Færslur: Asía

Myndskeið
Um 740 þúsund þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða
Úrhellisrigning og flóð hafa haft áhrif á um fimmtán milljónir íbúa í suðausturhluta Kína síðan í byrjun júní. Minnst 106 er saknað, rúmlega 740 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín og víða hefur orðið mikil eyðilegging. Hubei hérað hefur orðið einna verst úti en þar braust kórónuveirufaraldurinn út í fyrra og bæta flóðin því gráu ofan á svart.
04.07.2020 - 19:45
Enn fjölgar smituðum vestra
Á hverjum degi greinast nú fimm þúsund ný kórónuveirusmit í Texas. Þar til nýlega var meðaltalið um tvö þúsund á dag.
29.06.2020 - 03:13
Á annað hundrað dóu í eldingaveðri á einum sólarhring
Að minnsta kosti 107 létu lífið á Indlandi gær eftir að hafa orðið fyrir eldingum. Nú er monsúntímabilið að hefjast en árlega deyja rúmlega eitt þúsund manns í eldingaveðri.
26.06.2020 - 08:03
Erlent · Asía · Veður · Indland · Asía · eldingar · monsúntímabilið · Flóð
Fólk felmtri slegið vegna falsfrétta
Margskonar tíðindi, tengd kórónuveirufaraldrinum, sem eiga sér litla sem enga stoð í veruleikanum hafa valdið uppnámi og skelfingu víða í Asíu.
29.05.2020 - 03:40
Myndband þykir varpa ljósi á stöðu farandverkafólks
Níu farandverkamenn á Indlandi hafa farist síðustu daga á löngum ferðalögum á leið til heimaborga sinna. Þeir hafa margir lagt upp í langar ferðir í miklum hita því lítið er um vinnu vegna COVID-19 faraldursins. Myndband af tveggja ára barni að reyna að vekja móður sína sem er látin á lestarstöð hefur vakið mikil viðbrögð í landinu. Hún er sögð hafa látist úr ofþornun og hungri.
28.05.2020 - 15:34
Segir Kína og Bandaríkin á barmi kalds stríðs
Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði í morgun að Kína og Bandaríkin væru á barmi kalds stríðs. Samskipti ríkjanna hafa versnað mjög að undanförnu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað gagnrýnt viðbrögð Kínverja við kórónuveirunni sem veldur COVID-19, þegar hún kom fyrst upp í landinu í desember. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gagnrýnt ný lög sem kínverska þingið samþykkti nýlega og er ætlað að hindra mótmæli í Hong Kong.
24.05.2020 - 08:29
Nærmynd
Kona og kannski næsti leiðtogi Norður-Kóreu
Tæpar þrjár vikur eru síðan síðast spurðist til Kim Jongs un, æðsta leiðtoga Norður-Kóreu. Hann lét ekki einu sinni sjá sig í grafhýsi ættarinnar á sólarhátíðinni sem haldin er þann fimmtánda apríl ár hvert til að heiðra minningu Kim Il Sung, afa hans og forvera í embætti. Að núverandi leiðtogi hunsi þennan merkisdag er talið jafnast á við guðlast. Augu heimsins beinast nú að yngri systur hans Kim Yo Jong. Sumir telja víst að hún verði arftaki Jong un, sé hann látinn, aðrir telja það ómögulegt.
29.04.2020 - 15:01
Rekja minnkandi mengun í Kína til áhrifa af COVID-19
Mengun hefur minnkað mikið í Kína, samkvæmt gervitunglamyndum frá NASA, bandarísku geimvísindastofnuninni. Sérfræðingar stofnunarinnar telja að hluti skýringarinnar sé áhrif COVID-19 kórónaveirunnar. Öll efnahagsumsvif í Kína hafa minnkað til muna á þessu ári, enda hefur fólk verið hvatt til að halda sig heima og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Allt hefur þetta verið gert til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar.
01.03.2020 - 15:08
Íslendingar fluttir frá Wuhan í flugvél á vegum ESB
Íslensk þriggja manna fjölskylda, sem hefur dvalið í Wuhan-borg í Kína, verður flutt þaðan í flugvél á vegum Evrópusambandsins á næstunni. Fram kemur í stöðuskýrslu Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, sem gefin var út í dag, að íslensk stjórnvöld vinni að því að koma fólkinu í þessa flugferð.
20.02.2020 - 16:19
COVID-19 gæti orðið óviðráðanleg ef hún er ekki stöðvuð
Það er gríðarlega mikilvægt að reyna að stöðva útbreiðslu á nýjum veirustofni eins og COVID-19. Ef ekki verður brugðist við gæti veiran orðið óviðráðanlegt vandamál, segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Meira en 250 þúsund manns deyja úr inflúensu á hverju ári. Inflúensuveiran er því ennþá talsvert umfangsmeira vandamál en nýja COVID-19 veiran.
15.02.2020 - 13:30
26 manns féllu í árásum fjöldamorðingja í Taílandi
26 manns féllu í skotárásum taílenska hermannsins sem skaut fjölda fólks í borginni Nakhon Ratchasima í Taílandi í gær. 57 manns særðust í árásunum, þar af níu alvarlega. Sérsveit lögreglu skaut morðingjann til bana árla morguns að staðartíma, um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma.
09.02.2020 - 09:24
Rúm 600 kíló af hákarlsuggum gerð upptæk
Yfirvöld í Miami á Flórida hafa fundið og gert upptæk rúm 600 kíló af hákarlsuggum sem til stóð að senda til Asíu.
07.02.2020 - 12:53
Erlent · Asía · Ameríka
Viðtal
„Það á eftir að koma í ljós hversu skæð sýkingin er“
Kínversk stjórnvöld hafa staðfest að ný veira, sem nýlega greindist í landinu, getur borist manna á milli. Á annað hundrað hafa sýkst af veirunni og þrír látist. Upptök sýkingarinnar eru rakin til fiskmarkaðar í borginni Wuhan í suðurhluta Kína og hafa flest tilfellanna greinst þar í borg. Kínverska nýárið er handan við hornið og margir á faraldsfæti en stjórnvöld segjast hafa stjórn á aðstæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki tilefni til að grípa til sérstakra aðgerða hér.
Myndskeið
Eins og hundur sé að éta tunglið
Það er eins og hundur sé að éta tunglið, sagði íbúi í Suður-Asíu þar sem fjöldi fólks kom saman til að sjá hringlaga sólmyrkva í dag. Það er þegar tunglið skyggir á sólina, en þó ekki að fullu. Sumir lögðu á sig töluvert ferðalag til að berja myrkvann augum.
26.12.2019 - 20:52
 · Erlent · Asía · Sólmyrkvi
Sígilt handrit á torgi hins himneska friðar
„Fyrir almenning er þetta meiri ferðahátíð en fyrir stjórnvöld er þetta hátíð til að sýna mátt sinn og megin,“ segir Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri á skrifstofu alþjóðlegra samskipta og stundakennari í kínverskum fræðum við HÍ, um 70 ára afmælishátíð Alþýðulýðveldisins Kína sem fram fór 1. október.
Byggja þar sem áður voru þorp Róhingja
Þorp Róhingja hafa verið jöfnuð við jörðu og húsnæði fyrir ríkisstarfsemi byggð ofan á rústirnar. Stjórnvöld í Mjanmar hafa ávallt neitað því að hafa byggt ofan á rústir þorpa Róhingja í Rakhine-héraði en úttekt breska ríkisútvarpsins dregur upp aðra mynd. Minnst fjörutíu prósent af þeim þorpum sem eyðilögðust árið 2017 hafa nú verið algjörlega jöfnuð við jörðu.
10.09.2019 - 04:39
Kynferðisbrot merki um þjóðarmorðsásetning
Kynferðisbrot gegn Róhingjamúslimum, konum og börnum, af hendi stjórnarhersins í Mjanmar, voru merki um vilja til að þurrka út Róhingja, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa flúið Mjanmar frá því ofsóknir gegn þeim hófust í ágúst árið 2017.
23.08.2019 - 11:00
Piparúða beitt gegn mótmælendum í Hong Kong
Óeirðarlögregla beitti piparúða gegn mótmælendum í nágrenni flugvallar Hong Kong er lögregla reyndi að flytja slasaðan mann í sjúkrabíl. Tveir mótmælendur voru handteknir.
13.08.2019 - 15:39
Erlent · Asía · Hong Kong · Asía · mótmæli
Viðtal
Yfirvöld á Filippseyjum reyna sitt besta
Yfirvöld á Filippseyjum eru að reyna sitt besta, segir Bæring Ólafsson sem hugði á forsetaframboð á Íslandi 2016. Hann hefur búið á Filippseyjum í fjórtán ár. Ályktunartillaga Íslands um rannsókn á aðgerðum yfirvalda þar í landi var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Tillagan er umdeild og harðlega gagnrýnd af fulltrúum Filippseyja og yfirvöldum í landinu og Bæring segir að málið sé á allra vörum.
15.07.2019 - 19:01
Viðtal
Skilur reiði og uppgjöf ungs fólks í Hong Kong
Helga Björk Jónsdóttir, sem búsett er í Hong Kong, segir íbúa þar ekki treysta stjórnvöldum í Kína. Hún segir að atburðirnir í gær hjálpi mótmælendum ekki, en hún skilji reiði og uppgjöf ungs fólks í borginni.
02.07.2019 - 09:11
Erlent · Innlent · Hong Kong · Asía · Kína · Stjórnmál
Trump skýtur föstum skotum að Íran
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Írani „þjást mikið“ ef yfirvöld þar „gerðu nokkuð“ af sér en samkvæmt leyniþjónustu Bandaríkjanna bendir ýmislegt til að Íranir hafi í hyggju að ráðast gegn bandarískum hagsmunum í Miðausturlöndum.
13.05.2019 - 20:30
Þrír Danir létust í árásinni á Sri Lanka
Þrír danskir ríkisborgarar létust í hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka í dag. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á stuttum fréttamannafundi í dag að allt verði gert til að aðstoða þá dönsku ríkisborgara sem eru á Sri Lanka.
21.04.2019 - 17:10
Átta handteknir vegna hryðjuverka á Sri Lanka
Átta hafa verið handteknir á Sri Lanka vegna rannsóknar á sjö sprengjuárásum á hótel og kirkjur í morgun. Tvö hundruð, hið minnsta, féllu og 450 eru særð. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að öfgamenn hafi framið hryðjuverkin.
21.04.2019 - 15:57
Þriggja kílóa hamborgari til heiðurs keisara
Veitingastaður í Tókýó í Japan býður upp á risastóran og einkar vel útilátinn hamborgara í tilefni af því að nýr keisari tekur brátt við í landinu. Hamborgarinn er þrjú kíló, 25 sentimetrar að breidd og um 15 sentimetrar á hæð. Mælt er með því að sex til átta borði hamborgarann saman.
31.03.2019 - 17:58
Erlent · Japan · Asía
Vilja viðurkenna Ainu-fólkið sem frumbyggja
Ríkisstjórn Japans lagði fram frumvarp í gær þess efnis að Ainu-fólkið verði viðurkennt sem frumbyggjar. Þetta er í fyrsta sinn sem þarlend yfirvöld sýna vilja í þá veru. Áratugum saman hefur það verið stefna stjórnvalda að Ainu-fólkið taki upp tungumál og siði annarra í landinu.
16.02.2019 - 17:10
Erlent · Japan · Asía