Færslur: Bandaríkin

Myndskeið
Eiga erfitt með að hemja „Eplis eldinn“ í Kaliforníu
Meira en 2.200 slökkviliðsmenn reyna nú að hemja útbreiðslu gróðurelda sem æða áfram nánast stjórnlaust í suðurhluta Kaliforníu. Þeir eru kallaðir „Eplis-eldurinn“ eftir götunni Apple Tree Lane sem er nálægt upptökunum. Sumarið hefur verið heitt og þurrt og því er óttast að slökkvistarfið eigi eftir að reynast erfitt.
03.08.2020 - 09:46
Gríðarlegur samdráttur hjá HSBC bankanum
Hagnaður HSBC bankans, eins stærsta banka heims, hrapaði um 69 af hundraði á fyrri helmingi ársins, eftir skatta. HSBC-bankinn er fjölþjóðlegur banki með höfuðstöðvar í London.
03.08.2020 - 06:13
Ný bylgja faraldursins skollin á vestra
Önnur bylgja kórónuveirufaraldursins hefur skollið á Bandaríkjunum. Þetta segir Deborah Birx sérlegur ráðgjafi Hvíta hússins um faraldurinn.
03.08.2020 - 04:19
Yfir milljón ný kórónuveirutilfelli síðustu daga
Þekkt tilfelli Covid-19 á heimsvísu eru nú komin yfir 18 milljónir að sögn AFP fréttastofunnar sem hefur það eftir opinberum heimildum.
Myndband
Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna skógarelda
Miklir gróðureldar geisa í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir hafa þurft að flýja að heiman. Sumarið hefur verið heitt og þurrt og því er óttast að erfiðlega eigi eftir að ganga að ráða niðurlögum eldanna. 
02.08.2020 - 19:25
Íbúar Flórída búa sig undir fellibyl
Íbúar á Flórída búa sig nú undir að hitabeltisstormurinn Isaias skelli á ríkinu. Veðurfræðingar óttast að hann nái aftur styrk fellibyls áður en hann nær landi.
02.08.2020 - 07:45
Varaforsetaefni Bidens, forsetaefni eftir fjögur ár
Óðum styttist í að Joe Biden forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum tilkynni varaforsetaefni sitt.
Geimfarar á leið til jarðar á ný
Dragon geimferja SpaceX er lögð af stað frá Alþjóðlegu geimstöðinni.
01.08.2020 - 23:46
Alríkislögreglumenn verða áfram í Portland
Alríkislögreglumenn verða áfram í borginni Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum þar til heimamenn geta haft taumhald á stjórnleysingjum og þeim sem æsa til uppþota.
01.08.2020 - 06:23
Trump hyggst banna TikTok
Mögulegt er að smáforritið TikTok verði bannað í Bandaríkjunum. Donald Trump forseti lýsti þessu yfir í gær en bandarísk yfirvöld óttast að Kínverjar noti forritið til njósna.
01.08.2020 - 04:28
Dregur í land með að fresta kosningum
Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist hafa snúist hugur um að réttast væri að fresta kosningunum sem boðaðar hafa verið 3. nóvember.Hugmyndin hefur mætt eindreginni andstöðu.
31.07.2020 - 09:06
Myndskeið
Kanna hvort líf hafi verið á mars
Vísindamenn vonast til þess að marsjeppinn Perseverance, sem skotið var á loft af Bandarísku geimferðastofnuninni í dag, sýni hvort líf þrífist eða hafi verið á Mars. Frumgerð jeppans var prófuð hér á landi í fyrra.
30.07.2020 - 19:44
Dæmalaus efnahagssamdráttur í Bandaríkjunum
Efnahagssamdrátturinn í Bandaríkjunum öðrum ársfjórðungi nam 32,9 prósentum. Hann hefur ekki orðið meiri frá því að skráning hófst árið 1947. Ástandið var þó lítið eitt betra en hagfræðingar höfðu reiknað með.
30.07.2020 - 16:22
Leita ummerkja um líf á Mars
Geimfari á vegum NASA skotið á loft frá Canaveral höfða á Flórída í dag.
30.07.2020 - 02:42
Lögreglusveitir eiga að yfirgefa Portland
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að kalla lögreglusveitir frá borginni Portland í Oregon. Þangað voru þær sendar í óþökk borgaryfirvalda fyrr í júlí til að takast á við mótmælendur.
30.07.2020 - 02:12
Emmy-hátíðin með óvenjulegu sniði í ár
Emmy-verðlaunahátíðin sem er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð sjónvarpsiðnaðarins verður haldin á netinu í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Dauðsföll orðin 150 þúsund í Bandaríkjunum
Fjöldi látinna af völdum COVID-19 sjúkdómsins fór í dag yfir 150 þúsund í Bandaríkjunum. Hvergi í heiminum eru andlát fleiri af hans völdum.
29.07.2020 - 17:58
Liðsflutningar Bandaríkjahers í Evrópu
Ellefu þúsund og níu hundruð bandarískir hermenn verða fluttir frá herstöðvum í Þýskalandi, að því er varnarmálaráðuneytið í Washington tilkynnti í dag. Hluti liðsins verður sendur til Ítalíu og Belgíu. Höfuðstöðvar herliðsins verða fluttar frá Stuttgart til Belgíu.
29.07.2020 - 15:29
Indland: Staðfest smit ríflega ein og hálf milljón
Fleiri en ein og hálf milljón manna hefur greinst með kórónuveirusmit á Indlandi, en ríflega 34.000 hafa dáið úr COVID-19.
29.07.2020 - 08:28
Ágreiningur um bjargráð vestanhafs
Enn er langt í land að Demókratar og Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings nái samkomulagi um bjargráð fyrir efnahag landsins vegna áfalla af völdum kórónuveirufaraldursins.
Verulegur samdráttur hjá McDonalds
Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonalds dróst saman um 68 prósent á öðrum ársfjórðungi. Hann nam 483,8 milljónum dollara. Tekjurnar minnkuðu um þrjátíu af hundraði, niður í 3,8 milljarða dollra. Viðskiptin drógust saman á flestum viðskiptasvæðum fyrirtækisins.
28.07.2020 - 14:06
Skora á Trump að víkja Gunter úr embætti
Bandaríkjamenn búsettir á Íslandi hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti er hvattur til að víkja Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, úr embætti.
57.000 ný smit í Bandaríkjunum
Rétt rúmlega 57.000 manns greindust með kórónaveirusmit í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn og 679 dóu úr sjúkdómnum. Þetta kemur fram í gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland, sem fylgist grannt með útbreiðslu og áhrifum farsóttarinnar um heim allan. Staðfest smit í Bandaríkjunum nálgast óðum 4,3 milljónir og dauðsföll eru tæplega 147.600.
28.07.2020 - 04:27
Kappræður Trumps og Bidens fluttar frá Indiana til Ohio
Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, og Joes Bidens, frambjóðanda Demókrata, fara fram í Cleveland í Ohio 29. september næstkomandi. Til stóð að þær færu fram í Notre Dame-háskólanum í Indianaríki, en af því verður ekki vegna kórónaveirufaraldursins og varúðarráðstafana sem honum tengjast.
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps veirusmitaður
Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni, að því er heimildir CNN fréttastofunnar herma. Hann er hæst settur bandarískra embættismanna sem hefur smitast.
27.07.2020 - 13:54