Færslur: Alþjóðakjarnorkumálastofnunin

Kjarnorkumálastofnunin ítrekar kröfu um öryggissvæði
Rafmagn er komið á að nýju í Zaphorizhzia-kjarnorkuverinu í samnefndu héraði sunnanvert í Úkraínu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin greindi frá þessu í nótt og krefst umsvifalausra viðbragða til að koma í veg fyrir slys.
Engin merki um smíði „óhreinna sprengja“ í Úkraínu
Úkraínuforseti segir niðurstöður rannsóknar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar taka af öll tvímæli að ásakanir á hendur Úkraínumönnum um framleiðslu geislasprengja standist ekki.
Zaphorizhzia aftengt rafveitukerfi Úkraínu
Zaphorizhzia-kjarnorkuverið í samnefndu héraði í Úkraínu hefur aftur verið aftengt rafveitukerfi landsins. Úkraínsk stjórnvöld segja að allir þeir rafkaplar sem eftir voru hafi rofnað eftir sprengingar Rússlandshers.
Rannsaka ásakanir Rússa um þróun geislasprengja
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hyggst senda eftirlitssveitir til tveggja kjarnorkurannsóknarstofnana í Úkraínu að beiðni þarlendra stjórnvalda. Rússar saka Úkraínumenn um að ætla að beita geislasprengjum og krefjast fundar í Öryggsráði Sameinuðu þjóðanna.
Rafmagn komið á úkraínska kjarnorkuverið Zaporishshia
Úkraínska kjarnorkuverið Zaporishshia hefur verið tengt við dreifikerfi úkraínsku rafveitunnar að nýju. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin greinir frá þessu á Twitter. Tekist hefur að gera við einn fjögurra meginkapla sem eyðlilögðust í ítrekuðum árásum á verið, en hinir þrír eru enn ótengdir og ekki hægt að nota þá í bráð.
Forsætisáðherra Ísraels vill stöðva kjarnorkusamning
Forsætisráðherra Ísraels vill að helstu iðnríki heims hætti við að gera kjarnorkusamkomulag við Írani. Ráðherrann kom til Þýskalands í gær þar sem hann hyggst sannfæra ráðamenn um að óráð sé að ljúka samkomulaginu.
Slökkt á síðasta virka kjarnaofni Zaporizhzhia-versins
Úkraínustjórn tilkynnti í nótt að slökkt hefði verið á sjötta kjarnaofni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia . Með því leggst af öll raforkuframleiðsla í þessu stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu ríkisorkufyrirtækisins Energoatom og að undirbúningur sé hafinn að kælingu ofnsins.
Segja ástandið við Zaporizhzhia sífellt ótryggara
Ástandið í og við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu verður æ ótryggara að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar á staðnum. Kjarnorkuslys gæti verið yfirvofandi.
Spegillinn
Óviðunandi ástand við Zaporizhzhia kjarnorkuverið
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vill að komið verði upp öryggissvæði við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu. Grípa verði til aðgerða þegar í stað til að koma í veg fyrir kjarnorkuslys. Ástandið er sagt vera óviðunandi.
Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia tengt vara raflínu
Samband kjarnorkuversins í Zaporizhzia í Úkraínu við megin rafveitukerfi landsins rofnaði í dag, þegar fjórða aðal raflína kjarnorkuversins varð fyrir skemmdum. Kjarnorkuverið nær þó enn að koma rafmagni til Úkraínumanna í gegnum vara raflínu.
Bygging kjarnorkuversins hafi orðið fyrir hnjaski
Sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segja greinilegt að byggingin, sem hýsir kjarnorkuverið í Zaporizhzia í Úkraínu, hafi orðið fyrir hnjaski í átökunum sem þar hafa geysað undanfarnar vikur. Þeir segja öryggi byggingarinnar hafa verið spillt margsinnis og enn séu aðstæður þar ótraustar.
Komnir á vettvang og láta árásir ekki stoppa sig
Rússneskir ríkismiðlar segja að eftirlitssveit Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafi mætt í kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu skömmu fyrir hádegi. Sprengjum var varpað á bæinn Enerhodar, sem verið tilheyrir, í morgun. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir að sveitin láti það ekki stöðva sig.
Vilja varanlega viðveru eftirlitsfólks í Zaporizhzhia
Eftirlitssveit Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar ætlar að sækjast eftir áframhaldandi viðveru við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu að loknum eftirlitsleiðangrinum sem nú stendur yfir. Fjórtán sérfræðingar stofnunarinnar eru á leið að kjarnorkuverinu, sem hefur verið á valdi rússneska hersins síðan á fyrstu vikum stríðsins.
Eftirlitssveitin komin til Zaporizhzhia
Eftirlitssveit Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er komin til borgarinnar Zaporizhzhia í Úkraínu, þar sem stærsta kjarnorkuver Evrópu er að finna. Búist er við að sveitin skoði kjarnorkuverið á morgun.
Eftirlitsteymi á leið að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia
Eftirlitsteymi frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni hefur lagt af stað að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í suður Úkraínu. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, sagði sex mánaða undirbúning að baki og mikið væri í húfi.
ESB sendir Úkraínumönnum joðtöflur
Evrópusambandið ætlar að senda Úkraínumönnum fimm og hálfa milljón joðtaflna vegna hættu á kjarnorkuslysi í Zaphorizhzhia-kjarnorkuverinu. Það er á valdi Rússa og harðir bardagar hafa geisað við það. Framkvæmdastjórn ESB sendir töflurnar að beiðni stjórnvalda í Úkraínu.
Eftirlitsmenn komnir til Kænugarðs
Eftirlitsteymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar kom til Kænugarðs í Úkraínu í dag. Næstu daga ætlar það að rannsaka stöðuna í og við Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, þar sem harðir bardagar geisa og óttast er að geti haft þær afleiðingar að kjarnorkuslys verði. 
Þetta helst
Risaorkuver, vestaðar kjarnorkuofurhetjur og Chernobyl
Alheimurinn óttast að meiriháttar kjarnorkuslys kunni að vera yfirvofandi í stærsta kjarnorkuveri Evrópu, kjarnorkuverinu í úkraínsku iðnaðarborginni Zaporizhzhia. Rússneskt herlið hefur haft verið á valdi sínu síðan í mars, en skæðir bardagar hafa staðið yfir allt umhverfis það vikum saman. Leiðtogar um allan heim hafa hvatt bæði Rússa og Úkraínumenn að láta af bardögunum. Þetta helst skoðaði aðeins Zaporizhzhia kjarnorkuverið og leit til Chernobyl í leiðinni.
Fulltrúar kjarnorkumálastofnunar halda til Zaporizhzhia
Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, er á leið til Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu ásamt eftirlitsteymi. Hann greindi frá þessu í morgun og sagði hópinn komast að verinu síðar í vikunni.
Raflínur skemmdar að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia
Kjarnorkuverið i Zaporizhzhia í Úkraínu hefur verið aftengt frá úkraínska rafveitukerfinu í fyrsta sinn síðan það var tekið í notkun fyrir tæpum fjörutíu árum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin ætlar að senda eftirlitsteymi að verinu innan fárra daga.
Kjarnorkumálastofnunin vill enn aðgang að Zaporizhzhia
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sækist enn fast eftir því rannsaka ástand mála í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem rússneskar hersveitir hafa á valdi sínu.
Nýr kjarnorkusamningur við Íran í sjónmáli
Nýtt kjarnorkusamkomulag milli Írans og nokkurra helstu iðnríkja heims er í burðarliðnum og verður að líkindum undirritað innan skamms. Þetta hefur fréttastofa al Jazeera eftir ónafngreindum en traustum heimildum. Fyrra samkomulag, sem ætlað var að tryggja að Íranar kæmu sér ekki upp kjarnorkuvopnum gegn afnámi viðskiptahafta, hefur í raun verið óvirkt frá því að Donald Trump dró Bandaríkin út úr því árið 2018.
Pútín segir stórslys vofa yfir í Zaporizhzhia
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, varaði Emmanuel Macron, Frakkalands forseta, við því á símafundi í dag að stórslys væri yfirvofandi í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Pútín segist hlynntur því að hlutlausir rannsakendur meti öryggi kjarnorkuversins.
Áríðandi að rannsaka kjarnorkuverið í Zaporizhzhia
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir það áríðandi að alþjóðakjarnorkumálastofnunin fái að rannsaka kjarnorkuver í Zaporizhzhia í Úkraínu. Kjarnorkuverið hefur verið á valdi rússneska hersins síðan í mars.
Zelensky varar áfram við ógnum kjarnorkuslyss
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti varar enn við því að meiriháttar kjarnorkuslys geti orðið í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu. Slíkt óhapp gæti skapað alvarlega ógn fyrir alla Evrópu. Þetta áréttaði forestinn í daglegu ávarpi sínu í gærkvöld.

Mest lesið