Færslur: Armenía

Setur sig ekki upp á móti NATO-aðild Finna og Svía
Vladimír Pútín Rússlandsforseti virðist hafa skipt um skoðun varðandi áform Finna og Svía um að ganga í Atlantshafsbandalagið og segist ekkert hafa við þau að athuga. Öðru máli gegni þó um mögulega hernaðaruppbyggingu NATO í löndunum tveimur.
Rússland og Armenía hyggjast auka samvinnu
Rússland og Armenía hyggjast auka á samvinnu sína er meðal þess sem fram kom á fundi Nikols Pasjinian, forseta landsins með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í dag.
Friðarviðræður í bígerð milli Asera og Armena
Leiðtogar Aserbaísjan og Armeníu undirbúa nú friðarviðræður en í lok síðasta mánaðar blossuðu að nýju upp deilur ríkjanna um héraðið Nagorno-Karabakh. Það hefur verið ásteitingarsteinn í samskiptum Asera og Armena áratugum saman og iðulega slegið í brýnu milli ríkjanna.
Merki virðast um spennu í Nagorno-Karabakh
Rússa grunar að stjórnvöld í Aserbaísjan virðast hafa ætlað að sæta færis meðan á hernaðinum í Úkraínu stendur og lauma hersveitum inn í Nagorno-Karabakh. Héraðið hefur verið ásteitingarsteinn í samskiptum Asera og Armena áratugum saman og iðulega slegið í brýnu. Héraðið tilheyrir Aserbaísjan, en er að mestu byggt Armenum.
Aserbaísjan
Sleppa armenskum föngum til að liðka fyrir viðræðum
Yfirvöld í Aserbaísjan leystu átta armenska fanga úr haldi á mánudag og leyfðu þeim að halda til síns heima, eftir fund forseta landsins með Frakklandsforseta og forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Í frétt AFP segir að frelsun fanganna hafi verið liður í því að greiða fyrir áframhaldandi viðræðum Asera við Frakka og Evrópusambandið um lausn á landamæradeilum þeirra við nágranna sína í Armeníu.
08.02.2022 - 03:42
Armeníuforseti segir af sér vegna eigin áhrifaleysis
Forseti Armeníu tilkynnti á sunnudag að hann kæri sig ekki um að gegna embættinu lengur vegna áhrifa- og valdaleysis og hyggist því segja af sér embætti.
23.01.2022 - 23:49
Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · Armenía
Bandalag fyrrum Sovétríkja sendir lið til Kasakstan
Samvinnu- og öryggisbandalag fyrrum sovétlýðvelda, hernaðarbandalag Rússa og fimm annarra fyrrum Sovétríkja, hyggst senda friðargæslulið til Kasakstans að beiðni forsetans Kassym-Jomarts Tokayevs. Fréttir bárust af því í morgunsárið að skothríð hefði brotist út í miðborg Almaty, fjölmennustu borgar landsins, og að brynvagnar og hermenn hafi verið sendir gegn nokkur hundruð mótmælendum sem þar voru. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni eða meiðslum í þeim átökum enn.
06.01.2022 - 05:48
Armenar og Aserar ætla að gera út um landamæradeilur
Leiðtogar Armeníu og Aserbaísjan sammæltust um það á fundi í rússnesku borginni Sotsjí að hefja friðarviðræður og setja á laggirnar sameiginlega nefnd, sem ætlað er að ákvarða hvar landamæri ríkjanna liggja. Leiðtogar landanna, þeir Nikol Pashinyan forsætisráðherra Armeníu og Ilham Aliyev forseti Aserbaísjans hittust í Sotsjí að undirlagi Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta.
27.11.2021 - 00:23
Vilja aðstoð Rússa í nýjum átökum við Asera
Stjórnvöld í Armeníu báðu Rússa í dag um aðstoð við að verjast árásum aserska hersins á landamærum ríkjanna tveggja. Rússneski miðillinn TASS greindi frá og sagði átök hafa brotist út á svæðinu á nýjan leik.
16.11.2021 - 13:12
Sakar Asera um brot á landamærunum
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir aserska hermenn hafa farið ólöglega yfir landamæri ríkjanna á sunnudag og hefur rekið Arshak Karapetyan varnarmálaráðherra vegna málsins. Þetta segir í frétt rússneska miðilsins RIA í dag.
15.11.2021 - 15:20
Armenía: Flokkur forsætisráðherrans með yfirburðastöðu
Fyrstu tölur í þingkosningum í Armeníu benda til öruggs sigurs Borgarasambandsins, flokks forsætisráðherrans Nikols Pashinyan. Um 30% atkvæða hafa verið talin en talið er að um helmings þátttaka hafi verið í kosningunum.
20.06.2021 - 22:55
Hörð kosningabarátta að baki í Armeníu - kosið í dag
Þingkosningar eru í Armeníu í dag. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra boðaði til kosninganna í mars síðastliðnum í von um að leysa stjórnarkreppu sem ríkti í landinu frá undirritun vopnahléssamkomulags við Asera.
20.06.2021 - 05:50
Armenskir hermenn teknir af Aserum
Sex armenskir hermenn voru handteknir við landamærin að Aserbaísjan í gær. Varnarmálaráðuneyti Aserbaísjans greindi frá þessu og segir hermennina hafa reynt að komast yfir á aserskt landsvæði í Kelbajar.
28.05.2021 - 04:42
Þingmenn hvetja stjórnvöld til að viðurkenna þjóðarmorð
Hópur þingmanna úr nokkrum stjórnmálaflokkum hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að íslensk stjórnvöld viðurkenni að framið hafi verið þjóðarmorð á Armenum á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Forsætisráðherra Armeníu segir af sér
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur sagt af sér og staðfest að þingkosningar fari fram í landinu 20. júní. Með því vonast hann til að leysa stjórnarkreppu sem ríkt hefur frá því að stríði Armena við Asera um héraðið Nagorno Karabakh lauk í nóvember.
25.04.2021 - 09:16
Tyrkir bregðast hart við yfirlýsingu Bidens um Armeníu
Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands boðaði David Satterfield sendiherra Bandaríkjanna í landinu á sinn fund í dag til að mótmæla þeirri ákvörðun Joe Biden forseta að viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum. AFP fréttastofan hefur þetta eftir tyrknesku ríkisfréttastofunni Anadolu.
Biden hyggst viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum
Búast má við að Joe Biden Bandaríkjaforseti viðurkenni í dag laugardag að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimstyrjöldinni. Þetta kom fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Þingkosningar í Armeníu í sumar
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, boðaði í dag til þingkosninga 20. júní. Með því vonast hann til að leysa stjórnarkreppu sem ríkt hefur frá því að stríði Armena við Asera um héraðið Nagorno Karabakh lauk í nóvember. Því lauk með því að Pashinyan féllst á vopnahléssamkomulag sem fól meðal annars í sér að Armenar þurftu að láta af hendi nokkurn hluta héraðsins sem barist hafði verið um.
18.03.2021 - 14:51
Armenía dregur sig úr Eurovision
Armenar taka ekki þátt í Eurovision í ár. Mikil ólga er í landinu eftir stríðsátök við Aserbaísjan og sér ríkisútvarp Armena sér ekki fært að senda atriði í keppnina eins og ástandið er.
05.03.2021 - 11:53
Tilbúinn í kosningar í Armeníu
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, er reiðubúinn að rjúfa þing og boða til kosninga, verði það til að rjúfa pólitíska kreppu sem ríkt hefur í landinu frá lokum stríðsins við Aserbaísjan í fyrra. 
01.03.2021 - 17:46
Allt á suðupunkti í Armeníu
Allt virðist á suðupunkti í Armeníu. Nikol Pashinjan, forsætisráðherra landsins, fordæmdi í morgun það sem hann kallaði tilraun hersins til valdaráns og hvatti stuðningsmenn sína til að fjölmenna út á götur. Stjórnarandstaðan ítrekaði í morgun kröfur um afsögn forsætisráðherrans.
25.02.2021 - 12:08
Amnesty sakar Asera og Armena um stríðsglæpi
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International segja stríðsglæpi hafa verið framda í átökum Asera og Armena um fjallahéraði Nagorno-Karabakh í haust. Aftökur hermanna og borgara án dóms og laga, pyntingar og misþyrmingar á stríðsföngum og svívirðing jarðneskra leifa fallinna hermanna er á meðal þeirra stríðsglæpa sem rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós.
Aserar endurheimta svæði við Nagorno-Karabakh
Aserar hafa tekið við yfirráðum héruðum í kringum Nagorno-Karabakh, sem Armenar samþykktu að láta af hendi í nýju friðarsamkomulagi. Aserskar hersveitir héldu inn í héraðið Lachin í gær, en áður höfðu Aserar tekið héruðin Aghdam og Kalbajar.
01.12.2020 - 08:40
Heimskviður
Nagorno-Karabakh: Jerúsalem fyrir Armena og Asera
Nagorno-Karabakh, lítið hérað í Suður-Kákasusfjöllunum, hefur verið bitbein Armeníu og Aserbaísjan áratugum saman. Nýlega kom til harðra átaka þar, sem endaði með friðarsamkomulagi, sem ekki allir eru ánægðir með. Síðasta friðarsamkomulag entist í 26 ár. Að baki ófriðnum eru flókin pólitísk átök sem fleiri þjóðir hafa dregist í.
21.11.2020 - 08:13
Rússar og Tyrkir ræða sameiginlegt eftirlit
Rússnesk sendinefnd er væntanleg til Tyrklands til að ræða sameiginlegt eftirlit með vopnahléi Armena og Asera. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun.
12.11.2020 - 09:03