Færslur: Alþýðulýðveldið Kína

Skora á Kínverja að hætta við löggjöf í Hong Kong
Utanríkisráðherrar sjö af helstu iðnríkjum heims hvöttu kínversk stjórnvöld í dag til að endurskoða nýja öryggislöggjöf sína sem gilda á í Hong Kong. Löggjöfin þykir draga mjög úr frelsi íbúa, meðal annars með því að banna undirróðursstarfsemi og takmarka möguleika íbúa til mótmæla.
17.06.2020 - 21:40
Hljóð
Beittu táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum
Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum í Hong Kong í morgun. Þúsundir komu saman miðborginni til þess að mótmæla nýjum lögum sem kínverska þingið kynnti fyrir helgi.
24.05.2020 - 12:18
Verða að borga fyrir sóttkví í húsi á vegum stjórnvalda
Yfirvöld í Beijing, höfuðborg Kína, tilkynntu í dag að ferðalangar sem koma til borgarinnar frá útlöndum verði að fara í tveggja vikna sóttkví á þar til gerðum stöðum frá og með morgundeginum. Ferðamenn hafa hingað til getað farið í tveggja vikna heimasóttkví en það verður hér eftir aðeins leyft í undantekningartilfellum. Sextán af tuttugu COVID-19 tilfellum sem greindust í gær bárust til Kína frá útlöndum.
15.03.2020 - 09:44
Óttast að Suður-Kórea sé við vendipunkt
Nágrannaríki Írans hafa lokað á ferðalög yfir landamæri milli ríkjanna vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Forseti Suður-Kóreu segir næstu daga geta ráðið úrslitum um hvort yfirvöld nái tökum á veirunni.
23.02.2020 - 17:39
Sígilt handrit á torgi hins himneska friðar
„Fyrir almenning er þetta meiri ferðahátíð en fyrir stjórnvöld er þetta hátíð til að sýna mátt sinn og megin,“ segir Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri á skrifstofu alþjóðlegra samskipta og stundakennari í kínverskum fræðum við HÍ, um 70 ára afmælishátíð Alþýðulýðveldisins Kína sem fram fór 1. október.