Færslur: Asía

Tala látinna hækkar í mótmælum í Íran
Sjö hafa látist og tugir eru sagðir hafa særst í fjölmennum mótmælum í Íran síðustu daga. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi svokallaðrar siðferðislögreglu. Fjölskylda hennar telur að hún hafi verið barin til bana. 
46 létust í jarðskjálfta í Kína og 16 enn saknað
Minnst 46 létust þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,6 reið yfir suðvestur Kína snemma í gærmorgun. Upptök skjálftans voru í Sichuan-héraði, um 43 kílómetra suðaustur af borginni Kangding, á tíu kílómetra dýpi. Nokkrir stórir eftirskjálftar urðu í kjölfarið.
06.09.2022 - 00:42
Bjartsýni hjá ferðaþjónustunni fyrir komandi vetri
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekki hafa orðið var við afbókanir eftir að eldgosinu í Meradölum linnti. Hljóðið er almennt gott í eigendum ferðaþjónustufyrirtækja fyrir komandi vetur þrátt fyrir ýmsa óvissuþætti.
Biður um hjálp vegna „monsúnrigninga á sterum“
Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Pakistans reyna nú að afla 160 milljóna dala, andvirði um tuttugu og þriggja milljarða króna, til að bregðast við hamfaraflóðum sem geisa nú í Pakistan.
30.08.2022 - 15:12
Skjóta upp eldflaugum í von um að framkalla rigningu
Yfirvöld í Kína hafa gripið til þess örþrifaráðs að reyna að framkalla rigningu, vegna langdreginna þurrka í landinu. Í nokkrum héruðum hefur eldflaugum verið skotið upp í himininn í tilraunaskyni.
17.08.2022 - 17:00
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · Asía · Kína · Þurrkar · hitabylgja · Yangtze-á · eldflaugar · Rigning · Tilraun
Kínverjar fordæma heimsókn sendinefndar til Taívan
Kínverski herinn hóf æfingar við eyríkið Taívan á ný í dag. Sendinefnd Bandaríkjaþings heimsótti Taívan í gær. Sambærileg heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, vakti mikla reiði kínverskra yfirvalda fyrr í mánuðinum.
15.08.2022 - 10:57
Taívanski herinn æfir gagnárásir
Taívanski herinn hóf heræfingu stórskotaliðs nótt, til þess að æfa viðbragð hersins við árás á eyjuna. Kínverski herinn hefur verið við æfingar umhverfis Taívan síðustu fimm daga, sem voru stærstu æfingar í sögu kínverska flotans.
09.08.2022 - 02:24
Halda áfram heræfingum við Taívan
Kínverski herinn tilkynnti upp úr hádegi um að heræfingum við Taívan verði haldið áfram. Fimm daga æfingum, þeim stærstu í sögu kínverska flotans, átti að ljúka í gær. Nú stendur til að leggja áherslu á áhlaup á sjó og að verjast kafbátum.
08.08.2022 - 13:45
Erlent · Stjórnmál · Taívan · Kína · Asía
Saka Kínverja um að sviðsetja innrás á Taívan
Stjórnvöld í Taívan saka kínverska herinn um að sviðsetja árás á eyríkið, með umfangsmiklum heræfingum í morgun. Sameinu þjóðirnar hvetja til stillingar og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir enga réttlætingu fyrir aðgerðum Kínverja.
06.08.2022 - 17:25
87 á sjúkrahúsi eftir alvarlegan gasleka á Indlandi
Minnst 87 konur hafa verið lagðar inn á sjúkrahús í Atchyutapuram-borg á Indlandi eftir að gasleki kom upp í fataverksmiðju í borginni. AFP hefur þetta eftir staðarmiðlum.
03.08.2022 - 05:24
Erlent · Asía · Indland · Slys
Reiði vegna skipunar nýs forseta á Sri Lanka
Ekki sér fyrir endann á pólitískri upplausn í asíuríkinu Sri Lanka, eftir að Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra var settur tímabundið í embætti forseta. Hann sækist nú eftir því að verða forsetaefni meirihluta þingsins í komandi kosningum, en stjórnarandstæðingar segja hann ekki vera arftakann sem þurfi til þess að kollvarpa spilltu stjórnkerfi landsins.
17.07.2022 - 03:46
Reyna að semja við stjórnarandstæðinga á Srí Lanka
Ríkisstjórn Srí Lanka stendur nú í viðræðum við leiðtoga andófsmanna á Srí Lanka. Þetta hefur AFP eftir talsmönnum stjórnarandstæðinga.
14.07.2022 - 06:24
Segja sögur verkamanna í Katar á fótboltaspilum
Sænskir rannsóknarblaðamenn, í samstarfi við kollega sína í Suður-Asíu, hafa safnað sögum verkamanna sem hafa látist eða slasast við vinnu sína við undirbúning HM í fótbolta í Katar. Sögurnar gefa þeir út á spilum, líkum þeim sem tíðkast að gefa út með upplýsingum um leikmenn.
02.07.2022 - 13:08
Xi fer til Hong Kong að fagna 25 ára valdatíð Kínverja
Xi Jinping, forseti Kína, fer í opinbera heimsókn til Hong Kong í dag, föstudag. Hann verður viðstaddur hátíðahöld í tilefni þess að 25 ár er liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir borginni.
01.07.2022 - 01:45
Marcos yngri sest á forsetastól á Filippseyjum
Ferdinand Marcos yngri tekur við embætti forseta Filippseyja í dag, fimmtudag. Hann er sonur fyrrverandi einræðisherra, Ferdinands Marcos eldri.
Samkynja hjónabönd enn óheimil í Japan
Dómstóll í Japan hefur úrskurðað að bann við hjónabandi samkynja para gangi ekki gegn stjórnarskrá landsins. Með því er úrskurði af lægra dómstigi snúið við, en í fyrra komst dómstóll í landinu að honu gagnstæða.
20.06.2022 - 09:58
Erlent · Hinsegin · Japan · Asía
Sara Duterte sett í embætti varaforseta Filippseyja
Sara Duterte, borgarstjóri og elsta dóttir fráfarandi forseta Filippseyja, Rodrigos Duterte, tekur við embætti varaforseta í lok júní. Sara sór embættiseið í gær og hét að sameina filippseysku þjóðina.
20.06.2022 - 05:35
Jarðskjálfti af stærðinni 6 á Taívan
Jarðskjálfti af stærðinni sex reið yfir Taívan um klukkan eitt í nótt. Upptök skjálftans voru 28 kílómetra suður að borginni Hualien. Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki.
20.06.2022 - 03:01
Norður-Kóreumenn rannsaka útbreiddan meltingarsjúkdóm
Heilbrigðisyfirvöld í Norður-Kóreu hafa nú til rannsóknar óþekktan meltingarsjúkdóm sem herjar á landsmenn. Nágrannar þeirra í suðri telja líklegast að veikindin stafi af kóleru eða taugaveiki.
18.06.2022 - 23:14
Mikill meirihluti Kasaka kaus breytta stjórnarskrá
Kasakar samþykktu í dag með yfirgnæfandi meirihluta að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Kasakstan. Yfir sextíu og átta prósent landsmanna á kjörskrá greiddu atkvæði og sjötíu og sjö prósent þeirra kusu með breyttri stjórnarskrá.
Her Norður-Kóreu skaut eldflaugum í Kyrrahaf
Norður Kórea skaut í dag minnst einni eldflaug af kafbát í Kyrrahafi, að sögn Suður Kóreskra hernaðaryfirvalda.
07.05.2022 - 06:50
Vélmennið Asimo á eftirlaun eftir farsæla starfsævi
Þekktasta vélmenni Japans, Asimo, vann sinn síðasta vinnudag í gær. Í dag fór það því á eftirlaun eftir farsælt tuttugu og tveggja ára starf. 
01.04.2022 - 13:08
Erlent · Japan · Hátækni · vélmenni · Asía
Skæð bylgja og meirihluti eldri borgara óbólusettur
Covid-smitum hefur fjölgað mikið í borginni Hong Kong síðustu vikur. Heilbrigðiskerfið ræður illa við álagið, líkhús eru yfirfull og líkkistur að verða uppseldar.
19.03.2022 - 13:45
Forsetaembættið í erfðir í Túrkmenistan
Serdar Berdymukhamedov var um helgina kjörinn nýr forseti Túrkmenistan með um 73% greiddra atkvæða.  Berdymukhamedov er sonur sitjandi forseta, Gurbanguly Berdymukhamedov, sem hefur verið á valdastóli frá árinu 2007.
15.03.2022 - 08:11
Sjónvarpsfrétt
Vonar að mótmælin hafi ekki verið til einskis
Rykið er farið að setjast í Kasakstan eftir fjölmenn mótmæli í byrjun árs. Tolqyn Abdirova, Kasaki sem er búsett á Íslandi, kveðst vona að lífskjör almennings batni, að fólk hafi ekki fórnað lífi sínu og heilsu í mótmælunum til einskis. 
16.01.2022 - 19:45