Færslur: Argentína

Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Myndskeið
Gróðureldar í Argentínu breyta degi í nótt
Slökkvilið í norðausturhluta Argentínu hefur barist við mikla gróðurelda vikum saman. Nær átta þúsund ferkílómetrar af landsvæði hefur eyðilagst í einu héraði.
21.02.2022 - 15:10
24 hafa dáið af neyslu eitraðs kókaíns
24 hafa látið lífið í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, eftir neyslu kókaíns sem blandað var öðru og enn eitaðara efni. 23 eru enn á sjúkrahúsi og eru átta þeirra í öndunarvél og sögð í lífshættu. Þetta upplýsa heilbrigðisyfirvöld í Buenos Aires. Líklegast er talið að kókaínið hafi verið blandað ópíóíðum.
Minnst sautján dóu eftir neyslu baneitraðs kókaíns
Minnst sautján manns létu lífið í úthverfi Buenos Aires í Argentínu í gær, eftir neyslu kókaíns sem blandað hafði verið öðru eiturefni, mögulega ópíóíðum. Lögregla segist vinna að því hörðum höndum að komast að því hverju blandað var í kókaínið og koma blöndunni „úr umferð.“
Heimsglugginn
Lagaval Merkel vekur athygli
Angela Merkel, fráfarandi kanslari Þýskalands, verður kvödd í kvöld með athöfn sem nefnist Der Großer Zapfenstreich. Það er formleg athöfn hermanna sem hafa lokið skyldustörfum dagsins og hverfa til herbúða sinna að kvöldi. Hún fær að velja þrjú lög sem lúðrasveit hersins leikur og mikla athygli hefur vakið að eitt laganna var sungið af erkipönkaranum Ninu Hagen, Du hast den Farbfilm vergessen eða þú gleymdir litfilmunni.
Diego litli bróðir Mara og Dona er í heiminn fæddur
Argentísku hjónin Walter og Victoria Rotundo eignuðust dreng í gær sem hlotið hefur nafnið Diego til heiðurs knattspyrnukappanum Diego Armando Maradona sem lést fyrir réttu ári.
26.11.2021 - 01:36
Ríkisstjórn Argentínu tapaði þingmeirihluta í gær
Ríkisstjórn Argentínu hefur ekki lengur meirihluta þingmanna að baki sér, eftir að stjórnarflokkarnir töpuðu minnst sex öldungadeildarþingmönnum í þingkosningum sem haldnar voru í landinu í gær.
15.11.2021 - 04:14
Argentína
Fagna framförum en hvetja stjórnvöld til frekari dáða
Þúsundir Argentínumanna fögnuðu í gær þeim árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinseginfólks og kvenna í landinu. Hátíðahöldin stóðu klukkustundum saman í miðborg Buenos Aires og höfðu á sér glaðlegan blæ enda 30. gleðigangan í borginni.
Vöruverð fryst til að spyrna við verðbólgu
Argentísk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi við fjölda einkafyrirtækja um að frysta vöruverð í nokkra mánuði til að draga úr verðbólgu í landinu. Fátækt er mikil og verðbólga hefur geisað í tvo áratugi.
Kennsl borin á lík sex argentínskra hermanna
Borin hafa verið kennsl á líkamsleifar sex argentínskra hermanna sem féllu í Falklandseyjastríðinu árið 1982. Fjöldi hermanna var lagður til hinstu hvílu í ómerktum gröfum að stríðinu loknu.
Argentína er Suður-Ameríkumeistari í fótbolta
Lið Argentínu varð í nótt Suður-Ameríkumeistari í fótbolta karla þegar það sigraði lið heimamanna í Brasilíu með einu marki gegn engu. Angel di Maria skoraði markið sem færði Argentínumönnum fyrsta stóra, alþjóðlega titilinn í 28 ár og stórstjörnunni Lionel Messi sinn fyrsta sigur á stórmóti með landsliðinu.
11.07.2021 - 03:22
„Læknarnir drápu Diego“
Lögmaður hjúkrunarfræðings, sem sætir rannsókn vegna andláts knattspyrnumannsins Diego Maradona, fullyrðir að kenna megi hirðuleysi lækna um hvernig fór. „Þeir drápu Diego,“ sagði Rodolfo Baque við fréttamenn eftir að yfirheyrslum ákæranda yfir hjúkrunarfræðingnum Dahiana Gisela Madrid lauk í gær.
Segir Maradona hafa verið sofandi og andað eðlilega
Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um vanrækslu í tengslum við andlát argentísku knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona bar fyrir sig í yfirheyrslum að honum hefði verið bannað að trufla Maradona meðan hann svæfi.
Óvíst hvort S-Ameríkukeppnin í fótbolta verður haldin
Suðurameríkukeppnin í fótbolta verður ekki haldin í Argentínu í sumar eins og til stóð „í ljósi aðstæðna sem nú eru uppi," segir í yfirlýsingu sem knattspyrnusamband Suður Ameríku, CONMEBOL, sendi frá sér í gær. Er þar vísað til þess að önnur bylgja heimsfaraldurs kórónaveirunnar geisar nú af miklum þunga í Argentínu, sem átti að vera annar tveggja gestgjafa keppninnar ásamt Kólumbíu.
31.05.2021 - 04:48
Sjö ákærðir í tengslum við andlát Maradona
Sjö argentínskir heilbrigðisstarfsmenn voru í gær ákærðir vegna gruns um manndráp í tengslum við andlát knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona. Maradona lést af völdum hjartabilunar í nóvember í fyrra, sextugur að aldri. Nokkrum dögum áður fór hann í vel heppnaða aðgerð vegna blóðtappa í heila.
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57
COVID-smit Argentínuforseta staðfest
Svokallað PCR-próf staðfesti það sem Alberto Fernandez, Argentínuforseta grunaði eftir mótefnapróf, nefnilega að hann er smitaður af COVID-19, þrátt fyrir að vera fullbólusettur með hinu rússneska Spútnik-bóluefni.
Mögulega með COVID-19 þrátt fyrir bólusetningu
Alberto Fernandez, forseti Argentínu, tilkynnti í gærkvöld að hann hefði líklega veikst af COVID-19, þrátt fyrir að vera fullbólusettur með rússneska Spútnik-bóluefninu. Einkennin eru þó væg, enn sem komið er að minnsta kosti. „Í lok dags, eftir að ég mældist með 37,3 gráðu hita og fann fyrir svolitlum höfuðverk, þá fór ég í mótefnapróf, sem reyndist jákvætt,“ skrifaði forsetinn á Twitter. Hann bætti við að hann hefði líka farið í PCR-próf, og biði niðurstaðna úr því.
Myndskeið
Klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu bóluefni
Víða hefur komist upp um fólk nýlega sem svindlar sér fram fyrir forgangshópa í bólusetningaröðinni. Í flestum tilfellum eru það ráðamenn sem eiga sökina en þó ekki alltaf. Tvær konur Flórída klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu fyrri sprautuna en voru nappaðar þegar þær ætluðu að fá þá seinni.
Argentína
Ráðherra rekinn fyrir að redda vinum sínum bólusetningu
Alberto Fernández, forseti Argentínu, fór í gærkvöld fram á afsögn heilbrigðisráðherra landsins vegna trúnaðarbrests og grun um spillingu. Ginés González García, varð uppvís að því að hleypa vinum og vandamönnum fram fyrir í bólusetningarröðinni. Ráðherrann hefur þegar farið að tilmælum forsetans og sagt af sér embætti.
Spútnik-bóluefni til Mexíkós og Brasilíu
Stjórnvöld í Mexíkó hafa tryggt sér milljónir skammta af rússneska bóluefninu Spútnik. Brasilíumenn eru að leggja lokahönd á samninga um kaup á milljónum skammta af hvorutveggja Spútnik-bóluefninu og indverska bóluefninu Covaxin. Spútnik er talið álíka skilvirkt og bestu, vestrænu bóluefnin á markaðnum en áreiðanlegar upplýsingar um virkni Covaxin liggja ekki fyrir.
Efnamiklir Argentínumenn skattlagðir sérstaklega
Sérstakur skattur á efnamestu íbúa Argentínu tók gildi í gær. Ríkið hyggst nota tekjurnar til að greiða fyrir læknabúnað og styrki til fyrirtækja sem eiga í fjárhagsvanda vegna kórónuveirufaraldursins. Skatturinn er lagður á þá sem eiga eignir að verðmæti 200 milljóna pesóa, jafnvirði um 300 milljóna króna, eða meira.
30.01.2021 - 08:13
Breska afbrigði kórónuveirunnar greinist í Argentínu
Argentínsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að fyrsta tilfelli hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar hefði greinst þar í landi. AFP-fréttastofan greinir frá að smitið greindist í manni sem flaug seint í desember til Argentínu frá Bretlandi. Breska afbrigðið er talið vera mun meira smitandi en önnur.
Lögleiða fóstureyðingar í Argentínu
Efri deild argentínska þjóðþingsins lögleiddi í dag fóstureyðingar til og með 14 viku meðgöngu. Fjöldi fólks hópuðust út á götu í gær meðan beðið var eftir niðurstöðu þingsins en heitar umræður stóðu yfir allt að tólf tíma í þinginu áður en löggjöfin var samþykkt með 38 atkvæða meirihluta. 29 greiddu atkvæði á móti.
30.12.2020 - 13:40
Bólusetning hafin í Rómönsku Ameríku
Bólusetning gegn COVID-19 hófst í Rómönsku Ameríku í gær, aðfangadag, þegar heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó, Chile og Kostaríka hrintu bólusetningarherferðum sínum af stokkunum. Ekki verður byrjað að bóluetja í Brasilíu fyrr en um miðjan febrúar.