Færslur: austurland

Myndband
Grímsá flæddi yfir stíflugarð af miklum krafti
Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi undanfarið og í gær streymdi Grímsá í Skriðdal af miklum krafti yfir stíflugarð Grímsárvirkjunar. Mikill ís var í ánni sem reif með sér handrið stíflugarðsins og skemmdi stiga.
13.03.2022 - 11:11
Skriður féllu á vegi fyrir austan
Vegurinn um Vattarnesskriður, milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, er ófær vegna skriðufalla. Skriður féllu á veginn í morgun en töluvert hefur rignt fyrir austan. Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðaustur- og Austurlandi og búist við talsverðri eða mikilli rigningu þar þangað til í fyrramálið.
11.03.2022 - 20:10
Myndskeið
Hafnar manndrápstilraun og ber fyrir sig minnisleysi
Karlmaður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir skotárás á Egilsstöðum í fyrra játaði brot sín að hluta í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Hann neitar sök um tilraun til manndráps. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram.
24.02.2022 - 14:13
Réttarhöld hafin yfir byssumanni á Egilsstöðum
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni sem er ákærður fyrir skotárás á Egilsstöðum í lok ágúst í fyrra hófst í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Maðurinn mætti fyrir dóminn í morgun.
24.02.2022 - 11:13
Landinn
Hljóðgildrur úr íslenskri ull
„Ég fékk þessa hugmynd á námskeiði sem ég fór eiginlega á fyrir misskilning. Þetta var „Beint frá býli" námskeið og var eiginlega ætlast til að menn kæmu með framleiðsluvöru og fengju aðstoð með hana. Ég mætti hinsvegar bara beint af mölinni og vissi ekki almennilega hvað ég var að fara að gera," segir Jens Einarsson, tónlistarmaður, sem hefur dundað sér við að hanna og smíða hljóðgildrur úr íslensku hráefni.
31.01.2022 - 09:01
Gat á laxakví hjá fyrirtæki þar sem blóðþorri greindist
Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar hvort eldislaxar hafi sloppið úr sjókví Laxa Fiskeldis við Vattarnes í Reyðarfirði en gat fannst á nótarpoka einnar sjókvíarinnar í dag. Veira sem veldur sjúkdómnum blóðþorra greindist í fyrsta sinn hér á landi í löxum hjá þessu sama fiskeldisfyrirtæki í nóvember í fyrra.
21.01.2022 - 00:01
Rafmagnstruflanir á Austurlandi
Rafmagn fór af í Neskaupstað og á Eskifirði í kvöld um klukkan hálf átta vegna bilunar hjá Landsneti. Samkvæmt tilkynningu frá Rarik er unnið að viðgerðum.
18.12.2021 - 20:14
Vonar að smit komi ekki í veg fyrir litlu jólin
Covid-19 smitum hefur fjölgað mikið á Austurlandi síðustu daga, sérstaklega í Fjarðabyggð. Skólanum í Reyðarfirði var lokað á hádegi í gær og allir hvattir til að fara í sýnatöku vegna fjölda smita. Aðstoðarskólastjórinn vonar að fljótt takist að stöðva útbreiðslu smita svo starfsmenn og nemendur geti haldið litlu jólin saman.
10.12.2021 - 08:18
Skólastarf raskast vegna fjölda smita á Austurlandi
Fjórir greindust smitaðir af COVID-19 á Austurlandi í morgun, á Egilsstöðum og á Fáskrúðsfirði. Það verður lokað á Leikskólanum Tjarnalandi á Egilsstöðum á morgun, að frátaldri einni deild ,og hafa börn, foreldrar og starfsfólk öll verið hvött til þess að skrá sig í sýnatöku. Óvenju mörg smit hafa greinst í umdæminu og dreifast þau um nokkuð stórt landsvæði, er fram kemur í tilkynningu Lögreglunnar á Austurlandi.
Takmörkun heimsókna á sjúkrahúsið í Neskaupstað
Ákveðið hefur verið að takmarka heimsóknir á Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað og hjúkrunarheimili eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni þar. Allir starfsmenn sem voru við vinnu síðastliðna daga voru skimaðir í dag.
21.11.2021 - 02:14
Vopnalagabrot á Austurlandi til rannsóknar lögreglu
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hótanir með skotvopni gegn fólki sem dvaldi í sumarhúsahverfi utan við Egilsstaði síðastliðna nótt. Grunur leikur á að þrjár rjúpnaskyttur sem gistu í nálægum bústað eigi hlut að máli.
Þægilegra fyrir íbúa að geta séð hvað gerist í hlíðinni
Enn er skriðuhætta á Seyðisfirði og hreyfingar mælast í hryggnum ofan Búðarár. Íbúar eru hvattir til varkárni við Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Yfirlögregluþjónn segir unnið að því að lýsa upp hlíðina, það minnki ónot íbúa að hafa yfirsýn.
23.10.2021 - 18:50
250 í sóttkví á Austurlandi en engin ný smit
Alls eru um 250 manns í sóttkví á Austurlandi flestir í tengslum við smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar og leikskólanum Lyngholti. Skólahald á Reyðarfirði hefur legið niðri síðan í síðustu viku og skólarnir verða ekki opnaðir fyrr en á fimmtudag.
21.09.2021 - 07:41
Öll sýnin neikvæð á Reyðarfirði
Enginn þeirra fjörutíu sem fóru í sýnatöku á Reyðarfirði í gær reyndist vera smitaður af kórónuveirunni. Sextán greindust smitaðir í vikunni og áfram eru rúmlega tvö hundruð í sóttkví á Austurlandi.
19.09.2021 - 14:32
Ekkert skólahald á Reyðarfirði vegna smita
Ekkert skólahald verður á Reyðarfirði næstu daga vegna kórónuveirusmita. Sextán hafa greinst með Covid í bænum og nú eru rúmlega 200 í sóttkví á Austurlandi. Í gær voru tekin 40 sýni en niðurstaða úr þeim á að liggja fyrir í síðasta lagi um klukkan tvö í dag.
19.09.2021 - 12:39
83 leikskólabörn skimuð: „Ég hélt að við myndum sleppa“
83 börn á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði verða skimuð í hádeginu í dag, og 30 starfsmenn, eftir að tvö börn á leikskólanum greindust með COVID-19. Leikskólinn er lokaður í dag, og eins Grunnskólinn á Reyðarfirði. Í gær greindust tíu smit sem rakin eru til skólanna tveggja. Lísa Lotta Björnsdóttir, leikskólastjóri á Lyngholti, vonast til þess að hægt verði að opna skólann sem fyrst.
Fá 640 milljóna króna fjárstyrk vegna aurskriðanna
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita níu stofnunum 640 milljón króna fjárstyrk til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar aurskriðanna á Seyðisfirði í desember á síðasta ári. Stærstur hluti fer í Ofanflóðasjóð, til Veðurstofunnar og Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.
14.09.2021 - 18:57
Eldur í vélarrúmi Norrænu
Engan sakaði þegar eldur kviknaði í vélarrúmi Norrænu við Seyðisfjarðarhöfn um þrjúleytið í dag. Lögregla fékk tilkynningu klukkan 15:04 og lögregla og slökkvilið fór strax á svæðið. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn.
07.09.2021 - 15:40
Hitamet slegin víða um land í ágúst
Hitamet voru slegin víða um land í ágúst, sérstaklega á austan- og norðaustanverðu landinu. Hiti fór í 29,4°C á Hallormsstað sem er mesti hiti sem mælst hefur hérlendis í ágúst. Mánuðurinn var einnig sá hlýjasti síðan mælingar hófust á Akureyri, Hveravöllum, Bolungarvík, Grímsey og Stykkishólmi. Hann var sá næsthlýjasti á Egilsstöðum og Teigarhorni.
03.09.2021 - 16:38
Tugir leita göngumanns á Strandatindi á Seyðisfirði
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa í dag leitað göngumanns á Strandatindi á Seyðisfirði og búist er við að leitinni verði haldið áfram í kvöld og nótt ef þörf krefur. Maðurinn hóf fjallgöngu og klifur frá Seyðisfirði á Strandartind í morgun. Hann var einn á ferð en félagar hans sem biðu hans á Seyðisfirði misstu símasamband við hann í dag. Þá var farið að grennslast fyrir um hann og svæðið skoðað með drónum.
02.09.2021 - 19:18
Vara við opnum eldi á Austurlandi
Almannavarnanefnd á Austurlandi hvetur íbúa og gesti í landsfjórðungnum til að kveikja ekki opinn eld vegna þurrka og hættu á gróðureldum. Í tilkynningu segir að vatnsból séu víða orðin vatnslítil.
02.09.2021 - 18:39
Fjögur smit tengd leikskólanum á Seyðisfirði
Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Seyðisfirði í tengslum við leikskóla bæjarins, en greint var frá smiti á leikskólanum í fyrradag. Töluverður fjöldi er í sóttkví í tengslum við þessi smit og er heildarfjöldi í sóttkví á Austurlandi kominn í 58 manns. Sjö manns eru nú í einangrun á svæðinu.
Smit koma seinna fram á landsbyggðinni
Enginn er á sjúkrahúsi á landsbyggðinni vegna Covid 19. Forstjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að yfirleitt séu bylgjurnar seinni af stað utan höfuðborgarsvæðisins.
26.07.2021 - 12:37
Tjaldsvæði dusta rykið af ársgömlum sóttvarnatilmælum
Forsvarsmenn tjaldsvæða landsins eru sumir farnir að dusta rykið af sóttvarnaleiðbeiningum sem stjórnvöld gáfu út í fyrra. Aðrir láta nægja að fylla á sprittið. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum batt vonir við að erlendir ferðamenn tækju við af Íslendingum í haust og vetur en segir blikur á lofti vegna bylgjunnar nú. 
21.07.2021 - 14:31
Ekki sérstakar Covid-ráðstafanir á Austurlandi
Fjöldi manns hyggst halda austur á land næstu daga, bæði vegna einmuna veðurblíðu og margvíslegra skemmtana sem fyrirhugaðar eru þar í fjórðungnum. Lögreglan segir skipuleggjendur hafa varann á sér í ljósi nýrra Covid-tilfella en verður að óbreyttu ekki með sérstakan viðbúnað vegna smita.