Færslur: austurland

Sjálfstæðismenn og Framsókn undirrita meirihlutasamning
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa undirritað meirihlutasamning í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Samningurinn var undirritaður á rafrænum fundi í dag.
Niðurstöður liggja fyrir í Múlaþingi
Niðurstöður kosninga til sveitarstjórnar og heimastjórna í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi lágu fyrir skömmu eftir miðnætti.
Sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi í dag
Sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosningar fara fram í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Fimm flokkar keppast um sæti; B-listi Framsóknarflokksins, D-listi Sjálfstæðisflokksins, L-listi Austurlistans, M-listi Miðflokksins og V-listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Gul veðurviðvörun í nótt
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á Austfjörðum, Austurlandi og Suðausturlandi í nótt. Á Austurlandi að Glettingi tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir í sólarhring. Þar er spað vestan- og norðvestan 13 til 20 metrum á sekúndu með vindhviðum við fjöll sem verða allt að 30 metrar á sekúndu.
06.09.2020 - 15:59
Tveir smitaðir um borð í Norrænu
Tveir farþega Norrænu eru smitaðir af COVID-19 kórónuveirunni, en skipið kemur á morgun í sína fyrstu ferð til Seyðisfjarðar eftir að vetraráætlunin tók gildi.
24.08.2020 - 19:30
Nokkrir farþegar fóru í búð en ekki beint í sóttkví
Nokkrir farþegar sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun fóru beina leið í kjörbúð, þrátt fyrir að slíkt sé ekki leyfilegt enda ber öllum sem koma til landsins að fara í sýnatöku, í sóttkví í fimm til sex daga og aftur í sýnatöku. Lögreglan á Austurlandi hafði afskipti af þessum örfáu farþegum Norrænu sem ekki virtust hafa áttað sig á fyllilega á hertum reglum sem tóku gildi í gær.
20.08.2020 - 15:12
Leit hætt í dag
Leit að skipverjanum sem saknað hefur verið frá því á mánudag hefur ekki borið árangur. Félagar úr Björgunarsveitinni Vopna og slysavarnafélaginu Sjöfn leituðu í dag frá Tangasporði að Sandvík og þar í sandfjörunum. Leit á sjó hefur verið frestað vegna sjógangs en leitarskilyrði verða endurskoðuð þegar líður á kvöldið. Frekari leit á landi verður ekki haldið áfram í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
21.05.2020 - 18:53
Fimm metra snjógöng í Mjóafjörð
Vegurinn inn í Mjóafjörð hefur verið opnaður. Fjóra daga tók að berjast í gegnum þykkt snjóstálið, sem var sums staðar fimm metrar á hæð og hafði safnast upp í vetur. Vegurinn hefur verið meira og minna lokaður síðan í október.
21.05.2020 - 16:10
Hlé gert á leit vegna veðurs
Leit stendur enn yfir að skipverja sem talið er að hafi farið í sjóinn af netabáti á Vopnafirði í fyrradag. Aðstæður til leitar voru góðar í morgun en versnuðu lítillega um hádegisbil vegna vinds. Hlé var gert á leit á sjó um tvöleytið en fjörur eru enn gengnar. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að fljótlega verði tekin ákvörðun um framhald leitar í dag en það ræðst af veðri.
20.05.2020 - 15:56
Myndskeið
Leitin í dag bar ekki árangur
Umfangsmikil leit að skipverja sem talið er að hafi farið í sjóinn í Vopnafirði í gær hefur engan árangur borið. Hátt í 200 manns tóku þátt í aðgerðum í dag. Snemma í morgun streymdu björgunarsveitarmenn af Austur- og Norðausturlandi til Vopnafjarðar. Aðstæður til leitar voru góðar og bjart veður. Leitarmenn voru um 140 og þeim skipt í 45 leitarhópa sem dreifðu sér um strandlengjuna.
19.05.2020 - 20:24
140 björgunarsveitarmenn leita skipverjans
Hundrað og fjörutíu björgunarsveitarmenn af öllu Austurlandi leita nú að skipverja af netabáti sem kom til hafnar á Vopnafirði í gær. Leitarmenn telja sig vita hvar talið er að maðurinn hafi farið í sjóinn og miðast leitarsvæðið við allan Vopnafjörð.
19.05.2020 - 12:45
Landinn
Gastúrinn er ekki fyrir hvaða bíl sem er
„Við förum yfirleitt þegar ísar eru farnir af ánni því ís er mjög ótraustur á þessari á og íslenskur fjallajeppi þolir yfirleitt mjög illa að detta í gegnum vök. Það brotna þá yfirleitt brettakantar og þessháttar. Það er heldur ekki fyrir alla bíla að fara þetta og fyrir nýtísku dýru bílana þá eru ekki allir sem tíma að fara með þá í svona ófærur,“ segir Jón Bragason, olíubílstjóri og fjallamaður, á Höfn í Hornafirði.
26.04.2020 - 09:30
 · mannlíf · austurland · Ferðalög · Innlent
Næstum allir hafa náð fullum bata á Austurlandi
Ekkert kórónuveirusmit hefur greinst á Austurlandi í eina viku. Alls hafa átta manns greinst smitaðir í fjórðungnum síðan faraldurinn skall á, en Austurland er sá landsfjórðungur þar sem fæst smit hafa verið greind. Af þeim átta sem hafa greinst eru tveir enn í einangrun, en hinir sex hafa náð fullum bata.
Landinn
Gefur timburkeflum framhaldslíf sem sófaborð
„Það er náttúrulega bara algjör synd að láta þetta grotna niður eða farga þessu. Þetta er bara flott hráefni og verða flottar mublur þegar er búið að klappa þeim svoltið vel,“ segir Matthías Haraldsson sem dundar sér við það að pússa upp gömul kefli undan rafmagnsvírum og togvírum og búa til úr þeim sófaborð.
08.04.2020 - 08:30
Ekkert nýtt smit á Austurlandi í fjóra sólarhinga
Ekkert nýtt kórónuveirusmit hefur greinst á Austurlandi síðastliðna fjóra sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi. Von er á fyrstu niðurstöðum úr skimun á svæðinu á morgun.
Sex smit á Fljótsdalshéraði
Engin smit kórónuveiru hafa greinst á Austurlandi síðustu tvo daga. Sex staðfest smit eru á Austurlandi, öll á Fljótsdalshéraði. Enginn telst alvarlega veikur. Beðið er eftir niðurstöðum úr sýnum sem enn hefur ekki náðst að greina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Austurlandi.
31.03.2020 - 20:35
Starfsmaður Egilsstaðaskóla með staðfest smit
Starfsmaður í Egilsstaðaskóla er smitaður af COVID-19 veirunni. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri Egilsstaðaskóla sendi foreldrum í dag. Þar kemur fram að viðkomandi hafi verið við störf á frístundaheimili skólans tvisvar í viku, og að hann hafi síðast verið við störf á fimmtudaginn í síðustu viku. Fjórir starfsmenn og tveir nemendur við skólann eru nú komnir í sóttkví vegna þessa.
Starfsmaður HSA á Egilsstöðum smitaðist - 123 í sóttkví
Starfsmaður heilsugæslunnar á Egilsstöðum var sá fyrsti sem greindist með COVID-19 smit á Austurlandi. 123 manns eru í sóttkví þar, þar af 14 starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Rætt hefur verið um að loka fjórðungnum af í sóttvarnarskyni, en það er ekki talið þjóna tilgangi sínum.
Landinn
Okkar hlutverk að miðla þekkingu
„Þetta kom svona í framhaldi af Náttúrustígnum þar sem hægt er að skoða sólkerfið í réttum hlutföllum. Við lítum á það sem okkar verkefni að miðla þeirri þekkingu sem hér verður til,“ segir Sævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur hjá Náttúrstofu Suðausturlands í samtali við Landann.
12.03.2020 - 13:08
Landinn
Vildu gefa eitthvað til baka til samfélagsins
Þótt Lagarfljótið leggi auðvitað stundum hafa Héraðsbúar ekki getað gengið að því vísu að komast á skauta á veturna. En nú hefur orðið breyting þar á. 
09.03.2020 - 11:26
Landinn
Opnuðu reiðhjólaverkstæði í bílskúrnum 11 og 13 ára
„Þetta bara datt í kollinn á okkur og við ákváðum að gera það,“ segir Steinar Óskarsson, 13 ára strákur á Reyðarfirði, en hann og Bergur Kári Ásgrímsson vinur hans og frændi reka saman reiðhjólaverkstæðið BS verkstæði í bílskúr á Reyðarfirði.
03.03.2020 - 15:15
Rúma sjö tíma að koma sjúklingi yfir Fjarðarheiði
Björgunarsveitirnar Ísólfur á Seyðisfirði og Hérað á Egilsstöðum voru rúma sjö tíma að koma sjúklingi yfir ófæra Fjarðarheiði í dag. Davíð Kristinsson, varaformaður Ísólfs, segir að til allrar hamingju hafi þetta ekki verið bráðatilvik þótt vissulega hafi legið á því að sjúklingurinn kæmist undir læknishendur.
29.02.2020 - 20:48
Myndskeið
Ársgömul börn fá ekki leikskólavistun á Reyðarfirði
Á þessu ári hefur yngsti árgangurinn ekki fengið vistun í leikskólanum á Reyðarfirði. Þrjár fjölskyldur fara daglega með ársgömul börn sín á leikskóla í nærliggjandi byggðarlögum.
25.02.2020 - 13:20
Þéttar og góðar loðnutorfur suður af Papey
Börkur NK, skip Síldarvinnslunnar, sigldi fram á loðnutorfur suður af Papey, úti fyrir mynni Hamarsfjarðar, í gær. Hafrannsóknarstofnun sendi í kjölfarið tvö skip til viðbótar, Hákon EA og Polar Amaroq, til að aðstoða við að mæla torfurnar.
24.02.2020 - 12:30
Myndskeið
Segir betra að aka börnum á milli en laga sundlaugina
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill aka nemendum grunnskóla Reyðarfjarðar í sundkennslu í nærliggjandi þorp. Því mótmæla foreldrar og vilja að sundlaugin verði löguð. Bæjarstjóri hefur áhyggjur af því að tímabundin lagfæring á henni þýði að börnin haldi áfram að gleypa eitraða málningu í sundinu.
23.02.2020 - 14:59