Færslur: Alþingi

Þingkonur Framsóknar bera lítið úr býtum
Þremur þingkonum Framsóknarflokksins, öllum nema Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, mistókst að tryggja sér það sæti sem þær óskuðu eftir í prófkjörum flokksins.
Karlar í forystu fyrir norðan en konur fyrir sunnan
Fleiri konur skipa oddvitasæti fyrir þingkosningarnar í haust en fyrir fjórum árum. Körlum er frekar treyst til að leiða lista á norðanverðu landinu en konum sunnan heiða.
15.06.2021 - 12:19
Sjálfstæðisflokkur sækir í sig veðrið – Framsókn dalar
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæplega tveimur og hálfu prósentustigi í nýjustu fylgiskönnun MMR sem var gerð dagana 4.-14. júní, og fylgi Framsóknarflokksins dregst saman um tæplega fjögur prósentustig.
15.06.2021 - 12:14
Gunnar Birgisson látinn
Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri í Kópavogi og Fjallabyggð, er látinn 73 ára að aldri. Gunnar sat á þingi frá 1999-2006. Þá var hann formaður bæjarráðs Kópavogs frá 1990-2005 þegar hann tók við starfi bæjarstjóra. Því gegndi hann til 2009. Gunnar var bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015-2019.
15.06.2021 - 10:28
Alþingi veitti fimmtán manns ríkisborgararétt
Alþingi samþykkti í gær, á síðasta þingfundi vetrarins, að veita fimmtán manns íslenskan ríkisborgarétt.
13.06.2021 - 14:48
Kemur til greina að halda stjórnarsamstarfinu áfram
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram ef ríkisstjórnarmeirihlutinn heldur velli í næstu alþingiskosningum.
Síðasti þingfundur Steingríms: „Ég kveð sáttur“
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og forseti Alþingis hættir á Alþingi í haust og þingfundurinn í kvöld er væntanlega sá síðasti á hans ferli sem spannar hátt í 40 ár.
12.06.2021 - 21:27
Vonbrigði að sátt hafi ekki náðst um hálendisþjóðgarð
Forsætisráðherra segir það vonbrigði að ekki hafi tekist að skapa sátt um afgreiðslu frumvarps um hálendisþjóðgarð á þessu kjörtímabili. Fundur stendur nú yfir á Alþingi og er búist við að þingstörfum ljúki í nótt.
12.06.2021 - 18:20
Bergþór sækist eftir endurkjöri
Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, sækist eftir endurkjöri í kosningum í haust. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu, en Bergþór hafði ekki gert upp hug sinn þegar síðast var leitað svara.
Mörgum stjórnarmálum fórnað til að ná samkomulagi
Forystumenn þingflokka náðu samkomulagi í gærkvöld um afgreiðslu mála og þinglok. Búist er við að Alþingi ljúki störfum seint í kvöld en stefnt er að því að afgreiða um fjörutíu mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna segir að mörgum málum hafi verið ýtt út af borðinu til að ná samkomulagi.
Felldu tillögu um að afgreiða stjórnarskrárfrumvarp
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis felldi í morgun tillögu um að afgreiða stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur óbreytt úr nefndinni.
12.06.2021 - 11:28
„Ríkisstjórnin setti stóru málin útaf borðinu sjálf“
Meðal þeirra mála sem ekki verða afgreidd á þessu kjörtímabili er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta, frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislöggjöfinni. Jafnframt verður frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um stjórnarskrárbreytingar ekki afgreitt fyrir þinglok, samkvæmt því samkomulagi sem náðist um þinglok á Alþingi í kvöld.
11.06.2021 - 22:25
Samkomulag á Alþingi um þinglok
Samkomulag náðist milli þingflokka á Alþingi í kvöld um afgreiðslu mála og þinglok. Gert er ráð fyrir að Alþingi ljúki störfum á morgun.
11.06.2021 - 20:46
Efast um að stjórnarskrárfrumvarpið fái afgreiðslu
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist efast um að stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra fái afgreiðslu fyrir þinglok. 
11.06.2021 - 19:25
Spegillinn
Hlutabótaleiðin heyrir sögunni til
Hlutabótaleiðin sem hefur verið í boði frá því í mars í fyrra rann sitt skeið um síðustu mánaðamót. Rúmlega 36.500 launamenn nýttu sér úrræðið og yfir 6.700 fyrirtæki. Heildarbætur sem voru greiddar námu tæpum 28 milljörðum króna
11.06.2021 - 17:00
Tóku sig af frumvarpi um strandveiðar
Þrír þingmenn Vinstri grænna tóku sig af lista yfir meðflutningsmenn frumvarps um breytingar á stjórn fiskveiða. Þau óttuðust að málið kynni að spilla samningaviðræðum um þinglok.
11.06.2021 - 15:39
LSH óskaði ekki eftir að taka að sér greiningu sýna
Landspítalinn óskaði í upphafi ekki eftir því að taka að sér frumurannsóknir frá leghálssýnum í tengslum við krabbameinsskimanir og taldi yfirlæknir á meinafræðideild spítalans að slík starfsemi væri nokkuð frábrugðin starfi deildarinnar, krefðist sérhæfðs starfsfólks og mjög sérhæfðs tækjabúnaðar.
11.06.2021 - 15:10
Enn liggur ekki fyrir hvenær þing lýkur störfum
Enn liggur ekki fyrir hvenær kemur að þinglokum. Hlé hefur verið gert á samingaviðræðum þingflokksformannana um þinglok en viðræðum verður fram haldið í fyrramálið.
10.06.2021 - 23:38
Skýrar flokkslínur í afstöðu til hálendisþjóðgarðs
Mikill munur er á afstöðu fólks til hálendisþjóðgarðs eftir stjórnmálaskoðunum. Mestur stuðningur við þjóðgarð er á meðal kjósenda Vinstri grænna og stjórnarandstöðuflokkanna en andstaðan er mest á meðal þeirra sem kjósa Miðflokk, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.
Þinglok ekki ákveðin enn - kapp lagt á að finna lausn
Þingflokksformönnum hefur ekki tekist að komast að samkomulagi um þinglok. Nú sitja formennirnir á fundi þar sem allt kapp er lagt á að finna lausn sem allir geti sætt sig við.
Áfengisfrumvarpið ekki afgreitt á Alþingi
Forystumenn þingflokka á Alþingi reyna nú að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þegar er búið að ákveða að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta verði ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og þá þykir ólíklegt að hægt verði að skapa sátt um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
10.06.2021 - 18:07
Lagafrumvarp sem tryggja á 48 veiðidaga á strandveiðum
Fimm stjórnarþingmenn hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem ætlað er að tryggja strandveiðar í fjörutíu og átta daga í ár. Dugi viðmiðunarafli ársins ekki til þess verði heimilt að færa aflaheimildir til strandveiða úr öðrum kerfum.
Spegillinn
Stjórnsýsla raforkumála er ekki að virka
Orkumálastjóri segir það slæm tíðindi að þriðji áfangi rammaáætlunar verði ekki afgreiddur á þessu þingi. Ljóst sé að stjórnsýsla raforkumála virki ekki sem skyldi. Forstjóri Landsvirkjunar segir tímabært að Alþingi velti fyrir sér hvernig þessi aðferð virki. Að hans mati sé komið að ákveðinni endastöð.
09.06.2021 - 17:12
Þingfundur frestast vegna vandamála með kosningakerfi
Fresta þurfti þingfundi skömmu eftir að hann hófst stundarfjórðung yfir eitt í dag. Kosningakerfi Alþingis virkaði ekki sem skyldi og þar sem hefja átti fundinn á atkvæðagreiðslum þótti best að fresta fundi.
09.06.2021 - 13:27
Hálendisþjóðgarður úr sögunni
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ráðherra. Fulltrúi Viðreisnar í nefndinni segir að með þessu sé ljóst að málið verði ekki afgreitt á yfirstandandi þingi.
09.06.2021 - 13:16