Færslur: Bandaríkin

Víkur úr Hvíta húsinu en viðurkennir varla ósigur
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagðist í kvöld munu víkja úr embætti og yfirgefa Hvíta húsið á tilsettum tíma, fari svo að meirihluti kjörmanna greiði Biden atkvæði sitt þegar þeir koma saman hinn 14. desember. Þar með sé þó ekki sagt að hann muni nokkru sinni viðurkenna ósigur, þar sem brögð hafi verið í tafli.
Ekkert lát virðist á útbreiðslu kórónuveirufaraldursins
Alls létust 2.400 Bandaríkjamenn af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum undanfarinn sólarhring. Ekki hefur sjúkómurinn lagt fleiri í valinn á einum degi undanfarna sex mánuði.
Starfsfólk Amazon krefst margvíslegra umbóta
Starfsmenn Amazon hyggjast efna til mótmæla og verkfalla á starfstöðum fyrirtækisins víða um heim á morgun 27. nóvember. Starfsfólki finnst framkoma fyrirtækisins gagnvart sér óásættanleg og því hafa aðgerðirnar yfirskriftina „Látum Amazon borga“ eða „Make Amazon Pay“.
26.11.2020 - 17:25
Biden ætlar að breyta utanríkisstefnunni
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Búist er við að veruleg breyting verði á stefnu Bandaríkjanna í utanríkis- og öryggismálum þegar Joe Biden tekur við sem forseti 20. janúar.
26.11.2020 - 14:31
Trump enn með fullyrðingar um víðtækt kosningasvindl
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heldur áfram fullyrðingum sínum um víðtækt og umfangsmikið kosningasvindl í nýafstöðnum forsetakosningum, þar sem hann tapaði fyrir Joe Biden.
Bandaríkin
Yfir 2.400 dauðsföll og nær 200.000 ný COVID-19 smit
Ríflega 2.400 manns dóu úr COVID-19 í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn, samkvæmt gögnum Johns Hopkins-háskólans í Baltimore. Svo mörg hafa ekki fallið í valinn af þessum sökum vestra um hálfs árs skeið, segir í frétt AFP. Þá greindust nær 200.000 ný smit í landinu og eru þau orðin nær 12,8 milljónir talsins. Þessi mikli fjöldi nýsmita vekur enn meiri áhyggjur heilbrigðisyfirvalda nú en endranær, þar sem þakkargjörðarhátíðin fer í hönd og milljónir Bandaríkjamanna á faraldsfæti.
26.11.2020 - 04:04
Donald Trump náðar Michael Flynn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að náða Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn hefur viðurkennt að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, við rannsókn á samskiptum sínum við Rússa í aðdraganda forsetakosninga 2016.
Skráð COVID-19 tilfelli komin yfir 60 milljónir
Yfir 60 milljón kórónuveirutilfelli hafa greinst á heimsvísu samkvæmt samantekt AFP fréttastofunnar.
Spegillinn
Breytingar á utanríkisstefnu þegar Biden tekur við
Búist er við að veruleg breyting verði á stefnu Bandaríkjanna í utanríkis- og öryggismálum þegar Joe Biden tekur við sem forseti 20. janúar. Biden hefur tilkynnt um val nokkurra lykilráðherra. Utanríkisráðherraefni hans, Antony Blinken, er alþjóðsinni, eindreginn stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins og segir að Bandaríkjamenn geti ekki leyst öll heimsins vandamál einir, þeir verði að vinna með bandamönnum sínum.
25.11.2020 - 18:15
Forseti Kína sendi Biden heillaóskir
Xi Jinping, forseti Kína, sendi í dag Joe Biden heillaóskir fyrir að hafa sigrað í bandarísku forsetakosningunum 3. nóvember. Að sögn kínverskra ríkisfjölmiðla kvaðst forsetinn vonast til þess að Kína né Bandaríkin ættu eftir að sneiða hjá árekstrum og ágreiningi, sýna hvort öðru virðingu og samvinnu sem yrði báðum til hagsbóta og leiddi til friðar og hagsældar.
Biden með ríflega 80 milljónir atkvæða
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fékk meira en 80 milljón atkvæði í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í þessum mánuði eða fleiri en nokkur annar hefur fengið í forsetakosningum vestanhafs. 
Innflutningur sjávarafurða til Bandaríkjanna í hættu
Breytingar á bandarískum innflutningsreglum um meðafla sjávarspendýra gætu leitt til banns á innflutningi íslenskra sjávarafurða. Reglurnar banna innflutning á afurðum þar sem sjávarspendýr veiðast sem meðafli yfir ákveðnu marki.
24.11.2020 - 22:51
Þarf ekki að svara fyrir banaslys vegna friðhelgi
Eiginkona bandarísks diplómata í Bretlandi, sem varð völd að dauða pilts í bílslysi, þarf ekki að svara til saka eftir að dómstóll úrskurðaði í dag að hún hefði notið friðhelgi þegar slysið varð. Málið kom af stað milliríkjadeilu.
24.11.2020 - 22:20
Biden og Harris sigruðu í Pennsylvaníu
Tom Wolf, ríkisstjóri í Pennsylvaníu, staðfesti síðdegis með formlegum hætti að Joe Biden og Kamala Harris hefðu sigrað Donald Trump og Mike Pence í forsetakosningunum 3. nóvember. Lögfræðiteymi Trumps hefur barist ötullega fyrir því að fá niðurstöðunni hnekkt í ríkinu, en hafði ekki erindi sem erfiði.
Trump lúffar og leyfir Biden að undirbúa valdaskiptin
Alríkisstofnun sem annast innsetningu nýs forseta (GSA) hefur staðfest að Joe Biden geti hafið undirbúning forsetaskiptanna. Donald Trump forseti virðist þar með hafa leyft hinu formlega ferli að hefjast.
Sigur í Michigan og Biden farinn að velja í ríkisstjórn
Kjörstjórn í Michigan staðfesti í kvöld sigur Joes Biden í ríkinu í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Biden var lýstur sigurvegari í Michigan og fékk þá 16 kjörmenn sem þar eru undir, en enn var beðið eftir endanlegri staðfestingu sem barst loks í kvöld. Biden fékk 156 þúsund atkvæðum meira en Donald Trump í ríkinu.
Bóluefni AstraZeneca með 62-90 prósenta virkni
Bóluefni við kórónuveirunni, sem vísindamenn við Oxfordháskóla hafa unnið að í samvinnu við AstraZeneca lyfjafyrirtækið, gefur að meðaltali sjötíu prósenta virkni gegn veirunni. Bóluefnið er eitt þeirra sem Ísland fær.
Talið að Blinken verði utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Fullyrt er að Joe Biden ætlai að tilnefna Antony Blinken sem utanríkisráðherra sinn. Blinken er 58 ára lögfræðingur frá New York og hefur lengi verið handgenginn Biden.
23.11.2020 - 03:01
Munir tengdir Dylan seldust fyrir hálfa milljón dala
Munir tengdir tónlistarmanninum og ljóðskáldinu Bob Dylan seldust fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala á uppboði fyrir skemmstu. Hlutirnir voru úr dánarbúi tónlistarmannsins og vinar Dylans Tony Glover sem lést á síðasta ári.
23.11.2020 - 01:47
Powell vikið úr lögfræðingateymi forsetans
Rudy Giuliani lögfræðingur Donalds Trump tilkynnti fyrr í dag að Sidney Powell væri ekki lengur hluti af lögfræðilegum starfshópi forsetans.
Bandamaður Trumps hvetur til viðurkenningar úrslita
Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey og mikill stuðningsmaður Donalds Trump hvetur forsetann til að láta af tilraunum sínum til að snúa niðurstöðu kosninganna við.
Fyrstu ráðherrar Bidens nafngreindir í næstu viku
Að sögn Rons Klain starfsmannastjóra Joes Biden greinir hann frá nöfnum þeirra fyrstu sem hann velur í ríkisstjórn sína næstkomandi þriðjudag.
Viðbrögð Trumps gætu orðið öðrum leiðtogum fordæmi
Stjórnmála- og fræðimenn víða um lönd óttast að þvermóðska Donalds Trump við að viðurkenna ósigur sinn verði vatn á myllu valdhafa í ríkjum þar sem lýðræði er fallvalt.
Leyfa einstofna mótefnameðferð gegn COVID-19
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið neyðarleyfi til að beita svokallaðri einstofna mótefnameðferð gegn COVID-19.
Kröfu lögmanna Trumps vísað frá í Pennsylvaníu
Dómari við umdæmisrétt í Pennsylvaníu-ríki vísaði í dag á bug kröfu lögmanna Donalds Trump um að ógilda bæri sjö milljónir póstatkvæða í ríkinu.