Færslur: Alþjóðakjarnorkumálastofnunin

Öryggisgögn berast ekki frá kjarnorkuverinu í Chernobyl
Öryggisgögn berast ekki lengur frá Chernobyl kjarnorkuverinu í Úkraínu til Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Þetta kemur fram í máli Rafael Grossi forstöðumanns stofnunarinnar.
Segja hægt að klára kjarnorkusamning á næstu dögum
Bandarísk stjórnvöld segja viðræður síðustu vikna um framtíð kjarnorkusamningsins við Írana hafa skilað „umtalsverðum árangri“ og telja að samningar þar að lútandi geti vel náðst innan fárra daga „ef Íranar ganga fram af ábyrgð og alvöru,“ sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins í samtali við AFP-fréttastofuna.
Ekkert miðar í viðræðum við stjórnvöld í Íran
Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir viðræður um við stjórnvöld í Íran engu hafa skilað. Öll ágreiningsefni um fyrirkomulag á eftirliti stofnunarinnar með kjarnorkuáætlun Írans séu enn óleyst, aðeins nokkrum dögum áður en viðræður um framtíð kjarnorkusamkomulags Írans og nokkurra af helstu stórveldum heims eiga að hefjast.