Færslur: Atvinnuleysi

Mikil óvissa um hvernig efnahagslífið þróast
Mikil óvissa ríkir um þróun efnahagsmála á næstunni. Útlitið er gott í raunhagkerfinu en staða peningamála öllu erfiðari. Hagvöxtur verður fimm prósent, verðbólga hátt í átta prósent og atvinnuleysi næstum fjögur og hálft prósent í ár samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Greiningardeildar Íslandsbanka.
18.05.2022 - 05:00
Atvinnuleysi minnkar og lausum störfum fjölgar
Atvinnuleysi í apríl var 4,5% samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar og minnkaði um 0,4 prósentustig frá því í mars. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 590 frá marsmánuði. Á sama tíma fjölgar lausum störfum á íslenskum vinnumarkaði og voru þau eitt þúsund fleiri á fyrstu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra.
12.05.2022 - 10:57
Atvinnuleysi minnkar hægt og rólega
Tölur Vinnumálastofnunnar um atvinnuleysi hafa verið svipaðar undanfarna sex mánuði og þokast niður á við. Atvinnuleysi mældist 4,9 prósent í mars sem er svipað og var áður en kórónuveirufaraldurinn brast á. Í Hagsjá Landsbankans segir að búist sé við því að atvinnuleysi dragist enn lítillega saman í apríl.
25.04.2022 - 09:54
Bátur með 60 innanborðs sökk undan strönd Líbanon
Bátur með sextíu farandverkamenn innanborðs sökk undan ströndum Líbanons í dag. Lík eins barns er fundið en 45 hefur verið bjargað á lífi. Atvikið varð skammt frá borginni Trípólí norðanvert í landinu.
Dregur úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum
Störfum er tekið að fjölga að nýju í Bandaríkjunum en 431 þúsund ný störf bættust við í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneyti Bandaríkjanna.
Aldrei fleiri á vinnumarkaði
Aldrei hafa fleiri verið á vinnumarkaði en í febrúar síðastliðinn, en samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu er áætlað að 215.400 manns hafi verið á vinnumarkaði þann mánuð. Atvinnuþátttaka hefur aukist um fjögur prósentustig á síðustu tólf mánuðum, og er nú 80,4%. 
29.03.2022 - 11:33
Hækkun fasteignaverðs mest hér meðal Norðurlandanna
Húsnæðisverð hækkaði mest á Íslandi meðal Norðurlanda í heimsfaraldrinum þótt það risi talsvert um þau öll. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni State of the Nordic Region sem kemur út annað hvert ár á vegum Nordregio, rannsóknarstofnunar Norrænu ráðherranefndarinnar.
Landamæri Mongólíu opnuð eftir tvegga ára einangrun
Stjórnvöld í Mongólíu hafa ákveðið að opna landamærin að nýju fyrir fullbólusettum ferðalöngum. Þar með lýkur tveggja ára einangrun landsins. Allt frá því faraldurinn skall á hafa einhverjar ströngustu sóttvarnareglur veraldar verið í gildi í Mongólíu.
Þurfa að framlengja umsóknarfrest vegna fárra umsókna
Isavia og stóru fyrirtækin á Keflavíkurflugvelli eiga í vandræðum með að manna sumarstörf og eru umsóknir margfalt færri en fyrir heimsfaraldur covid að sögn mannauðsstjóra Isavia. Atvinnuleysi á landinu mælist nú 5,2 prósent en er hvergi hærra en á Suðurnesjum.
10.02.2022 - 22:17
Atvinnuleysi eykst lítillega
Atvinnuleysi í janúar mælist 5,2 % og jókst um 0,3% frá fyrri mánuði. Atvinnuleysi mælist mest á Suðurnesjum og eru heldur fleiri karlar en konur atvinnulausir. Þetta kemur fram í janúarskýrslu Vinnumálastofnunar.
10.02.2022 - 12:39
Fyrsta hópuppsögnin síðan í ágúst
Vinnumálastofun barst tilkynning um eina hópuppsögn í nóvember. Þar var fjórtán starfsmönnum sagt upp störfum í sérfræði-, tækni og vísindalegri starfsemi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þetta sé fyrsta hópuppsögnin sem þangað berist síðan í ágúst.
02.12.2021 - 15:16
Jákvæð þróun í nýrri þjóðhagsspá
Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 3,9 prósent í ár. Þetta segir í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands en spáin tekur til áranna 2021 til 2027.
30.11.2021 - 10:13
Morgunútvarpið
Alltaf eitthvað um að fólk fái ekki vinnu
Atvinnuleysistölur eru nú þær sömu og þær voru fyrir kórónuveirufaraldurinn en spáð er auknu atvinnuleysi í þessum mánuði og þeim næsta vegna árstíðabundinna sveiflna í atvinnu- og efnahagslífi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir alltaf eitthvað um að fólk fái ekki vinnu af ýmsum ástæðum.
Atvinnuleysi minnkar á milli mánaða
Atvinnuleysi minnkaði um rúmlega fjögur prósent í október frá fyrri mánuði. Mesta breytingin var á höfuðborgarsvæðinu. Vinnumálastofnun spáir auknu atvinnuleysi í nóvember vegna árstíðasveiflu.
10.11.2021 - 12:35
Fjöldi lausra starfa til marks um bata atvinnulífsins
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tölur Hagstofunnar um laus störf á þriðja ársfjórðungi sýna batamerki í atvinnulífinu. Forseti ASÍ tekur undir það og segir áríðandi að vanda til verka við ráðningar og horfa til langtímaatvinnulausra varðandi lausnir.
Silfrið
Gríðarleg kjarabót fylgir lágum vöxtum
Brýnt er að tryggja verðstöðugleika næstu árum. Hagkerfið virðist vera að rísa og hagvöxtur að aukast, skatttekjur hins opinbera vaxa þar með. Hagfræðingar ræddu hagkerfið og ríkisstjórnarmyndun í Silfrinu í morgun.
Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman
Atvinnuleysi hér á landi var 5 prósent í september og dróst saman um hálft prósentustig frá því í ágúst. Atvinnuleysi er nú jafnmikið og í febrúar 2020 og Vinnumálastofnun metur það svo að atvinnuleysistoppur af völdum faraldursins sé liðinn hjá.
08.10.2021 - 13:49
Bretland: stuðningur til endurmenntunar starfsfólks
Breska ríkisstjórnin hyggst á morgun kynna aukinn stuðning til endurmenntunar starfsfólks sem þarf að halda sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórn íhaldsmanna er gagnrýnd fyrir ákvarðanir sínar, bæði af andstæðingum og innanflokksfólki.
Gull og grænir loðnuskógar
Stóraukinn loðnukvóti á næstu vertíð getur valdið minna atvinnuleysi, lægri verðbólgu og auknum ráðstöfunartekjum fyrir almenning í landinu. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hagvöxtur gæti orðið einu prósentustigi meiri en búist var við. Fyrst þarf þó að finna fiskinn, veiða hann og koma honum á markað.
03.10.2021 - 14:05
Mikil mótmæli gegn Bolsonaro víða um Brasilíu
Tugþúsundir Brasilíumanna mótmæltu víðsvegar um land í dag og kröfðust afsagnar Jairs Bolsonaros forseta landsins.
Óttast atvinnuleysi og bág lífskjör á Bretlandi
Óttast er að skráð atvinnuleysi aukist mjög á Bretlandi þegar greiðslur hætta að berast úr ríkissjóði til milljóna starfsfólks sem hefur þurft að halda sig heima við vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerist nú um mánaðamótin.
30.09.2021 - 06:31
Lýsa yfir endalokum kórónukreppunnar
Fjöldi ferðamanna fer aftur yfir milljón á næsta ári samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir að allt bendi til þess að kórónuveirukreppunni sé lokið.
Morgunútvarpið
Eitt stærsta verkefnið er að grípa langtímaatvinnulausa
Næsta stóra verkefni Vinnumálastofnunar er að grípa þá sem sjá fram á langtímaatvinnuleysi og virðast jafnvel hafa gefist upp á atvinnuleit. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
20.09.2021 - 08:00
Hagfræðingar telja framtíð bjarta fyrir stjórn Støres
Norskir hagfræðingar álíta framtíðina bjarta fyrir nýja ríkisstjórn Jónasar Gahr Støre formanns Verkamannaflokksins. Efnahagurinn sé á uppleið, bæði í Noregi og helstu viðskiptalöndum og kórónuveirusmitum sé jafnframt tekið að fækka.
Áfram dregur úr atvinnuleysi
Atvinnuleysi minnkaði um rúmlega hálft prósentustig í ágúst og áfram er gert ráð fyrir að það minnki á komandi mánuðum. Almennt skráð atvinnuleysi mælist nú 5,5 prósent en var þegar verst lét 11,6 prósent.
13.09.2021 - 11:47