Færslur: Bandaríkin

Þetta helst
Þungunarrofsdómurinn sem gæti breytt heimsmyndinni
Rétturinn til þungunarrofs er ekki lengur varinn í stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að nýr Hæstiréttur ógilti rúmlega fimmtíu ára gamlan dóm á jónsmessunni, Roe gegn Wade. Þessi 350 milljóna þjóð fékk þarna enn einn fleyginn á milli sín. Fólk ýmist grætur af gleði eða sorg, yfir því að réttur kvenna til að hafa vald yfir eigin líkama vegur ekki lengur eins þungt og réttur fósturs til þroska.
28.06.2022 - 14:40
Meirihluti óánægður með úrskurð hæstaréttar
Meirihluti Bandaríkjamanna er óánægður með þá ákvörðun hæstaréttar að fella úr gildi fyrri úrskurð dómstólsins um rétt kvenna til þungunarrofs, og færa þannig lögsögu þar að lútandi alfarið til einstakra ríkja á ný. 59 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun fyrirtækisins YouGov fyrir CBS-fréttastöðina sögðust ósátt við úrskurðinn en 41 prósent sagðist sátt.
46 lík fundust í aftanívagni flutningabíls í Texas
Borgaryfirvöld í San Antonio í Texas greindi frá því á mánudagskvöld að 46 lík hefðu fundist í aftanívagni flutningabíls í borginni. Borgarfulltrúinn Adriana Rocha Garcia sagðist á fréttafundi hafa verið upplýst um þetta af lögreglu. Sextán til viðbótar voru innilokuð í flutningarými trukksins og var þeim komið undir læknis hendur á sjúkrahúsum í borginni. Talið er að fólkið hafi verið ólöglegir innflytjendur.
28.06.2022 - 03:10
Fjöldamótmæli vegna úrskurðar hæstaréttar halda áfram
Mótmæli vegna ógildingar hæstaréttar á tímamótadómi sem tryggði bandarískum konum rétt til að ráða eigin líkama fyrir tæpri hálfri öld héldu áfram víðs vegar um Bandaríkin í gær. Búist er við að þeim verði fram haldið í dag.
Bandaríkin
Þegar búið að banna þungunarrof í sjö ríkjum
Að minnsta kosti sjö ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til þungunarrofs.
Sjónvarpsfrétt
Óttast að gögn um blæðingar verði notuð gegn konum
Nokkuð er um að konur í Bandaríkjunum séu hvattar til að eyða blæðingasmáforritum og gæta betur að stafrænu fótspori sínu á internetinu, eftir ákvörðun hæstaréttar í gær. Hætta sé á því að upplýsingum um tíðahring þeirra og kynheilsu sé safnað og þær notaðar gegn þeim.
Kalifornía styrkir rétt kvenna til þungunarrofs
Allmörg ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til að ráða eigin líkama og þar með rétt þeirra til þungunarrofs. Í Kaliforníu hafa stjórnvöld brugðist við úrskurði hæstaréttar með því að stíga skref í hina áttina og styrkja rétt kvenna til þungunarrofs enn frekar með lagasetningu og fjárveitingu.
Einn dómara vill líka endurskoða samkynja hjónabönd
Fleiri réttindi en rétturinn til þungunarrofs gætu verið í hættu eftir að meirihluti hæstaréttar Bandaríkjanna birti úrskurð sinn í máli þar sem kveðið er á um að fordæmisgefandi niðurstaða í máli Roe gegn Wade frá því fyrir hálfri öld skyldi felld úr gildi.
Niðurstaða Roe gegn Wade afleiðing valdatíðar Trumps
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli Roe gegn Wade hafi strax áhrif. Með úrskurðinum verður þungunarrof þegar ólöglegt víða um landið.
24.06.2022 - 15:56
Hæstiréttur Bandaríkjanna
Bannað að banna fólki að bera byssur á almannafæri
Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að rúmlega aldargömul löggjöf í New York-ríki, sem takmarkar heimildir fólks til að bera skotvopn á almannafæri, stangist á við annan viðauka stjórnarskrárinnar. Úrskurðurinn setur svipaða löggjöf í öðrum ríkjum Bandaríkjanna í uppnám og er mikið högg fyrir þau öfl sem vinna að því að draga úr byssuofbeldi þar í landi.
Sex fórust í þyrluslysi í Vestur-Virginíu
Sex manns fórust þegar þyrla hrapaði í sunnanverðri Vestur Virginíu í Bandaríkjunum á miðvikudag. Greint er frá þessu í fjölmiðlum vestra. Haft er eftir Sonyu Porter, starfandi framkvæmdastjóra almannavarna í Logan-sýslu, þar sem þyrlan hrapaði, að sex hafi verið um borð og enginn komist lífs af.
23.06.2022 - 03:02
Yfirmaður skólalögreglu í Uvalde látinn fara
Yfirmaður skólalögreglu í Uvalde-skólaumdæmi í Texas, sem bar ábyrgð á löggæslu og viðbrögðum lögreglu við mannskæðri árás á grunnskóla í bænum í maí, hefur verið leystur frá störfum. Yfirstjórn lögreglunnar greindi frá þessu í gær, miðvikudag, daginn eftir að yfirmaður almannavarna í Texas sagði viðbrögð lögreglu hafa verið kolröng og sakaði yfirmann lögregluliðsins, Pete Arrendo, um að hafa metið líf lögreglumannanna meira en barnanna sem þeir áttu að vernda.
Sjónvarpsfrétt
Þora varla út úr húsi eftir ásakanir Trumps og Giuliani
Mæðgur sem störfuðu við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2020 segjast varla hafa getað farið út úr húsi eftir að Donald Trump þáverandi forseti og lögmaður hans nafngreindi þær og sakaði þær um kosningasvindl. Þetta kom fram í fjórðu vitnaleiðslum þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum sjötta janúar í fyrra.
22.06.2022 - 22:18
Hótuðu þeim sem neituðu að brjóta gegn stjórnarskránni
Embættismenn og starfsmenn kosningayfirvalda í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna báru í gær vitni fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur árásina á þinghúsið hinn 6. janúar 2021 til skoðunar. Þeir lýstu því hvernig Donald Trump, þáverandi forseti, og nánir samstarfsmenn hans og fylgjendur hafi þrýst á þá um að snúa úrslitum kosninganna Trump í vil um nokkurra vikna skeið í aðdraganda atburðanna við þinghúsið og hótuðu þeim öllu illu þegar þau fóru ekki að vilja þeirra.
Bayer mistókst að stöðva málsóknir vegna Roundup
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu efnaframleiðandans Bayer um að ógilda dóm sem gerir fyrirtækinu að greiða krabbameinssjúklingi milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur. Hefði dómstóllinn dæmt Bayer í hag, hefði það þýtt að þúsundir málsókna á hendur fyrirtækinu vegna illgresiseyðisins Roundup væru runnar út í sandinn.
Bandaríkin banna jarðsprengjur á nýjan leik
Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt um nærri algjört bann við notkun og framleiðslu jarðsprengja. Eina undanþágan nær til aðgerða Bandaríkjahers á landamærum Suður- og Norður-Kóreu.
21.06.2022 - 15:05
Uvalde
Þungvopnuð lögregla tvístígandi í 58 mínútur
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa birt fyrstu myndirnar sem sýna lögreglumenn athafna sig inni í grunnskólanum í Uvalde í Texas, á meðan byssumaður gekk þar laus. Þær sýna að lögregla var komin inn í skólann fyrr en talið var og bar öflugri vopn en greint hafði verið frá, þar á meðal riffla og óeirðaskildi.
Segja Trump hafa þrýst á Pence að brjóta lög
Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, þrýsti á þáverandi varaforseta landsins, Mike Pence, að brjóta lög í kjölfar kosninga í landinu árið 2020. Trump hafi með ólögmætum hætti reynt að fá Pence til þess að ógilda niðurstöðu kosninganna.
Sjónvarpsfrétt
Minnka vörur og selja á sama eða hærra verði
Hækkandi matarverð hefur áhrif á heimilishald í Bandaríkjunum eins og víða um heim. Æ algengara er að framleiðendur þar minnki magn vöru en selji á sama verði - eða jafnvel á hærra verði en áður.  
15.06.2022 - 20:59
Bandaríkin: Mesta hækkun stýrivaxta í 30 ár
Seðlabanki Bandaríkjanna, Federal Reserve Bank, tilkynnti í dag um mestu hækkun stýrivaxta í tæp þrjátíu ár, um 0,75 prósentustig. Ekki síðan í nóvember 1994, hefur bankinn hækkað vextina svo skarpt.
Fresta vitnaleiðslum vegna árásarinnar á þinghúsið
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem fer í saumana á árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021, aðdraganda hennar og eftirmála, frestaði í gærkvöld þriðju, opinberu vitnaleiðslunni í málinu, sem fara átti fram í dag, miðvikudag. Þingkonan Zoe Lofgren, sem á sæti í nefndinni, greindi frá þessu í viðtali við bandarísku fréttastöðina MSNBC.
Enn ríkir neyðarástand í Yellowstone
Neyðarástand ríkir enn í Yellowstoneþjóðgarðinum í norðvestanverðum Bandaríkjunum, þar sem úrhellisrigning hefur valdið miklum vatnavöxtum, flóðum og skriðum síðustu daga. Garðinum var lokað í fyrradag vegna hamfaranna. Er það í fyrsta skipti í 34 ár sem öllum garðinum er lokað vegna náttúruvár, en 1988 var honum lokað vegna þurrka og skógarelda.
15.06.2022 - 02:36
Túrtappaskortur vestanhafs
Mikill túrtappaskortur ríkir nú í Bandaríkjunum. Er þetta enn ein varan sem tæmist úr hillum stórverslana vestanhafs vegna hökts í aðfangakeðjum, sem innrás Rússa í Úkraínu hefur meðal annars valdið. 
14.06.2022 - 23:04
Sjónvarpsfrétt
Söngkonan Lizzo breytir niðrandi lagatexta
Aðdáendur bandarísku söngkonunnar Lizzo fagna því að hún hafi tekið vel í gagnrýni og breytt texta í nýútkomnu lagi sem þótti niðrandi.
14.06.2022 - 22:20
Bandaríkin
Þurrkar og eldar í suðri en úrhelli og flóð í norðri
Miklir hitar og þurrkar geisa víða í suðvesturríkjum Bandaríkjanna, sem eykur mjög hættu á gróðureldum. Á sama tíma veldur úrhellisrigning miklum flóðum í Yellowstone-þjóðgarðinum í norðvestri og hefur honum verið lokað.
14.06.2022 - 04:22