Færslur: Alþýðulýðveldið Kína

Bætt við eldflaugavarnir á Taívan
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún hefði lagt blessun sína yfir sölu á búnaði til uppfærslu á Patriot-eldflaugavarnarkerfi Taívan. Söluverðið nemur 95 milljónum bandaríkjadala og felur einnig í sér þjónustu við kerfið.
Dregur úr tíðni fæðinga í Kína
Fæðingatíðni hefur aldrei verið lægri í Kína en á síðasta ári frá því mælingar hófust. Sérfræðingar telja það geta aukið áhyggjur stjórnvalda af hagvexti til framtíðar.
Deilur við Kína þurfi ekki að leiða til kalds stríðs
Samkeppni Bandaríkjanna og Kína á Indlands- og Kyrrahafi þarf ekki að leiða af sér nýtt kalt stríð. Þetta sagði Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, í ávarpi í dag er hann tilkynnti um aukna viðveru hersins á svæðinu.
Kínverjar fordæma bandaríska heimsókn til Taívans
Varnarmálaráðherra Kína fordæmir heimsókn bandarískra þingmanna til Taívans og kínverski herinn kveðst hafa farið í eftirlitsferð á Taívanssundi í gær.
10.11.2021 - 13:25
Hefði aldrei trúað að á Íslandi yrði hún skráð kínversk
Kona frá Taívan sem hefur búið og starfað á Íslandi síðustu ár telur íslenska ríkið brjóta á mannréttindum sínum og annarra Taívana með því að skrá þau kínversk í kerfi sínu.
Spegillinn
Kínverskur risi riðar til falls
Óvissan um afdrif kínverska fasteignafélagsins Evergrande undanfarnar tvær vikur hefur valdið talsverðum titringi í efnahagskerfi Kína, sem er það næst stærsta í heiminum. Og ekki aðeins sjást áhrifin á efnahag Kínverja, heldur allrar heimsbyggðarinnar.
06.10.2021 - 14:48
Spegilinn
Ný heimsmynd í mótun
Nýr hernaðarsamningur Ástrala, Breta og Bandaríkjamanna kann að marka meiri tímamót en margan myndi gruna. Vísað er til jarðhræringa í utanríkismálum, tilraunar til að skapa nýja heimsmynd.
,,Rauð ferðamennska" eykst í Kína
Mikil aukning hefur orðið á svokallaðri ,,rauðri ferðamennsku" í Kína í tengslum við 100 ára afmæli kommúnistaflokksins. Kínverjar ferðast til staða sem tengdir eru sögu flokksins, margir þessara ferðamanna eru fólk á eftirlaunum. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til að heimsækja staði sem tengjast lykilatburðum í sögu kínverska kommúnistaflokksins.
04.07.2021 - 13:05
Kínversk yfirvöld rannsaka starfsemi Alibaba
Kínversk yfirvöld rannsaka nú póstverslunarrisann Alibaba Group, vegna grunsemda um að fyrirtækið hafi uppi einokunartilburði í starfsemi sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem kínverska samkeppnis- og viðskiptaeftirlitið sendi frá sér í morgun.
Heimskviður
Útrýming á menningu heillar þjóðar
Kínversk stjórnvöld eru sökuð um að reyna að eyða menningu Úígúra þar í landi og að hafa í því skyni lokað eina milljón manns inni í fangabúðum. Þar er fólk neytt til að láta af trú sinni, læra að tala kínversku, og er refsað fyrir að eignast mörg börn. Þá eru einnig dæmi um að eftir vistina þar sé fólk sent í þrælkunarvinnu í verksmiðjum.
14.11.2020 - 07:01
Skora á Kínverja að hætta við löggjöf í Hong Kong
Utanríkisráðherrar sjö af helstu iðnríkjum heims hvöttu kínversk stjórnvöld í dag til að endurskoða nýja öryggislöggjöf sína sem gilda á í Hong Kong. Löggjöfin þykir draga mjög úr frelsi íbúa, meðal annars með því að banna undirróðursstarfsemi og takmarka möguleika íbúa til mótmæla.
17.06.2020 - 21:40
Hljóð
Beittu táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum
Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum í Hong Kong í morgun. Þúsundir komu saman miðborginni til þess að mótmæla nýjum lögum sem kínverska þingið kynnti fyrir helgi.
24.05.2020 - 12:18
Verða að borga fyrir sóttkví í húsi á vegum stjórnvalda
Yfirvöld í Beijing, höfuðborg Kína, tilkynntu í dag að ferðalangar sem koma til borgarinnar frá útlöndum verði að fara í tveggja vikna sóttkví á þar til gerðum stöðum frá og með morgundeginum. Ferðamenn hafa hingað til getað farið í tveggja vikna heimasóttkví en það verður hér eftir aðeins leyft í undantekningartilfellum. Sextán af tuttugu COVID-19 tilfellum sem greindust í gær bárust til Kína frá útlöndum.
15.03.2020 - 09:44
Óttast að Suður-Kórea sé við vendipunkt
Nágrannaríki Írans hafa lokað á ferðalög yfir landamæri milli ríkjanna vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Forseti Suður-Kóreu segir næstu daga geta ráðið úrslitum um hvort yfirvöld nái tökum á veirunni.
23.02.2020 - 17:39
Sígilt handrit á torgi hins himneska friðar
„Fyrir almenning er þetta meiri ferðahátíð en fyrir stjórnvöld er þetta hátíð til að sýna mátt sinn og megin,“ segir Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri á skrifstofu alþjóðlegra samskipta og stundakennari í kínverskum fræðum við HÍ, um 70 ára afmælishátíð Alþýðulýðveldisins Kína sem fram fór 1. október.