Færslur: austurland

Gul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra fram eftir degi
Lægðin sem olli talsverðri úrkomu á norðvestanverðu landinu í gær er nú skammt norðaustur af landinu. Á meðan það lægir smám saman á vesturlandi í dag hvessir á austanverðu landinu og gengur þar í allhvassa eða hvassa vestanátt. Á Norðurlandi vestra er gul veðurviðvörun til klukkan þrjú í dag. Gul viðvörun verður fram eftir morgni á Vestfjörðum.
Ein lengsta göngubrú landsins skemmdist í óveðrinu
Ein lengsta göngubrú landsins varð illa úti í óveðrinu sem gekk yfir Austurland síðustu helgi. Brúin í Hornafirði er 95 metra löng en járnbitar undir henni löskuðust í veðrinu.
01.10.2022 - 16:20
Aldrei lent í eins miklu tjóni á bílaleigubílum
Forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segir minnst tíu bíla í þeirra eigu hafa eyðilagst í storminum sem gekk yfir landið í fyrradag. Hann segir það standa til að skoða staðsetningarbúnað í bílunum, vegna grunsemda um að ferðamenn hafi keyrt framhjá lokunarpóstum Vegagerðarinnar.
27.09.2022 - 15:44
Sjónvarpsfrétt
Stórtjón en umfangið á enn eftir að skýrast
Miklar skemmdir urðu á slökkvistöðinni á Reyðarfirði í ofsaveðri um helgina. Þá urðu skemmdir á álverinu og skemmum sem standa nærri því. Mörg hús í bænum skemmdust einnig. Talsvert tjón varð á Bragganum af stríðsminjasafninu. Flest bendir til að það sé ónýtt.
27.09.2022 - 09:38
Viðtal
Ekki vitað hvað olli rafmagnsleysi á nær hálfu landinu
Næstum helmingur landsins var án rafmagns í um tvær klukkustundir. Sums staðar varði rafmagnsleysið í þrjá tíma. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir sjaldgæft að straumur fari af svo stóru svæði. Tjón varð bæði hjá Alcoa og PCC. Ekki er vitað hvað varð til þess að rafmagnið fór af.
25.09.2022 - 18:52
Sjónvarpsfrétt
Stranglega bannað að vera fáviti á Eistnaflugi
„Það er í lagi að vera fullur, en stranglega bannað að vera fáviti,“ segja tónleikagestir á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi. Hátíðin hefur farið sístækkandi síðan hún var fyrst sett á laggirnar fyrir nærri tuttugu árum. Undanfarin ár hafa 30 til 40 bönd komið þar fram, oftar en ekki vel þekktar útlenskar þungarokkssveitir.
Tóku 30 kíló af fíkniefnum í Norrænu
Lögregla lagði hald á þrjátíu kíló af fíkniefnum í Norrænu við Seyðisfjörð í síðusta mánuði. Heimildir fréttastofu herma að um hafi verið amfetamín sem fannst í bíl í Norrænu 16. júní.
Myndskeið
Þriðjungur flotans skemmdist
Mikill viðbúnaður hefur verið á Austfjörðum alla helgina vegna hrakninga sem 25 þátttakendur í alþjóðlegri siglingakeppni lentu í vegna veðurs. Keppnin var blásin af og þriðjungur bátanna er skemmdur.
19.06.2022 - 19:46
Skútan komin á ból og skipverjar í land
Skútan sem lenti í vandræðum suðaustur af Papey er nú komin á ból við fiskeldiskvíar Fiskeldis Austfjarða við Hamraborg í Berufirði.
18.06.2022 - 22:17
Skútan komin inn í Berufjörð og verður sett á ból
Skútan sem lenti í vandræðum suðaustur af Papey er nú komin inn í Berufjörð og verður sett á ból við fiskeldiskvíar Fiskeldis Austfjarða við Hamraborg.
18.06.2022 - 20:55
Búa sig undir að skútan verði tekin í tog
Tveir skipverjar á franskri skútu sem þyrla Landhelgisgæslunnar var beðin um að aðstoða eru slasaðir.
18.06.2022 - 19:32
Fæstir getað siglt bátum sínum inn fjörðinn
Keppendur í franskri siglingakeppni, sem var ráðlagt að koma að landi á Fáskrúðsfirði vegna óveðurs í gærkvöldi, hafa fæstir getað siglt bátum sínum inn fjörðinn. Nokkrir bátar hafa orðið fyrir skemmdum og sumir keppendur snúið aftur heim.
18.06.2022 - 16:19
23 seglbátar á leið til Fáskrúðsfjarðar vegna óveðurs
Tuttugu og þrír keppendur í frönsku siglingakeppninni Vendée Artique nálgast nú suðausturströnd landsins. Keppendurnir leita vars í Fáskrúðsfirði vegna illviðris á Atlantshafi sem hefur laskað um þriðjung flotans.
Myndband
Grímsá flæddi yfir stíflugarð af miklum krafti
Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi undanfarið og í gær streymdi Grímsá í Skriðdal af miklum krafti yfir stíflugarð Grímsárvirkjunar. Mikill ís var í ánni sem reif með sér handrið stíflugarðsins og skemmdi stiga.
13.03.2022 - 11:11
Skriður féllu á vegi fyrir austan
Vegurinn um Vattarnesskriður, milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, er ófær vegna skriðufalla. Skriður féllu á veginn í morgun en töluvert hefur rignt fyrir austan. Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðaustur- og Austurlandi og búist við talsverðri eða mikilli rigningu þar þangað til í fyrramálið.
11.03.2022 - 20:10
Myndskeið
Hafnar manndrápstilraun og ber fyrir sig minnisleysi
Karlmaður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir skotárás á Egilsstöðum í fyrra játaði brot sín að hluta í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Hann neitar sök um tilraun til manndráps. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram.
24.02.2022 - 14:13
Réttarhöld hafin yfir byssumanni á Egilsstöðum
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni sem er ákærður fyrir skotárás á Egilsstöðum í lok ágúst í fyrra hófst í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Maðurinn mætti fyrir dóminn í morgun.
24.02.2022 - 11:13
Landinn
Hljóðgildrur úr íslenskri ull
„Ég fékk þessa hugmynd á námskeiði sem ég fór eiginlega á fyrir misskilning. Þetta var „Beint frá býli" námskeið og var eiginlega ætlast til að menn kæmu með framleiðsluvöru og fengju aðstoð með hana. Ég mætti hinsvegar bara beint af mölinni og vissi ekki almennilega hvað ég var að fara að gera," segir Jens Einarsson, tónlistarmaður, sem hefur dundað sér við að hanna og smíða hljóðgildrur úr íslensku hráefni.
31.01.2022 - 09:01
Gat á laxakví hjá fyrirtæki þar sem blóðþorri greindist
Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar hvort eldislaxar hafi sloppið úr sjókví Laxa Fiskeldis við Vattarnes í Reyðarfirði en gat fannst á nótarpoka einnar sjókvíarinnar í dag. Veira sem veldur sjúkdómnum blóðþorra greindist í fyrsta sinn hér á landi í löxum hjá þessu sama fiskeldisfyrirtæki í nóvember í fyrra.
21.01.2022 - 00:01
Rafmagnstruflanir á Austurlandi
Rafmagn fór af í Neskaupstað og á Eskifirði í kvöld um klukkan hálf átta vegna bilunar hjá Landsneti. Samkvæmt tilkynningu frá Rarik er unnið að viðgerðum.
18.12.2021 - 20:14
Vonar að smit komi ekki í veg fyrir litlu jólin
Covid-19 smitum hefur fjölgað mikið á Austurlandi síðustu daga, sérstaklega í Fjarðabyggð. Skólanum í Reyðarfirði var lokað á hádegi í gær og allir hvattir til að fara í sýnatöku vegna fjölda smita. Aðstoðarskólastjórinn vonar að fljótt takist að stöðva útbreiðslu smita svo starfsmenn og nemendur geti haldið litlu jólin saman.
10.12.2021 - 08:18
Skólastarf raskast vegna fjölda smita á Austurlandi
Fjórir greindust smitaðir af COVID-19 á Austurlandi í morgun, á Egilsstöðum og á Fáskrúðsfirði. Það verður lokað á Leikskólanum Tjarnalandi á Egilsstöðum á morgun, að frátaldri einni deild ,og hafa börn, foreldrar og starfsfólk öll verið hvött til þess að skrá sig í sýnatöku. Óvenju mörg smit hafa greinst í umdæminu og dreifast þau um nokkuð stórt landsvæði, er fram kemur í tilkynningu Lögreglunnar á Austurlandi.
Takmörkun heimsókna á sjúkrahúsið í Neskaupstað
Ákveðið hefur verið að takmarka heimsóknir á Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað og hjúkrunarheimili eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni þar. Allir starfsmenn sem voru við vinnu síðastliðna daga voru skimaðir í dag.
21.11.2021 - 02:14
Vopnalagabrot á Austurlandi til rannsóknar lögreglu
Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hótanir með skotvopni gegn fólki sem dvaldi í sumarhúsahverfi utan við Egilsstaði síðastliðna nótt. Grunur leikur á að þrjár rjúpnaskyttur sem gistu í nálægum bústað eigi hlut að máli.
Þægilegra fyrir íbúa að geta séð hvað gerist í hlíðinni
Enn er skriðuhætta á Seyðisfirði og hreyfingar mælast í hryggnum ofan Búðarár. Íbúar eru hvattir til varkárni við Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Yfirlögregluþjónn segir unnið að því að lýsa upp hlíðina, það minnki ónot íbúa að hafa yfirsýn.
23.10.2021 - 18:50