Færslur: Alþingi

Leggur fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur ein fram frumvarp með tillögum að breytingu á stjórnarskrá Íslands. Formlegri vinnu formanna allra flokka á Alþingi um þessi mál er lokið og þar tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt frumvarp.
14.01.2021 - 18:00
Stefán Vagn vill leiða Framsókn í Norðvesturkjördæmi
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra og varaformaður byggðaráðs sveitarfélags Skagafjarðar, ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann ákvað þetta í ljósi þess að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, ætlar að sæta lagi og bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Vill upplýsingar um viðbrögð við alþjóðlegum mútubrotum
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tók í dag fyrir nýútkomna skýrslu OECD þar sem íslensk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir slæleg viðbrögð við alþjóðlegum mútubrotum. Jón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar, segist í samtali við fréttastofu hafa óskað eftir því að dómsmálaráðuneytið tæki saman gögn yfir það hvað nú þegar hefði verið gert til að bregðast við alþjóðlegum mútubrotum og hvernig stæði til að bregðast við athugasemdum OECD.
13.01.2021 - 12:49
„Afhverju mega fjórir ekki ættleiða barn?“
Lagt er til að hjúskaparlög verði endurskoðuð þannig að fleiri en tveir geti skráð sig í sambúð, í þingsályktunartillögu sem þingmenn Pírata eru með í smíðum. Þingmaður flokksins segir að núverandi löggjöf endurspegli ekki breyttan tíðaranda.
13.01.2021 - 12:33
Þórunn Egilsdóttir gefur ekki kost á sér áfram
Þórunn Egilsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi á Alþingi, ætlar ekki að bjóða sig fram að nýju fyrir Alþingiskosningar í haust. Þórunn greinir frá þessu á Facebook.
Starfsfólki heimilt að miðla gögnum í góðri trú
Starfsfólki er heimilt að miðla gögnum innan úr fyrirtæki, hafi það atvinnurekanda grunaðan um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi, samkvæmt nýjum lögum um vernd uppljóstrara sem tóku gildi 1. janúar. Lögin voru samþykkt á Alþingi í maí.
11.01.2021 - 14:12
Bóluefni og bankasala rædd á fundi þingflokksformanna
Forseti Alþingis fundar með formönnum þingflokka nú fyrir hádegið til að ræða upphaf þingstarfa en þing kemur saman á ný í næstu viku. Búast má við að stjórnarandstaðan ýti á eftir svörum um stöðu bólusetninga gegn Covid 19 hér á landi, og þá mun fyrirhuguð sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka líka bera á góma.
11.01.2021 - 09:59
Jón Þór: „Það er friður í malbikinu“
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, ætlar ekki að gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Hann kveðst hafa náð því markmiði að tryggja sjálfbærni Pírata, og ætlar aftur í malbikið.
09.01.2021 - 11:28
Þjóðarpúls Gallup
Litlar sem engar breytingar á fylgi flokka
Tæplega 58 prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Litlar sem engar breytingar hafa orðið á fylgi flokka.
04.01.2021 - 21:00
Þriðjungur vill Katrínu áfram í forsætisráðuneytinu
Flestir vilja Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra samkvæmt könnun sem Maskína geðri fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Um þriðjungur þjóðarinnar vill hafa hana áfram í forsæti ríkisstjórnarinnar.
31.12.2020 - 17:20
Myndskeið
Faraldurinn ofarlega í hugum ráðherra í árslok
Heimsfaraldurinn var ofarlega í hugum Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur þegar fréttastofa tók þau tali fyrir ríkisráðsfund í morgun. Ríkisráð kom saman á Bessastöðum til fundar samkvæmt venju á gamlársdag.
31.12.2020 - 12:08
Kastljós
Segist hvorki hafa brotið lög né hagað sér gáleysislega
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki geta skrifað upp á það að með því að mæta á sölusýningu á Þorláksmessukvöld hafi hann hegðað sér gáleysislega. Bjarni var samkvæmt dagbók lögreglu gripinn á Þorláksmessukvöld í samkvæmi þar sem sóttvarnalög voru brotin. Gestir voru þar talsvert ölvaðir og föðmuðust og kysstust þegar samkvæmið var leyst upp. Þar voru 40-50 manns. Nú hefur verið kallað eftir afsögn fjármálaráðherra en hann ætlar ekki að segja af sér.
28.12.2020 - 20:56
Þing kemur ekki saman milli jóla og nýárs
Alþingi mun ekki koma saman fyrir lok árs eins og stjórnarandstaðan hefur krafist. Þetta var niðurstaða fundar formanna þingflokkanna með forseta Alþingis sem haldinn var síðdegis. 
28.12.2020 - 16:17
Ótækt að Alþingi sé ekki opið þegar mikið liggur við
Það er ótækt að Alþingi, umræðuvettvangur þingmanna, standi þeim ekki opið þegar mikið liggur við. Þetta segir Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar sem hyggst ítreka beiðni sína um að þing komi saman vegna máls Bjarna Benediktssonar.
28.12.2020 - 14:12
Þingflokkur VG fundar vegna máls Bjarna Benediktssonar
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs mun funda í dag vegna máls Bjarna Benediktssonar sem tók þátt í viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessu þar sem sóttvarnareglur eru sagðar hafa verið brotnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks VG, segir að þingmenn flokksins séu vonsviknir vegna þessa máls.
28.12.2020 - 13:44
Steingrímur kallar formenn þingflokka saman
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur boðað formenn allra þingflokka á Alþingi á fund klukkan rúmlega 15 í dag þar sem sú staða, sem upp er komin í kjölfar heimsóknar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu þar sem sóttvarnareglur eru sagðar hafa verið brotnar, verður rædd . Þá verður þar rætt um óskir um að þing komi saman núna á milli jóla og nýárs vegna þessa máls.
28.12.2020 - 13:23
Telur mál Bjarna ekki sprengja ríkisstjórnina
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur ekki að vera Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í fjölmennri veislu á þorláksmessu verði til að sprengja ríkisstjórnina. Málið sé hins vegar óþægilegt.
28.12.2020 - 09:46
„Algjör tuska framan í þjóðina“
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi gerst sekur dómgreindarleysi þegar hann fór í samkvæmi þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. Hún gefur lítið fyrir afsakanir ráðherra og krefst þess að hann segi af sér.
27.12.2020 - 17:18
Þórunn í lyfjameðferð vegna krabbameins
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokks, sem glímt hefur við krabbamein hefur verið lögð inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar undirgengst hún lyfjameðferð og segist keik vilja mæta þessu verkefni, eins og hún orðar það.
Oddný vill að þingið fjalli um skeytingarleysi ráðherra
Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar telur að skeytingarleysi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um sóttvarnareglur verði til þess að aðrir virði þær að vettugi.
Píratar vilja minnihlutastjórn Framsóknar og VG
Píratar krefjast þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér fyrir að hafa verið í samkvæmi þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. Þeir eru tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokks.
26.12.2020 - 19:06
Ekki hægt að gera áætlanir fyrir fleiri bóluefni núna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt vera uppi á borðum varðandi komu bóluefna hingað til lands. Undirbúningur bólusetninga hafi gengið vel og að ekkert sé óljóst í þessum efnum. Ekki hefur verið ákveðið hver fær fyrstu bólusetninguna hér á landi. Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Alþingi komi saman á milli jóla og nýárs vegna óvissu um komu bóluefna. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar taka undir þetta. 
Vill að þing komi saman vegna „óvissu um komu bóluefna“
Miðflokkurinn vill að þing komi saman, eigi síðar en 28. desember, „í ljósi þeirrar óvissu sem nú er uppi varðandi komu bóluefna vegna COVID-19 hingað til lands“. Nauðsynlegt sé að þingheimur fái tækifæri til að ræða málið við ríkisstjórnina. Þingflokksformaður Pírata tekur undir beiðni Miðflokksins og formaður Samfylkingarinnar segir þingflokkinn reiðubúinn að mæta í vinnunna þegar þörf er á. Formaður Viðreisnar segir eðlilegt að setja þessa kröfu fram
Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.
Birgir talaði mest á þingi fyrir jólahlé
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins var ræðukóngur þingsins núna fyrir jólahlé en hann talaði samtals í tæpar tólf klukkustundir í ræðustól Alþingis. Næstur á eftir honum kom Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sem talaði í tæpar ellefu klukkustundir.
19.12.2020 - 15:17