Færslur: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Sjónvarpsfrétt
AGS: Efnahagsástand gott en aðgerða þörf gegn áhættu
Ferðaþjónusta hefur rétt fyrr úr kútnum en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taldi í fyrra og sendinefnd sjóðsins segir efnahagshorfur jákvæðar. Sendinefndin hefur rætt við Seðlabankann um að styrkja þurfi frekar varúðarráðstafanir um húsnæðismarkaðinn. 
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir enn meiri verðbólgu
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 7,4 prósenta verðbólgu í heiminum á árinu. Spá sjóðsins hefur versnað mikið frá því í október, þegar spáð var 3,8 prósenta verðbólgu.
Omíkron getur orðið til þess að dregur úr hagvexti
Tilkoma Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar kann að verða til þess að samdráttur verði í hagvexti heimsins líkt og gerst hefur vegna Delta-afbrigðisins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að afbrigðið geti dreifst hratt og þannig orðið til þess að tiltrú á markaðinn dregst saman.
AGS getur ekki liðsinnt Zimbabwe fjárhagslega
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti í dag að hann gæti ekki veitt Afríkuríkinu Zimbabwe fjárhagsstuðning. Gjaldfallnar skuldir ríkisins við erlenda lánadrottna væru of miklar.
AGS: Verðbólga heldur áfram að aukast
Verðbólga í heiminum heldur áfram að aukast á næstu mánuðum og nær ekki jafnvægi fyrr en um mitt næsta ár, samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
06.10.2021 - 14:45
Talsmaður Talibana kveðst fordæma allt ofbeldi
Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana segir að það séu skýr skilaboð til liðsmanna samtakanna að þeir skuli ekki láta hendur skipta í samskiptum við fólk. 
Gera athugasemdir við skýrslu AGS
Alþýðusamband Íslands hefur gert athugasemdir við skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um horfur í íslenskum efnahagsmálum. Skýrslan var gefin út 8. júní síðastliðinn en ASÍ sendi athugasemdir sínar til AGS í gær.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Myndskeið
Ísland of háð ferðaþjónustu þegar faraldurinn skall á
Of mikil áhersla á ferðaþjónustu var einn helsti veikleiki Íslands þegar kórónuveirufaraldurinn skall á, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn varar jafnframt við bólumyndun á fasteignamarkaði.
Mikil óvissa um þróun efnahagsmála
Mikil óvissa ríkir um þróun efnahagsmála hér á landi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og gera má ráð fyrir að það taki ferðaþjónustuna töluverðan tíma að ná fyrri styrk. Ný veiruafbrigði gætu hins vegar haft áhrif á bólusetningar og mögulegt hjarðónæmi.
Spegillinn
Heimshorfurnar í anda Tolstoys
Það er ekki lengra síðan en í október að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn var einkar svartsýnn á framvinduna í hagkerfi heimsins. Covid-19 myndi valda þar varanlegum skaða og batinn yrði hægur og ójafn. Í nýjasta yfirliti AGS sem var kynnt á ársfundi sjóðsins nýlega, er tónninn annar: horfurnar mun betri en virtist, afleiðingarnar takmarkaðar. Sjaldgæft að sjóðurinn endurmeti stöðuna með þessum hætti.
AGS leiðréttir og uppfærir mat á aðgerðum stjórnvalda
Umfang stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda nema 9,2% af vergri þjóðarframleiðslu en ekki 2,1% líkt og greint var frá fyrr í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en íslensk stjórnvöld bentu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á skekkjuna.
Hafa gert athugasemd við mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Íslensk stjórnvöld hafa gert athugasemd við alþjóðlegan samanburð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á umfangi beinna stuðningsaðgerða ríkja til að stemma stigu við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Fréttastofa greindi frá því í gær að beinn stuðningur væri einna minnstur hér á landi, samkvæmt nýju mati sjóðsins.
Góðar hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptaríkjum Íslands
Hagvaxtarhorfur eru góðar í helstu viðskiptaríkjum Íslands, samkvæmt efnahagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem birt var í síðustu viku. Hagfræðideild Landsbankans birti í dag samantekt á hagvaxtarspá AGS í þeim ríkjum sem vega þyngst í utanríkisviðskiptum Íslands.
Beinn stuðningur ríkisfjármála einna minnstur á Íslandi
Ísland er á meðal þeirra Evrópuríkja þar sem beinn stuðningur ríkisfjármála til að stemma stigu við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins hefur verið minnstur. Á þeim lista eru einnig Tyrkland, Albanía, Hvíta-Rússland, Svartfjallaland, Bosnía og Hersegóvína og Moldóva. Ríkin eiga það sameiginlegt að stuðningurinn er undir 2,5 prósentum af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um viðbrögð ríkja við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins.
AGS: 6% hagvöxtur í heiminum á þessu ári
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir sex prósenta hagvexti á heimsvísu á þessu ári. Ástæðan er miklar opinberar fjárfestingar í kjölfar kreppunnar af völdum kórónuveirufaraldursins, einkum í Bandaríkjunum. 
S-Afríka fær 4,3 milljarða dollara frá AGS vegna COVID
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur samþykkt að veita Suður-Afríku neyðarlán að andvirði 4,3 milljarða bandaríkjadollara, eða sem nemur rúmlega 580 milljörðum íslenskra króna.
Tækifæri til að byggja réttlátari heim
Þrátt fyrir að efnahagslíf heimsins sýni ákveðin batamerki stendur það frammi fyrir margvíslegum áskorunum. Meðal þeirra er möguleikinn á annarri bylgju kórónuveirufaraldursins.
Myndskeið
Spá AGS mun dekkri en sviðsmyndir Seðlabankans
Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland er umtalsvert svartsýnni en dekkri sviðsmynd Seðlabankans sem birt var fyrir þremur vikum. Hagfræðingur segir spá sjóðsins nærri lagi og það eina sem stjórnvöld geti gert sé að dæla peningum út í hagkerfið til að minnka skellinn.
AGS spáir 7,2% samdrætti og 8% atvinnuleysi á Íslandi
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að 7,2% samdráttur verði í íslensku efnahagslífi á þessu ári. Hagkerfið muni hins vegar rétta úr kútnum á næsta ári, og að þá verði 6,0% hagvöxtur. Hagvöxtur var 1,9% hér á landi í fyrra. Þá spáir sjóðurinn 8% atvinnuleysi hér á landi á þessu ári, en 7% atvinnuleysi á því næsta.
AGS fellir niður skuldir fátækra ríkja
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í gær að fella niður skuldir 25 fátækra ríkja til þess að létta á þeim vegna kórónuveirufaraldursins. Kristalina Georgieva, stjórnandi AGS, sagði í yfirlýsingu við það tilefni að þetta gefi ríkjunum tækifæri á að nýta sjóði sína í í þágu heilbrigðiskerfisins og annarra nauðsynja í baráttunni við veiruna. 
14.04.2020 - 06:19
Spáir alvarlegri kreppu en árið 2009
Alvarlegir efnahagserfiðleikar eru framundan í heiminum, jafnvel enn alvarlegri en árið 2009, segir Kristalina Georgieva, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún skoraði í dag á þjóðir heims sem vel standa á efnahagssviðinu að koma hinum snauðari til aðstoðar. Þá tilkynnti hún að sjóðurinn væri tilbúinn að lána allt það fé sem hann hefði yfir að ráða, eina billjón dollara.
23.03.2020 - 18:55
Dregur úr óvissu í heimsviðskiptum
Bætt samskipti Bandaríkjanna og Kína á viðskiptasviðinu hafa dregið úr óvissu og botni heimsviðskiptanna kann að hafa verið náð. Hins vegar hefur versnandi efnahagsástand á Indlandi áhrif á heimsvísu. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu World Economic Outlook, hagvísum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
20.01.2020 - 15:08
Georgieva óttast nýja heimskreppu
Ójöfnuður og óstöðugleiki á fjármálamörkuðum auka hættuna á djúpri kreppu á borð við þá sem varð á millistríðsárunum á síðustu öld. Svo sagði Kristalina Georgieva, formaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, í ræðu sem hún hélt í Peterson-stofnuninni í alþjóðahagfræði í Washington í gær.
AGS spáir hægfara efnahagsbata á næsta ári
Eftir kröftugan hagvöxt síðustu ár hefur nú dregið til muna úr hagvexti, segir í samantekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kynnt var í morgun. Samdráttur í ferðamennsku og aukin óvissa hefur dregið úr innlendri eftirspurn og atvinnuleysi hefur aukist. Gert er ráð fyrir hægfara efnahagsbata á næsta ári en efnahagurinn verður áfram viðkvæmur.