Færslur: austurland

Þægilegra fyrir íbúa að geta séð hvað gerist í hlíðinni
Enn er skriðuhætta á Seyðisfirði og hreyfingar mælast í hryggnum ofan Búðarár. Íbúar eru hvattir til varkárni við Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Yfirlögregluþjónn segir unnið að því að lýsa upp hlíðina, það minnki ónot íbúa að hafa yfirsýn.
23.10.2021 - 18:50
250 í sóttkví á Austurlandi en engin ný smit
Alls eru um 250 manns í sóttkví á Austurlandi flestir í tengslum við smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar og leikskólanum Lyngholti. Skólahald á Reyðarfirði hefur legið niðri síðan í síðustu viku og skólarnir verða ekki opnaðir fyrr en á fimmtudag.
21.09.2021 - 07:41
Öll sýnin neikvæð á Reyðarfirði
Enginn þeirra fjörutíu sem fóru í sýnatöku á Reyðarfirði í gær reyndist vera smitaður af kórónuveirunni. Sextán greindust smitaðir í vikunni og áfram eru rúmlega tvö hundruð í sóttkví á Austurlandi.
19.09.2021 - 14:32
Ekkert skólahald á Reyðarfirði vegna smita
Ekkert skólahald verður á Reyðarfirði næstu daga vegna kórónuveirusmita. Sextán hafa greinst með Covid í bænum og nú eru rúmlega 200 í sóttkví á Austurlandi. Í gær voru tekin 40 sýni en niðurstaða úr þeim á að liggja fyrir í síðasta lagi um klukkan tvö í dag.
19.09.2021 - 12:39
83 leikskólabörn skimuð: „Ég hélt að við myndum sleppa“
83 börn á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði verða skimuð í hádeginu í dag, og 30 starfsmenn, eftir að tvö börn á leikskólanum greindust með COVID-19. Leikskólinn er lokaður í dag, og eins Grunnskólinn á Reyðarfirði. Í gær greindust tíu smit sem rakin eru til skólanna tveggja. Lísa Lotta Björnsdóttir, leikskólastjóri á Lyngholti, vonast til þess að hægt verði að opna skólann sem fyrst.
Fá 640 milljóna króna fjárstyrk vegna aurskriðanna
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita níu stofnunum 640 milljón króna fjárstyrk til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna viðbragða og framkvæmda í kjölfar aurskriðanna á Seyðisfirði í desember á síðasta ári. Stærstur hluti fer í Ofanflóðasjóð, til Veðurstofunnar og Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.
14.09.2021 - 18:57
Eldur í vélarrúmi Norrænu
Engan sakaði þegar eldur kviknaði í vélarrúmi Norrænu við Seyðisfjarðarhöfn um þrjúleytið í dag. Lögregla fékk tilkynningu klukkan 15:04 og lögregla og slökkvilið fór strax á svæðið. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn.
07.09.2021 - 15:40
Hitamet slegin víða um land í ágúst
Hitamet voru slegin víða um land í ágústmánuði, þá sérstaklega á landinu Austan- og Norðaustanverðu. Hitastig á Hallormsstað náði 29,4 gráðum, sem er hæst hiti sem mælst hefur hérlendis í ágúst. Mánuðurinn var einnig sá hlýjasti síðan mælingar hófust á Akureyri, Hveravöllum, Bolungarvík, Grímsey, Stykkishólmi. Hann var sá næst hlýjasti á Egilsstöðum og Teigarhorni.
03.09.2021 - 16:38
Tugir leita göngumanns á Strandatindi á Seyðisfirði
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa í dag leitað göngumanns á Strandatindi á Seyðisfirði og búist er við að leitinni verði haldið áfram í kvöld og nótt ef þörf krefur. Maðurinn hóf fjallgöngu og klifur frá Seyðisfirði á Strandartind í morgun. Hann var einn á ferð en félagar hans sem biðu hans á Seyðisfirði misstu símasamband við hann í dag. Þá var farið að grennslast fyrir um hann og svæðið skoðað með drónum.
02.09.2021 - 19:18
Vara við opnum eldi á Austurlandi
Almannavarnanefnd á Austurlandi hvetur íbúa og gesti í landsfjórðungnum til að kveikja ekki opinn eld vegna þurrka og hættu á gróðureldum. Í tilkynningu segir að vatnsból séu víða orðin vatnslítil.
02.09.2021 - 18:39
Fjögur smit tengd leikskólanum á Seyðisfirði
Fjögur COVID-19 smit hafa nú greinst á Seyðisfirði í tengslum við leikskóla bæjarins, en greint var frá smiti á leikskólanum í fyrradag. Töluverður fjöldi er í sóttkví í tengslum við þessi smit og er heildarfjöldi í sóttkví á Austurlandi kominn í 58 manns. Sjö manns eru nú í einangrun á svæðinu.
Smit koma seinna fram á landsbyggðinni
Enginn er á sjúkrahúsi á landsbyggðinni vegna Covid 19. Forstjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að yfirleitt séu bylgjurnar seinni af stað utan höfuðborgarsvæðisins.
26.07.2021 - 12:37
Tjaldsvæði dusta rykið af ársgömlum sóttvarnatilmælum
Forsvarsmenn tjaldsvæða landsins eru sumir farnir að dusta rykið af sóttvarnaleiðbeiningum sem stjórnvöld gáfu út í fyrra. Aðrir láta nægja að fylla á sprittið. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum batt vonir við að erlendir ferðamenn tækju við af Íslendingum í haust og vetur en segir blikur á lofti vegna bylgjunnar nú. 
21.07.2021 - 14:31
Ekki sérstakar Covid-ráðstafanir á Austurlandi
Fjöldi manns hyggst halda austur á land næstu daga, bæði vegna einmuna veðurblíðu og margvíslegra skemmtana sem fyrirhugaðar eru þar í fjórðungnum. Lögreglan segir skipuleggjendur hafa varann á sér í ljósi nýrra Covid-tilfella en verður að óbreyttu ekki með sérstakan viðbúnað vegna smita.
Stefna að þróun græns orkugarðs á Reyðarfirði
Á dögunum undirrituðu Fjarðabyggð, Landsvirkjun og Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) viljayfirlýsingu þess efnis að kanna kostina við að þróa grænan orkugarð á Reyðarfirði. Til að byrja með verður skoðað hverjir eru kostir þess að framleiða rafeldsneyti með vetni á Reyðarfirði.
12.07.2021 - 16:53
Meiri umferð nú en í fyrra og mest aukning á sunnudögum
Umferðin á Hringveginum, þjóðvegi 1, jókst í maí um 8,4% samanborið við sama tíma í fyrra. Hins vegar minnkaði umferð um veginn í maí 2020 svo nam tíu af hundraði sem kenna má áhrifum kórónuveirufaraldursins.
10.06.2021 - 18:13
Rúmlega þúsund bólusett á Austurlandi
Rúmlega þúsund verða bólusett á Austurlandi á morgun, á Egilsstöðum og Eskifirði. Til stendur að klára að bólusetja 1966-árganginn með bóluefni AstraZeneca, halda áfram að bólusetja fólk á aldrinum 18-65 ára með undirliggjandi áhættuþætti með bóluefni Pfizer og Janssen, og einnig á að bólusetja þó nokkurn fjölda starfsfólks leikskóla og grunnskóla.
11.05.2021 - 21:07
Um 100 manns á árshátíð á Austurlandi á föstudagskvöld
Um hundrað manns komu saman á árshátíð á Austurlandi á föstudagskvöld og málið er nú á borði ákærusviðs lögreglunnar vegna hugsanlegs brots á reglum um samkomutakmarkanir. Samkomunni var lokið þegar lögreglan á Austurlandi fékk ábendingu um meint sóttvarnabrot á samkomunni og rannsókn hófst daginn eftir.
26.04.2021 - 17:50
Sviptist til með skriðunni eins og sykurpúði í kakói
„Þetta er sérútbúinn björgunarsveitarbíll. Hann sviptist bara til eins og bara „marsmellow-púði“ í kakói þegar þú hrærir í því, það var bara þannig,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, björgunarsveitarmaður sem sem lenti í stóru skriðunni á Seyðisfirði fyrir jól. Vilhjálmur ásamt fleiri Seyðfirðingum segja sína upplifun af þessum degi í þáttunum Fjallið ræður sem eru á dagskrá Rásar 2 um páskana.
Landinn
Bjarga því sem bjargað verður
„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.
Hundrað Seyðfirðingum í 46 húsum gert að rýma
Um 100 íbúar á Seyðisfirði í tæplega 50 húsum þurfa að rýma heimili sín í öryggisskyni vegna skriðuhættu. Yfirlögregluþjónn segir að rýmingin gildi að minnsta kosti fram yfir hádegi á morgun.
16.02.2021 - 16:09
Rýming og hættustig á Seyðisfirði
Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Spáð er ákafri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og að uppsöfnuð úrkoma á Seyðisfirði verði jafnvel yfir 60 mm, sem leggst við 70 mm úrkomu og leysingar síðan á laugardag.
16.02.2021 - 15:06
Tvö krapaflóð og tvö snjóflóð fallið á Austurlandi
Tvö vot snjóflóð og tvö krapaflóð hafa fallið á Austfjörðum síðasta sólarhring. Sjö íbúar í þremur húsum á Seyðisfirði þurftu að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Tveir reitir í bænum voru rýmdir. Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt veðurstofunnar segir að rýmingar verði í gildi að minnsta kosti eitthvað fram eftir morgninum.„Það stytti upp í nótt þannig aðstæður fara batnandi. Það verður metið núna með morgninum,“ segir Magni Hreinn.
15.02.2021 - 08:09
Ganga í hús og tryggja að íbúar séu í viðbragðsstöðu
„Það eru allir í viðbragðsstöðu til að rýma í fyrramálið ef til þess kemur,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Klukkan átta í kvöld tók gildi óvissustig á Austurlandi vegna ofanflóðahættu og búist er við að í fyrramálið komi í ljós hvort þurfi að rýma ákveðið svæði á Seyðisfirði.
13.02.2021 - 20:31
Allt að 15 stiga frost í innsveitum
Veðurstofan spáir hægri suðlægri breytilegri átt og bjartviðri yfirleitt til miðnættis í dag. Gert er ráð fyrir austan- og suðaustan kalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu syðst. Frost verður á bilinu tvö til fimmtán stig en í kringum frostmark syðst.