Færslur: Alþingi

Nokkur vinstri sveifla í nýrri skoðanakönnun
Fylgi eykst við vinstri flokkana samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR í samvinnu við Morgunblaðið og mbl.is. Útilokað yrði að mynda þriggja flokka stjórn sem þýðir að núverandi stjórn er fallin. Sjálfstæðisflokkur missir fylgi en er þó í kjörstöðu við stjórnarmyndun samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Eyðsla innanlands mikil í sögulegum samanburði
Eftirspurn eftir vörum og þjónustu innanlands hélst sterk í faraldrinum, bæði í sögulegum og alþjóðlegum samanburði, að því er segir í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis um árangur og ávinning af aðgerðum stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum í faraldrinum.
04.09.2021 - 11:24
Sakar Persónuvernd um rógburð
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segir það ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneyti hans um að leyna upplýsingum eða nota persónuvernd sem skálkaskjól við gerð skýrslu um eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Í færslu á ráðherrans Facebook segir að hann hafi óskað eftir því að sjávarútvegsráðuneytið boði fulltrúa Persónuverndar og Skattsins til fundar vegna málsins.
Veitti ekki gögn um SpKef vegna trúnaðar
Landsbankinn veitti fjármála- og efnahagsráðuneyti ekki umbeðnar upplýsingar um yfirtöku á SpKef sparisjóði, og vísaði í að trúnaður ríki yfir þeim. Ráðuneytið óskaði upplýsinganna vegna vinnslu skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um forsendur og afleiðingar samnings ríkisins um yfirtöku Landsbankans á rekstri, eignum og skuldbindingum SpKef. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins í suðurkjördæmi, ásamt fleirum, óskaði eftir skýrslunni.
Morgunútvarpið
Hluti fylgis Samfylkingarinnar mögulega til Sósíalista
Aukinn kraftur er að færast í kosningabaráttuna nú þegar innan við mánuður er til kosninga og flestir eru komnir til baka úr sumarleyfum. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að litlar breytingar hafi orðið á fylgi flokkanna síðustu misseri. Sósíalistaflokkurinn sé þó á ákveðinni siglingu og að fylgi Samfylkingarinnar haldi áfram að dala.
Fyrirspurn Sigmundar um fjölda kynja svarað
Kyn samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreining á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.
Útvarpsfrétt
Samfylkingin boðar stórsókn í loftslagsmálum
Samfylkingin boðar stórsókn í loftslagsmálum, þjóðarátak í geðheilbrigðismálum og að setja fjölskylduna í forgang í kosningastefnu fyrir alþingiskosningar sem fram fara eftir sléttan mánuð. Formaðurinn segir að hér þurfi annars konar ríkisstjórn. 
Steingrímur heiðursgestur í sjálfstæðisafmæli Eistlands
Forseti Alþingis er sérstakur heiðursgestur þjóðþings Eistlands og flutti í dag ávarp við hátíðahöld í Tallinn í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá endurreisn sjálfstæðis landsins.
20.08.2021 - 11:05
Helga Thorberg oddviti Sósíalista í NV
Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur, leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi í þingkosningum í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.
Alþingiskosningar utan kjörfundar hófust í morgun
Alþingiskosningar utan kjörfundar hófust klukkan 8:20 í morgun hjá sýslumönnum víðs vegar um landið. Ákveðið var í gær að Alþingi yrði formlega rofið 25. september og gengið yrði til almennra kosninga samdægurs.
Þing rofið og gengið til kosninga 25. september
Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september næstkomandi. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag.
Þing rofið á fimmtudag
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun leita atbeina forseta Íslands um að rjúfa þing á fimmtudag, 12. ágúst, svo að boða megi til kosninga 25. september. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Keflavík í dag.
10.08.2021 - 17:21
Landsflokknum synjað um listabókstaf
Dómsmálaráðuneytið hefur synjað Landsflokknum, nýstofnuðum stjórnmálaflokki kvikmyndagerðarmannsins Jóhanns Sigmarssonar, um listabókstaf vegna ágalla á umsókn. Dagsetningu vantaði á undirskriftir sem flokkurinn skilaði.
Gagnrýnir hækkun þingfararkaups
Forseti Alþýðusambands Íslands gagnrýnir hækkun þingfararkaups umfram almennar launahækkanir í pistli sínum á vef sambandsins. Í pistlinum segir að samfélagsleg sátt muni aldrei nást ef stórir hópar séu skildir eftir í lífsgæðum á meðan aðrir hópar telji sig undanskilda almennum takti.
06.08.2021 - 17:33
Vel hefði mátt laga galla í kosningalögum
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir vert að skoða skekkju í kosningakerfinu sem stjórnmálafræðiprófessor hefur ítrekað bent á. Þingmaður Pírata segir furðulegt að það hafi ekki verið gert fyrir löngu því nægur hafi tíminn verið.
Katrín og Símon efst á lista Sósíalista
Katrín Baldursdóttir atvinnulífsfræðingur skipar efsta sætið á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Símon Vestarr Hjaltason kennari er annar og María Lilja Þrastardóttir Kemp laganemi í þriðja sæti.
Fréttaskýring
Hver nær á þing?
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Birgir Ármannsson og Brynjar Níelsson næðu öll inn á þing í Reykjavík, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var fyrir helgi. Þetta sést þegar niðurstöður Þjóðarpúlsins eru fullgreindar og skipting jöfnunarþingsæta eftir kjördæmum skoðuð.
Einhver fær Svarta-Pétur
Formaður þingflokks Vinstri grænna segir að mun lengri tíma þurfi en gefinn var í vor til að ræða breytingar á kosningakerfinu sem minnihlutinn lagði til. Formaður þingflokks Samfylkingar telur fyrirkomulagið nú ólýðræðislegt.
02.08.2021 - 15:05
Inga Sæland vill kalla þing saman
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, vill að þing verði kallað saman til fundar eigi síðar en strax eftir verslunarmannahelgi til að ræða viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum.
29.07.2021 - 12:33
17 þingmenn hið minnsta á útleið
Sautján þingmenn, þrettán karlar og fjórar konur, verða ekki í framboði í kosningunum í haust. Aðrir þingmenn, 25 karlar og 21 kona,  gefa kost á sér til endurkjörs.
28.07.2021 - 11:02
Halldóru ætlað að leiða stjórnarmyndunarviðræður
Halldóra Mogensen þingkona hefur umboð félagsfundar Pírata til að leiða stjórnarmyndunarviðræður að loknum Alþingiskosningum. Halldóra segir málið nú fara í kosningakerfi grasrótarinnar.
Þórdís í fyrsta og Haraldur í öðru
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmaráðs flokksins í dag.
Þingmenn og ráðherrar hækka í launum
Laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands hækkuðu um síðustu mánaðamót um 6,2%.
Segir stjórnarskrárferlið hafa endað í lögleysu
Breytingarregla stjórnarskrárinnar, 79. grein hennar, er landfesti lýðræðis á Íslandi enda tryggir hún að stjórnarskránni verði ekki breytt nema að vel athuguðu máli. Þetta segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.
Skora á Bandaríkin að fella niður ákæru gegn Assange
Tíu þingmenn úr fimm flokkum hafa sent bandaríska sendiráðinu á Íslandi áskorun þar sem bandarísk stjórnvöld eru hvött til þess að láta niður falla ákærur á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks.
09.07.2021 - 12:35