Færslur: Bandaríkin

Fréttaskýring
Harðar deilur um Úkraínu
Óttast er að átök kunni að brjótast út á milli Rússa og Úkraínumanna. Um 130 þúsund rússneskir hermenn hafa verið sendir að landamærum Úkraínu. Rússar hafa sett fram kröfur um að Úkraína gangi aldrei í Atlanthafsbandalagið og vilja lagalega bindandi skriflega yfirlýsingu. Fundir ráðamanna Rússlands og vestrænna ríkja hafa engum árangri skilað. Spennan er slíkt að sumir óttast að átök geti hafist fyrir slysni. Bogi Ágústsson fjallaði um Úkraínudeiluna í Heimskviðum.
NATÓ eflir varnir í Austur-Evrópu
Herlið nokkurra Atlantshafsbandalagsríkja er í viðbragðsstöðu vegna ástandsins á landamærum Úkraínu. Nokkur ríki hafa sent herskip og orrustuþotur til Austur-Evrópuríkja til að styrkja varnir þeirra. Rússar saka NATÓ og Bandaríkin um að auka á spennuna í Evrópu með yfirlýsingum sínum.
Assange fær að áfrýja framsalskröfu Bandaríkjanna
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, fékk í morgun leyfi til að áfrýja til hæstaréttar Bretlands þeirri ákvörðun yfirdómstóls að heimilt sé að framselja hann til Bandaríkjanna. Áður hafði undirréttur komist að þeirri niðurstöðu að óforsvaranlegt væri að framselja hann til Bandaríkjanna vegna bágrar andlegrar heilsu og sjálfsvígshættu.
Nokkur þúsund mótmæltu skyldubólusetningu í Washington
Nokkur þúsund manns alstaðar að frá Bandaríkjunum svöruðu kalli bólusetningarandstæðinga og tóku þátt í mótmælum í höfuðborginni Washington á sunnudag, gegn skyldubólusetningu hvers konar.
Ákveðið í dag hvort Assange fær að áfrýja
Julian Assange, stofnandi Wikileks, kemst að því í dag hvort hann fái að áfrýja til hæstaréttar þeirri ákvörðun yfirdómstóls í Bretlandi að heimilt sé að framselja hann til Bandaríkjanna. Assange hefur setið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum frá 2019 við illan kost, vegna kröfu Bandaríkjamanna um framsal hans, þrátt fyrir að hafa þegar setið af sér dóm sem hann fékk fyrir að hafa brotið skilyrði um reynslulausn á sínum tíma.
Kalla sendiráðsfólk heim og vara við ferðum til Úkraínu
Bandarísk stjórnvöld hafa fyrirskipað brottflutning á fjölskyldum starfsfólks í sendiráði Bandaríkjanna í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Jafnframt hefur því starfsfólki sendiráðsins sem ekki sinnir kjarnastarfsemi þess verið boðið að halda heim. Þá hvetur bandaríska utanríkisráðuneytið alla bandaríska ríkisborgara sem eru í Úkraínu til þess að yfirgefa landið, þar sem ekki sé hægt að tryggja öryggi þeirra í ljósi aðstæðna.
24.01.2022 - 03:42
Mikill og „stórfurðulegur“ skógareldur í Kaliforníu
Mikill og ákafur skógareldur geisar í Monterey-sýslu á miðri Kaliforníuströnd, sem þykir afar óvenjulegt á þeim slóðum á þessum árstíma. Eldurinn kviknaði á föstudagskvöld og hefur þegar sviðið yfir 600 hektara lands. Loka þurfti þjóðvegi 1 meðfram ströndinni og fjölda fólks hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól.
23.01.2022 - 01:30
Sjónvarpsfrétt
„Eins og á hengiflugi ótta og hryllings“
Hernaðarbrölt Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram og í dag sendu Bandaríkjamenn hátt í 100 tonn af hergögnum til Úkraínu í dag. Þetta er eins og að vera á hengiflugi ótta og hryllings, segir maður sem býr í norð-austurhluta Úkraínu.
22.01.2022 - 20:10
Lagt var til að Trump legði hald á kosningavélar
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fékk til skoðunar uppkast að forsetatilskipun þar sem varnarmálaráðherra hans var veitt heimild til að gera kosningavélar og kjörgögn frá forsetakosningunum í nóvember 2020 upptæk.
22.01.2022 - 07:35
Skildi eftir sig játningu á morðinu á Gabby Petito
Unnusti bandaríska bloggarans Gabrielu Petito, sem var myrt í fyrra haust, mun hafa játað á sig morðið. Þetta upplýsir bandaríska alríkisrlögreglan FBI, sem segir skrifleg játning hafi fundist í fórum unnustans, Brians Laundrie, eftir að hann fyrirfór sér.
22.01.2022 - 03:35
Kosningastarfsfólki hótað í gríð og erg
Bandaríska dómsmálaráðuneytinu hafa borist rúmlega 850 tilkynningar um hótanir í garð kosningastarfsfólks síðasta hálfa árið. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá ráðuneytinu í dag.
21.01.2022 - 22:38
Vilja herlið NATÓ á brott frá nokkrum löndum
Rússar fara fram á að herlið Atlantshafsbandalagsins hverfi frá nokkrum ríkjum í Evrópu, þar á meðal Búlgaríu og Rúmeníu. Úkraínudeilan var eina málið á dagskrá fundar utanríkisráðherra Rússlands og Bandaríkjanna í Genf í Sviss í dag.
21.01.2022 - 12:43
Meat Loaf er látinn
Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Meat Loaf er látinn 74 ára að aldri. Hann hét Michael Lee Aday en náði miklum vinsældum undir listamannsnafninu Meat Loaf á níunda og tíunda áratugnum. Hans vinsælasta plata Bat out of hell hefur selst í yfir 43 milljónum eintaka.
21.01.2022 - 08:09
Farþegaþotu snúið við vegna grímulauss mótþróaseggs
Farþegaþotu bandaríska flugfélagsins American Airlines var snúið við á miðri leið frá Bandaríkjunum til Bretlands í gær þar sem farþegi um borð neitaði að setja upp andlitsgrímu. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að þotu félagsins, sem var á leið frá Miami á Flórída til Lundúna, hafi verið „snúið við og flogið aftur til Miami vegna uppivöðslusams farþega sem neitaði að fara eftir alríkislögum um grímuskyldu.“
Heita samstilltum viðbrögðum við yfirgangi Rússa
Bandaríkin og bandamenn þeirra í Vestur-Evrópu leggja sig fram um að sannfæra umheiminn - en þó einkum Rússa - um að á meðal þeirra ríki algjör samstaða um að mæta skuli hvers kyns innrás í Úkraínu af fyllstu hörku.
21.01.2022 - 01:21
Sjónvarpsfrétt
„Biden hefur ekki þá ímynd að vera orkumikill forseti“
Joe Biden Bandaríkjaforseti er með óvinsælli forsetum sögunnar eftir ár í embætti en segist hafa afrekað meira en búast hefði mátt við. Friðjón Friðjónsson almannatenginn, sem fylgist vel með bandarískum stjórnmálum segir valdatíð Bidens verða erfiða, rétt eins og þetta ár sem nú er liðið síðan hann tók við embættinu. 
20.01.2022 - 18:02
Viss um yfirvofandi innrás Rússa og hótar afleiðingum
Bandaríkjaforseti lofar að innrás Rússa í Úkraínu yrði svarað af fullum krafti af aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Rússar segja yfirlýsingar hans til þess fallnar að breiða yfir hernaðaruppbyggingu bandalagsins í Austur-Evrópu.
20.01.2022 - 12:36
Bandaríkjaþing
Gerðu Biden afturreka með breytingar á kosningalögum
Joe Biden Bandaríkjaforseta og Demókrataflokknum tókst ekki að koma tveimur frumvörpum að gagngerum breytingum á kosningalöggjöf landsins í gegnum öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Forsetinn lýsti miklum vonbrigðum með niðurstöðuna en hét því að halda baráttunni áfram.
20.01.2022 - 06:16
Rannsóknarnefnd fær gögnin sem Trump vill leyna
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að dómstóllinn sneri við úrskurði alríkisdómstóls um aðgengi rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings að gögnum úr skjalasafni Hvíta hússins.
Kveðst hafa sannanir fyrir blekkingum fyrirtækis Trumps
Ríkissaksóknari í New York hefur tilkynnt dómsmálayfirvöldum að rannsókn hafi leitt í ljós sannanir fyrir því að Trump Organization, fyrirtæki Donald Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafi árum saman ofmetið verðmælti fasteigna við lántökur en tilgreint mun lægra verðmæti í skattskýrslum og þannig komist upp með að greiða lægri skatta.
Deilt um hvort 5G bylgjur trufli flugvélar
Nokkur flugfélög hafa fellt niður ferðir til bandarískra borga vegna hættu á að 5G fjarskiptamöstur trufli hæðarmæla í ákveðnum flugvélum. Skiptar skoðanir eru um hversu stór vandinn er í raun og veru.
Grammy-hátíðin haldin í Las Vegas í apríl
Grammy-verðlaunahátíðinni bandarísku, sem halda átti í Los Angeles 31. þessa mánaðar, verður haldin í Las Vegas 3. apríl, gangi áætlanir eftir. Fyrr í þessum mánuði tilkynntu aðstandendur hátíðarinnar, samtök bandarískra tónlistarframleiðenda og CBS-sjónvarpsstöðin, að hátíðinni hefði verið frestað um óákveðinn tíma vegna hraðrar og mikillar útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar vestra.
19.01.2022 - 04:50
Giuliani stefnt fyrir rannsóknarnefnd þingsins
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem rannsakar árás þúsunda stuðningsmanna Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið í janúar 2021, aðdraganda hennar og eftirmála, hefur stefnt nokkrum nánustu ráðgjöfum Trumps fyrir nefndina. Þeirra á meðal er Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York og persónulegur lögmaður forsetans fyrrverandi.
Blinken og Lavrov ræðast við í Genf á föstudag
Þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, munu hittast á fundi í Genf í Sviss á föstudag til að ræða Úkraínudeiluna. Ónefndur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu greindi fréttamönnum frá þessu í gær, skömmu eftir að Rússar útilokuðu frekari fundarhöld með vesturveldunum í bráð.
19.01.2022 - 02:51
Vilja annan fund í Öryggisráðinu vegna Norður Kóreu
Bandaríkjastjórn fer fram á að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til fundar sem fyrst til að ræða stöðu mála í Norður-Kóreu og eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna upp á síðkastið. Bretar, Frakkar, Mexíkóar og Albanir taka undir þessa beiðni Bandaríkjamanna.