Færslur: ákæra

Íslendingur ákærður fyrir morð í Kaliforníu
Ungur Íslendingur hefur verið ákærður í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir að hafa orðið bekkjarsystur sinni að bana og hlutað lík hennar sundur. Lík hinnar 21 árs gömlu Katie Pham fannst illa farið í bílskúr stjúpföður þess ákærða 18. maí.
21.07.2021 - 11:49
Trump kærir Google, Twitter og Facebook
Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, ætlar að lögsækja Google og samfélagsmiðlarisana Twitter og Facebook fyrir að loka á aðgang hans og ritskoða efni frá honum. Hann ætlar einnig að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóra fyrirtækjanna þriggja. Þetta tilkynnti Trump á blaðamannafundi í dag.
07.07.2021 - 16:53
Sjónvarpsfrétt
Enn ein blauta tuskan í andlitið frá ríkinu
María Sjöfn Árnadóttir, ein fjögurra kvenna sem er með ofbeldismál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu fékk alvarlegt taugaáfall, ekki vegna heimilisofbeldis, heldur vegna þess að mál hennar fyrndist hjá lögreglu. Viðbótarfrestur ríkisins til að leita sátta við hana rann út um mánaðamótin. Ofbeldismál kvennanna eru fyrir dómstólnum því að þau voru felld niður hér heima.
Sviptu konu frelsi í 4 tíma og hótuðu öllu illu
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm einstaklingum sem sviptu konu frelsi sínu, hótuðu henni lífláti, beittu hana harkalegu ofbeldi og kúguðu út úr henni peninga í september árið 2018 í Keflavík.
13.06.2021 - 23:33
Skilorðsbundinn dómur fyrir manndráp af gáleysi
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þrjá menn í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, síðastliðinn fimmtudag. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa orðið vinnufélaga sínum í Plastgerð Suðurnesja, að bana í júlí 2017.
Enn er Pence brýndur til beitingar 25. viðaukans
Katherine Clark, varaforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, brýnir Mike Pence varaforseta til að standa við stjórnskipulegar skyldur sínar og grípa til 25. viðauka stjórnarskrárinnar. Hún segir það fljótlegustu leiðina til að gera Donald Trump brottrækan úr forsetaembættinu.
Repúblikanaþingmaður útilokar ekki stuðning við ákæru
Peter Meijer, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana segir ekki útilokað að hann styðji ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisglöp.
Trump og Pence funda í fyrsta sinn eftir árásina
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pence varaforseti töluðu saman í dag fyrsta sinni eftir árás áhangenda forsetans á þinghúsið. CNN fréttastofan hefur þetta eftir tveimur embættismönnum í Hvíta húsinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi þrýsta mjög á Pence að víkja Trump úr embætti forseta.
Þingið tilbúið til ákæru verði ekki af brottvikningu
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að á morgun, mánudag, verði gerð samþykkt í þinginu um að ríkisstjórnin hlutist fyrir um að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði vikið úr embætti á grundvelli 25. viðauka stjórnarskrárinnar.