Færslur: Arctic Circle

Efnahagsleg tækifæri í grænum lausnum
Nýta þarf efnahagsleg tækifæri sem grænar lausnir veita, að mati ráðherra umhverfismála hjá Evrópusambandinu. Þá þurfi að skapa jafnvægi milli efnahagslegra og umhverfislegra hagsmuna. Ný stefna ESB um norðurslóðir var kynnt á nýafstöðu þingi Norðurskautsráðsins.
Sjónvarpsfrétt
Kannski síðasta tækifærið til að bjarga heiminum
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow er síðasta tækifæri þjóða heimsins til að snúa þróuninni við, að mati fyrsta ráðherra Skotlands. Heimsbyggðin hafi ekki gert nóg síðan Parísarsamkomulagið var undirritað fyrir um sex árum og úr því þurfi að bæta.
16.10.2021 - 20:34
Sjónvarpsfrétt
Fylgjast þurfi með umsvifum Kína á norðurslóðum
Yfirmaður Norðurslóðaskrifstofu Hvíta hússins segir að fylgjast þurfi með tilburðum Kínverja til að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Hann segir Bandaríkjamenn vera að átta sig á að þeir séu norðurslóðaþjóð.
Myndskeið
Sturgeon færði Katrínu glæpasögu
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra eiga ýmislegt sameiginlegt. Þar á meðal er ástríða fyrir lestri glæpasagna. Þær hittust hér á landi í gær og þá afhenti Sturgeon Katrínu eina slíka að gjöf frá skoskum höfundi.
16.10.2021 - 14:26
Myndskeið
Norðurslóðir í brennidepli loftslagsbaráttunnar
„Þið eruð þátttakendur í tímamótaviðburði sem sendir skilaboð, ekki aðeins til norðurslóða heldur heimsins alls, að norðurslóðir hafi breyst. Þær eru ekki lengur einangraðar á hjara veraldar heldur leika lykilhlutverk í alþjóðastjórnmálum og loftslagsmálum.“
Myndskeið
„Þurfum að grípa til tafarlausra aðgerða“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamvinnu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og neikvæð áhrif þeirra á norðurslóðir í ávarpi á opnun þings Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle. Ráðstefnan var sett í Hörpu í dag með tólf hundruð þátttakendum frá fimmtíu löndum.
14.10.2021 - 15:18
Hringborð Norðurslóða hefst í dag
Um 1.200 manns frá yfir 50 löndum sækja þing Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem hefst í Hörpu í dag. Þetta er fyrsta stóra alþjóðlega samkoman í Evrópu síðan heimsfaraldurinn hófst.
Myndskeið
Katrín og Lavrov ræddust við
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittust á fundi í Hörpu síðdegis. Þau ræddu saman að loknum fundi Norðurskautsráðsins sem haldinn var í dag.
Myndskeið
Fundi Lavrovs og Blinkens lokið
Fundi Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, og Antony Blinkens, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lauk um klukkan ellefu í kvöld. Hvorugur þeirra svaraði spurningum að fundi loknum. Þeir gengu beint að bílum sem fluttu þá á brott, fyrst Blinken og nokkrum mínútum síðar Lavrov. Rússneskir fjölmiðlar höfðu þó eftir Lavrov, fljótlega eftir fundinn, að honum hefði virst sem viðræðurnar hefðu verið uppbyggilegar.
Viðtal
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Bidens og Pútíns
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hlakkar til fundar, sem hann á við Sergei Lavrov síðar í kvöld. Hann sé undirbúningur fyrir mögulegan leiðtogafund Joe Bidens og Vladimir Pútíns. Blinken segist geta mælt með Íslandi sem fundarstað.
Myndskeið
Hart sótt að Kerry vegna Íslandsferðar á einkaþotu
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi sækja hart að John Kerry, ráðgjafa Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, því hann kom á einkaþotu hingað til lands árið 2019 til að taka við verðlaunum á Arctic Circle þinginu í Hörpu.
05.02.2021 - 10:45
Ráðstefnunni Arctic Circle frestað
Ráðstefnunni Arctic Circle, eða Hringborði norðursins, sem haldin hefur verið árlega í Hörpu er aflýst í ár. Stefnt er að því að halda ráðstefnuna að ári, 14 - 17. október. Í tilkynningu frá Hringborði norðurslóða segir að nauðsynlegt hafi verið að fresta ráðstefnunni vegna COVID-19.
Kveikur
Ný staða getur gagnast Íslandi
Ísland er á miðju því svæði sem er þungamiðja norðurslóða, segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. Hugsanlega verði togstreitan og kapphlaupið á norðurslóðum þannig á næstu áratugum að það skapi Íslandi ógnir, en hann telur það ekki gerast í bráð.
22.10.2019 - 10:10
Ségolène Royal í Silfrinu
Allt sem gerðist á norðurskautinu hefur áhrif á alla heimsbúa, segir Ségolène Royal, sendiherra heimskautasvæðanna. „Norðurskautið er fórnarlamb loftslagsbreytinga, það er að segja af völdum iðnríkjanna, því þessi loftslagshlýnun er tvöfalt hraðari á heimskautunum en annars staðar á jörðinni og afleiðing notkunar jarðeldsneytis. Norðurskautið er fórnarlamb en gegnir um leið mikilvægu hlutverki því það sem gerist þar hefur áhrif á jörðina alla.“
Yngsti héraðsstjóri Rússlands
Langt í norðri teygir Jamalskagi sig út í Norður-Íshafið, á þeim slóðum eru gríðarmiklar gasbirgðir og þar ríkir Dmitry Artyukhov yngsti hérðaðsstjóri Rússlands, sem nýtur hylli Vladimirs Pútíns forseta Rússlands. Artyukhov sagðist vona að ræða sín á þingi Hringborðs norðurslóða hefði kveikt á vita heimaslóðanna og lýsti öllum sem hlýddu leiðina þangað.
13.10.2019 - 14:55
Vill nýta gasauðlindir á Norðurslóðum
Sérfræðingur í fjárfestingum Kínverja segir að þær þjóðir sem hafa tekið þátt í verkefninu Belti og braut hafi hagnast verulega á því. Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, vill nýta ónýttar gasauðlindir á norðurslóðum.
11.10.2019 - 21:39
Mynd með færslu
Myndskeið
Eðlilegt að Grænland fái sæti við borðið
Grænlendingar vilja hafa meiri áhrif innan Norðurskautsráðsins, enda eru Grænland og Norðurslóðir tvær óaðskiljanlegar breytur. Landið er hins vegar ekki til sölu, þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi falast eftir því í sumar.
11.10.2019 - 10:31
Myndskeið
Kínverjar ítreka mikilvægi sitt á Norðurslóðum
Kína á mikilvæga hagsmuni að gæta í málefnum Norðurslóða. Meginmarkmið Kína í samvinnu ríkja á svæðinu er að ýta undir sjálfbærni á Norðurslóðum. 
11.10.2019 - 08:49
Myndskeið
Katrín kallar eftir ábyrgð ríkja og fyrirtækja
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kallaði eftir því í ræðu sinni á Hringborði Norðurslóða í gær að þau ríki og stórfyrirtæki sem mestum skaða hafa valdið í losun gróðurhúsalofttegunda axli ábyrgð á stöðunni.
11.10.2019 - 07:46
Myndskeið
Perry vill nýta auðlindir á Norðurslóðum
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í opnunarræðu sinni á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu í gær að hafsjó af ónýttum orkuauðlindum væri að finna á norðurslóðum. Hann sagði að talið sé að þar finnist um þriðjungur óuppgötvaðs jarðefnaeldsneytis í heiminum. Hann sagðist telja að hægt sé að gera nauðsynlegar rannsóknir á svæðinu á ábyrgan hátt.
11.10.2019 - 06:41
Myndskeið
Krónprinsessa og ráðherrar tóku til máls
Málefni Norðurslóða eru sem fyrr í brennidepli á árlegu þingi Arctic Circle hér á landi. Þingið var formlega sett í Hörpu í dag, en stendur næstu daga. Um tvö þúsund gestir frá sextíu þjóðlöndum taka þátt í þinginu, þeirra á meðal ráðherrar, fylkisstjórar, vísinda- og fræðimenn.
10.10.2019 - 22:43
Vinna saman að málefnum Norðurslóða
Skrifað var undir samkomulag 13 bæja á norðurslóðum á Akureyri í dag. Því er ætlað að ljá minni samfélögum rödd í umræðunni um Norðurslóðir.
10.10.2019 - 22:20
Frystu skip í hafís og bjuggu á Norðurpólnum
Hafísinn við Norðurpólinn þynnist stöðugt og ekkert bendir til að breyting verði þar á. Áttatíu vísindamenn sigldu gömlum togara upp í hafísinn til að rannsaka þróunina og dvöldu þar í hálft ár við erfiðar aðstæður. Forstjóri innan norsku heimskautastofnunarinnar segir ferðina hafa verið magnaða. Meðalhitastig í janúar er undir 30 gráðum og dagsbirtan er engin.
17.10.2018 - 18:30