Færslur: Atvinnuleysi

Landinn
Vilja rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna
Í húsnæði Hjálpræðishersins á Ásbrú er í gangi nýtt úrræði sem kallað er Kjarnahópur til vellíðunar og virkni. Það snýst um að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna í Reykjanesbæ að tengjast samfélaginu, læra íslensku og komast út á vinnumarkaðinn. 
31.03.2021 - 07:30
Spegillinn
Fyrirtæki sýna ráðningarstyrkjum áhuga
Svo virðist sem talsverður áhugi sé meðal fyrirtækja á að nýta ráðningarstyrki til að ráða atvinnulaust fólk. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að fyrirtæki sýni ákveðna samfélagslega ábyrgð ef þau nýta ráðningarstyrki til að ráða fólk á atvinnuleysisskrá.
600 af atvinnuleysisskrá í vinnu með styrk
Alls eru um sex hundruð ráðningastyrkir í gildi núna, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Í síðasta mánuði voru 156 nýir samningar gerðir, kemur fram í svari við fyrirspurn Fréttastofu RÚV. Í þeim felst að vinnuveitandi ræður til sín manneskju sem er atvinnulaus. Vinnumálastofnun greiðir andvirði atvinnuleysisbóta og vinnuveitandi greiðir það sem upp á vantar í laun samkvæmt kjarasamningi.
18.03.2021 - 18:05
Spegillinn
Sameiginleg nálgun til að ráðast gegn atvinnuleysinu
Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að nýta sér ráðningarstyrki til að ráða atvinnulaust fólk í ný störf. Framkvæmdastjóri SA segir að þetta sé sameiginleg nálgun samfélagsins til þess að ráðast á atvinnuleysið. Öll fyrirtæki geti nýtt sér styrkina.
Kastljós
Fimmtungur atvinnulausra býr við efnislegan skort
Aldrei hafa jafnmargir verið í atvinnuleit á Íslandi og nú. Ríflega 21 þúsund manns eru án atvinnu og 4.300 manns eru í skertu starfshlutfalli. Atvinnuleysi kemur mjög illa niður á ákveðnum starsgreinum og það er ólíkt því sem gerðist í hruninu þegar atvinnuleysi dreifðist nokkuð jafnt um samfélagið. „Það varð gríðarlegt högg,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í Kastljósi í kvöld. 
17.03.2021 - 20:39
Segir hærra endurgreiðsluhlutfall skapa ótal störf
Með einu litlu lagafrumvarpi væri hægt að skapa ótal störf í í ferðaþjónustu, listgeiranum, tónlist, iðngreinum og  tækniþróun sagði Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata í sérstakri umræðu um atvinnuleysi og stöðu atvinnuleytenda á Alþingi í dag.
16.03.2021 - 14:59
Myndskeið
Þau atvinnulausu finna mest fyrir kreppunni
Ríkisstjórnin ætlar að verja um fimm milljörðum króna til að unnt verði að skapa um sjö þúsund manns atvinnu. Úrræðið er ætlað þeim sem hafa verið án vinnu í eitt ár eða lengur. Forsætisráðherra segir að kreppan vegna faraldursins hafi ekki verið jafndjúp og óttast var. „En stóri vandinn er hins vegar atvinnuleysi. Þau sem eru atvinnulaus það er fólkið sem er að finna kannski mest fyrir þessari kreppu.“
Viðtal
Útvíkka ráðningastyrki með nýju atvinnuátaki
Með nýju atvinnuátaki „Hefjum störf“ stefnir ríkisstjórnin á að skapa allt að sjö þúsund tímabundin störf í samvinnu við atvinnulífið, opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka íslenskra sveitarfélaga, telur alla græða á átakinu.
Myndskeið
Færri endurráðnir á veitingastaði vegna nýrra smita
Veitingamenn óttast að missa viðskipti vegna nýrra kórónuveirusmita. Atvinnuleysi minnkaði í febrúar og er það í fyrsta skipti í níu mánuði sem fækkar í hópi atvinnulausra. Fulltrúi í stjórn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn hafi verið við það að endurráða fólk en eftir að nýju smitin greindust hafi þau áform verið látin bíða.
10.03.2021 - 21:16
Spegillinn
Stóra verkefnið að endurheimta störfin
Almennt atvinnuleysi dróst örlítið saman í febrúar, í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Forseti ASÍ segir að stóra verkefnið framundan sé að fjölga störfum og koma fólki í virkni. Aðstoðarframkvæmdastjóri SA segir að efnahagsbati sé í vændum en það muni taka tíma að vinna upp efnahagsslakann og endurheimta störf.
10.03.2021 - 17:53
Hyggst bregðast við stórauknu atvinnuleysi ungs fólks
Tvöfalt fleira ungt fólk glímir við atvinnuleysi nú, en á sama tíma í fyrra. Stúdentar hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsmálaráðherra segir ekki útlit fyrir að björtustu spár um ferðaþjónustuna rætist í sumar og ætlar að kynna aðgerðir í næstu eða þarnæstu viku.
06.03.2021 - 11:31
Spegillinn
Sýnist vera að rofa til á vinnumarkaði
Tölur Vinnumálastofnunar gefa til kynna að fleiri fái vinnu í febrúar en missi hana. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri gagnagreiningardeildar stofnunarinnar segir að úlit sé fyrir að hápunkti atvinnuleysis sé náð.
26.02.2021 - 17:00
Brýnt að byggja upp fólk eftir langt atvinnuleysi
„Þegar fólk hefur lengi verið fjarri vinnumarkaði getur hætta skapast á að það haldi ekki út í starfi. Það getur meðal annars komið til vegna niðurbrjótandi hugsana sem fólk hefur þróað með sér,“ segir Gunnar Þorsteinsson, atvinnuráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.
Neyð eykst ef atvinnubótarétturinn verður ekki lengdur
Búast má við vaxandi neyð hjá fólki ef atvinnuleysisbótarétturinn verður ekki lengdur, segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs hjá Reykjanesbæ segir að í Reykjanesbæ stefni í að 170 manns missi réttinn til atvinnuleysisbóta á árinu.
Myndskeið
Um 100 fullnýta atvinnuleysisbótaréttinn á mánuði
Um 30% fleiri óskuðu eftir fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar milli ára, eða hátt í 500 og má það rekja til mikils atvinnuleysis. Allt að 100 kláruðu atvinnuleysisbótaréttinn sinn mánaðarlega hjá Vinnumálastofnun undanfarna mánuði.
21.02.2021 - 19:50
Atvinnuleysi hér á landi það mesta á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hér á landi er það mesta á Norðurlöndunum í fyrsta skipti á síðustu áratugum, og sennilega í fyrsta skipti í sögunni. Undir lok síðasta árs fór atvinnuleysi ýmist að dragast saman eða standa í stað í nágrannalöndunum, eftir að hafa aukist í vor, en hér á landi hélt það áfram að aukast.
18.02.2021 - 13:33
Atvinnuleysi heldur áfram að aukast mest á Suðurnesjum
Atvinnuleysi jókst alls staðar á landinu í janúar nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem það stóð í stað. Það jókst mest á Suðurnesjum þar sem það var langmest fyrir. Atvinnuleysi er nú 24,5 prósent á Suðurnesjum, rúmlega tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er næstmest, 11,1 prósent.
17.02.2021 - 11:15
Spegillinn
Gera átak í að skapa ný störf með ráðningastyrkjum
Vinnumálastofnun ásamt Samtökum atvinnulífsins gera nú átak í að skapa ný störf með því að veita fyrirtækjum sérstaka ráðningarstyrki með hverjum sem þeir ráða til starfa. Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðsstjóri ráðgjafar og vinnumiðlunar hjá Vinnumálastofnun hvetur fyrirtæki, atvinnurekendur og sveitarfélög að leggja verkefninu lið. Styrkurinn nemur grunnatvinnuleysisbótum að viðbættu framlagi í lífeyrissjóð, samtals rúmlega 342 þúsund krónur. 
Landsmenn hafa nýtt sér 24 milljarða séreignarsparnaðar
Allt hafa verið teknir út rétt liðlega 24,5 milljarðar í séreignarsparnað frá því í apríl 2020 til og með janúar 2021. Þetta kemur fram í svari frá Skattinum við fyrirspurn fréttastofu. 
Vilja atvinnuleysisbætur í fjögur ár
Lengja ætti tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið í að minnsta kosti fjögur ár. Þetta segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Fjölga þyrfti opinberum störfum til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp á vinnumarkaði, verði það ekki gert verður kostnaðurinn mun meiri til lengri tíma.
Spegillinn
Borgin býður atvinnulausum 200 störf
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hrinda af stað vinnumarkaðsaðgerðum sem eiga meðal annars að skapa 200 störf fyrir þá sem eru atvinnulausir eða fá fjárhagsaðstoð frá borginni. Verkefnið verður unnið í samvinnu við Vinnumálastofnun.
Áhyggjur af þeim sem eru að klára bótaréttinn
Heildaratvinnuleysi í janúar var nærri 13%. 4500 hafa verið atvinnulausir í meira en ár og sem fyrr er ástandið verst á Suðurnesjum. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að margir séu að klára bótaréttinn sem sé áhyggjuefni. 
Botninum náð í atvinnuleysi?
Almennt atvinnuleysi í síðasta mánuði var 11,6% og jókst um tæpt prósentustig. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að þessar tölur gefi ekki alveg rétta mynd af stöðunni vegna þess að atvinnuþátttaka á íslenskum vinnumarkaði hafi minnkað, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar á milli desember og janúar.
10.02.2021 - 19:06
Spegillinn
Ótrúlega sláandi tölur
Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman. Staða atvinnulausra er verri en launafólks og staða innflytjenda er talsvert verri en innfæddra. Yfir 40 af hundraði atvinnulausra mælast með slæma andlega heilsu miðað við um fimmtung launafólks. Fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Vörðu á stöðu launafólks. Varða er ný rannsóknastofnun vinnumarkaðarins sem ASÍ og BSRB komu á laggirnar.
10.02.2021 - 10:00
Spegillinn
Fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman
Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að að ná endum saman. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðskönnun sem kynnt verður á morgun. Þar kemur líka fram að um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu. Þetta hlutfall meðal ungs fólks er nærri 42%.
08.02.2021 - 17:00