Færslur: Alexei Navalny

Navalní hvetur Frakka til að kjósa Macron
Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hvetur franska kjósendur til að kjósa Emmanuel Macron, sitjandi forseta, þegar þeir ganga að kjörborðinu á sunnudag.
Segir innrásina geta stytt tíma Pútíns á valdastóli
Ákvörðun Vladimírs Pútín Rússlandsforseta að ráðast inn í Úkraínu verður til þess að hann endist ekki jafnlengi í embætti og hann ætlaði sér. Þetta er mat helsta bandamanns stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalny sem segir Pútín hafa misreiknað sig hrapallega.
Réttað yfir Navalní á ný
Ný réttarhöld hófust í morgun yfir Alexei Navalní, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands. Navalní hefur setið í fangelsi í rúmt ár.
15.02.2022 - 10:13
Gert að eyða fréttum um spillingarrannsóknir Navalny
Tíu rússneskum fjölmiðlum, hið minnsta, hefur verið gert að fjarlægja allt efni um spillingu ráðamanna í Rússlandi sem skrifað er af stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny og samherjum hans. Verði þeir ekki við því getur þeirra beðið há sekt. 
Ávíta Rússa vegna skorts á fjölmiðlafrelsi
Bandaríkin og sautján bandalagsríki þeirra brýna fyrir Rússum að vernda tjáningarfrelsi fjölmiðla í landinu. Þau gagnrýna mjög það sem þau nefna herferð rússneskra stjórnvalda gegn sjálfstæðum fjölmiðlum af erlendum uppruna í landinu.
Niðurstöðum þingkosninga mótmælt í Moskvu í dag
Þúsundir fylgismanna rússneska kommúnistaflokksins og fleiri stjórnarandstöðuflokka söfnuðust saman í miðborg Moskvu í dag. Tilgangurinn var að andmæla því sem Kommúnistar kalla grafalvarlegt svindl í þingkosningum.
Rússneskt snjallkosningaforrit ekki lengur aðgengilegt
Bandaríski tæknirisinn Google er sagður hafa verið beittur miklum þrýstingi til að fjarlægja snjallkosninga-smáforrit sem bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalny buðu upp á í smáforritaverslun fyrirtækisins.
18.09.2021 - 00:26
Erlent · Stjórnmál · google · Smáforrit · app · Alexei Navalny · Rússland · Dúman · þingkosningar · Apple · Kreml · ritskoðun
Kveðst neyddur til að horfa á ríkisáróður tímunum saman
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexey Navalny kveðst vera neyddur til að horfa á rússneskar ríkissjónvarpsstöðvar í allt að átta tíma á dag í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hann veitti New York Times viðtal á dögunum og er það fyrsta viðtalið við hann eftir að hann var tekinn fastur við komuna til Rússlands frá Þýskalandi 17. janúar síðastliðinn.
26.08.2021 - 16:30
Merkel: Samtal milli Rússlands og Þýskalands mikilvægt
Þrátt fyrir andstæð viðhorf þurfa Þjóðverjar og Rússar halda áfram að ræða saman. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í heimsókn sinni til Rússlands, þeirrar síðustu á valdatíð hennar.
Breskur sendiráðsstarfsmaður grunaður um njósnir
Breskur sendiráðsstarfsmaður var handtekinn í Þýskalandi í gær vegna gruns um njósnir fyrir Rússa. Málið gæti enn aukið á spennu í samskiptum ríkjanna.
Undirbúa frekari refsiaðgerðir vegna Navalny
Bandaríkjastjórn undirbýr nú frekari refsiaðgerðir gegn Rússum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. Þjóðaröryggisráðgjafi Biden-stjórnarinnar, Jake Sullivan, greindi frá áformum stjórnarinnar í þætti Dana Bash á sjónvarpsstöðinni CNN í dag.
20.06.2021 - 15:52
Baráttusamtök Navalnys starfa áfram
Evrópusambandið fordæmir þá niðurstöðu dómstóls í Rússlandi að baráttusamtök Alexeis Navalnys gegn spillingu séu öfgasamtök. Starfsemi þeirra heldur áfram þrátt fyrir úrskurðinn.
Hreyfing Navalnys úrskurðuð öfgahreyfing
Dómstóll í Moskvu úrskurðaði í gær að samtök Alexeis Navalnys gegn spillingu, FBK, séu öfgasamtök og fólk sem starfar innan þeirra og með þeim sé öfgafólk. Dómurinn öðlast þegar gildi og hefur það í för með sér að enginn sem vinnur fyrir Navalny, FBK og tengdum aðilum, hvar sem er í Rússlandi, er kjörgengur í þingkosningunum í haust, né nokkrum kosningum öðrum.
10.06.2021 - 06:28
Evróputúr Bidens er hafinn - fyrsta stopp Bretland
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru komin til Bretlands í sinni fyrstu opinberu utanlandsferð frá því hann var kjörinn forseti Biden tekur þátt í ráðstefnu G7 ríkjanna sem haldin verður dagana 11. til 13. júní í Cornwall.
Dúman bannar framboð öfgamanna
Þingmenn í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að banna þeim sem tilheyra öfgahreyfingum að bjóða sig fram í kosningum. Það gæti komið í veg fyrir að samstarfsfólk stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny geti boðið sig fram í þingkosningum í september.
19.05.2021 - 05:44
Navalny aftur á lista yfir samviskufanga
Mannréttindasamtökin Amnesty International ákváðu í gær að færa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny aftur á lista sinn yfir samviskufanga. Navalny var tekinn af listanum vegna gamalla ummæla gegn innflytjendum og fyrir að mæta í göngu þjóðernissinna fyrir mörgum árum.
Á lista yfir öfga- og hryðjuverkasamtök
Baráttusamtökum rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnys gegn spillingu var í dag bætt á lista yfir öfga- og hryðjuverkasamtök í Rússlandi. Þar eru fyrir hryðjuverkahópar á borð við Íslamska ríkið og Al Kaída. Tilkynnt var í gær á samfélagsmiðlum að samtök Navalnys yrðu leyst upp til að koma í veg fyrir að starfsfólk þeirra yrði ákært og dæmt fyrir hryðjuverkastarfsemi.
30.04.2021 - 13:15
Samtök Navalnys leyst upp
Samtök rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny verða leyst upp. Framkvæmdastjóri þeirra tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag. Navalny mætti í dag fyrir rétt vegna ákæru um að hafa móðgað stríðshetju. 
29.04.2021 - 12:11
Dómstóll bannar samtök Navalnys gegn spillingu
Dómstóll í Rússlandi bannaði í dag starfsemi FBK - baráttusamtaka Alexeis Navalnys gegn spillingu. Bannið gildir meðan verið er að rannsaka hvort þau eigi að flokka með hryðjuverkahópum á borð við Íslamska ríkið og Al kaída. 
27.04.2021 - 16:11
Navalny hættur mótmælasvelti að læknisráði
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur ákveðið að fara að ráðleggingum lækna og binda enda á mótmælasvelti sitt. Hann hefur síðustu þrjár vikurnar neitað að nærast í rússnesku fangelsi nema fá læknisaðstoð vegna verkja í baki og fótum.
23.04.2021 - 13:36
Hvetja Navalny til að hætta mótmælasvelti
Læknar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnys hafa hvatt hann til að hætta í mótmælasvelti hið fyrsta. Þeir óttast að Navalny deyi fljótlega ef hann byrjar ekki að nærast. Stjórnarandstöðuleiðtoginn hefur neitað að neyta matar í rússnesku fangelsi síðustu þrjár vikurnar.
22.04.2021 - 18:30
Stuðningsmenn Navalnys búa sig undir aðgerðir
Félagar og starfsmenn stofnunar Alexei Navalny gegn spillingu mega búast við því í næstu viku að verða beittir háum sektum eða dæmdir í langt fangelsi. Samkvæmt heimildum The Guardian verður leynilegum sönnunargögnum beitt gegn samtökunum til þess að setja þau á lista með öfgasamtökum á borð við Al Kaída.
21.04.2021 - 01:21
Alexei Navalny fluttur á sjúkradeild
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið fluttur úr fangelsi á sjúkradeild. Hann hefur verið í mótmælasvelti í tuttugu daga og læknar segja hættu á að hann fái hjartaáfall eða nýrnabilun.
19.04.2021 - 12:37
Læknar segja Navalny við dauðans dyr
Læknar rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys segja heilsu hans hafa hrakað bæði hratt og mikið síðustu daga og telja hann í bráðri lífshættu. Navalny, sem dæmdur var til fangelsisvistar í febrúar, hefur verið í mótmælasvelti síðustu tvær vikur. Læknarnir segja að fái Navalny ekki nauðsynlega aðhlynningu, helst á gjörgæsludeild sjúkrahúss, séu dagar hans að líkindum taldir.
17.04.2021 - 23:31
Heilsu Navalny hrakar hratt í fangelsi
Heilsu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hrakar skart í fanganýlendunni að sögn Vadim Kobzev, lögmanns hans. Fréttastofa BBC hefur eftir Kobzev að Navalny sé byrjaður að missa tilfinningu í höndum og fótum. 
08.04.2021 - 04:37