Færslur: Alexei Navalny

Rússneskt snjallkosningaforrit ekki lengur aðgengilegt
Bandaríski tæknirisinn Google er sagður hafa verið beittur miklum þrýstingi til að fjarlægja snjallkosninga-smáforrit sem bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalny buðu upp á í smáforritaverslun fyrirtækisins.
18.09.2021 - 00:26
Erlent · Stjórnmál · google · Smáforrit · app · Alexei Navalny · Rússland · Dúman · þingkosningar · Apple · Kreml · ritskoðun
Kveðst neyddur til að horfa á ríkisáróður tímunum saman
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexey Navalny kveðst vera neyddur til að horfa á rússneskar ríkissjónvarpsstöðvar í allt að átta tíma á dag í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hann veitti New York Times viðtal á dögunum og er það fyrsta viðtalið við hann eftir að hann var tekinn fastur við komuna til Rússlands frá Þýskalandi 17. janúar síðastliðinn.
26.08.2021 - 16:30
Merkel: Samtal milli Rússlands og Þýskalands mikilvægt
Þrátt fyrir andstæð viðhorf þurfa Þjóðverjar og Rússar halda áfram að ræða saman. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í heimsókn sinni til Rússlands, þeirrar síðustu á valdatíð hennar.
Breskur sendiráðsstarfsmaður grunaður um njósnir
Breskur sendiráðsstarfsmaður var handtekinn í Þýskalandi í gær vegna gruns um njósnir fyrir Rússa. Málið gæti enn aukið á spennu í samskiptum ríkjanna.
Undirbúa frekari refsiaðgerðir vegna Navalny
Bandaríkjastjórn undirbýr nú frekari refsiaðgerðir gegn Rússum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. Þjóðaröryggisráðgjafi Biden-stjórnarinnar, Jake Sullivan, greindi frá áformum stjórnarinnar í þætti Dana Bash á sjónvarpsstöðinni CNN í dag.
20.06.2021 - 15:52
Baráttusamtök Navalnys starfa áfram
Evrópusambandið fordæmir þá niðurstöðu dómstóls í Rússlandi að baráttusamtök Alexeis Navalnys gegn spillingu séu öfgasamtök. Starfsemi þeirra heldur áfram þrátt fyrir úrskurðinn.
Hreyfing Navalnys úrskurðuð öfgahreyfing
Dómstóll í Moskvu úrskurðaði í gær að samtök Alexeis Navalnys gegn spillingu, FBK, séu öfgasamtök og fólk sem starfar innan þeirra og með þeim sé öfgafólk. Dómurinn öðlast þegar gildi og hefur það í för með sér að enginn sem vinnur fyrir Navalny, FBK og tengdum aðilum, hvar sem er í Rússlandi, er kjörgengur í þingkosningunum í haust, né nokkrum kosningum öðrum.
10.06.2021 - 06:28
Evróputúr Bidens er hafinn - fyrsta stopp Bretland
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru komin til Bretlands í sinni fyrstu opinberu utanlandsferð frá því hann var kjörinn forseti Biden tekur þátt í ráðstefnu G7 ríkjanna sem haldin verður dagana 11. til 13. júní í Cornwall.
Dúman bannar framboð öfgamanna
Þingmenn í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að banna þeim sem tilheyra öfgahreyfingum að bjóða sig fram í kosningum. Það gæti komið í veg fyrir að samstarfsfólk stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny geti boðið sig fram í þingkosningum í september.
19.05.2021 - 05:44
Navalny aftur á lista yfir samviskufanga
Mannréttindasamtökin Amnesty International ákváðu í gær að færa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny aftur á lista sinn yfir samviskufanga. Navalny var tekinn af listanum vegna gamalla ummæla gegn innflytjendum og fyrir að mæta í göngu þjóðernissinna fyrir mörgum árum.
Á lista yfir öfga- og hryðjuverkasamtök
Baráttusamtökum rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnys gegn spillingu var í dag bætt á lista yfir öfga- og hryðjuverkasamtök í Rússlandi. Þar eru fyrir hryðjuverkahópar á borð við Íslamska ríkið og Al Kaída. Tilkynnt var í gær á samfélagsmiðlum að samtök Navalnys yrðu leyst upp til að koma í veg fyrir að starfsfólk þeirra yrði ákært og dæmt fyrir hryðjuverkastarfsemi.
30.04.2021 - 13:15
Samtök Navalnys leyst upp
Samtök rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny verða leyst upp. Framkvæmdastjóri þeirra tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag. Navalny mætti í dag fyrir rétt vegna ákæru um að hafa móðgað stríðshetju. 
29.04.2021 - 12:11
Dómstóll bannar samtök Navalnys gegn spillingu
Dómstóll í Rússlandi bannaði í dag starfsemi FBK - baráttusamtaka Alexeis Navalnys gegn spillingu. Bannið gildir meðan verið er að rannsaka hvort þau eigi að flokka með hryðjuverkahópum á borð við Íslamska ríkið og Al kaída. 
27.04.2021 - 16:11
Navalny hættur mótmælasvelti að læknisráði
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur ákveðið að fara að ráðleggingum lækna og binda enda á mótmælasvelti sitt. Hann hefur síðustu þrjár vikurnar neitað að nærast í rússnesku fangelsi nema fá læknisaðstoð vegna verkja í baki og fótum.
23.04.2021 - 13:36
Hvetja Navalny til að hætta mótmælasvelti
Læknar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnys hafa hvatt hann til að hætta í mótmælasvelti hið fyrsta. Þeir óttast að Navalny deyi fljótlega ef hann byrjar ekki að nærast. Stjórnarandstöðuleiðtoginn hefur neitað að neyta matar í rússnesku fangelsi síðustu þrjár vikurnar.
22.04.2021 - 18:30
Stuðningsmenn Navalnys búa sig undir aðgerðir
Félagar og starfsmenn stofnunar Alexei Navalny gegn spillingu mega búast við því í næstu viku að verða beittir háum sektum eða dæmdir í langt fangelsi. Samkvæmt heimildum The Guardian verður leynilegum sönnunargögnum beitt gegn samtökunum til þess að setja þau á lista með öfgasamtökum á borð við Al Kaída.
21.04.2021 - 01:21
Alexei Navalny fluttur á sjúkradeild
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið fluttur úr fangelsi á sjúkradeild. Hann hefur verið í mótmælasvelti í tuttugu daga og læknar segja hættu á að hann fái hjartaáfall eða nýrnabilun.
19.04.2021 - 12:37
Læknar segja Navalny við dauðans dyr
Læknar rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys segja heilsu hans hafa hrakað bæði hratt og mikið síðustu daga og telja hann í bráðri lífshættu. Navalny, sem dæmdur var til fangelsisvistar í febrúar, hefur verið í mótmælasvelti síðustu tvær vikur. Læknarnir segja að fái Navalny ekki nauðsynlega aðhlynningu, helst á gjörgæsludeild sjúkrahúss, séu dagar hans að líkindum taldir.
17.04.2021 - 23:31
Heilsu Navalny hrakar hratt í fangelsi
Heilsu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hrakar skart í fanganýlendunni að sögn Vadim Kobzev, lögmanns hans. Fréttastofa BBC hefur eftir Kobzev að Navalny sé byrjaður að missa tilfinningu í höndum og fótum. 
08.04.2021 - 04:37
Navalny segir samfanga sýkta af berklum
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny, sem afplánar nú fangelsisdóm í afskekktu fangelsi í Rússlandi, hefur átt við þrálátan hita og hósta að stríða. Lögmaður hans segir að hann sé við bága heilsu.
06.04.2021 - 13:35
Navalny í hungurverkfalli
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny tilkynnti í dag að hann yrði í hungurverkfalli þar til hann fengi læknisaðstoð vegna bakverkja og máttleysis í fótum. 
31.03.2021 - 20:29
Viðtal
Amnesty berst áfram fyrir frelsi Navalnys
Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir að áfram verði barist fyrir frelsun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny þó að hann sé ekki lengur skilgreindur sem samviskufangi. Navalny hefur verið fluttur í annað fangelsi á ótilgreindum stað.
26.02.2021 - 19:07
Alexei Navalny futtur í fangabúðir
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið fluttur í fangabúðir þar sem hann á að afplána rúmlega tveggja ára fangelsisdóm. Rússneska fréttastofan RIA Novosti hafði þetta í dag eftir Alexander Kalashnikov, yfirmanni fangelsismála.
26.02.2021 - 15:36
Ekki vitað hvar Navalny er
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var fluttur úr fangelsi í Moskvu í gær á ótilgreindan stað. Fréttastofan BBC hefur eftir aðstoðarmönnum hans að þeir hafi ekki verið látnir vita af flutningnum. Þeir óttast að hann hafi verið fluttur í fangabúðir.
26.02.2021 - 05:46
Navalny ekki lengur samviskufangi
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var í gær tekinn af lista alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty yfir samviskufanga. Samtökin bera fyrir sig fortíð Navalnys, en í upphafi stjórnmálaferils síns fyrir um áratug síðan var hann gagnrýndur fyrir málflutning sinn gegn innflytjendum.
25.02.2021 - 03:37