Færslur: Alþingi

Segir brottvísunina þá ógeðfelldustu í Íslandssögunni
Hart var tekist á um flóttamannamál í upphafi þingfundar í dag. Þrír þingmenn spurðu þrjá ráðherra um brottvísun tæplega 300 einstaklinga sem stendur til að vísa úr landi og senda til Grikklands.
Telur frumvarp ráðherra fela í sér afturför
Frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga felur í sér mikla afturför, segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fulltrúi Pírata í allsherjarnefnd. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gærkvöld og fyrstu umræðu lauk rétt fyrir klukkan hálf eitt í nótt.
17.05.2022 - 13:10
Ísland upp í níunda sætið á Regnbogakortinu
Alþjóðasamtök hinsegin fólks í Evrópu staðsetja Ísland í níunda sæti á Regnbogakorti ársins 2022, mælikvarða á því hversu vel réttindi hinsegin fólks eru tryggð. Ísland fer upp um fimm sæti frá síðasta lista.
Zelensky ávarpar Alþingi í dag
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina klukkan 14 í dag í gegnum fjarfundabúnað. Sérstök athöfn verður af þessu tilefni í þingsal Alþingis og verður hægt að fylgjast með í beinni útsendingu í sjónvarpi og á vef.
06.05.2022 - 10:01
Sjónvarpsfrétt
Slær á rétta strengi
Forseti Úkraínu ávarpar Alþingi og íslensku þjóðina á morgun um fjarfundabúnað. Hann hefur þegar talað til hátt í þrjátíu þjóðþinga og beðið ráðamenn um aðstoð vegna stríðsins í Úkraínu. Hann þykir fundvís á tengingar sem skipta áheyrendur máli.
Sjónvarpsfrétt
Segir ávarpið verða einstaka athöfn í þingsal
Skrifstofustjóri Alþingis segir að talsverður undirbúningur hafi verið í sölum Alþingis eftir að fyrir lá að Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, myndi ávarpa Alþingi og íslensku þjóðina í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal klukkan tvö á morgun.
05.05.2022 - 19:37
Mikilvægt að heyra milliliðalaust frá Úkraínuforseta
Forseti Alþingis segir ávarp Úkraínuforseta á Alþingi á morgun vera einstakt tækifæri til að fá upplýsingar um stöðu mála í Úkraínu.
05.05.2022 - 16:20
Bjarni boðar aðgerðir fyrir tekjulága
Fjármálaráðherra hyggst grípa til aðgerða til að styðja við tekjulága á meðan unnið er að lækkun verðbólgu. Þá hefur viðskiptaráðherra sett saman hóp til að fylgjast með verðlagi og óhóflegum verðhækkunum.
05.05.2022 - 13:10
Kannast ekki við efasemdir um söluaðferðina
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kannast ekki við að hafa haft efasemdir í ráðherranefnd um efnahagsmál þegar salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka var rædd. Ráðherra sagði að umræða um kosti og galla þeirrar leiðar sem valin var teljist ekki efasemdir.
29.04.2022 - 10:56
Segir að allir í ráðherranefndinni hafi haft efasemdir
Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningaráðherra, segir að allir ráðherrar sem sátu í ráðherranefnd um sölu Íslandsbanka hafi haft efasemdir um úrfærslu sölunnar. Þetta kom fram í svari Viðskiptaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.
28.04.2022 - 11:55
Skoðanakönnun
Miklar sveiflur í fylgi flokka og ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir umtalsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Þeir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.
Sjónvarpsfrétt
Titringur innan stjórnarflokkanna
Titringur er innan stjórnarflokkanna vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan segir tortryggni allsráðandi, traustið farið og Framsókn og Vinstri græn hafi afsalað sér völdum til Sjálfstæðisflokks.
Logi: „Þetta verður að hafa afleiðingar“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagðist skynja samhljóm hjá þingheim til að upplýsa Íslandsbankamálið til fulls. Auðvelt væri að segja spilling en mikilvægara og gagnlegra að rannsaka það til hlítar hvort einhver kunni að hafa misnotað eða nýtt aðstöðu sína. Stjórnarandstæðingar kölluðu eftir því að einhver axlaði pólitíska ábyrgð á því hvernig fór. „Þetta verður að hafa afleiðingar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar.
26.04.2022 - 17:46
Bjarkey vill bíða með að fella dóm um afsögn Bjarna
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður VG, segir að öll kynning Bankasýslunnar um sölu á hlutabréfum í Íslandsbanka hafi gengið út á að það verið væri að leita að fjárfestum til lengri tíma sem gætu staðið með bankanum. Stjórnarandstaðan krafði hana um skýr svör við því hver ábyrgð fjármálaráðherra væri. Hún sagðist vilja bíða með að fella dóm um afsögn þar til Bankasýslan væri búin að svara og niðurstaða væri komin frá Ríkisendurskoðun og fjármálaeftirlitinu.
26.04.2022 - 12:37
Óvíst að blóðmerabannsfrumvarp verði afgreitt í vor
Atvinnuveganefnd Alþingis ræddi á fundi sínum í dag frumvarp Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um bann við blóðmerahaldi. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar, segir málið langt frá því að vera komið á þann punkt að unnt sé að afgreiða það úr nefnd. Þá styttist í þinglok og mörg mál bíði afgreiðslu nefndarinnar. Það sé því óvíst að unnt verði að ljúka umfjöllun um blóðmerahald.
Segir blóðmerahald hafa verið ólöglegt síðan 2020
Björn M. Sigurjónsson, lektor við Dania-háskólann í Randers á Jótlandi, segir blóðmerahald hafa verið stundað á Íslandi í bága við lög undanfarin tvö ár. Síðasta fjögurra ára blóðtökuleyfi Ísteka segir hann hafa runnið út árið 2020.
Viðtal
„Mjög dapurt“ að Bankasýslan biðji um frestun fundar
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir það mjög dapurt að Bankasýsla ríkisins hafi ekki lokið við að svara tuttugu spurningum nefndarinnar um söluna á Íslandsbanka. Fresta þurfti fundi sem til stóð að halda með Bankasýslunni í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður Fjárlaganefndar, segir að fundurinn verði þess í stað á miðvikudag.
Vöruðu Alþingi við afnámi leyfisveitinga og trygginga
Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandið vöruðu Alþingi við því að fella niður skilyrði um leyfisveitingu og starfsábyrgðartryggingu fyrir sölu notaðra bíla. Það gæti leitt af sér að sviksamlegt athæfi færðist í aukana.
Segir að salan hafi í heildina heppnast vel
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist telja að ef litið er á heildarmyndina hafi sala á eignarhlutum ríkisins heppnast vel, og að mörgum markmiðum ríkisstjórnarinnar með sölu bankans hafi verið náð.
19.04.2022 - 19:39
Ísland mun styðja umsókn Finna um aðild að NATO
Ísland mun styðja aðildarumsókn Finna, sæki þeir um aðild að Atlantshafsbandalaginu eins og rætt hefur verið um að undanförnu. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að af orðfæri Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta megi ráða „að honum væri það ekki að skapi ef Finnar tækju ákvörðun um að óska eftir aðild að bandalaginu.“
Tóku frétt úr birtingu vegna rasískra viðbragða lesenda
Ritstjóri vefritsins Kjarnans tók í dag frétt sem unnin var upp úr lengra viðtali við Lenyu Rún Taha Karim, varaþingmann Pírata, úr birtingu á vefnum vegna viðbragða á samfélagsmiðlum, sem einkenndust af rasisma og hatursorðræðu í garð Lenyu Rúnar. Þetta kemur fram í pistli Þórðar Snæs Júlíussonar á Facebook-síðu Kjarnans. Kjarninn birti viðtal við Lenyu Rún á föstudag, um þær svívirðingar og rasisma sem hún mátti þola vegna uppruna síns, þegar hún bauð sig fram til þings.
17.04.2022 - 23:04
Kastljós
Ekki skrítið að stjórnarþingmenn séu óánægðir
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í Kastljósi í kvöld ekki skrítið að stjórnarþingmenn séu óánægðir með það hvernig staðið var að lokuðu útboði á eign ríkisins í Íslandsbanka.
11.04.2022 - 21:28
Sjónvarpsfrétt
Neitar því að salan hafi verið klúður
Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslunnar segir að það hafi komið á óvart að framkvæmd útboðs á hlutabréfum í Íslandsbanka hafi komið ráðamönnum á óvart. Hann segir af og frá að salan hafi verið klúður, þvert á móti hafi hún verið vel heppnuð. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur ákveðna þætti sölunnar til skoðunar.
Sala Íslandsbanka fádæma klúður
Salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka er fádæma klúður segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og ferlið allt meingallað. Skorað var á fjármálaráðherra á Alþingi í dag að fara að vilja þingsins og skipa rannsóknarnefnd um söluferlið. Hart var tekist á um söluna á Alþingi í morgun.  
08.04.2022 - 13:46
Sex af hverjum tíu styðja ríkisstjórnina
Sextíu og eitt prósent landsmanna styður ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Litlar breytingar eru á fylgi flokka frá kosningum nema þá helst að Píratar mælast með nokkuð meira fylgi og Miðflokkurinn mælist vel undir fimm prósenta þröskuldinum.
04.04.2022 - 12:09