Færslur: Alexei Navalny

Efnavopnastofnunin rannsakar sýni úr Navalny
Efnavopnastofnunin í Haag staðfesti í morgun að hún hefði sent sérfræðinga á sínum vegum til Þýskalands til að taka sýni úr rússneska stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny. Þau væru nú í rannsókn og væri niðurstöðu brátt að vænta.
17.09.2020 - 08:29
Fréttaskýring
Navalny, Novichok og Nord Stream 2
Eitt stærsta pólitíska deilumál síðari tíma á alþjóðavísu varð enn stærra eftir að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny var byrlað taugaeitrið Novichok í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín í Þýskalandi þar sem hann vaknaði til meðvitundar í gær. Þjóðverjar kalla eftir ítarlegri rannsókn yfirvalda í Moskvu á því hver eitraði fyrir Navalny.
17.09.2020 - 07:00
Navalny ætlar að snúa aftur til Rússlands
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny getur nú andað án öndunarvélar og ætlar að snúa aftur til Rússlands þegar heilsan leyfir. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins segir eitrunina ekkert annað en morðtilraun. 
15.09.2020 - 19:15
Segjast hafa náð kjöri til héraðstjórna í Síberíu
Samherjar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny fullyrða að þeim hafi tekist að tryggja sér sæti í héraðsstjórn Síberíu.
13.09.2020 - 20:59
Héraðskosningar prófsteinn fyrir rússnesk stjórnvöld
Héraðskosningar fara fram í Rússlandi í dag í skugga ásakanna á hendur rússnesskum stjórnvöldum um að hafa eitrað fyrir Alexei Navalny, einum helsta andstæðing stjórnvalda. Litið er á kosningarnar sem prófstein fyrir rússnesk stjórnvöld.
13.09.2020 - 12:40
Navalny farinn að geta tjáð sig
Líðan rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys hefur skánað og er hann farinn að geta tjáð sig. Þýska vikuritið Der Spiegel greinir frá þessu og segir að öryggisgæsla hafi verið hert á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalny dvelur. 
10.09.2020 - 08:09
Pompeo: Skipunin kom frá Kreml
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir miklar líkur á því að einhver hátt settur embættismaður í Kreml hafi gefið fyrirskipun um að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny yrði byrlað eitur. Frá þessu greindi hann í útvarpsviðtali í kvöld.
10.09.2020 - 01:06
Mögulega hætt við Nord Stream 2
Þjóðverjar hafa gefið í skyn að mögulega verði hætt við gaslögnina Nord Stream 2, gefi Rússar ekki viðunandi skýringar á hvernig stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny veiktist af taugaeitrinu novichok. Navalny er kominn til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín. Hann er áfram í öndunarvél og segja læknar að of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins.
07.09.2020 - 18:17
Navalny til meðvitundar og heilsast betur
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny er kominn til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín í Þýskalandi. Læknar venja hann nú hægt og rólega af öndunarvél og hann er sagður bregðast við áreiti. AFP fréttastofan greinir frá. Læknar á sjúkrahúsinu hafa sagt að það sé ljóst að Navalny hafi verið byrlað taugaeitrið novichok.
07.09.2020 - 13:54
Þjóðverjar hóta að stuðla að refsingu Rússa
Veiti Rússar ekki liðsinni við að upplýsa um hvað kom fyrir Alexei Navalny hótar Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands því að hann muni hvetja ríki Evrópusambandsins til refsiaðgerða gegn þeim.
06.09.2020 - 06:08
Trump: Engar sannanir fyrir eitrun Navalny
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir engar sannanir vera fyrir því að eitrað hafi verið fyrir Aleksei Navalny stjórnarandstæðingi í Rússlandi. Hann yrði hins vegar afar reiður ef þetta reyndist rétt. 
05.09.2020 - 12:16
Fundað í NATÓ vegna Navalny málsins
Boðað hefur verið til sérstaks fundar innan Atlantshafsbandalagsins vegna Navalny málsins. Að honum loknum hefur Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri boðað til blaðamannafundar.
04.09.2020 - 06:26
Rússar vísa á bug öllum ásökunum
Engin ástæða er til að kenna rússneskum stjórnvöldum um veikindi stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys. Þetta sagði Dimitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, á fundi með fréttamönnum í Moskvu í morgun, um þá fullyrðingu Þjóðverja að Navalny hefði verið byrlað eitur.
03.09.2020 - 11:57
Morðtilraun við Alexei Navalny og stjórnmál í Bretlandi
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var rætt um rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny, sem liggur fársjúkur á Charité-spítalanum í Berlín. Þýsk stjórnvöld segja hafið yfir allan vafa að veikindi hans séu afleiðingar eitrunar, honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok.
03.09.2020 - 10:14
Merkel fordæmir tilræðið við Navalny
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, krefur rússnesk stjórnvöld skýringa á banatilræði við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny. Hún segir engan vafa leika á að honum hafi verið byrlað taugaeitrið nocvichok. Navalny er á Charité spítalanum í Berlín þar sem honum er haldið sofandi.
02.09.2020 - 17:06
Navalny var byrlað novichok
Þýsk yfirvöld segja engan vafa leika á að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hafi verið byrlað eitrið novichok. Navalny liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín og er haldið sofandi. Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði síðdegis að niðurstöður rannsókna staðfestu með óyggjandi hætti að Navalny hefði verið byrlað novichok.
02.09.2020 - 14:04
Halda ótrauð áfram þrátt fyrir veikindi Navalnys
Samstarfsfólk rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnys ætlar ekki að leggja árar í bát þó að leiðtogi þeirra liggi þungt haldinn á spítala. Héraðskosningar verða í Rússlandi 13. september og þar ætla þau að hvetja fólk til að kjósa eftir ákveðnu kerfi líkt og fyrir kosningar til borgarþings Moskvu í fyrra.
31.08.2020 - 16:31
Segir enga ástæðu til að efast um mat þýsku læknanna
Vestrænir leiðtogar halda áfram að þrýsta á rannsókn á veikindum rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. Rússnesk stjórnvöld segja ekkert benda til þess að um eitrun sé að ræða.
26.08.2020 - 17:25
Rússar segjast ekkert græða á að eitra fyrir Navalny
Rússnesk stjórnvöld hafa engan hag að því að eitra fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny, eins og læknar sem annast hann í Þýskalandi hafa haldið fram.
25.08.2020 - 17:33
Navalny gefið sama mótefni og Skripal-feðginum
Angela Merkel Þýskalandskanslari hvatti í dag rússnesk yfirvöld til að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny sem nú liggur nú í dái á sjúkrahúsi í Berlín.
24.08.2020 - 22:43
Þýskir læknar segja vísbendingar um eitrun
Læknar á Charite-spítalanum í Berlín í Þýskalandi segja að svo líti út fyrir að rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexey Navalny hafi orðið fyrir eitrun. Hann veiktist alvarlega í flugi frá borginni Tomsk til Moskvu á fimmtudag og lýstu aðstandendur hans því strax yfir að svo virtist sem hann hafi innbyrt eitur þegar hann drakk te á flugvellinum í Tomsk.
24.08.2020 - 15:25
Læknir Navalny segir stjórnvöld ekki hafa haft afskipti
Rússneski læknirinn sem annaðist stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny í Omsk í Síberíu þvertekur fyrir að stjórnvöld hafi haft afskipti af meðferðinni á meðan hann lá þar. Navalny var lagður inn á gjörgæsludeild spítala í Omsk á fimmtudag eftir að hafa veikst illa í flugvél á leið til Moskvu.
24.08.2020 - 10:10
Líðan Navalnys stöðug eftir ferðalagið
Alexei Navalny, einn helsti leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, er lentur í Berlín eftir sjúkraflug frá Síberíu og er líðan hans stöðug. Hinn 44 ára Navalny er meðvitundarlaus og í öndunarvél.
22.08.2020 - 09:01