Færslur: Alþingi

Líst vel á breytingartillögu um embætti sóttvarnalæknis
Heilbrigðisráðherra líst vel á þær hugmyndir um að sóttvarnalæknir verði framvegis skipaður af ráðherra en ekki Landlækni. Tillögur þessa efnis eru nú til umræðu í samráðsgátt stjórnvalda í tengslum fyrirhugaðar breytingar á sóttvarnalögum.
05.12.2021 - 13:20
Fyrstu umræðu um fjárlög fram haldið í dag
Fundur stóð á Alþingi til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöld og ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um fjárlög næsta árs eins og að var stefnt en fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu rétt fyrir hádegi á fimmtudag.
Langfæstir þingmenn á strípuðum taxta
Fjórir af hverjum fimm þingmönnum fá greidd ráðherralaun eða álagsgreiðslur vegna þingstarfa ofan á þingfararkaup sitt. Allir þingmenn tveggja flokka njóta álagsgreiðslna.
04.12.2021 - 07:25
Óboðlegt að afgreiða fjárlög í spreng
Formaður Samfylkingarinnar segir fjárlög ríkisstjórnarinnar einkennast af kjarkleysi og skeytingarleysi gagnvart jöfnuði. Formaður Viðreisnar segir óboðlegt að Alþingi afgreiði fjárlög í spreng og skorar á forystu flokkanna að ræða vorkosningar á ný.
03.12.2021 - 12:54
Brynjar og Hreinn aðstoða innanríkisráðherra
Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Auk hans verður Hreinn Loftsson ráðherra til aðstoðar.
02.12.2021 - 12:18
Myndbönd
Stjórnarandstaðan: Draumsýnir, kjarkleysi og ójöfnuður
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sögðu stefnu ríkisstjórnar uppfulla af draumsýnum. Þá sögðu aðrir hana skorta kjark og boða samfélagslegan ójöfnuð.
Myndbönd
Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir um vaxandi velsæld
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Í kjölfarið fóru fram umræður þar sem tóku til máls þrír fulltrúar hvers þingflokks. Formenn ríkisstjórnarflokkana þriggja, Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarlokks, lögðu áherslu á loftslagsmál, bjartsýni og vaxandi velsæld í ræðum sínum.
Sjónvarpsfrétt
Í rétta átt fyrir Landspítala en sennilega ekki nóg
Starfandi forstjóri Landspítalans segir að aukin fjárframlög til spítalans séu skref í rétta átt en ekki nóg til að bæta rekstrarvandann. „Það er verið að auka útgjöld til heilbrigðismála í fjárlögum 2022, mér finnst það mjög jákvætt. Það sem er líka jákvætt er þessi viðbót sem er ætluð til viðbragða vegna Covid,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala.
Fjárlögin vonbrigði fyrir SÁÁ
Einar Hermannsson, forstjóri framkvæmdastjórnar SÁÁ, segir nýtt fjárlagafrumvarp vera mikil vonbrigði fyrir samtökin. Biðlistar í áfengismeðferð hafa lengst verulega frá upphafi heimsfaraldursins og óttast hann að álagið aukist enn frekar á næsta ári.
„Þetta er algjör bilun“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir engar áherslubreytingar í fjárlögum frá kosningum og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ríkisstjórnina skorta kjark til framfara. Björn Leví segir það algjöra bilun að ætla Alþingi að afgreiða fjárlagafrumvarp á þremur vikum.
30.11.2021 - 13:29
Sjónvarpsfrétt
Tíu af tólf ráðherrum af suðvesturhorninu — „Ömurlegt“
Af tólf ráðherrum nýrrar ríkisstjórnar eru aðeins tveir úr kjördæmum utan suðvesturhornsins. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna ríkisstjórn sem ekki hafði fulltrúa úr Norðausturkjördæmi.
30.11.2021 - 11:31
Viðtal
Þýðir ekki að fara í keng yfir öllu sem gæti gerst
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að þrátt fyrir 450 milljarða króna halla ríkissjóðs á tveimur árum sé staðan betri en búist var við. Hann kynnti frumvarp til fjárlaga næsta árs í morgun og áfram er búist við hallarekstri næstu ár.
30.11.2021 - 10:39
Áætla 169 milljarða króna halla en 5,3% hagvöxt
Áfram er gert ráð fyrir hallarekstri ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun. Gert er ráð fyrir 169 milljarða króna halla, sem þó er betri afkoma en búist var við í fyrri fjármálaáætlun. Bjarni segir að ríkið gæti tekist á við annað efnhagslegt áfall án þess að allt fari í háaloft.
30.11.2021 - 08:30
Fjöldi óskilgreindra markmiða í stefnu nýrrar stjórnar
Ríflega helmingur verkefna á lista ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmála felur í sér óskilgreind og ótímagreind markmið. Skipa á fimm nefndir eða starfshópa.
29.11.2021 - 18:02
Orri Páll formaður þingflokks - tveir nefndaformenn?
Orri Páll Jóhannsson verður þingflokksformaður Vinstri grænna samkvæmt ákvörðun þingflokksins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vinstri græn sendu frá sér síðdegis. Í sömu tilkynningu sagði að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði formaður fjárlaganefndar Alþingis og Bjarni Jónsson formaður utanríkismálanefndar. Nokkrum mínútum síðar sendi VG út aðra fréttatilkynningu þar sem sagði að villur hefðu læðst í fyrri tilkynninguna. Í nýrri útgáfu var aðeins fjallað um kjör þingflokksformanns.
Stjórnarandstaðan heldur aðeins einu formannssæti
Formenn þingflokka á Alþingi ræða í dag og á morgun hvernig skipta skuli formennsku og sætum í fastanefndum Alþingis milli flokka. Stjórnarandstaðan fær aðeins formannssæti í einni nefnd en fór með formennsku í þremur nefndum áður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mismikil ánægja hafi verið með hvernig tekist hefði til á síðasta kjörtímabili.
29.11.2021 - 15:38
„Við erum ekki að boða skattahækkanir eða niðurskurð“
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár verður kynnt á morgun og var það rætt á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að gert sé ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs en að ekki verði gripið til niðurskurðar og skattahækkana.
29.11.2021 - 15:35
Myndskeið
Fyrsti fundur eftir hringekju lyklaskipta í morgun
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar skiptust á lyklum í morgun og eru nú allir komnir með lykla að sínu ráðuneyti. 
29.11.2021 - 13:24
Fordæma framgöngu þingmanna og Alþingis og líta til MDE
Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, ætlar að kæra framkvæmd kosninganna í kjördæminu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þá fordæmir Stjórnarskrárfélagið framgöngu Alþingis í málinu.
29.11.2021 - 12:02
Sjónvarpsfrétt
Willum Þór tekinn við og má alltaf hringja í vin
Willum Þór Þórsson tók við lyklavöldum í heilbrigðisráðuneytinu í morgun, en hann er nýr ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem kynnt var í gær.
29.11.2021 - 10:55
Fréttavaktin
Lyklaskipti fyrst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar
Nú er runninn upp fyrsti dagur nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem kynnt var formlega í gær. Það er nóg að gera hjá ráðherrum í morgunsárið, að fá afhenta lykla að ráðuneytum og afhenda aðra.
29.11.2021 - 08:40
Birgir Ármannsson verður forseti Alþingis
Sjálfstæðisflokkurinn hefur tilnefnt Birgi Ármansson til forseta Alþingis. Frá þessu sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðtali í dag. Meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins samþykkti tillögu um tilnefningu hans á fundi fyrr í dag.
Leggja áherslu á loftslagsmál og heilbrigðismál
Ný ríkisstjórn ætlar að setja loftslagsmál í forgang og styrkja stöðu Landspítalans. Sérstök áherslu verður lögð á að fylgja eftir uppbyggingu gjörgæslu og bráðadeildar. Þá stendur til að stofna þjóðgarð á þegar friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálendingu og ríkisstjórnin ætlar að setja af stað vinnu sérfræðinga um nokkur ákvæði stjórnarskrárinnar.
28.11.2021 - 13:31
Ráðherrum fjölgar og margir hafa vistaskipti
Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar aðrir en formenn flokkanna hafa vistaskipti í nýrri ríkisstjórn. Ráðherrum í ríkisstjórninni fjölgar væntanlega um einn og kemur hann úr röðum Framsóknarmanna. Ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verða kynnt á morgun.
27.11.2021 - 12:54
Ný ríkisstjórn kynnt á sunnudag
Nýr stjórnarsáttmáli stjórnarflokkanna og ný ríkisstjórn verða kynnt á sunnudaginn.
26.11.2021 - 15:33