Færslur: Alþingi

Segir ríkið hvetja til uppsagna fremur en hlutabóta
Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um laun á uppsagnarfresti samþykkt í óbreyttri mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma, að mati Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún sendi þingmönnum bréf í morgun og greindi frá áhyggjum sínum og hvatti þá til að koma í veg fyrir „stórslys“. ASÍ gerir athugasemdir við að skilyrði fyrir hlutabótum og launum á uppsagnarfresti séu mismunandi og að ríkið beinlínis hvetji til að þess að það síðarnefnda sé nýtt, sem komi sér verr fyrir launafólk.
Áætla að hlutastarfaleið kosti rúma 30 milljarða
Ríkisendurskoðandi gagnrýnir að Vinnumálstofnun hafi ekki eftirlit með þeim fyrirtækjum sem settu starfsfólk á hlutabætur og segir að skýra þurfi í lögum, um framlengingu hlutabótaleiðarinnar, hvaða fyrirtæki hafi heimild til að óska eftir þessu úrræði. Ríkisendurskoðandi hóf athugun á málinu að eigin frumkvæði og gaf út skýrslu um málið í dag.
Ríkisendurskoðun vill betra eftirlit með hlutabótaleið
Icelandair fékk tæpan milljarð úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðarinnar, að því fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem stefnt er að birt verði opinberlega síðar í dag og unnin var fyrir Alþingi. Ríkisendurskoðandi gagnrýnir skort á eftirliti með fyrirtækjum sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina.
Breytingar sem þrengja að réttindum hælisleitenda
Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Frumvarpið, sem var fyrst lagt fram á 149. löggjafarþingi, var lagt fram á ný á þessu þingi eftir að hafa tekið nokkrum breytingum.
27.05.2020 - 13:47
Getum ekki lofað því að taka alla í fangið
Fjármálaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankar séu ekki farnir að veita brúarlán, þótt níu vikur séu liðnar frá því að hann kynnti lánin sem eitt af efnahagsúrræðum ríkisstjórnarinnar. Brúarlánin séu mikilvægt úrræði, sérstaklega þar sem bankar hafi ekki lækkað vexti á lánum til fyrirtækja í samræmi við stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Ríkisstjórnin geti ekki lofað að taka alla í fangið.
Fréttaskýring
Lög um neyslurými samþykkt en enn óvissa um framkvæmd
Lög um neyslurými voru samþykkt á Alþingi í dag að lokinni þriðju umræðu. Sveitarfélög geta, að fengnu leyfi frá Landlækni, sett á fót örugg rými fyrir fólk sem sprautar sig með vímuefnum. Ekki er þó víst að sveitarfélögin kæri sig um að nýta þetta tækifæri. Hlýða má á umfjöllunina í heild í spilaranum.
20.05.2020 - 18:55
Fundu „fyrir óþægindum í návígi við Klausturþingmenn“
Vísbendingar um kynferðislega áreitni komu fram í opnum spurningum sem Félagsvísindastofnun lagði fyrir þingmenn, starfsfólk á skrifstofu Alþingis og starfsfólk þingflokka. Stofnunin telur þarft að skoða þær vísbendingar nánar líkt „og að kvenþingmenn finnir fyrir óþægindum í návígi við Klausturþingmenn svokallaða,“ eins og segir í skýrslu Félagsvísindastofnunar. Þá var greint frá grófu einelti og langvarandi afleiðingum þess sem Félagsvísindastofnun telur að rannsaka þurfi frekar.
19.05.2020 - 18:08
Lög um vernd uppljóstrara samþykkt á Alþingi
Alþingi samþykkti í dag lög um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
12.05.2020 - 21:59
VG mun ekki samþykkja útlendingafrumvarp án breytinga
Þingflokkur Vinstri grænna mun ekki samþykkja frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á útlendingalögum í óbreyttri mynd. Lögin verði að leyfa að hægt sé að skoða mál barna eftir aðstæðum þeirra hverju sinni. Þingmaður Pírata segir frumvarpið ábyrgðarlaust.
12.05.2020 - 10:50
Hvetur ráðherra til að skoða ný gögn um grásleppu
Formaður Atvinnuveganefndar Alþingis segir að í ljósi nýrra gagna sem nefndin hafi aflað, verði að meta hvort endurskoða eigi ráðgjöf um grásleppuveiðar á vertíðinni. Veiðarnar voru stöðvaðar nær fyrirvaralaust um mánaðarmótin.
Hlutabótalögum verður breytt til að hindra misnotkun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hlutabótalögum verði breytt til að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til þess að greiða niður laun starfsmanna sinna. Fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafa öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til að standa straum af hluta af launakostnaði starfsmanna um leið og þau greiddu eigendum sínum arð eða keyptu eigin bréf.
61% segjast styðja ríkisstjórnina
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 61 prósent, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Stuðningur við ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur aukist um 14 prósentustig frá byrjun árs og um liðlega sex prósentustig milli mælinga.
05.05.2020 - 18:24
Viðtal
Fræðsla um plast skilaði ekki nægum árangri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við sölu á ýmis konar einnota plastvörum. Frumvarpið er hugsað sem næsta skref í framhaldi af hertum reglum um burðarpoka úr plasti sem tóku gildi í fyrra. Við ákvörðun á því hvaða vörur ætti að banna var horft til þess hvers konar rusl finnst helst við strendur ríkja í Evrópu.
05.05.2020 - 10:01
Þórunn þakklát fyrir að snúa aftur eftir veikindaleyfi
Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur tekið sæti á Alþingi á ný og situr sinn fyrsta þingfund í dag eftir rúmlega 13 mánaða veikindaleyfi. Þórunn greindist með krabbamein á síðasta ári og dró sig út úr þingstörfum í byrjun mars 2019.
04.05.2020 - 10:57
Milljarðar til að bregðast við áhrifum Covid-19
Gert er ráð fyrir rúmlega 13 milljarða útgjaldaaukningu í fjáraukalögum sem til stendur að afgreiða á Alþingi síðar í þessari viku.
Kalla á frekari aðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki
Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna telja mikilvægt að fara sem fyrst í að lækka skatta, frysta lán og hækka bætur til að koma til móts við þann efnahagsvanda sem við blasir vegna COVID-19. Þeir gagnrýna ríkisstjórnina fyrir skort á samráði.
Alþingi stendur til 25. júní
Fundir Alþingis standa til 25. júní í sumar samkvæmt nýrri starfsáætlun þingsins sem var birt í dag. Forsætisnefnd samþykkti áætlunina á fundi sínum í gær. Fyrri starfsáætlun var tekin úr sambandi 19. mars vegna COVID-19 faraldursins. Þing stendur tveimur vikum lengur í sumar en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir.
30.04.2020 - 14:04
Spurðu um framtíð og eignarhald Icelandair
Formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi spurðu fjármála- og efnahagsráðherra út í úrræði stjórnvalda í COVID-19 faraldri og aðstoð við Icelandair í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Formaður Miðflokksins spurði hvað liði aðgerðum til að tryggja framtíð Icelandair. Hann taldi að hluthafar biðu eftir útspili stjórnvalda og stjórnvöld eftir útspili hluthafa. Formaður Samfylkingarinnar spurði hvort til greina kynni að ríkið eignaðist hlut í Icelandair fyrir aðstoðina.
Myndi vilja sjá forseta flytja þingfund í stærra rými
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar, myndi vilja sjá forseta Alþingis færa þingfund í stærra rými svo þingið getið starfað eðlilega.
26.04.2020 - 12:50
Vilja frysta laun ráðherra og þingmanna
Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka nema Miðflokksins og Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að laun ráðherra og þingmanna lækki um næstu mánaðamót. Þingmennirnir telja að verði frumvarpið samþykkt gangi þjóðkjörnir fulltrúar á undan með góðu fordæmi og sýni ábyrgð á þeim tímum sem nú fara í hönd vegna kórónuveirufaraldursins.
22.04.2020 - 20:02
Segir fellt þingmál sett í COVID-gervi
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í dag að ríkisstjórnin reyndi að bregða COVID-dulargervi á frumvarp til að koma því í gegnum þingið án mikillar umræðu. Hann átti við frumvarp um matvælasjóð og sagði þingið þegar hafa hafnað slíkum sjóði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varði frumvarpið og sagði að það væri tvímælalaust hluti af viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum.
Furðaði sig á skipan nefndar um upplýsingaóreiðu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, furðaði sig á stofnun vinnuhóps sem ætlað er að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu vegna COVID-19. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé ábyrgðarhluti að kortleggja hvernig upplýsingum er komið á framfæri.
22.04.2020 - 11:18
Ríkisstjórnin missir stuðning - Sósíalistar næðu inn
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman um fimm prósentustig og mælist nú rúmlega 51% samkvæmt nýrri könnun MMR. Niðurstöðurnar benda til þess að fylgi flokkanna sé almennt að færast í svipað form og áður en áhrifa Covid-19 faraldursins gætti að fullu hér á landi.
17.04.2020 - 13:06
Myndskeið
„Gríðarleg reiði í stjórnarandstöðunni“
Stjórnarandstæðingar eru afar ósáttir við ákvörðun forseta Alþingis um að slíta tæplega fjögurra mínútna þingfundi í morgun og saka þá um að vilja ekki ræða þingmál, segir þingflokksformaður Viðreisnar. Þingmenn segja ótækt að setja ágreiningsmál á dagskrá. „Það er náttúrulega gríðarleg reiði í stjórnarandstöðunni yfir orðum sem forseti Alþingis lét falla í fréttum eftir fundinn,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
16.04.2020 - 19:39
Stjórnarandstaðan biður um fund með þingforseta
Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hafa óskað eftir fundi með forseta Alþingis. Hanna Katrín Friðriks­son, for­maður þing­flokks Viðreisnar, segir að það hafi komið sér á óvart að þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit þingfundi í morgun og gekk í skyndi úr þingsal. Hanna segir að þingmenn hafi beðið í klukkutíma eftir því að sjá hver yrðu næstu skref í málinu.
16.04.2020 - 13:44