Færslur: Atvinnuleysi

Fyrirtækjum að blæða út
Mörgum fyrirtækjum er að blæða út og atvinnulífið þolir núverandi ástand ekki mikið lengur. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Staðan verði afleit takist ekki að koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi á næstu mánuðum.
Bið eftir atvinnuleysisbótum sex vikur í stað tíu
Fólk sem sækir um atvinnuleysisbætur þarf að bíða í um það bil sex vikur eftir fyrstu greiðslunni frá Vinnumálastofnun. Biðin hefur styst verulega frá því í vor þegar hún var gjarnan lengri en tíu vikur.
31.10.2020 - 08:17
Rúmlega 70 missa vinnuna í tveimur hópuppsögnum
Vinnumálastofnun hefur borist tilkynningar um tvær hópuppsagnir sem taka eiga gildi núna um mánaðamótin. Annars vegar er um að ræða fyrirtæki í veitingageiranum og hins vegar fyrirtæki í verslunarrekstri.
Myndskeið
Jólin verða mörgum erfið í ár vegna faraldursins
Þeir sem þiggja aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands telja að jólin verði mörgum erfið og þungbær. Mun fleiri hafa leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar en í fyrra. Formaður Fjölskylduhjálparinnar segir að ríkið ætti að gefa öllum sem berjast í bökkum hundrað þúsund krónur til að halda gleðileg jól.
Kaldur vetur framundan á vinnumarkaði
Helstu greinendur telja að erfiður vetur sé framundan á íslenskum vinnumarkaði og atvinnuleysi haldi áfram að aukast. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að efnahagsbatinn hefjist í fyrsta lagi að ári.
Kaupmáttur á góðu róli – ný staða í íslenskri hagsögu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 3,5 prósent milli septembermánaðar á þessu ári og 2019. Launavísitalan hækkaði um 6,7 prósent á sama tímabili. Kaupmáttur jókst því um 3,2 prósent á sama tíma og atvinnustigið hríðféll. Í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að staðan á vinnumarkaði sé algerlega ný í íslenskri hagsögu og að sérstaða Íslands hvað varðar atvinnustig sé á undanhaldi.
27.10.2020 - 10:20
Starfsfólki fækkar í öllum greinum iðnaðar
Starfsfólki hefur fækkað í öllum greinum iðnaðar frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Sú fækkun starfa sem orðið hefur undanfarna mánuði er alfarið bundin við einkageirann og á sama tíma hefur opinberum störfum fjölgað. Brýnt er að skapa störf í einkageiranum til að komast út úr því ástandi á vinnumarkaði og þeirri niðursveiflu sem nú ríkir. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins.
Mesti slaki á vinnumarkaði í fimm ár
9.900 voru atvinnulaus í september sem er 4,9% af vinnuaflinu. Samtals voru 207.100 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í september. Það jafngildir 79,2% atvinnuþátttöku. Áætlað hlutfall starfandi fólks af mannfjölda var 76,0%.
Minni samdráttur ráðstöfunartekna en meiri misskipting
Búast má við að samdráttur ráðstöfunartekna verði minni í yfirstandandi kreppu en í efnahagskreppunni árið 2008. Samdrátturinn bitnar þó með mun ójafnari hætti á landsmönnum en í síðustu kreppu. Þetta kemur fram í nýrri grein Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, á vef bankans.
Þyngra högg á vinnumarkaðinn en í fyrri kreppum
Áhrif á vinnumarkaðinn hafa komið fram í ríkara mæli í þeirri kreppu sem nú stendur yfir en í fyrri efnahagskreppum. Fólk með meðaltekjur tapar um það bil 326.000 krónum af ráðstöfunartekjum við það að missa vinnuna. Þetta kemur fram í nýrri hagspá Landsbankans sem var birt í morgun.
20.10.2020 - 10:28
Myndskeið
„Alltaf sama áfallið“ að fá uppsagnarbréf
Flugmenn sem fréttastofa tók tali segja alls óvíst hvenær þau fá vinnu að nýju en það geti verið allt að tvö ár. Margir séu í erfiðri stöðu og eigi eftir að leita á önnur mið. Flugsamgöngur eru enn í lamasessi víðast hvar í heiminum. 
17.10.2020 - 17:00
Listafólk á erfitt með að ná endum saman
Átta af hverjum tíu listamönnum á Íslandi hafa orðið fyrir tekjufalli í faraldrinum. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja rafrænna kannana sem BHM gerði í september og október.
16.10.2020 - 12:38
Myndskeið
„Allt í einu stöndum við bæði uppi atvinnulaus“
Par sem missti vinnuna í fyrstu bylgju faraldursins gagnrýna að þeim standi ekki bjargir til boða fyrr en þau eru komin á brúnina. Það væri firra að hafa ekki áhyggjur. Þau kalla eftir því að fólk fái hjálp áður en það steypist í skuldir. 
Spegillinn
Námsmöguleikar kynntir nærri 10 þúsund atvinnuleitendum
Þessa dagana er verið að senda kynningarefni til nærri 10 þúsund manns sem hafa verið atvinnulausir lengur en í sex mánuði um möguleika á að stunda nám í framhalds- eða háskólum í eina önn á fullum atvinnuleysisbótum. Úrræðið Nám er tækifæri nær þó aðeins til 3000 skólaplássa.
Vinnumálastofnun opnar skrifstofu á Húsavík
Vinnumálastofnun hefur ákveðið að opna skrifstofu á Húsavík. Vaxandi atvinnuleysi er í Norðurþingi og heimamenn þar lagt mikla áhersla á að fá starfsstöð Vinnumálastofnunar þangað.
15.10.2020 - 14:57
Myndskeið
Finnur vinnuþrek minnka á tíunda mánuði atvinnuleysis
Kona á þrítugsaldri finnur fyrir minnkandi starfsorku eftir að hafa verið tíu mánuði atvinnulaus í faraldrinum. Um fimm þúsund manns glíma nú við langtímaatvinnuleysi - nærri jafnmargir eru atvinnulausir undir þrítugu.
14.10.2020 - 21:43
Atvinnuleysisspáin versnar með hverjum mánuðinum
„Í síðastliðinni viku hafa atvinnuleysisspárnar hjá okkur verið að versna,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við fréttastofu. „Nú er að ganga eftir það sem okkur sýndist í september, þetta versnar með hverjum mánuðinum,“ segir hún.
14.10.2020 - 08:18
Spegillinn
Yfir 22% atvinnuleysi meðal kvenna á Suðurnesjum
Heildaratvinnuleysi í september mældist tæplega 10%. Vinnumálastofnun spáir auknu atvinnuleysi á næstu mánuðum og að það fari yfir 11% í nóvember. Atvinnuleysi er sem fyrr mest á Suðurnesjum,19,6%. Þar mælist nú atvinnuleysi meðal kvenna vel yfir 22%. Heildaratvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgarar var nærri 23%.
Vinnumálastofnun: 25.000 manns atvinnulaus í árslok
Vinnumálastofnun hefur hækkað spá sína um fjölgun atvinnulausra á landinu og telja sérfræðingar stofnunarinnar að um 25.000 manns verði án atvinnu um áramótin, eða á bilinu 11 - 12 prósent vinnuaflsins. Þetta kom fram í erindi Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar á fjármálaráðstefnu íslenskra sveitarfélaga í gær. Morgunblaðið greinir frá.
Samdráttur á flestum sviðum en bjartara framundan
Einn mesti samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í heila öld blasir við á árinu 2020. Horfur eru á að landsframleiðslan dragist saman um allt að 7,6%. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki og getur átt eftir að aukast. Verðbólga ársins mælist um 2,8%.
324 misstu vinnu í hópuppsögnum í september
Samtals níu tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í september. Átta þeirra eru í ferðaþjónustu og ein í mannvirkjagerð.
01.10.2020 - 09:28
Fleiri hópuppsagnir – hátt í 300 sagt upp um mánaðamót
Átta tilkynningar hafa borist Vinnumálastofnun fyrir þessi mánaðamót um hópuppsagnir. 293 hefur verið sagt upp í hópuppsögnum fyrir þessi mánaðamót. Flestar eru uppsagnirnar í ferðaþjónustunni eða hjá sjö af átta fyrirtækjum.
30.09.2020 - 16:57
Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz sagt upp
Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz, alls 66 manns, var sagt upp fyrir helgi. Sigfús Bjarni Sigfússon forstjóri fyrirtækisins segir í samtali við fréttastofu að nær öll séu á þriggja mánaða uppsagnarfresti.
29.09.2020 - 16:57
Viðtal
Bregðast við atvinnuleysi með opinberum fjárfestingum
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ætla að leggja sérstaka áherslu á fjölgun starfa með auknum opinberum fjárfestingum sem verði kynntar í fjármálaáætlun sem lögð verði fram við upphaf þings. Það verði að tryggja að atvinnuleysi verði ekki varanlegt ástand í samfélaginu.
Myndskeið
Vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu í Norðurþingi
Sveitarstjórinn í Norðurþingi segir að nauðsynlegt sé að auka fjölbreytni í atvinnulífí í sveitarfélaginu til að bregðast við alvarlegu atvinnuástandi. Hrun í ferðaþjónustu og vandi stóriðjunnar eru höfuðástæður þess að um 140 manns eru nú án atvinnu í Norðurþingi.
22.09.2020 - 10:58