Færslur: Bandaríkin

Albatrosinn Viska er heimsins elsta fuglamóðir
Albatrosakerlingin Wisdom, eða Viska, elsti, þekkti villifugl sem vitað er um, ungaði út afkvæmi á dögunum, sjötug að aldri hið minnsta. Engin þekkt dæmi eru um að svo gamall fugl hafi komið unga á legg úti í náttúrunni. Viska, sem er Laysan-albatrosi, verpti eggi sínu í stærstu albatrosabyggð í heimi, náttúruverndarsvæðinu á Midway-hringrifinu í Norður-Kyrrahafi, í nóvemberlok. Unginn skreið svo úr egginu fyrsta febrúar.
06.03.2021 - 05:44
Dregur úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum var 6,2 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Það er 0,1 prósenti lægra en í janúar. Nýjum störfum í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði fjölgaði um 379 þúsund. Það er mun meira en sérfræðingar á vinnumarkaði höfðu spáð.
05.03.2021 - 15:28
Reyndu að flytja milljarð dollara frá Bandaríkjunum
Bandarískir embættismenn komu í veg fyrir að herforingjastjórnin í Mjanmar tæmdi varasjóð seðlabanka Mjanmars, sem vistaður er í Seðlabanka New York-ríkis, samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði nær 130 milljarða íslenskra króna.
05.03.2021 - 01:52
Eldflaug sprakk eftir lendingu
Starship-eldfaug frá fyrirtækinu SpaceX sprakk eftir að því er virtist óaðfinnalega lendingu í gær.
04.03.2021 - 08:18
Fundi frestað á Bandaríkjaþingi vegna hryðjuverkaógnar
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings frestaði þingfundi sem halda átti í dag eftir að lögregla og leyniþjónusta greindu frá því að vísbendingar væru um fyrirhugaða árás vopnaðra öfgamanna á þinghúsið. Umræðum og atkvæðagreiðslum sem áttu að fara fram í fulltrúadeildinni í dag var ýmist flýtt eða frestað, einkum vegna viðvörunar lögreglu sem byggð var á upplýsingum um að ógn stafi mögulega af „þekktri, vopnaðri hreyfingu“ yst á hægri væng stjórnmálanna.
Öryggisgæsla hert í Washington
Öryggisgæsla hefur verið hert í Washingtonborg eftir að bandaríska leyniþjónustan komst yfir upplýsingar um hugsanlegt áhlaup á þinghúsið á morgun. Lögreglusveitin sem sinnir öryggisgæslu í húsinu segir á Twitter að komist hafi upp um áform þekkts hóps vígamanna um að ráðast á þinghúsið. Því hafi verið fjölgað í lögregluliðinu til að verja þinghúsið, almenning og lögreglumennina sjálfa. 
03.03.2021 - 17:06
Endurskoða útgáfu á dr. Seuss vegna kynþáttahyggju
Sex bækur eftir bandaríska barnabókahöfundinn dr. Seuss hafa verið teknar úr umferð hjá útgefanda vegna myndskreytinga sem þykja ýta undir kynþáttafordóma og staðalímyndir. 
03.03.2021 - 15:32
Árlegur samráðsfundur um öryggis- og varnarmál í gær
Árlegur samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál var haldinn í gær gegnum fjarfundabúnað. Til umræðu var samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins auk öryggispólítískra mála.
Parton bólusett með bóluefninu sem hún fjármagnaði
Kántrísöngkonan ástsæla Dolly Parton fékk í gær bólusetningu gegn COVID-19 með bóluefni Moderna. Söngkonan á nokkurn þátt í þróun bóluefnisins því hún lagði fram hvorki meira né minna en eina milljón bandaríkjadali, upphæð sem samsvarar rúmum hundrað og tuttugu milljónum íslenskra króna til þróunarinnar.
03.03.2021 - 07:43
Þriðja konan sakar Cuomo um kynferðislega áreitni
Þriðja konan gaf sig fram í gær og greindi frá kynferðislegri áreitni Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, gegn sér. Anna Ruch segist hafa hitt Cuomo í brúðkaupsveislu haustið 2019. Þar snerti Cuomo bert mjóbak hennar og bað um að fá að kyssa hana. Ruch segist hafa ýtt ríkisstjóranum frá sér.
02.03.2021 - 16:27
Vonast eftir leyfi fyrir notkun Novavax-bóluefnis í maí
Bandaríski lyfjaframleiðandinn Novavax vonast til að fá bóluefni sitt gegn COVID-19 samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum í maí. Þetta upplýsir forstjóri fyrirtækisins, Stanley Erick. Hann segir fyrirtækið í viðræðum við lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, sem að hans sögn mun að líkindum gefa leyfið út á grundvelli niðurstaðna þriðja-fasa prófana í Bretlandi.
Cuomo kallar eftir óháðri rannsókn
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York í Bandaríkjunum, viðurkenndi í gærkvöld að hann hafi stundum verið full persónulegur í samskiptum við starfsfólk sitt. Hann ítrekaði bón sína um að óháð rannsókn verði gerð á ásökunum gegn honum um kynferðislega áreitni.
01.03.2021 - 07:05
Trump skaut á Biden og samflokksmenn í gær
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi í raun unnið forsetakosningarnar í nóvember síðastliðnum. Í ræðu sem hann hélt hjá CPAC, samtökum íhaldsmanna í Bandaríkjunum, ýjaði hann að framboði í næstu kosningum.
01.03.2021 - 05:52
Fréttaskýring
Engin lognmolla framundan hjá Joe Biden
Á fyrsta degi í embætti undirritaði Joe Biden fjölda tilskipana til að afnema ákvarðanir fyrirrennara síns, Donalds Trumps. Biden hyggst gerbreyta stefnu Bandaríkjastjórnar bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Demókratar ráða báðum deildum þingsins, en það getur samt reynst þrautin þyngri að hrinda stefnumálum í framkvæmd og uppfylla loforð úr kosningabaráttunni.
Önnur kona sakar Cuomo um kynferðislega áreitni
Charlotte Bennett kom fram í bandarískum fjölmiðlum í gær og greindi frá kynferðislegri áreitni Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, í hennar garð. Bennett var aðstoðarkona Cuomos. Hún segir hann hafa áreitt sig í fyrravor.
28.02.2021 - 04:18
Hundar Lady Gaga komnir heim
Frönsku bolabítarnir tveir sem rænt var af aðstoðarmanni tónlistarkonunnar Lady Gaga í fyrradag eru komnir aftur í hendur eiganda síns. Þeim Koji og Gustav var komið á lögreglustöð í Los Angeles borg af konu sem virtist ekkert vera tengd ræningjunum.
Árásin skýr skilaboð frá Biden
Joe Biden sagði blaðamönnum vestanhafs í gær að loftárásir Bandaríkjahers í Sýrlandi á fimmtudagskvöld ættu að vera Írönum víti til varnaðar. Árásirnar voru gerðar á vígahreyfingar sem studdar eru af stjórnvöldum í Teheran.
27.02.2021 - 03:01
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
Borgarstjóri krefst rannsóknar á ríkisstjóra
Bill de Blasio, borgarstjóri New York, bættist í hóp þeirra sem krefjast ítarlegrar rannsóknar á ásökunum í garð ríkisstjórans Andrew Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan, fyrrverandi aðstoðarkona Cuomos, sakar hann um fjölda brota á meðan hún vann fyrir hann frá árinu 2015 til 2018.
26.02.2021 - 07:02
Fyrrverandi landsliðsþjálfari fyrirfór sér eftir kærur
John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum, fyrirfór sér í gær. Lík hans fannst nokkrum klukkustundum eftir að hann var kærður fyrir mansal og kynferðisbrot.
26.02.2021 - 06:26
Biden minnti Salman konung á mikilvægi mannréttinda
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði áherslu á mikilvægi mannréttinda og laga og reglu í samtali sínu við Salman konung Sádi Arabíu í gær. Að sögn sádiarabískra fjölmiðla undirstrikuðu leiðtogarnir öflugt samband ríkjanna og samstöðu í baráttunni gegn vígahreyfingum sem njóta stuðnings íranskra stjórnvalda.
26.02.2021 - 04:48
Bandaríkjaher gerir loftárás í Sýrlandi
Bandaríkjaher gerði í kvöld loftárás á mannvirki í Sýrlandi sem vígamenn eru sagðir nota sem bækistöðvar sínar. Vígahreyfingin er sögð njóta stuðnings íranskra stjórnvalda.
26.02.2021 - 01:25
Nýtt veiruafbrigði veldur áhyggjum í New York
Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa áhyggjur af enn einu afbrigði kórónuveirunnar sem breiðist hratt úr í borginni. Tveir hópar vísindamanna hafa rannsakað það. Þeir óttast að þau bóluefni sem notuð eru gegn veirunni veiti minni vörn gegn þessu nýja afbrigði en þeim sem áður eru komin fram.
Forseti Hondúras segir ásakanir skaða samstarf
Juan Orlando Hernandez, forseti Hondúras, varar bandarísk yfirvöld við því að trúa ásökunum um stuðning hans við eiturlyfjagengi. Þetta sagði hann á þjóðþingi Hondúras í gær. Hann segir það geta skaðað samstarf ríkjanna í baráttunni við gengin.
Eldaði hjarta nágranna handa fórnarlömbum sínum
Bandaríkjamaður sem sakaður er um þrefalt morð er sagður hafa eldað hjarta eins fórnarlamba sinna og gefið hinum tveimur að borða áður en hann réðist á þau. Þetta kom fram í fjölmiðlum vestanhafs í gær.
25.02.2021 - 06:27