Færslur: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

S-Afríka fær 4,3 milljarða dollara frá AGS vegna COVID
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur samþykkt að veita Suður-Afríku neyðarlán að andvirði 4,3 milljarða bandaríkjadollara, eða sem nemur rúmlega 580 milljörðum íslenskra króna.
Tækifæri til að byggja réttlátari heim
Þrátt fyrir að efnahagslíf heimsins sýni ákveðin batamerki stendur það frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Meðal þeirra er möguleikinn á annarri bylgju kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
Spá AGS mun dekkri en sviðsmyndir Seðlabankans
Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland er umtalsvert svartsýnni en dekkri sviðsmynd Seðlabankans sem birt var fyrir þremur vikum. Hagfræðingur segir spá sjóðsins nærri lagi og það eina sem stjórnvöld geti gert sé að dæla peningum út í hagkerfið til að minnka skellinn.
AGS spáir 7,2% samdrætti og 8% atvinnuleysi á Íslandi
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að 7,2% samdráttur verði í íslensku efnahagslífi á þessu ári. Hagkerfið muni hins vegar rétta úr kútnum á næsta ári, og að þá verði 6,0% hagvöxtur. Hagvöxtur var 1,9% hér á landi í fyrra. Þá spáir sjóðurinn 8% atvinnuleysi hér á landi á þessu ári, en 7% atvinnuleysi á því næsta.
AGS fellir niður skuldir fátækra ríkja
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í gær að fella niður skuldir 25 fátækra ríkja til þess að létta á þeim vegna kórónuveirufaraldursins. Kristalina Georgieva, stjórnandi AGS, sagði í yfirlýsingu við það tilefni að þetta gefi ríkjunum tækifæri á að nýta sjóði sína í í þágu heilbrigðiskerfisins og annarra nauðsynja í baráttunni við veiruna. 
14.04.2020 - 06:19
Spáir alvarlegri kreppu en árið 2009
Alvarlegir efnahagserfiðleikar eru framundan í heiminum, jafnvel enn alvarlegri en árið 2009, segir Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún skoraði í dag á þjóðir heims sem vel standa á efnahagssviðinu að koma hinum snauðari til aðstoðar. Þá tilkynnti hún að sjóðurinn væri tilbúinn að lána allt það fé sem hann hefði yfir að ráða, eina billjón dollara.
23.03.2020 - 18:55
Dregur úr óvissu í heimsviðskiptum
Bætt samskipti Bandaríkjanna og Kína á viðskiptasviðinu hafa dregið úr óvissu og botni heimsviðskiptanna kann að hafa verið náð. Hins vegar hefur versnandi efnahagsástand á Indlandi áhrif á heimsvísu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu World Economic Outlook, hagvísum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
20.01.2020 - 15:08
Georgieva óttast nýja heimskreppu
Ójöfnuður og óstöðugleiki á fjármálamörkuðum auka hættuna á djúpri kreppu á borð við þá sem varð á millistríðsárunum á síðustu öld. Svo sagði Kristalina Georgieva, formaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hún hélt í Peterson-stofnuninni í alþjóðahagfræði í Washington í gær.
AGS spáir hægfara efnahagsbata á næsta ári
Eftir kröftugan hagvöxt síðustu ár hefur nú dregið til muna úr hagvexti, segir í samantekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kynnt var í morgun. Samdráttur í ferðamennsku og aukin óvissa hefur dregið úr innlendri eftirspurn og atvinnuleysi hefur aukist. Gert er ráð fyrir hægfara efnahagsbata á næsta ári en efnahagurinn verður áfram viðkvæmur.
AGS vill stórhækka kolefnisskatt
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur hækkun kolefnisskatta réttu leiðina til að takast á við útblástur kolefna og draga úr loftslagsbreytingum. Sjóðurinn birti í gær tillögu um 75 dollara skatt á hvert tonn af kolefni, jafnvirði rúmlega 9.000 króna. 
Ótryggt ástand í heimsviðskiptum að mati AGS
Spenna og óvissa í alþjóðaviðskiptum ásamt vaxandi líkum á að Bretland gangi úr Evrópusambandinu án samnings veldur því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir ótryggu efnahagsástandi í heiminum á næsta ári. Útlit er fyrir að hagvaxtarspár fyrir þetta ár og það næsta standist ekki.
23.07.2019 - 17:40
Hættir sem forseti Alþjóðabankans
Jim Yong Kim, forseti Alþjóðabankans, tilkynnti í dag að hann hygðist hætta hjá bankanum um næstu mánaðamót. Þrjú ár eru þar til skipunartíma hans lýkur en hann tók við starfinu árið 2012.
AGS: Ísland þarf að gera ráð fyrir áföllum
Stefna íslenskra stjórnvalda þarf að gera ráð fyrir efnahagslegum áföllum, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu sjóðsins sem birt var í dag.
Kemur vel til greina að færa til Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðherra segir vel koma til greina að færa eftirlit með fjármálageiranum undir einn hatt til Seðlabankans í stað þess að hafa hluta þess hjá Fjármálaeftirlitinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ítrekaði síðast í gær tillögu sín þess efnis. 
Jákvæð þróun hér, segir AGS
Formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir í tilefni af úttekt nefndarinnar að ánægjulegt sé að hægt hafi á hagvexti hér. Hann segir að hætta felist í því að eftirlit með fjármálakerfinu sé hér hjá tveimur stofnunum.
Grikkir lausir við aðstoð AGS og ESB
Þriggja ára efnahagsáætlun Grikklands er nú lokið. Gríska ríkið hlaut strangt aðhald frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á meðan áætluninni stóð, auk rúmlega 260 milljarða evra láns samanlagt, jafnvirði nærri 32 þúsund milljarða króna. Það er mesta efnahagsaðstoð sem nokkurt ríki hefur fengið í sögunni.
Argentína fær lán frá AGS
Argentína og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komust að samkomulagi um 50 milljarða dala lánveitingu til þriggja ára. AFP fréttastofan hefur þetta eftir Nicolas Dujovne, fjármálaráðherra Argentínu, í kvöld. Hann segir ríkið hafa leitað til AGS til að forðast kreppu, og 15 milljarðar dala verði greiddir út af láninu nú þegar. 
Minni hagvexti spáð í Bretlandi
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir minni hagvexti í Bretlandi og segir ákvörðunina um að ganga úr Evrópusambandinu, Brexit, hamla vexti. Christine Lagarde, forstjóri AGS, sagði í Lundúnum í dag að óvissu vegna Brexit væri um að kenna. Sjóðurinn hafði reiknað með 1,7% hagvexti í ár, en býst nú við að vöxturinn verði 1,6 og 1,5 prósent á næsta ári.
20.12.2017 - 18:13
AGS segir bjart útlit í efnahag heimsins
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur í heiminum verði 3,5% í ár. Þetta kemur fram í nýbirtri spá sjóðsins.Helstu tíðindi í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru að útlit í efnahagsmálum heimsins er bjart. Maurice Obstfeld, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði að útlit væri fyrir meiri almenna uppsveiflu en menn hefðu séð síðasta áratuginn.