Færslur: Alþingi

Bíða mótvægisaðgerða vegna lokana: „Óvissan er verst“
Hársnyrtar, snyrtifræðingar og fleirum sem gert var að loka sinni starfsemi þegar sóttvarnaaðgerðir voru hertar fyrr í mánuðinum bíða enn eftir endanlegum mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. Óþreyju er farið að gæta hjá rekstraraðilum nú þegar líður að mánaðamótum og þeim gjöldum sem fylgja.
Telja varhugavert að barn geti sjálft breytt nafni sínu
Barnaverndarstofa telur varhugavert að barn geti breytt nafni sínu án aðkomu forsjáraðila frá 15 ára aldri, eins og mælt er fyrir um í frumvarpi um mannanöfn sem nú er til umsagnar. Í umsögn sinni um frumvarpið bendir Barnaverndarstofa á að á Íslandi verði börn lögráða við 18 ára aldur
28.10.2020 - 15:09
Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi en er enn stærstur
Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæplega fjórum prósentustigum á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun MMR. Flokkurinn er þó áfram stærsti flokkur landsins. Um helmingur styður ríkisstjórnina.
28.10.2020 - 12:15
Reykjavíkurborg varar við hagstjórnarmistökum
„Það væru hagstjórnarmistök að styðja ekki betur við fjárhag sveitarfélaga og þar með fjárfestingu þeirra sem er mikilvægur þáttur í viðspyrnunni, ásamt því að verja grunnþjónustu í skólum og velferð,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þar segir að viðbrögð ríkisstjórnarinnar skeri sig „algerlega frá efnahagsráðgjöf OECD, stefnu ríkisstjórna annarra Norðurlanda og þó víðar væri leitað“. 
Segir VG hafa gefið allt of mikið eftir í samstarfinu
Vinstri græn hafa gefið allt of mikið eftir í stjórnarsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokk. Starfsumhverfið innan VG er óheilbrigt og einkennist af aðskilnaðarkúltúr. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka, sem sagði sig úr VG fyrir tæpu ári, í viðtali í Stundinni í dag. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn nýti sér kórónuveirufaraldurinn til að koma umdeildum málum að.
Myndskeið
Hverjar voru tillögur stjórnlagaráðs?
Þjóðin greiddi atkvæði þann 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga og tiltekin álitaefni í tengslum við þær. Þann 24. maí sama ár hafði Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem var kveðið á um spurningarnar sex sem bornar voru upp í atkvæðagreiðslunni.
22.10.2020 - 14:53
Myndskeið
Þurfi að ræða fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga
„Er það þess virði að standa fjárhagslega svona sjálfstæð, með sjálfstæða tekjustofna, þegar betur er skoðað?,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um sveitarfélögin í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.
Lögregla kemur á fund allsherjarnefndar vegna fánanna
Beiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, um að fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra komi á fund allsherjar-og menntamálanefndar til að ræða rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum, var samþykkt á fundi nefndarinnar í morgun.
Nauðsynlegt að skýra betur valdheimildir til sóttvarna
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis telur rétt að skýra betur valdheimildir yfirvalda til sóttvarnaráðstafana. Meðal annars þurfi að tryggja rétt almennings til að skjóta málum til dómstóla.
21.10.2020 - 22:10
Gera fleiri fyrirtækjum kleift að fá uppsagnarstyrki
Alþingi samþykkti í dag frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsóknum um uppsagnarstyrki á réttum tíma geti fengið styrkina, uppfylli þau önnur skilyrði sem sett voru.
21.10.2020 - 16:27
Myndskeið
„Sitjiði róleg bara, sitjiði róleg“
Þingfundi var frestað um stundarfjórðung í dag vegna stórs jarðskjálfta sem reið yfir núna á öðrum tímanum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var í miðri ræðu um stjórnarskrármálið þegar allt lék skyndilega á reiðiskjálfi og dreif sig þá úr ræðustól.
20.10.2020 - 14:13
Tekur undir áhyggjur um kostnað vegna hælisleitenda
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins kveðst sammála áhyggjum Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um kostnað vegna hælisleitenda, ekki síst nú þegar ríkissjóður er rekinn með halla. Íslendingum beri þó að hjálpa fólki á flótta undan hörmulegum aðstæðum.
17.10.2020 - 13:04
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Brýnt að leysa hratt úr lögbannsmálum gegn fjölmiðlum
Lögbann á fjölmiðlaumfjöllun felur fyrir fram í sér takmörkun á tjáningarfrelsi. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þegar hún mælti á mánudag fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um kyrrsetningu og lögbann.
Leggja til að iðnaðarstefna verði mótuð
Þingmenn Pírata og hluti þingmanna Framsóknarflokks mæltu fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi í dag þess efnis að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Iðnaðar-nýsköpunar og ferðamálaráðherra komi á fót nefnd sem vinni að opinberri iðnaðarstefnu.
15.10.2020 - 22:45
Umsáturseinelti refsivert samkvæmt nýju frumvarpi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi sínu þar sem umsáturseinelti verður gert saknæmt. Það verði gert með því að bæta nýrri lagagrein þar að lútandi í núgildandi hegningarlög.
Uppbyggingu ofanflóðavarna ljúki fyrir 2030
Gert er ráð fyrir 2,7 milljörðum króna árlega til varna gegn náttúruvá samkvæmt fjármálaáætlun 2021 til 2025. Það er aukning um 1,6 milljarða árlega frá því sem nú er.
Þingmenn VG reyna áfram að breyta afstöðu stjórnvalda
Fjórir þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum sem samþykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir þremur árum. Þetta er í fimmta sinn sem tillagan er lögð fram, en á síðasta þingi gekk hún til utanríkismálanefndar og send til umsagnar.
15.10.2020 - 16:29
Mikið tollfrelsi en óhikað má endurskoða tollasamninga
Nær væri að endursemja um tollamál við Evrópusambandið en að segja tollasamningum við það upp. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi í morgun.
Segist þreytt á loforðaflaumi félagsmálaráðherra
Þingmaður Pírata segir augljóst að félagsmálaráðuneytið geri sér grein fyrir brotalömum í almannatryggingakerfinu. Erfitt sé að segja hvort sé verra - að ráðherra viti ekki af vandanum, eða viti af honum og geri ekkert.Ráðherra segir rangt að ekkert hafi verið gert.
15.10.2020 - 12:35
Myndskeið
Skynsamlegt að leita annað þegar álag er á Landspítala
Það er almennt góð ráðstöfun að semja við þá sem geta verið hagkvæmir og sveigjanlegir í að veita þjónustu. Þetta var hluti svars Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, á þingi í morgun.
Litlar líkur á sátt um breytingar á stjórnarskrá
Litlar líkur eru taldar á að hægt verði að ná sátt á Alþingi um veigamiklar breytingar á stjórnarskrá fyrir lok þessa kjörtímabils. Formaður þingflokks sjálfstæðismanna segir að erfitt verði að ná samkomulagi ef þingmenn eru ekki tilbúnir í málamiðlanir.
14.10.2020 - 18:15
Heilbrigðismál í forgangi hjá landsmönnum
Mikilvægi heilbrigðismála er efst á forgangslista þjóðarinnar ef marka má könnun Gallup sem unnin var fyrir þingflokk Pírata. 
14.10.2020 - 15:11
Leggja fram frumvarp um jafnt atkvæðavægi
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram frumvarp um jafnt atkvæðavægi á milli kjördæma. Í greinargerð frumvarpsins segja þingmennirnir að ekki sé hægt að byggja upp réttlátt samfélag á meðan misskipting sé í kosningakerfinu. „Einn einstaklingur eitt atkvæði er sjálfsögð krafa í nútímalegu lýðræðissamfélagi,“ segir þar.
14.10.2020 - 13:12
Mælti fyrir frumvörpum um kynrænt sjálfræði
Forsætisráðherra mælti í dag fyrir þremur frumvörpum um kynrætt sjálfræði. Eitt þeirra felur í sér lækkun aldursviðmiðs sem einstaklingur má breyta opinberri kynskráningu sinni úr 18 ára í 15 ára. Aðrar breytingar snúa meðal annars að réttindum þeirra sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Gagnrýnt var af þingmanni Flokks fólksins að umskurður barna væri utan gildissviðs frumvarpsins.
13.10.2020 - 20:43