Færslur: Argentína

COVID-smit Argentínuforseta staðfest
Svokallað PCR-próf staðfesti það sem Alberto Fernandez, Argentínuforseta grunaði eftir mótefnapróf, nefnilega að hann er smitaður af COVID-19, þrátt fyrir að vera fullbólusettur með hinu rússneska Spútnik-bóluefni.
Mögulega með COVID-19 þrátt fyrir bólusetningu
Alberto Fernandez, forseti Argentínu, tilkynnti í gærkvöld að hann hefði líklega veikst af COVID-19, þrátt fyrir að vera fullbólusettur með rússneska Spútnik-bóluefninu. Einkennin eru þó væg, enn sem komið er að minnsta kosti. „Í lok dags, eftir að ég mældist með 37,3 gráðu hita og fann fyrir svolitlum höfuðverk, þá fór ég í mótefnapróf, sem reyndist jákvætt,“ skrifaði forsetinn á Twitter. Hann bætti við að hann hefði líka farið í PCR-próf, og biði niðurstaðna úr því.
Myndskeið
Klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu bóluefni
Víða hefur komist upp um fólk nýlega sem svindlar sér fram fyrir forgangshópa í bólusetningaröðinni. Í flestum tilfellum eru það ráðamenn sem eiga sökina en þó ekki alltaf. Tvær konur Flórída klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu fyrri sprautuna en voru nappaðar þegar þær ætluðu að fá þá seinni.
Argentína
Ráðherra rekinn fyrir að redda vinum sínum bólusetningu
Alberto Fernández, forseti Argentínu, fór í gærkvöld fram á afsögn heilbrigðisráðherra landsins vegna trúnaðarbrests og grun um spillingu. Ginés González García, varð uppvís að því að hleypa vinum og vandamönnum fram fyrir í bólusetningarröðinni. Ráðherrann hefur þegar farið að tilmælum forsetans og sagt af sér embætti.
Spútnik-bóluefni til Mexíkós og Brasilíu
Stjórnvöld í Mexíkó hafa tryggt sér milljónir skammta af rússneska bóluefninu Spútnik. Brasilíumenn eru að leggja lokahönd á samninga um kaup á milljónum skammta af hvorutveggja Spútnik-bóluefninu og indverska bóluefninu Covaxin. Spútnik er talið álíka skilvirkt og bestu, vestrænu bóluefnin á markaðnum en áreiðanlegar upplýsingar um virkni Covaxin liggja ekki fyrir.
Efnamiklir Argentínumenn skattlagðir sérstaklega
Sérstakur skattur á efnamestu íbúa Argentínu tók gildi í gær. Ríkið hyggst nota tekjurnar til að greiða fyrir læknabúnað og styrki til fyrirtækja sem eiga í fjárhagsvanda vegna kórónuveirufaraldursins. Skatturinn er lagður á þá sem eiga eignir að verðmæti 200 milljóna pesóa, jafnvirði um 300 milljóna króna, eða meira.
30.01.2021 - 08:13
Breska afbrigði kórónuveirunnar greinist í Argentínu
Argentínsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að fyrsta tilfelli hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar hefði greinst þar í landi. AFP-fréttastofan greinir frá að smitið greindist í manni sem flaug seint í desember til Argentínu frá Bretlandi. Breska afbrigðið er talið vera mun meira smitandi en önnur.
Lögleiða fóstureyðingar í Argentínu
Efri deild argentínska þjóðþingsins lögleiddi í dag fóstureyðingar til og með 14 viku meðgöngu. Fjöldi fólks hópuðust út á götu í gær meðan beðið var eftir niðurstöðu þingsins en heitar umræður stóðu yfir allt að tólf tíma í þinginu áður en löggjöfin var samþykkt með 38 atkvæða meirihluta. 29 greiddu atkvæði á móti.
30.12.2020 - 13:40
Bólusetning hafin í Rómönsku Ameríku
Bólusetning gegn COVID-19 hófst í Rómönsku Ameríku í gær, aðfangadag, þegar heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó, Chile og Kostaríka hrintu bólusetningarherferðum sínum af stokkunum. Ekki verður byrjað að bóluetja í Brasilíu fyrr en um miðjan febrúar.
Messi bætti 46 ára gamalt met Pelés
Lionel Messi, sá mikli markahrókur, sló í gær áratugagamalt met Brasilíumannsins Pelés, þegar hann skoraði 644. mark sitt fyrir Barcelona. Þar með hefur hann skorað fleiri mörk fyrir eitt og sama liðið en nokkur maður annar.
23.12.2020 - 03:18
Fulltrúadeild Argentínuþings heimilar þungunarrof
Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Argentínuþings samþykkti í gærkvöld frumvarp sem eykur mjög rétt kvenna til að undirgangast þungunarrof. 131 þingmaður samþykkti frumvarpið en 117 voru á móti. Til að lögin öðlist gildi þarf öldungadeild þingsins líka að samþykkja þau. Stjórnmálaskýrendur telja að enn mjórra verði á mununum þar en í fulltrúadeildinni. Svipað frumvarp var samþykkt í fulltrúadeildinni fyrir tveimur árum en fellt í öldungadeildinni.
Skattleggja auðuga vegna COVID-19
Argentísk stjórnvöld hafa samþykkt að hækka skatta á auðugustu borgara landsins til að standa straum af kostnaði við kaup á sjúkragögnum og neyðaraðstoð vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hefur um ein og hálf milljón íbúa landsins smitast af sjúkdómnum og um fjörutíu þúsund látið lífið.
05.12.2020 - 15:49
Yfir 400.000 dáin af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku
Yfir 400.000 manns hafa nú dáið af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og Karíbahafsríkjum í norðri til suðurodda Argentínu og Chile í suðri. Klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma voru dauðsföllin orðin 400.524 samkvæmt frétt AFP, sem byggð er á opinberum gögnum frá öllum ríkjum þessa heimshluta.
31.10.2020 - 06:17
Yfir milljón COVID-19 smit í Argentínu
Argentína varð í gær fimmta ríkið í heiminum, þar sem fleiri en milljón manns hafa greinst með COVID-19. Yfir 40 milljónir hafa nú greinst með veiruna á heimsvísu.
20.10.2020 - 03:52
Erfðabreytt hveiti í Argentínu þolir þurrka
Argentína varð í gær fyrsta ríki heims til þess að samþykkja ræktun erfðabreytts hveitis. Erfðabreytingin gerir hveitinu kleift að vaxa þrátt fyrir þurrka.
Fimm daga brottvísun af þingi fyrir brjóstaþukl
Kæruleysi við heimavinnu getur reynst dýrkeypt á tímum kórónuveirufaraldurs. Því fékk argentínski þingmaðurinn Juan Emilio Ameri að kynnast í gær, eftir að aðrir þingmenn urðu vitni að ástarleikjum hans og kærustu hans.
25.09.2020 - 07:06
Spegillinn
Mannrán, pyntingar, nauðganir og morð
Kondórinn er allra ránfugla stærstur og jafnframt heitið á sameiginlegri leyniþjónustu átta einræðisríkja í Suður-Ameríku. Þau sameinuðust um mannrán, pyntingar, nauðganir og morð á mörg hundruð pólitískum andsæðingum þeirra á áttunda og níunda áratugnum.
05.09.2020 - 08:31
Bóluefni gegn Covid-19 gefið framlínustarfsfólki í Kína
Kínverjar segjast hafa gefið fólki í áhættustörfum bóluefni gegn Covid-19 síðan í júlí.
Macri sakaður um njósnir á blaðamönnum
Leyniþjónustan í Argentínu krefst rannsóknar á fyrrverandi forsetanum Mauricio Macri vegna gruns um að hann hafi njósnað um yfir 400 blaðamenn. AFP kveðst hafa heimildir fyrir þessu, og segir að nokkrir blaðamenn úr þeirra röðum séu á lista yfir fólk sem átti að njósna um í kringum fundi G20 ríkja og Alþjóðaviðskiptaráðsins í Buenos Aires undanfarin ár.
Útgöngubann í gjörvallri Argentínu
Alberto Fernández, forseti Argentínu, gaf í gærkvöld út tilskipun þess efnis að allir landsmenn skuli halda sig heimavið frá deginum í dag til 31. mars, til að hamla gegn útbreiðslu COVID-19 í landinu. Heimasóttkvíin er ekki valkvæð, heldur lögbundin skylda, sagði forsetinn í sjónvarpsávarpi að kvöldi fimmtudags, og hét því að öllum tiltækum ráðum yrði beitt til að verja heilsufar þjóðarinnar.
20.03.2020 - 04:31
Kaþólskir prestar níddust á heyrnarlausum börnum
Tveir kaþólskir prestar í Argentínu voru í gær dæmdir fyrir nauðgun og kynferðisafbrot gegn heyrnarlausum börnum í skóla á vegum kirkjunnar. Brotin voru framin á árunum 2004 til 2016.
Sigri Albertos Fernandez fagnað
Gengi argentínska pesóans gagnvart Bandaríkjadollar hækkaði um þrjú prósent í dag, eftir að fyrir lá að Alberto Fernandez, frambjóðandi Peronista, hefði sigrað í forsetakosningum í gær. Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, óskaði honum til hamingju á Twitter.
28.10.2019 - 16:41
Fernandez nýr forseti Argentínu
Alberto Fernandez verður næsti forseti Argentínu eftir öruggan sigur í fyrstu umferð forsetakosninganna í gær. Hann hlaut nærri 48 prósent atkvæða þegar talningu var við það að ljúka, sem er vel yfir þeim 45 prósentum sem þarf til að ná kjöri í fyrstu umferð. Fráfarandi forseti, Mauricio Macri, kom næstur með um 40,5 prósent. Fyrrverandi forsetinn Christina Kirchner verður varaforseti Fernandez. 
28.10.2019 - 01:36
EFTA og Mercosur sömdu í skugga skógarelda
EFTA-ríkin og aðildaríki Mercosur hafa náð samningum um fríverslun. Mercosur ríkin fjögur eru Argentína, Brasilía, Úrúgvæ og Paragvæ. ESB hefur undirritað samning við ríkin sem Donald Tusk, forseti ráðherraráðsins, segir ólíklegt að verði fullgiltur innan ESB á meðan ekki sé meira gert til að ráða niðurlögum eldanna í Amazon regnskóginum í Brasilíu.
24.08.2019 - 16:21
Argentínskur fjármálamarkaður skelfur
Hlutabréf í kauphöllinni í Buenos Aires í Argentínu féllu um 7,8 prósent eftir að Herman Lacunza, nýr efnahagsráðherra landsins hét því að gera gengi pesóans stöðugt að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendinefnd frá sjóðnum er væntanleg til landsins á næstunni til að ræða leiðir til að bæta stöðu efnahagsmála.
20.08.2019 - 17:03