Færslur: Bandaríkin

Fyrrverandi ráðherra úthúðar Trump
Jim Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra í stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, segir fyrrverandi yfirmann sinn reyna að sundra bandarísku þjóðinni. Eins segir hann forsetann skorta þroska til að leiða þjóðina áfram eftir margra daga mótmæli.
04.06.2020 - 00:33
Snapchat hætt að kynna færslur Bandaríkjaforseta
Samfélagsvefurinn Snapchat er hættur að vekja athygli á færslum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. AFP fréttastofan spurðist í dag fyrir um málið og fékk þau svör að þær kyntu undir kynþáttaofbeldi. Stefna fyrirtækisins væri að gefa ekki færslum fría kynningu ef þær innihéldu kynþáttamisrétti eða óréttlæti.
03.06.2020 - 17:54
Myndskeið
„Fögur orð marklaus ef aðgerðir fylgja ekki“
„Ég er ekki mótmælandi. Ég er fimmtugur og hingað til hef ég ekki mótmælt til þess að krefjast aðgerða. Nú hefur það hins vegar breyst. Í þetta skipti var tilfinningin önnur því nú virðast skilin á milli sannleika og lyga, og á milli þess hvað fólk telur rétt og rangt, skýrari en nokkru sinni,“ segir Jeffrey Guarino, einn skipuleggjanda samstöðufundar á Austurvelli sem stendur nú yfir.
03.06.2020 - 17:07
Varnarmálaráðherra á móti því að beita hervaldi
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kveðst andvígur því að her landsins verði beitt til að bæla niður mótmælin sem brutust út eftir að lögregluþjónn varð George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku. Donald Trump hefur hótað að kalla herinn út linni uppþotum ekki.
Vandamál að Ísland telji sig fullkomið en sé það ekki
Samstöðufundur fer fram á Austurvelli nú klukkan 16:30 vegna ástandsins sem ríkir í Bandaríkjunum. Derek T. Allen, einn skipuleggjanda fundarins, segir að þó aðallega sé verið að mótmæla lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sé þetta líka tækifæri til að koma því á framfæri að rasismi sé líka vandamál á Íslandi.
03.06.2020 - 16:27
RÚV núll
Bækur og myndir til að kynna þér hvítu forréttindin þín
Mótmæli gegn kynþáttamisrétti og lögregluofbeldi gagnvart svörtum hafa verið hávær síðan George Floyd kafnaði í haldi lögreglunnar í Minneapolis fyrir viku. Myllumerkið #BlackLivesMatter hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum og á sama tíma hefur verið kallað eftir því að hvítt fólk sem taki þátt í baráttunni verði að kynna sér og vera meðvitað um sögu svarts fólks og sína eigin forréttindastöðu.
Yfirvöld höfða mál gegn lögreglunni í Minneapolis
Stjórnvöld í Minnesotaríki Bandaríkjanna ákváðu í gær að höfða mál gegn lögreglunni í Minneapolis vegna láts blökkumannsins George Floyd. Rannsaka á hvort lögreglan beiti kerfisbundinni mismunun í aðgerðum sínum. Ríkisstjórinn Tim Walz og mannréttindaráð Minnesota greindu frá þessu á blaðamannafundi í gærkvöld. 
03.06.2020 - 04:34
Kirkjuleiðtogar gagnrýna Trump
Leiðtogar innan bandarísku biskupakirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar eru mjög ósáttir við hvernig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notaði biblíuna í fyrrakvöld. Mariann Budde, biskup við biskupakirkjuna í Washington-borg, sagði í samtali við útvarpsstöðina NPR í gær að hegðun forsetans hafi verið óhugnanleg og mjög særandi. Hann hafi misnotað helgan grip í pólitískum tilgangi.
03.06.2020 - 02:12
Útgöngubann allar nætur í New York út vikuna
Borgaryfirvöld í New York hafa lýst yfir útgöngubanni að kvöldi og nóttu næstu sex sólarhringa til að stemma stigu við spellvirkjum óeirðaseggja. Útgöngubannið í gærkvöld var virt að vettugi.
Spegillinn
„Virðir ekki leikreglur lýðræðisins“
Donald Trump er erkitýpa af þjóðernispopúlískum stjórnmálamanni sem virðir ekki endilega leikreglur lýðræðisins, segir Eiríkur Bergmann stórnmálafræðiprófessor. Trump Bandaríkjaforseti segist ekki hika við að beita hervaldi til að binda enda á óeirðirnar í landinu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað út í meira en tuttugu ríkjum Bandaríkjanna til að hjálpa til við að koma á lögum og reglu.
Myrkvun hjá tónlistarfólki á samfélagsmiðlum
Dagurinn í dag er myrkvaður á samfélagsmiðlum hjá listamönnum, tónlistarfólki, plötuútgefendum og fleirum. Myrkvuninni er ætlað að vekja athygli á framlagi svarts fólks til tónlistar í kjölfar á því að George Floyd var myrtur og vekja fólk til umhugsunar um ofbeldi sem lögregla beitir svarta Bandaríkjamenn. Mótmælaalda hefur riðið yfir Bandaríkin og heiminn allan síðustu vikuna.
02.06.2020 - 10:11
Íþróttastjörnur láta í sér heyra vegna dauða Floyd
Ástandið í Bandaríkjunum er eldfimt en mikil mótmæli brutust út í kjölfar dauða George Floyd í síðustu viku sem myrtur var af lögreglu þar í landi. Íþróttastjörnur um allan heim láta sig málið varða og birta færslur til stuðnings baráttunni gegn kynþáttamisrétti.
02.06.2020 - 09:38
Lam gagnrýndi viðbrögð Bandaríkjamanna
Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, sakaði ráðamenn í Bandaríkjunum um tvískinnung þegar hún fjallaði um mótmælin þar og óeirðir í morgun. Hún varaði bandarísk stjórnvöld við viðskiptaþvingunum gegn Hong Kong.
02.06.2020 - 08:56
Yfir 375.000 hafa látist úr COVID-19
Yfir 375.000 hafa látist af völdum COVID-19 í heiminum, en nærri 6.260.000 hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt samantekt fréttastofunnar AFP sem birt var í morgun.
02.06.2020 - 08:48
Spennustigið hátt í Washington
Nú er tekið að kvölda í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og útgöngubann er skollið á.
02.06.2020 - 03:15
Ríkisstjórar hafna beitingu hervalds
Andrew Cuomo ríkisstjóri New York vill ekki að herliði verði beitt gegn mótmælendum í borginni. Embættisbróðir hans í Illinois J. B. Pritzker tekur í sama streng.
02.06.2020 - 01:51
Bandaríkjaforseti hótar að beita hervaldi
Donald Trump Bandaríkjaforseti var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði þjóðina og heimsbyggðina alla rétt í þessu.
01.06.2020 - 23:12
Læknir fjölskyldu Floyd segir hann hafa kafnað
Krufning læknis á vegum fjölskyldu Bandaríkjamannsins George Floyd leiddi í ljós að dánarorsök hans væri köfnun vegna þrýstings. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld. Í bráðabirgðakrufningarskýrslu bandarískra yfirvalda segir aftur á móti að möguleg dánarorsök geti verið blanda af harðneskjulegri meðferð lögreglunnar, hjartveiki Floyds og hugsanleg vímuefnaneysla.
01.06.2020 - 21:54
Lögreglumaður ekki dreginn fyrir dóm í dag
Ekkert varð af því að Derek Chauvin kæmi fyrir rétt í dag eins og stefnt hafði verið að. Fyrirtöku í máli hans var frestað um viku og mun það algengt að slíkt sé gert í dómskerfinu í Minneapolis. Chauvin er ákærður fyrir að hafa orðið George Floyd að bana á mánudag. Chauvin þrýsti þá fæti sínum niður á háls Floyd við handtöku. Hann sleppti ekki takinu þrátt fyrir að Floyd segðist ekki ná andanum.
96% Íslendinga vilja Biden frekar en Trump
Um 96 prósent Íslendinga myndu kjósa Joe Biden í bandarísku forsetakosningunum, ef þeir hefðu kosningarétt, en aðeins fjögur prósent myndu kjósa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Stuðningsmenn Miðflokksins eru líklegastir til að kjósa Trump og næst þeim koma stuðningsmenn Sósíalistaflokksins.
Útgöngubann og mótmæli áfram
Í dag hefur útgöngubann verið fyrirskipað í höfuðborg Bandaríkjanna og all mörgum öðrum stórborgum.
01.06.2020 - 04:42
Þjóðaröryggisráðgjafi: Ekkert kynþáttahatur
Robert O' Brien þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hefur þvertekið fyrir að kynþáttahatur væri innbyggt í hugarfar löggæslufólks í Bandaríkjunum.
01.06.2020 - 02:12
Myndskeið
Ráðast gegn mótmælendum með táragasi og gúmmíkúlum
Lögregla í Bandaríkjunum beitti bæði táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur í nótt. Síst hefur dregið úr mótmælum vestra og víða í Evrópu var boðað til samstöðumótmæla í dag.
31.05.2020 - 21:03
Útgöngubann í Minnesota framlengt
Útgöngubannið í Minnesota í Bandaríkjunum hefur verið framlengt, en talið er að þúsundir haldi áfram að mótmæla framgöngu lögreglunnar þar og í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Mótmælt var í nokkrum borgum í Evrópu í dag.
31.05.2020 - 20:22
Hundruð handtekin í mótmælum í Bandaríkjunum
Hundruð voru handtekin og einn lést í fjölmennum mótmælum víða um Bandaríkin í gærkvöld og í nótt. Lögreglumaðurinn sem var handtekinn vegna dauða Georg Floyd fer fyrir dómara á morgun. Hann hefur áður verið sakaður um lögregluofbeldi.
31.05.2020 - 12:29