Færslur: Argentína

Fimm daga brottvísun af þingi fyrir brjóstaþukl
Kæruleysi við heimavinnu getur reynst dýrkeypt á tímum kórónuveirufaraldurs. Því fékk argentínski þingmaðurinn Juan Emilio Ameri að kynnast í gær, eftir að aðrir þingmenn urðu vitni að ástarleikjum hans og kærustu hans.
25.09.2020 - 07:06
Spegillinn
Mannrán, pyntingar, nauðganir og morð
Kondórinn er allra ránfugla stærstur og jafnframt heitið á sameiginlegri leyniþjónustu átta einræðisríkja í Suður-Ameríku. Þau sameinuðust um mannrán, pyntingar, nauðganir og morð á mörg hundruð pólitískum andsæðingum þeirra á áttunda og níunda áratugnum.
05.09.2020 - 08:31
Bóluefni gegn Covid-19 gefið framlínustarfsfólki í Kína
Kínverjar segjast hafa gefið fólki í áhættustörfum bóluefni gegn Covid-19 síðan í júlí.
Macri sakaður um njósnir á blaðamönnum
Leyniþjónustan í Argentínu krefst rannsóknar á fyrrverandi forsetanum Mauricio Macri vegna gruns um að hann hafi njósnað um yfir 400 blaðamenn. AFP kveðst hafa heimildir fyrir þessu, og segir að nokkrir blaðamenn úr þeirra röðum séu á lista yfir fólk sem átti að njósna um í kringum fundi G20 ríkja og Alþjóðaviðskiptaráðsins í Buenos Aires undanfarin ár.
Útgöngubann í gjörvallri Argentínu
Alberto Fernández, forseti Argentínu, gaf í gærkvöld út tilskipun þess efnis að allir landsmenn skuli halda sig heimavið frá deginum í dag til 31. mars, til að hamla gegn útbreiðslu COVID-19 í landinu. Heimasóttkvíin er ekki valkvæð, heldur lögbundin skylda, sagði forsetinn í sjónvarpsávarpi að kvöldi fimmtudags, og hét því að öllum tiltækum ráðum yrði beitt til að verja heilsufar þjóðarinnar.
20.03.2020 - 04:31
Kaþólskir prestar níddust á heyrnarlausum börnum
Tveir kaþólskir prestar í Argentínu voru í gær dæmdir fyrir nauðgun og kynferðisafbrot gegn heyrnarlausum börnum í skóla á vegum kirkjunnar. Brotin voru framin á árunum 2004 til 2016.
Sigri Albertos Fernandez fagnað
Gengi argentínska pesóans gagnvart Bandaríkjadollar hækkaði um þrjú prósent í dag, eftir að fyrir lá að Alberto Fernandez, frambjóðandi Peronista, hefði sigrað í forsetakosningum í gær. Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, óskaði honum til hamingju á Twitter.
28.10.2019 - 16:41
Fernandez nýr forseti Argentínu
Alberto Fernandez verður næsti forseti Argentínu eftir öruggan sigur í fyrstu umferð forsetakosninganna í gær. Hann hlaut nærri 48 prósent atkvæða þegar talningu var við það að ljúka, sem er vel yfir þeim 45 prósentum sem þarf til að ná kjöri í fyrstu umferð. Fráfarandi forseti, Mauricio Macri, kom næstur með um 40,5 prósent. Fyrrverandi forsetinn Christina Kirchner verður varaforseti Fernandez. 
28.10.2019 - 01:36
EFTA og Mercosur sömdu í skugga skógarelda
EFTA-ríkin og aðildaríki Mercosur hafa náð samningum um fríverslun. Mercosur ríkin fjögur eru Argentína, Brasilía, Úrúgvæ og Paragvæ. ESB hefur undirritað samning við ríkin sem Donald Tusk, forseti ráðherraráðsins, segir ólíklegt að verði fullgiltur innan ESB á meðan ekki sé meira gert til að ráða niðurlögum eldanna í Amazon regnskóginum í Brasilíu.
24.08.2019 - 16:21
Argentínskur fjármálamarkaður skelfur
Hlutabréf í kauphöllinni í Buenos Aires í Argentínu féllu um 7,8 prósent eftir að Herman Lacunza, nýr efnahagsráðherra landsins hét því að gera gengi pesóans stöðugt að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendinefnd frá sjóðnum er væntanleg til landsins á næstunni til að ræða leiðir til að bæta stöðu efnahagsmála.
20.08.2019 - 17:03
Markaðir rétta úr kútnum - pesóinn fellur enn
Hlutabréfamarkaðir í Argentínu réttu aðeins úr kútnum í dag eftir hrun gærdagsins. Vísitölur hækkuðu um rúm tíu prósent, en þær féllu um 38 prósent í gær. Þá heldur gengi pesóans áfram að falla gagnvart bandaríkjadal. Nú kostar einn dalur rúma 58 pesóa, en rúma 57 pesóa þurfti til að kaupa einn dal í gær. 
14.08.2019 - 01:21
Forseti Argentínu fékk slæma útreið
Argentínski pesóinn féll um fjórtán prósent í dag gagnvart dollar, degi eftir að Mauricio Macri forseti laut í lægra haldi fyrir helsta mótframbjóðanda sínum í forkosningum. Fimmtán prósentum munaði á honum Alberto Fernandez, frambjóðanda Peronista. Litlar líkur eru taldar á að hann hafi betur í síðari umferðinni í október.
12.08.2019 - 15:39
Myndskeið
Fjöldi fylgdist með almyrkva á sólu
Mörg hundruð þúsund ferðamenn lögðu leið sína í eyðimörkina í norðurhluta Chile í gær til þess að berja eitt magnaðasta fyrirbæri náttúrunnar augum, almyrkva á sólu. Samkvæmt stjörnufræðingafélagi Chile er þetta í fyrsta sinn síðan undir lok 16. aldar sem hægt var að sjá almyrkva í Chile. Næst verður það líklega hægt árið 2165.
03.07.2019 - 05:51
Stærsta fríverslunarsvæði heims í burðarliðnum
Eftir hartnær 20 ára viðræður - með hléum þó - náðu fulltrúar Evrópusambandsins og suður-ameríska ríkjabandalagsins Mercosur loks að koma sér saman um öll meginatriði fríverslunarsamnings í liðinni viku og leggja þar með grunninn að stærsta fríverslunarsvæði heims. Fulltrúar beggja samtaka staðfestu þetta við alþjóðlegar fréttastofur á föstudag. Nær 800 milljónir manna búa í Evrópusambandinu og ríkjunum fjórum sem mynda Mercosur; Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ.
29.06.2019 - 03:03
Rafmagn óðum að komast á Argentínu og Úrúgvæ
Tekist hefur að koma rafmagni aftur á víðast hvar í Argentínu og Úrúgvæ, eftir að það fór af á landsvísu í báðum ríkjum fyrr í dag svo að um 48 milljónir manna voru án rafmagns; rúmlega 44 milljónir í Argentínu og hálf fjórða milljón í Úrúgvæ.
17.06.2019 - 00:40
Argentína
Barist gegn kynbundnu ofbeldi og órétti
Tugir þúsunda söfnuðust saman á götum og torgum Bueons Aires, höfuðborgar Argentinu, í gær til að fordæma ofbeldi gegn konum og lýsa stuðningi við kröfur kvennahreyfinga um aukinn rétt kvenna til þungunarrofs. Þriðji júní hefur verið dagur mótmæla í röðum baráttufólks fyrir réttindum kvenna og hinseginfólks í Argentínu síðan 2015.
Allsherjarverkfall lamaði Argentínu
Gagnrýnendur og andstæðingar Mauricios Macri, Argentínuforseta, blésu til fjöldafunda og allsherjarverkfalls um land allt í gær, miðvikudag, til að mótmæla ódug forsetans og ríkisstjórnar hans í baráttunni við verðbólguna í landinu, sem mældist 55 prósent á síðustu tólf mánuðum.
30.05.2019 - 02:55
Víðtæk verkföll og mótmæli í Argentínu
Tugir þúsunda tóku þátt í kröfugöngum í Buenos Aires og fleiri borgum Argentínu í gær, þar sem blásið var til tveggja daga verkfalls til að mótmæla vaxandi fátækt og atvinnuleysi í landinu. Skipuleggjendur mótmælanna segja ástæðu þessarar þróunar að leita í stefnu forsetans Mauricio Macri og stjórnar hans í ríkisfjármálum. Sú stefna einkennist af aðhaldsaðgerðum og niðurskurði, sem bitni verst á þeim sem síst skyldi, segja gagnrýnendur forsetans.
01.05.2019 - 03:57
11 ára bannað að fara í þungunarrof
11 ára stúlka gekkst undir bráðakeisaraskurðaðgerð í Argentínu á þriðjudag eftir 23 vikna meðgöngu. Argentínsk yfirvöld höfðu fram að því hunsað beiðni hennar, móður hennar og kvenréttindasamtaka fyrir því að stúlkan færi í þungunarrof þegar upp komst að hún gengi með barn í janúar.
Verður að leyfa femínistum að tala
Argentínskur útvarpsþáttastjórnandi hlaut óvenjulega refsingu vegna ásakana um karlrembutal í þáttum sínum. Samkvæmt samkomulagi við saksóknara er honum gert að bjóða femínista í þáttinn sinn í hverri viku í fimm mánuði.
24.12.2018 - 04:58
Fyrrverandi forseti flæktur í spillingarmál
Cristina Fernandez de Kirchner, fyrrverandi forseti Argentínu, verður að mæta fyrir dóm vegna spillingarmála. Argentínskur dómstóll úrskurðaði það í gær að sögn BBC. Henni er gefið að sök að hafa þegið milljónir dala í mútur yfir tólf ára tímabil.
Segja of flókið og dýrt að bjarga kafbátnum
Vel er mögulegt að bjarga flaki argentínska kafbátsins San Juan af hafsbotni, að mati sérfræðinga, en það verður þó hvort tveggja afar krefjandi og gríðarlega dýrt verkefni, ef af verður. Argentínsk stjórnvöld segja ólíklegt að reynt verið að ná kafbátnum upp. San Juan sökk hinn 15. nóvember í fyrra en flakið fannst ári og degi síðar, á föstudaginn var, þar sem hann hvílir á 907 metra dýpi, ríflega 400 kílómetra frá Argentínuströndum.
19.11.2018 - 03:33
Glæpir Francos rannsakaðir í Argentínu
Dómari í Argentínu ætlar að taka að sér mál er varða kynferðisofbeldi, morð, þungunarrof með valdi og barnarán í stjórnartíð Francos á Spáni. Stefnendur nýta sér reglu um að dæma megi í mannréttindamálum í öðru landi en glæpirnir eru framdir.
27.10.2018 - 07:17
Segir Argentínu ekki á leið í greiðsluþrot
Mauricio Macri, forseti Argentínu, segir að ríkissjóður landsins eigi von á fjármunum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Greiðsluþrot sé því ekki yfirvofandi, eins og margir hafa haldið fram.
24.09.2018 - 16:37
Fækka ráðuneytum um rúman helming
Skera á niður í stjórnkerfinu í Argentínu, leggja skatta á útflutningsvörur og grípa til ýmissa annarra aðgerða til að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Gengi argentínska pesóans hefur fallið um helming gagnvart dollar það sem af er ári.
03.09.2018 - 19:46