Færslur: Asía

Her Norður-Kóreu skaut eldflaugum í Kyrrahaf
Norður Kórea skaut í dag minnst einni eldflaug af kafbát í Kyrrahafi, að sögn Suður Kóreskra hernaðaryfirvalda.
07.05.2022 - 06:50
Vélmennið Asimo á eftirlaun eftir farsæla starfsævi
Þekktasta vélmenni Japans, Asimo, vann sinn síðasta vinnudag í gær. Í dag fór það því á eftirlaun eftir farsælt tuttugu og tveggja ára starf. 
01.04.2022 - 13:08
Erlent · Japan · Hátækni · vélmenni · Asía
Skæð bylgja og meirihluti eldri borgara óbólusettur
Covid-smitum hefur fjölgað mikið í borginni Hong Kong síðustu vikur. Heilbrigðiskerfið ræður illa við álagið, líkhús eru yfirfull og líkkistur að verða uppseldar.
19.03.2022 - 13:45
Forsetaembættið í erfðir í Túrkmenistan
Serdar Berdymukhamedov var um helgina kjörinn nýr forseti Túrkmenistan með um 73% greiddra atkvæða.  Berdymukhamedov er sonur sitjandi forseta, Gurbanguly Berdymukhamedov, sem hefur verið á valdastóli frá árinu 2007.
15.03.2022 - 08:11
Sjónvarpsfrétt
Vonar að mótmælin hafi ekki verið til einskis
Rykið er farið að setjast í Kasakstan eftir fjölmenn mótmæli í byrjun árs. Tolqyn Abdirova, Kasaki sem er búsett á Íslandi, kveðst vona að lífskjör almennings batni, að fólk hafi ekki fórnað lífi sínu og heilsu í mótmælunum til einskis. 
16.01.2022 - 19:45
Teiknað kort leiddi til sameiningar mæðgina
Gott minni manns í Kína varð til þess að hann gat átt endurfundi við móður sína í gær, eftir meira en þrjátíu ára aðskilnað. Honum var rænt í æsku en teiknaði kort, eftir minni, af þorpinu sem hann bjó í, og birti á netinu. Það varð til þess að móðir hans fannst.
02.01.2022 - 14:11
Utanríkismálin mættu afgangi í nýársávarpi Kim
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, minntist ekkert á kjarnorkuvopn og lítið á utanríkismál í nýársávarpi sínu. Leiðtoginn hefur jafnan nýtt ávarpið til stórra yfirlýsinga um samskipti landsins við umheiminn.
01.01.2022 - 10:53
Suu Kyi dæmd í fjögurra ára fangelsi í morgun
Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar dæmdi Aung San Suu Kyi fyrrverandi leiðtoga landsins til fjögurra ára fangavistar í morgun. Hún hlaut dóminn fyrir undirróður og hvatningu til óhlýðni við herforingjastjórnina auk brota á sóttvarnarreglum.
Sendiherra kallaður á fund vegna ummæla Abe um Taívan
Utanríkisráðuneyti Kína kallaði Hideo Tarumi sendiherra Japans í landinu á sinn fund í gærkvöldi vegna ummæla sem Senso Abe fyrrverandi forsætisráðherra lét falla varðandi stöðu Taívans.
02.12.2021 - 05:14
Örlítil glufa til viðbótar opnuð við landamæri Ástralíu
Ríkisstjórn Ástralíu tilkynnti í morgun að erlendum námsmönnum og erlendu fagmenntuðu starfsfólki verði að nýju heimilað að koma til landsins. Háskólar hafa kallað eftir breytingum á ströngum ferðareglum.
Kínastjórn breytir stjórnmálasamskiptum við Litháen
Kínastjórn hefur ákveðið að í stað sendiherra verði sendifulltrúi eða „charge d'affaires“ í Litháen. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins í morgun sem viðbrögð við auknum tengslum Litháens við Taívan.
MeToo hreyfingin á undir högg að sækja í Kína
MeToo hreyfingin í Kína hefur mátt þola mikla ritskoðun en réttarkerfið þar í landi leggur þungar byrðar á þolendur kynferðisbrota. Femínistar eru ofsóttir og fangelsaðir.
20.11.2021 - 04:15
Japanska ríkið dælir gríðarmiklu fé í efnahagslífið
Fumio Kishida forsætisráðherra Japans tilkynnti í morgun þá fyrirætlan að örva efnahag landsins með sem nemur 490 milljörðum Bandaríkjadala.
19.11.2021 - 04:36
ISIS-K hreiðra um sig í Afganistan og valda miklum usla
Hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur vaxið mjög fiskur um hrygg í Afganistan. Í raun er svo komið að fylkingar þeirra hafa hreiðrað um sig um allt land og hafa valdið miklum usla.
Suu Kyi ákærð fyrir kosningasvindl
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákært Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli í ársbyrjun. Ákæruefnin snúa að meintu kosningasvindli í á síðasta ári þar sem NLD flokkur Suu Kyi tryggði sér meirihluta á þingi.
Bandarískur blaðamaður laus úr haldi í Mjanmar
Bandaríska blaðamanninum Danny Fenster var sleppt úr haldi stjórnvalda í Mjanmar í dag eftir sex mánaða varðhald. Í liðinni viku hlaut hann ellefu ára dóm fyrir undirróðursstarfsemi, tengsl við ólögleg félagasamtök og brot á reglum um vegabréfsáritanir.
Loksins dagur án andláts af völdum COVID-19 í Japan
Enginn lést af völdum COVID-19 í Japan í gær en það er í fyrsta skipti í fimmtán mánuði að svo ber til. Bólusetningar fóru hægt af stað í Japan en sífellt fjölgar bólusettum landsmönnum.
Nýja Delí á Indlandi umvafin eitruðu mistri
Þykkt mistur eitraðs lofts liggur yfir Nýju Delí höfuðborg Indlands eftir næturlanga flugeldaskothríð í tilefni af Diwali ljósahátíð hindúa. Þó lagði hæstiréttur landsins bann við sölu flugelda í borginni og yfirvöld hvöttu íbúa til að fagna hátíðinni án þeirra.
05.11.2021 - 07:06
Evrópsk sendinefnd heitir Taívönum fullum stuðningi
Raphael Glucksmann sem fer fyrir sendinefnd Evrópuþingmanna til Taívan heitir ríkinu samstöðu en kínversk yfirvöld beita það nú miklum þrýstingi.
04.11.2021 - 05:53
Háttsettur herforingi Talibana féll í árás á sjúkrahús
Yfirmaður herafla Talibana í Kabúl, Hamdullah Mokhlis var einn þeirra sem féllu í árás vígamanna Khorasan-héraðs arms samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki á Sardar Daud Khan sjúkrahúsið í borginni í gær.
03.11.2021 - 06:18
Sjö manna sendinefnd Evrópuþingsins komin til Taívan
Sjö manna sendinefnd á vegum Evrópuþingsins kom til Taívan í morgun. Heimsóknin er hluti þeirrar stefnu Evrópusambandsins að styrkja tengslin við eyríkið þrátt fyrir viðvaranir Kínastjórnar.
Lágstemmt keisaralegt brúðkaup í Japan
Mako Japansprinsessa gekk að eiga unnusta sinn Kei Kumuro í morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá keisarahöllinni. Athöfnin var lágstemmd í ljósi þess hve umdeildur ráðahagurinn hefur verið.
26.10.2021 - 02:40
Tólf almennir borgarar fallnir í Kasmír-héraði
Almennur borgari lét lífið í kúlnahríð milli indverskra öryggissveita og uppreisnarmanna í Kasmír-héraði í morgun. Átök hafa færst í aukana þar undanfarna mánuði en tólf óbreyttir borgarar hafa fallið frá mánaðamótum.
24.10.2021 - 12:03
Tugþúsundir mótmæltu árásum á hindúa í Bangladess
Tugir þúsunda sem tilheyra minnihlutatrúarbrögðum héldu útifundi víðsvegar um Bangladess í dag. Ástæðan er fjöldi mannskæðra árása á hof og heimili hindúa í landinu undanfarið.
23.10.2021 - 14:32
Árás á raforkukerfi Afganistan á ábyrgði ISIS-K
ISIS-K, Khorasan-héraðs armur samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki kváðust í dag bera ábyrgð á sprengjuárás sem felldi háspennumöstur og olli víðtæku rafmagnsleysi í Kabúl höfuðborg Afganistan í gær.
23.10.2021 - 01:12