Færslur: Alexei Navalny

Navalny í fjögurra vikna gæsluvarðhald
Dómari í Moskvu úrskurðaði rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Hann á að koma aftur fyrir rétt 29. janúar þar sem til stendur að ákveða hvort hann verði látinn afplána þriggja og hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm, sem hann hlaut fyrir fjárdrátt.
18.01.2021 - 15:42
Þjóðverjar vilja að Navalny verði sleppt
Stjórnvöld í Þýskalandi krefjast þess að Rússar láti stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny lausan þegar í stað. Hann var handtekinn þegar hann kom til Moskvu í gær eftir að hann hafði dvalið í Þýskalandi í fimm mánuði. Þar naut hann læknisaðstoðar eftir að eitrað var fyrir honum heima fyrir.
18.01.2021 - 08:01
Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir sér mjög brugðið yfir handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í dag. Guðlaugur hvetur rússnesk yfirvöld til að láta hann umsvifalaust lausan og láta allt uppi sem þau vita um eiturárásina á andófsmanninn.
Navalny handtekinn við komuna til Moskvu
Lögregla handtók rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny skömmu eftir að hann lenti í Moskvu í dag.
Navalny væntanlegur til Moskvu í dag
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny heldur aftur heim til Moskvu í dag og svo gæti farið að hann verði handtekinn við komuna þangað. Hann hefur dvalið í Þýskalandi síðustu fimm mánuði eftir að eitrað var fyrir honum í Síberíu í ágúst. 
17.01.2021 - 12:28
Navalny gabbaði FSB og segist hafa sannað eitrunina
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur birt gögn sem hann segir sanna það að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum í sumar. Rússar svöruðu í dag og boða refsiaðgerðir.
22.12.2020 - 22:03
Navalny, Støjberg og farsóttin í Svíþjóð
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um niðurstöðu ítarlegrar rannsóknar sem birtist á vefsíðunni Bellingcat fyrr í vikunni þar sem því er slegið föstu að rússneska leyniþjónustan FSB hafi staðið að baki er eitrað var fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny í ágúst. Þá var rætt um Inger Støjberg málið í Danmörku og skýrslu sem er áfellisdómur yfir viðbrögðum sænskra stjórnvalda við COVID faraldrinum.
Leyniþjónustan eitraði fyrir Navalny
Rússneska leyniþjónustan FSB eitraði fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny að því er fram kemur á vefsíðunni Bellingcat, þar sem birtar eru niðurstöður rannsóknarblaðamanna. Samkvæmt rannsókn Bellingcat fylgdu útsendarar leyniþjónustunnar Navalny eftir á meir en 30 ferðalögum í þrjú ár áður en látið var til skarar skríða í Tomsk í Síberíu í ágúst. 
14.12.2020 - 14:34
Telur Þýskaland líklegan vettvang eitrunar Navalny
Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, segir fulla ástæðu til að ætla að svo geti verið að eitrað hafi verið Alexei Navalny í Þýskalandi eða á leiðinni þangað. Þetta kom fram í máli ráðherrans á blaðamannafundi í dag.
12.11.2020 - 18:51
Segja af og frá að Navalny hafi verið byrlað eitur
Rússneskir embættismenn fullyrða að efnaskiptavandi og langvinn briskirtilsbólga hafi hrjáð stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny og valdið miklum veikindum hans í ágúst. Alls ekki hafi verið eitrað fyrir honum líkt og var niðurstaða rannsóknastofa í Frakklandi, Svíþjóð og víðar.
06.11.2020 - 13:06
Sakar Navalny um að vinna með CIA
Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar sakar stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny um að starfa með bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Ásökunin er svar Kremlar við þeirri yfirlýsingu Navalnys, að hann gruni Pútín Rússlandsforseta um að vera ábyrgan fyrir því að honum var byrlað eitur á dögunum.
02.10.2020 - 05:39
Segir Pútín á bak við tilræðið
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny sakar Vladimir Pútín um að hafa staðið á bak við tilræðið við sig í ágúst þegar eitrað hafi verið fyrir honum. Hann segist í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel ekki sjá neina aðra skýringu. 
01.10.2020 - 08:38
Navalny útskrifaður af sjúkrahúsi
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Charite-sjúkrahúsinu í Berlín í Þýskalandi í morgun.
23.09.2020 - 07:45
Biður Navalny afsökunar á að hafa þróað novichok
Vil Mirzayanov, einn þeirra efnafræðinga sem fann upp taugaeitrið novichok, hefur beðið rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny afsökunar. Navalny liggur á sjúkrahúsi í Berlín í Þýskalandi og jafnar sig eftir alvarleg veikindi. Þýskir læknar segja öruggar sannanir um að eitrað hafi verið fyrir honum með novichok.
20.09.2020 - 13:15
Efnavopnastofnunin rannsakar sýni úr Navalny
Efnavopnastofnunin í Haag staðfesti í morgun að hún hefði sent sérfræðinga á sínum vegum til Þýskalands til að taka sýni úr rússneska stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny. Þau væru nú í rannsókn og væri niðurstöðu brátt að vænta.
17.09.2020 - 08:29
Fréttaskýring
Navalny, Novichok og Nord Stream 2
Eitt stærsta pólitíska deilumál síðari tíma á alþjóðavísu varð enn stærra eftir að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny var byrlað taugaeitrið Novichok í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín í Þýskalandi þar sem hann vaknaði til meðvitundar í gær. Þjóðverjar kalla eftir ítarlegri rannsókn yfirvalda í Moskvu á því hver eitraði fyrir Navalny.
17.09.2020 - 07:00
Navalny ætlar að snúa aftur til Rússlands
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny getur nú andað án öndunarvélar og ætlar að snúa aftur til Rússlands þegar heilsan leyfir. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir eitrunina ekkert annað en morðtilraun. 
15.09.2020 - 19:15
Segjast hafa náð kjöri til héraðstjórna í Síberíu
Samherjar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny fullyrða að þeim hafi tekist að tryggja sér sæti í héraðsstjórn Síberíu.
13.09.2020 - 20:59
Héraðskosningar prófsteinn fyrir rússnesk stjórnvöld
Héraðskosningar fara fram í Rússlandi í dag í skugga ásakanna á hendur rússnesskum stjórnvöldum um að hafa eitrað fyrir Alexei Navalny, einum helsta andstæðing stjórnvalda. Litið er á kosningarnar sem prófstein fyrir rússnesk stjórnvöld.
13.09.2020 - 12:40
Navalny farinn að geta tjáð sig
Líðan rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys hefur skánað og er hann farinn að geta tjáð sig. Þýska vikuritið Der Spiegel greinir frá þessu og segir að öryggisgæsla hafi verið hert á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalny dvelur. 
10.09.2020 - 08:09
Pompeo: Skipunin kom frá Kreml
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir miklar líkur á því að einhver hátt settur embættismaður í Kreml hafi gefið fyrirskipun um að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny yrði byrlað eitur. Frá þessu greindi hann í útvarpsviðtali í kvöld.
10.09.2020 - 01:06
Mögulega hætt við Nord Stream 2
Þjóðverjar hafa gefið í skyn að mögulega verði hætt við gaslögnina Nord Stream 2, gefi Rússar ekki viðunandi skýringar á hvernig stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny veiktist af taugaeitrinu novichok. Navalny er kominn til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín. Hann er áfram í öndunarvél og segja læknar að of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins.
07.09.2020 - 18:17
Navalny til meðvitundar og heilsast betur
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny er kominn til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín í Þýskalandi. Læknar venja hann nú hægt og rólega af öndunarvél og hann er sagður bregðast við áreiti. AFP fréttastofan greinir frá. Læknar á sjúkrahúsinu hafa sagt að það sé ljóst að Navalny hafi verið byrlað taugaeitrið novichok.
07.09.2020 - 13:54
Þjóðverjar hóta að stuðla að refsingu Rússa
Veiti Rússar ekki liðsinni við að upplýsa um hvað kom fyrir Alexei Navalny hótar Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands því að hann muni hvetja ríki Evrópusambandsins til refsiaðgerða gegn þeim.
06.09.2020 - 06:08
Trump: Engar sannanir fyrir eitrun Navalny
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir engar sannanir vera fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Aleksei Navalny stjórnarandstæðingi í Rússlandi. Hann yrði hins vegar afar reiður ef þetta reyndist rétt. 
05.09.2020 - 12:16