bjarga heimsins stærsta tré frá eldtungunum. Milljónir ekra hafa orðið skógareldum að bráð í sumar.
Mæla með örvunarskammti fyrir ákveðna hópa
Nefnd bandarískra heilbrigðissérfræðinga mælir einróma með notkun örvunarskammta bóluefnis Pfizer fyrir 65 ára og eldri og fyrir fólk sem er í hættu á að veikjast alvarlega af COVID-19. Eins á það við um heilbrigðisstarfsfólk.
Tíu fórust fyrir mistök í drónaárás Bandaríkjahers
Bandaríkjastjórn viðurkennir að drónaárás sem gerð var í Kabúl höfuðborg Afganistan 29. ágúst síðastliðinn hafi orðið tíu saklausum borgurum að bana, hjálparstarfsmanni og fjölskyldu hans.
Auðkýfingur sakfelldur fyrir að myrða vinkonu sína
Bandaríski auðkýfingurinn Robert Durst var í dag sakfelldur fyrir að hafa myrt vinkonu sína, glæpasagnahöfundinn Susan Berman með hrottalegum hætti árið 2000. Hann er talinn hafa orðið þremur manneskjum að bana um dagana.
18.09.2021 - 00:52
Frakkar kalla sendiherra heim til samráðs
Emmanuel Macron Frakklandsforseti kallaði sendiherra landsins í Bandaríkjunum og Ástralíu heim til samráðs í dag. Ástæðan er sú ákvörðun stjórnvalda í Ástralíu að segja upp samningi um kaup á kafbátum smíðuðum í Frakklandi.
Hálfs milljarðs viðhaldssamningur við Sádi Arabíu
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert fimm hundruð milljón dala samning við stjórnvöld í Sádí Arabíu um viðhald á herþyrluflota landsins. Það er fyrsti samningurinn sem gerður er við Sáda eftir að Joe Biden tók við forsetaembætti.
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu og ríkin hefja samvinnu um þróun flugskeyta. Þetta er hluti Aukus-varnarsamkomulagsins milli Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu sem æðstu ráðamenn ríkjanna kynntu í gær.
Derek Chauvin segist saklaus af ofbeldi gegn unglingi
Fyrrum lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem var sakfelldur í apríl fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd, er einnig sakaður um að hafa notað óhóflega mikla hörku við handtöku á 14 ára dreng árið 2017. Chauvin, sem afplánar 22 ára dóm, sagðist í dag saklaus af þessum ákærum.
Kínverjar fordæma hernaðarsamvinnu
Ástralar, Bretar og Bandaríkjamenn hafa komist að samkomulagi um aukið hernaðarsamstarf á Asíu-Kyrrahafssvæðinu. Kínverjar fordæma samkomulagið og segja það valda óstöðugleika í heimshlutanum.
16.09.2021 - 14:11
Kínverskir geimfarar á heimleið eftir 90 daga geimdvöl
Þrír kínverskir geimfarar eru nú á leið til jarðar eftir þriggja mánaða dvöl í Tiangong-geimstöðinni. Þar gerðu þeir ýmsar vísindatilraunir og fóru í geimgöngur.
Öryggisráðið hvetur Norður-Kóreu til viðræðna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á lokuðum neyðarfundi í gær vegna eldflaugaskota Norður-Kóreumanna í fyrrinótt. Brýnt er fyrir þeim að láta af tilraunum sínum og hefja viðræður umsvifalaust
Erfiður vetur framundan fyrir ferðaþjónustuna
Ákvörðun Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna að setja Ísland á hæsta hættustig í ágúst hafði merkjanleg áhrif á ferðaþjónustu, sérstaklega nú í september. Útlit er fyrir að veturinn verði ferðaþjónustunni erfiður og erlendir ferðamenn færri í ár en spáð var.
Þríhliða samningur til að bregðast við ásókn Kínverja
Samkvæmt þríhliða öryggissamningi sem Bretar, Bandaríkjamenn og Ástralir hafa gert deila ríkin með sér háþróuðum hertæknibúnaði á borð við skammtatækni og gervigreind. Ástralir hefja smíði kjarnorkuknúinna kafbáta á næstu misserum.
Segir kerfið hafa leyft kynferðisofbeldi að viðgangast
Ein dáðasta fimleikakona heims, Simone Biles, bar vitni í dag fyrir nefnd á vegum öldungadeild bandaríkjaþings um fyrrum lækni sinn, Larry Nassar. Nassar var læknir bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum um árabil og afplánar nú 175 ára fangelsisdóm fyrir að hafa kynferðislega áreitt hundruði liðsmanna. Biles segir ábyrgðina vera Nassars, en ekki síður kerfisins sem gerði honum kleift að níðast á þeim öll þessi ár.
Ríkisstjóri Kalíforníu heldur velli
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kalíforníu í Bandaríkjunum stóð af sér kröfu Repúblikana um að honum yrði vikið úr embætti. Fyrr á árinu var efnt til undirskrifarsöfnunar þess efnis vegna óánægju með viðbrögð Newsom við kórónuveirufaraldrinum.
Norðurkóreskt flugskeyti lenti í Suður-Kínahafi
Ókennilegt flugskeyti sem skotið var frá Norður-Kóreu í dag endaði í Suður-Kínahafi að því er fram kemur í tilkynningu hernaðaryfirvalda í Suður-Kóreu.
15.09.2021 - 04:33
Górillur greindust með COVID-19 í Bandaríkjunum
Þrettán górillur í dýragarðinum í Atlanta í Bandaríkjunum greindust með COVID-19 í vikunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Starfsfólki var gert viðvart þegar nokkrar af þeim tuttugu górillum sem eru í garðinum sýndu einkenni kórónuveirunnar, til að mynda nefrennsli, hósta og skerta matarlyst.
12.09.2021 - 08:06
Sex þinghúslögreglumenn sæti refsingu
Þinghúslögreglan í Washington leggur til að sex lögreglumenn sæti refsingu fyrir þátt sinn í innrásinni í þinghúsið 6. janúar. Í yfirlýsingu lögreglunnar í gær segir að þrír lögreglumannanna hafi sýnt óviðeigandi hegðun, einn hafi ekki hlýtt skipunum, einum ber að refsa fyrir ósæmileg ummæli og einum fyrir óviðeigandi upplýsingagjöf. Ekki var greint frá því hvað telst til viðeigandi refsingar vegna málanna. 
12.09.2021 - 03:17
Sjónvarpsfrétt
Hatursglæpum fjölgaði um 900% eftir hryðjuverkin
Tuttugu árum eftir einhverjar mannskæðustu hryðjuverkaárásir sögunnar gætir áhrifa og afleiðinga þeirra enn víða um heim. Hatursglæpum gegn múslimum í Bandaríkjunum fjölgaði um 900 prósent í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Þeirra tæplega þrjú þúsund sem létust í árásunum var minnst í dag.
Í BEINNI
Minningarathöfn vegna hryðjuverkanna 11. september
Í dag er þess minnst að tuttugu ár eru frá árás hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum, 11. september 2001. Tæplega þrjú þúsund manns týndu lífi.
11.09.2021 - 11:50
Fréttaskýring
Tuttugu ár frá hryðjuverkunum 11. september
Tuttugu ár eru í dag liðin frá hryðjuverkaárásum Al-Kaída í Bandaríkjunum, 11. september 2001. Nærri þrjú þúsund létust þegar fjórum flugvélum var rænt á innan við klukkustund og þeim flogið á þrjár byggingar. Þær áttu reyndar að vera fjórar.
11.09.2021 - 07:30
Ekkert tímahylki fannst í stalli Lees
Leitarmenn gripu í tómt þegar athugað var hvort eitthvað væri hæft í því að tímahylki hafi verið geymt í stalli styttunnar af Suðurríkjahershöfðingjanum Robert E. Lee sem tekin var niður í vikunni.
11.09.2021 - 06:17
Flóttaflugi seinkað vegna mislinga
Bandaríkjamenn frestuðu í gær flugferðum afganskra flóttamanna til Bandaríkjanna vegna mislingatilfella meðal flóttamanna sem þegar eru komnir til landsins. Á blaðamannafundi í gærkvöld greindi Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, frá því að þetta væri gert í samráði við heilbrigðisyfirvöld og í forvarnarskyni.