Færslur: alríkislögreglan

Trump leitar á náðir hæstaréttar Bandaríkjanna
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur farið þess á leit við hæstarétt að hann setji lögbann á úrskurð áfrýjunardómstóls sem heimilaði dómsmálaráðuneytinu og alríkislögreglunni aðgang að skjölum sem fundust við húsleit á heimili hans.
Dómsmálaráðuneyti sættir sig við annan matsmanna Trumps
Dómsmálaráðuneytið bandaríska kveðst sætta sig við og samþykkja annan þeirra dómara sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur tilnefnt sem sérstakan matsmann fyrir þau gögn sem handlögð voru á heimili hans í byrjun ágúst.
Málshöfðun Trumps gegn Clinton og fleiri vísað frá dómi
Bandarískur alríkisdómari hefur vísað frá málsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, og nokkrum hátt settum embættismönnum alríkislögreglunnar.
Áfrýja úrskurði um sérstakan matsmann vegna húsleitar
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hyggst áfrýja úrskurði alríkisdómara í Flórída um að hindra aðgang ráðuneytisins að þúsundum skjala sem hald var lagt á við húsleit á heimili fyrrverandi forseta. Það tekur einnig til fjölda leyniskjala.
Gögn um vopnabúr erlends ríkis fundust við húsleitina
Nokkur þeirra skjala sem fundust við leit bandarísku alríkislögreglunnar á heimili Donalds Trump fyrrverandi forseta í ágúst eru svo háleynileg að þau eru eingöngu ætluð forseta, ríkisstjórn og handfylli embættismanna henni tengdum. Enginn annar má líta þau augum nema með sérstakri heimild.
Trump fær að skipa sérstakan matsmann vegna húsleitar
Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur ákveðið að verða við beiðni Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að hann fái að skipa sérstakan óháðan matsmann til þess að yfirfara gögn sem fundust við húsleit á heimili hans.
Meirihluti skjals um ástæður húsleitarinnar ólæsilegur
Meginástæðan að baki húsleitarinnar hjá Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var ríkur grunur yfirvalda um ólöglega vörslu trúnaðargagna. Dómsmálaráðuneyti landsins birti í dag skjal um þær ástæður sem lágu að baki leitinni, en búið var að gera meirihluta textans ólæsilegan vegna rannsóknarhagsmuna.
Skjal um fyrirskipun húsleitar hjá Trump verður birt
Alríkisdómari í Bandaríkjunum fyrirskipaði í dag að birta skuli yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins sem liggur að baki leitar alríkislögreglunnar á heimili Donalds Trump fyrrverandi forseta. Dómarinn samþykkti að ákveðnum þáttum mætti þó halda leyndum.
Maður svipti sig lífi nærri þinghúsinu í Washington
Maður ók bíl sínum á vegartálma nærri þinghúsbyggingunni í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í morgun sunnudag. Eldur kviknaði í bílnum, maðurinn rauk út, skaut nokkrum skotum upp í loftið áður en hann beindi vopninu að sjálfum sér og svipti sig þannig lífi.
Leyniskjöl meðal þess sem fannst við leitina hjá Trump
Alríkisdómari í Flórida í Bandaríkjunum samþykkti í dag að opinbera þau gögn sem tengjast heimild til húsleitar á heimili Donalds Trump fyrrverandi forseta. Skjöl sem innihalda háleynilegar upplýsingar eru meðal þess sem fannst við leitina.
Vopnaður maður skotinn til bana í umsátri lögreglu
Vopnaður maður sem reyndi í gær að ráðast inn á skrifstofu bandarísku alríkislögreglunnar í Ohio-ríki var skotinn til bana eftir umsátur lögreglu. Ekkert bendir að svo stöddu til að atvikið tengist húsleit á heimili Donalds Trumps fyrrverandi forseta.
Húsleitin hjá Trump sögð tengjast skjölum um kjarnavopn
Húsleit bandarísku alríkislögreglunnar í Mar-a-Lago-setri Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta er sögð hafa snúið að skjölum varðandi kjarnavopn. Trump kveðst samvinnufús við yfirvöld.
Forstjóri FBI uggandi yfir hótunum um ofbeldi
Christopher Wray, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, kveðst uggandi yfir hótunum reiðra stuðningsmanna Donalds Trump fyrrverandi forseta í garð lögreglu. Þær hafa komið fram í kjölfar húsleitar á heimili hans.
Pólítískir eldar loga vegna húsleitar á heimili Trumps
Háttsettir Repúblikanar flykktu sér að baki Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta eftir að alríkislögreglan gerði húsleit á heimili hans í Florída. Leiðtogar Repúblikana og Demókrata takast harkalega á um málið.
Rannsakaður fyrir að hafa trúnaðargögn á heimili sínu
Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í Flórída í gærkvöld. Húsleitin var gerð vegna gruns um að Trump hafi í óleyfi geymt trúnaðargögn Hvíta hússins frá forsetatíð sinni inni á heimili sínu.
Alríkislögreglan leitar á heimili Trumps í Flórída
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt frá því á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, að bandaríska alríkislögreglan hafi gert húsleit á heimili hans í Mar-A-Lago í Flórída.
Ástfanginn fangavörður á flótta með strokufanga
Lögreglan í Alabama ríki í Bandaríkjunum hefur leitað strokufangans Casey White án árangurs í átta daga. Málið hefur vakið töluverða athygli, ekki síst þar sem hinum 38 ára gamla Casey var fylgt út úr fangelsinu af fangaverði, sem nú er talinn vera ástkona hans.
07.05.2022 - 04:16
Stökk út í næturmyrkrið fyrir 50 árum og hvarf
Að kvöldi 24. nóvember 1971 keypti tilkomulítill og harla venjulegur maður sér flugmiða aðra leiðina frá Portland til Seattle í Bandaríkjunum. Maðurinn sagðist heita Dan Cooper en örfáum klukkustundum síðar hvarf hann og hefur ekki sést síðan.
Telja lík Gabrielle Petito vera fundið
Bandaríska alríkislögreglan segir að lík sem fannst í Grand Teton-þjóðgarðinum í Wyoming-ríki sé hin 22 ára gamla Gabrielle Pe­tito sem leitað hefur verið að um nokkra hríð.
20.09.2021 - 00:22
Segir kerfið hafa leyft kynferðisofbeldi að viðgangast
Ein dáðasta fimleikakona heims, Simone Biles, bar vitni í dag fyrir nefnd á vegum öldungadeild bandaríkjaþings um fyrrum lækni sinn, Larry Nassar. Nassar var læknir bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum um árabil og afplánar nú 175 ára fangelsisdóm fyrir að hafa kynferðislega áreitt hundruði liðsmanna. Biles segir ábyrgðina vera Nassars, en ekki síður kerfisins sem gerði honum kleift að níðast á þeim öll þessi ár.
Illræmdur fjöldamorðingi deyr í fangelsi
Samuel Little sem álitinn er mesti fjöldamorðingi Bandaríkjanna dó í fangelsi í Kaliforníu í gær, áttræður að aldri. Little játaði að hafa orðið 93 að bana á árabilinu 1970 til 2005.
31.12.2020 - 03:45
Sprengjugerðarmaður verður ákærður í Lockerbie-málinu
Bandarísk yfirvöld hafa í hyggju að opna á ný fyrir ákæru á hendur líbískum manni sem grunaður er um að hafa sett saman sprengjuna sem grandaði bandarískri þotu yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.
Donald Trump náðar Michael Flynn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að náða Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn hefur viðurkennt að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, við rannsókn á samskiptum sínum við Rússa í aðdraganda forsetakosninga 2016.
Fjöldi særður eftir skotárás í Bandaríkjunum
Fjöldi fólks var fluttur særður á sjúkrahús í bænum Wauwatosa í Wisconsin eftir skotárás í verslunarmiðstöð þar í dag.
20.11.2020 - 23:34
Húsleit í Kanada vegna risín sendingarinnar til Trumps
Húsleit var gerð á heimili nærri Montreal í Kanada í dag. Ástæðan er grunur um tengsl húsráðanda við sendingu bréfs til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem talið er hafa innihaldið banvæna eitrið risín. Grunurinn hefur þó ekki fengist staðfestur.
22.09.2020 - 01:29