Færslur: ákæra

Þýskur maður ákærður vegna hvarfs Madeleine McCann
Karlmaður hefur verið ákærður í Þýskalandi að beiðni portúgalskra yfirvalda í tengslum við hvarf Madeleine McCann. Hún var þriggja ára þegar hún hvarf, 3. maí 2007, á ferðalagi með foreldrum sínum í Praia da Luz.
21.04.2022 - 22:28
Ástralir leggjast ekki gegn framsali Assanges
Áströlsk stjórnvöld leggjast ekki gegn því að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Fjármálaráðherra Ástralíu kveðst hafa fulla trú á bresku réttarkerfi.
Ákæra vegna þungunarrofs felld niður í Texas
Saksóknari í Texas felldi í dag niður ákæru á hendur konu sem var handtekin nokkrum dögum áður eftir að hafa undirgengist þungunarrof. Málið hefur vakið almenna vanþóknun um öll Bandaríkin.
Vitni segja fangara sína hafa gert allt til að dyljast
Ekkert vitni í réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum El Shafee Elsheikh hefur verið beðið um að bera kennsl á hann. Ástæðan er sú að meðan fólkið var í haldi hans og þriggja félaga hans gerðu þeir allt til að fela ásýnd sína.
Segir Trump sekan um fjölda afbrota
Mark Pomerantz fyrrverandi saksóknari í New York segir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta sekan um fjölda alvarlegra glæpa. Þetta kemur fram í opnu bréfi hans sem New York Times birti í gær.
Kólumbíumaður ákærður vegna morðsins á forseta Haítí
Kólumbískur uppgjafahermaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðið Jovenel Moise forseta Haítí af dögum í júlí síðastliðnum. Lífstíðarfangelsi gæti beðið hans verði hann fundinn sekur.
Ekkert verður af málshöfðun gegn forseta Síle
Öldungadeild síleanska þingsins fellst ekki á að hefja mál gegn Sebastian Pinera forseta landsins vegna upplýsinga úr Pandóru skjalalekanum. Því verður ekkert af málhöfðun gegn honum þrátt fyrir samþykki neðri deildar þingsins.
Lockerbie
Líbíumenn ræða framsal Masuds til Bandaríkjanna
Utanríkisráðherra Líbíu kveðst vilja vinna með bandarískum yfirvöldum að framsali mannsins sem er grunaður um að hafa sett saman sprengjuna sem grandaði þotu bandaríska flugfélagsins Pan Am yfir bænum Lockerbie í Skotlandi fyrir næstum 33 árum, í desember 1988.
04.11.2021 - 02:28
Íslendingur ákærður fyrir morð í Kaliforníu
Ungur Íslendingur hefur verið ákærður í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir að hafa orðið bekkjarsystur sinni að bana og hlutað lík hennar sundur. Lík hinnar 21 árs gömlu Katie Pham fannst illa farið í bílskúr stjúpföður þess ákærða 18. maí.
21.07.2021 - 11:49
Trump kærir Google, Twitter og Facebook
Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, ætlar að lögsækja Google og samfélagsmiðlarisana Twitter og Facebook fyrir að loka á aðgang hans og ritskoða efni frá honum. Hann ætlar einnig að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóra fyrirtækjanna þriggja. Þetta tilkynnti Trump á blaðamannafundi í dag.
07.07.2021 - 16:53
Sjónvarpsfrétt
Enn ein blauta tuskan í andlitið frá ríkinu
María Sjöfn Árnadóttir, ein fjögurra kvenna sem er með ofbeldismál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu fékk alvarlegt taugaáfall, ekki vegna heimilisofbeldis, heldur vegna þess að mál hennar fyrndist hjá lögreglu. Viðbótarfrestur ríkisins til að leita sátta við hana rann út um mánaðamótin. Ofbeldismál kvennanna eru fyrir dómstólnum því að þau voru felld niður hér heima.
Sviptu konu frelsi í 4 tíma og hótuðu öllu illu
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm einstaklingum sem sviptu konu frelsi sínu, hótuðu henni lífláti, beittu hana harkalegu ofbeldi og kúguðu út úr henni peninga í september árið 2018 í Keflavík.
13.06.2021 - 23:33
Skilorðsbundinn dómur fyrir manndráp af gáleysi
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þrjá menn í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, síðastliðinn fimmtudag. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa orðið vinnufélaga sínum í Plastgerð Suðurnesja, að bana í júlí 2017.
Enn er Pence brýndur til beitingar 25. viðaukans
Katherine Clark, varaforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, brýnir Mike Pence varaforseta til að standa við stjórnskipulegar skyldur sínar og grípa til 25. viðauka stjórnarskrárinnar. Hún segir það fljótlegustu leiðina til að gera Donald Trump brottrækan úr forsetaembættinu.
Repúblikanaþingmaður útilokar ekki stuðning við ákæru
Peter Meijer, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana segir ekki útilokað að hann styðji ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisglöp.
Trump og Pence funda í fyrsta sinn eftir árásina
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pence varaforseti töluðu saman í dag fyrsta sinni eftir árás áhangenda forsetans á þinghúsið. CNN fréttastofan hefur þetta eftir tveimur embættismönnum í Hvíta húsinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi þrýsta mjög á Pence að víkja Trump úr embætti forseta.
Þingið tilbúið til ákæru verði ekki af brottvikningu
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að á morgun, mánudag, verði gerð samþykkt í þinginu um að ríkisstjórnin hlutist fyrir um að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði vikið úr embætti á grundvelli 25. viðauka stjórnarskrárinnar.