Færslur: Atvinnuleysi

15 hópuppsagnir borist til Vinnumálastofnunnar
Á annar tugur hópuppsagna barst Vinnumálastofnun í gær og ein til viðbótar hefur bæst við í dag það sem af er degi. Ástandið er þó gjörólíkt því sem var um síðustu mánaðarmót. 
29.05.2020 - 12:40
Segir ríkið hvetja til uppsagna fremur en hlutabóta
Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um laun á uppsagnarfresti samþykkt í óbreyttri mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma, að mati Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún sendi þingmönnum bréf í morgun og greindi frá áhyggjum sínum og hvatti þá til að koma í veg fyrir „stórslys“. ASÍ gerir athugasemdir við að skilyrði fyrir hlutabótum og launum á uppsagnarfresti séu mismunandi og að ríkið beinlínis hvetji til að þess að það síðarnefnda sé nýtt, sem komi sér verr fyrir launafólk.
Telur afturvirkar launahækkanir grunsamlegar
Hundrað og sextíu launagreiðendur hafa óskað eftir því við Ríkisskattstjóra að fá að hækka áður tilkynnt laun í janúar og febrúar. Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að meirihluti þessara breytinga byggist á hæpnum grunni og að tilgangurinn með þeim sé að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði á meðan fólk nýtir hlutabótaúrræðið. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem gefin var út í gær.
Áætla að hlutastarfaleið kosti rúma 30 milljarða
Ríkisendurskoðandi gagnrýnir að Vinnumálstofnun hafi ekki eftirlit með þeim fyrirtækjum sem settu starfsfólk á hlutabætur og segir að skýra þurfi í lögum, um framlengingu hlutabótaleiðarinnar, hvaða fyrirtæki hafi heimild til að óska eftir þessu úrræði. Ríkisendurskoðandi hóf athugun á málinu að eigin frumkvæði og gaf út skýrslu um málið í dag.
Viðtal
Um 20.000 á atvinnuleysisskrá í sumarlok
Ágúst og september geta orðið erfiðir mánuðir þar sem gera má ráð fyrir að atvinnuleysi aukist í sumar, þegar uppsagnartímabili þeirra sem misst hafa vinnuna lýkur. Karl Sigurðsson, vinnumálasérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að gera megi ráð fyrir að um 20.000 manns verði að fullu atvinnulausir er líður á haustið.
Spegillinn
Óttast aukið atvinnuleysi í haust
Um 50 fyrirtæki hafa ákveðið að endurgreiða bætur sem þau hafa fengið vegna hlutabótaleiðarinnar. Útlit er fyrir að almennt atvinnuleysi verði allt að 10 af hundraði í haust þegar uppsagnarfresti margra lýkur.
26.05.2020 - 17:50
Myndskeið
Þúsund Pólverjar yfirgefa Ísland
Um þúsund Pólverjar hafa farið eða eru á leið úr landi vegna kórónuveirufaldursins og afleiðinga hans. Hins vegar eru um hundrað Pólverjar á leið til landsins, margir til að vinna í byggingariðnaði. Helmingurinn af þeim fjögur þúsund manns sem unnu á Keflavíkurflugvelli er pólskir að uppruna.
23.05.2020 - 19:23
Geta ekki lagt út fyrir launum í uppsagnafresti
Samtök ferðaþjónustunnar segja að stjórnvöld verði að falla frá þeirri kröfu að fyrirtæki leggi út fyrir launum í uppsagnarfresti áður en kemur til aðstoðar ríkisins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afar erfitt fyrir flest fyrirtæki í þessu árferði að leggja út fyrir launakostnaði, fá lán til þess, nýtt hlutafé eða selja eignir.
30% fleiri fengu fjárhagsaðstoð
Samhliða auknu atvinnuleysi í vetur hefur umsóknum um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum fjölgað. Í Reykjanesbæ hefur þeim fjölgað um 30 prósent og segir Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs bæjarfélagsins, að aukninguna, enn sem komið er, sé ekki hægt að rekja beint til afleiðinga kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
Skapa 600 ný störf í sumar
Reykjanesbær ætlar með aðstoð ríkisins að skapa sex hundruð störf í sumar en þar hefur atvinnuleysi aldrei mælst meira en nú. Fjögur þúsund eru án vinnu að hluta eða öllu leyti.
23.05.2020 - 10:05
Viðtal
Enn verri staða þegar uppsagnarfrestir renna út
Atvinnuleysi í Suðurnesjabæ hefur aukist hratt síðustu vikur vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustu. Stór hluti íbúa sveitarfélagsins starfar á flugvellinum eða við annars konar þjónustu tengda honum. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, segir að útsvarstekjur hafi dregist og hann hefur áhyggjur af stöðunni þegar líður tekur að hausti og uppsagnarfrestir margra renna út.
22.05.2020 - 09:32
Myndskeið
Svartur apríl á vinnumarkaði
Nærri 50 þúsund manns voru án atvinnu eða í skertu starfshlutfalli í apríl. Þetta er langmesti fjöldi á atvinnuleysisskrá síðan mælingar hófust. Forstjóri Vinnumálstofnunar vonar að það dragi hratt úr atvinnuleysi þegar líða tekur á árið.
Hlutabótaleið: Laun stjórnenda ekki hærri en 3.000.000
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvörp um hertar reglur um stuðning ríkisins við greiðslu launa á fólks uppsagnarfresti og þeirra sem nýta hlutabótaleiðina. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda fyrirtækja sem nýta úrræðið mega ekki vera hærri en 3 milljónir og gildir sú regla til ársins 2023.
Atvinnuleysi í apríl var 18%
Heildaratvinnuleysi í apríl fór í nærri 18 prósent samanlagt, það er 7,5 prósent í almenna bótakerfinu og 10,3 prósent vegna minnkaðs starfshlutfalls. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn í apríl.
Viðtal
„Gjörbreytt staða“ á Hornafirði en bjartsýni að aukast
Atvinnuleysi í sveitarfélaginu Hornafirði mælist nú tæplega 27% en var í lágmarki í byrjun árs. Bæjarstjórinn segir mikið skarð vera höggvið í sveitarfélagið þegar komur ferðamanna lögðust af vegna kórónuveirufaraldursins.
Fyrirtæki vilja endurgreiða fyrir hlutabótaleið
Sex fyrirtæki hafa haft samband við Vinnumálastofnun í því skyni að endurgreiða þá fjármuni sem þau fengu út úr hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar.
„Rekur rýting í samstöðuna“
Fjármálaráðherra segir að stöndug fyrirtæki, sem greitt hafa út arð samtímis því að þiggja ríkisaðstoð í formi hlutabótaleiðarinnar, reki rýting í þá samstöðu sem myndast hafi í samfélaginu í kórónuveirufaraldrinum. Forsætisráðherra segir að úrræðið hafi fyrst og fremst verið hugsað til að tryggja afkomu launafólks. 
Hátt í þúsund umsóknir um einstaka sumarstörf
Algjör sprenging hefur orðið í umsóknum um störf hjá garðaþjónustufyrirtækjum og hátt í þúsund manns bítast um einstaka störf. Dæmi eru um að menntaðir flugvirkjar og lögfræðingar sæki um ófaglærðar sumarstöður.
07.05.2020 - 11:44
58% fleiri umsóknir til Hjálparstarfs kirkjunnar
Umsóknum um aðstoð til Hjálparstarfs kirkjunnar fjölgaði um 58,4 prósent í mars og apríl miðað við í sömu mánuðum í fyrra. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfsins, segir að óvissan meðal skjólstæðinga sé mikil.
07.05.2020 - 10:51
Atvinnuleysið mældist 28% í lok apríl
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ mældist í 28 prósent í lok apríl, þar af eru rúm sextán prósent skráð í hlutabótaleið. Hlutfallið á Suðurnesjum öllum er örlítið lægra og mældist atvinnuleysi 25,2 prósent í lok apríl. Þar af eru 14,4 prósent á hlutabótaleiðinni.
51 hópuppsögn tilkynnt – 4.210 manns sagt upp
Alls hefur 51 fyrirtæki tilkynnt um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar í uppsagnahrinunni vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Lang flest fyrirtækin sem segja upp hópi fólks á einu bretti starfa í ferðaþjónustu eða geirum tengdum henni.
Myndskeið
Atvinna um helmings vinnandi fólks í heiminum í hættu
Næstum helmingur vinnandi fólks í heiminum á á hættu á atvinnuleysi eða vinnuskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri spá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.
29.04.2020 - 19:44
265 manns sagt upp í átta hópuppsögnum
265 manns hefur verið sagt upp í átta hópuppsögnum síðustu daga. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun störfuðu flestir í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem eitt fiskvinnslufyrirtæki sagði upp fólki. Uppsagnir Icelandair eru ekki inni í þessum tölum, en þar missa rúmlega tvö þúsund manns vinnuna um mánaðamótin.
Viðtal
„Það gengur ekki að við dýpkum kreppuna enn meira“
Formaður Eflingar óskar eftir því að Vinnumálastofnun fái svigrúm til þess að rannsaka meinta misnotkun fyrirtækja á hlutabótaleiðinni. Án þess sé ekki hægt að leggja mat á það hversu mikið atvinnuleysið er í raun hér á landi.
Viðtal
Ríkið ætlar að gera meira vegna ástandsins
„Við erum bara stödd í miðjunni á afleiðingum þessa heimsfaraldurs. Það er alveg á hreinu að við munum verða að kljást við þær áfram. Þannig að það er alveg ljóst að það verður fleira gert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eftir blaðamannafund um þriðja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna afleiðingar COVID-19.