Færslur: Afríka

Sjónvarpsfrétt
Verstu þurrkar í Afríku í fjörutíu ár
Líf um tuttugu milljóna er í hættu vegna ástandsins og stríðið í Úkraínu hefur gert slæma stöðu enn verri. Mestu þurrkar í ein fjörutíu ár blasa nú við í ríkjum í austurhluta Afríku.
20.04.2022 - 08:50
Ákærður fyrir 31 stríðsglæp í Darfur
Réttarhöld yfir Ali Muhammad Ali Abd-al-Rahman hefjast í dag fyrir alþjóðaglæpadómstólnum, vegna stríðsins í Darfur-héraði í Súdan sem hófst fyrir um tuttugu árum. Þetta eru fyrstu réttarhöldin fyrir dómsstólnum vegna stríðsins í Darfur-héraði.
Eþíópíumenn vígja umdeilda vatnsaflsvirkjun í Bláu Níl
Gríðarmikil vatnaflsvirkjun Eþíópíumanna í Bláu Níl var vígð við hátíðlega athöfn í gær, sunnudag. Kveikt var á einum hverfli af þrettán og þar með hófst framleiðsla rafmagns en nokkur styr hefur staðið um byggingu stíflunnar.
21.02.2022 - 09:30
Marokkó
Barn fast í brunni í tvo sólarhringa
Marókkómenn fylgjast grannt með björgun fimm ára gamals drengs sem féll í brunn í borginni Chefchaouen í norðurhluta landsins. Slysið varð þegar drengurinn var við brunninn ásamt pabba sínum á þriðjudag. Pabbi hans var að lagfæra brunninn.
03.02.2022 - 15:14
Segir rússneska málaliða arðræna Malí
Jean-Yves Le Drien utanríkisráðherra Frakklands sakar einkareknu rússnesku málaliðaþjónustuna Wagner um að fara ránshendi um auðlindir Vestur-Afríkuríkisins Malí. Spenna hefur jafnt og þétt aukist undanfarnar vikur milli franskra stjórnvalda og herforingjastjórnarinnar í Malí.
Sjónvarpsfrétt
Sakaðar um galdra og útskúfað úr samfélaginu
Hundruð kvenna í Gana hafa verið sakaðar um galdra og þeim verið útskúfað úr samfélaginu. Mannúðarsamtök reyna að ná fram réttlæti fyrir konurnar en það gengur hægt því meirihluti Ganverja trúir á galdra.  
25.01.2022 - 10:23
Sjö mótmælendur drepnir í Súdan
Öryggissveitir hers og lögreglu í Súdan drápu sjö mótmælendur í dag þegar þúsundir söfnuðust saman í nokkrum borgum til að mótmæla valdaráni hersins í október. Bandarísk sendinefnd er væntanleg til landsins til að aðstoða við að finna lausn á upplausninni í stjórnmálum landsins.
Forsætisráðherra Sómalíu sviptur völdum
Mohamed Abdullahi Mohamed, forseti Sómalíu, svipti forsætisráðherra landsins völdum í dag vegna spillingarmáls sem nú er til rannsóknar. Ákvörðunin nær ekki til annarra ráðherra í ríkisstjórninni.
27.12.2021 - 09:58
Leyniskjöl um rannsókn á morði Kennedys opinberuð
Nærri fimmtán hundruð leyniskjöl tengd rannsókninni á morði Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta 22. nóvember 1963 voru gerð opinber í dag.Fjölmargar kenningar hafa sprottið upp um morðið á þeim tæpu 60 árum sem liðin eru frá morðinu.
16.12.2021 - 01:17
Afríkusambandið ósátt við skaðlegar ferðatakmarkanir
Afríkusambandið kallaði eftir því í kvöld að ríki heims aflétti ferðatakmörkunum sem settar hafa verið á ríki í suðurhluta Afríku vegna omíkron-afbrigðis kórónuveirufaraldursins. Afbrigðið hefur nú dreift sér víðs vegar um heiminn.
07.12.2021 - 21:17
Barrow endurkjörinn forseti í Gambíu
Adama Barrow var endurkjörinn forseti Vestur-Afríkuríkisins Gambíu í gær. Formaður yfirkjörstjórnar landsins tilkynnti um endurkjör Barrows í dag en hann hefur þegar setið eitt kjörtímabil.
05.12.2021 - 23:50
Hvetur súdönsk stjórnvöld til að virða tjáningarfrelsi
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur stjórnvöld í Súdan til að virða tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla. Hann segir ríkið afar fjandsamlegt í garð blaðamanna.
Sonur Gaddafis fær að bjóða sig fram til forseta
Dómstóll í Líbíu hefur úrskurðað að Saif al-Islam Gaddafi megi gefa kost á sér í forsetakosningum sem fram undan eru í landinu. Hann er sonur Muammars Gaddafi fyrrverandi einræðisherra landsins sem uppreisnarmenn drápu árið 2011 í blóðugu borgarastríði.
Fyrsta innanlandssmitið af völdum omikrón í Ástralíu
Fyrsta tilfellið innanlands af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar greindist í Ástralíu í dag. Sá smitaði er nemandi við skóla í Sydney sem hefur ekki farið út fyrir landsteinana. Skólanum var umsvifalaust lokað og fjölskylda þess smitaða er sögð vera í sóttkví.
Skyldubólusetning til umræðu í Suður-Afríku
Smitstuðullinn hefur hækkað gífurlega í Suður-Afríku undanfarnar vikur. Þarlend stjórnvöld íhuga nú að taka upp þá reglu að fólki beri að vera bólusett hyggist það taka þátt í fjölmennum viðburðum.
Bretar herða takmarkanir vegna nýs kórónuveiruafbrigðis
Ferðamönnum frá sex löndum í sunnanverðri Afríku verður gert að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Ástæðan er uggur um að fólkið kunni að bera nýtt mjög stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar.
Hamdok tekur við stjórnartaumum í Súdan á nýjan leik
Yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan forsprakki valdaránsins í Súdan og Abdalla Hamdok hafa náð samkomulagi um að sá síðarnefndi taki aftur við stjórnartaumunum í landinu.
Fimm grunaðir hryðjuverkamenn felldir í Úganda
Lögregla í Afríkuríkinu Úganda skaut fimm til bana og handtók 21 í dag í tengslum við rannsókn á sjálfsmorðssprengjuárásum í höfuðborginni Kampala á þriðjudag.
19.11.2021 - 00:20
Fjöldi fólks handtekinn í Eþíópíu undanfarnar vikur
Fjöldi fólks hefur verið handtekinn í Eþíópíu frá því að stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi í landinu fyrir tveimur vikum. Þeirra á meðal eru starfsmenn Sameinuðu þjóðanna.
AGS getur ekki liðsinnt Zimbabwe fjárhagslega
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti í dag að hann gæti ekki veitt Afríkuríkinu Zimbabwe fjárhagsstuðning. Gjaldfallnar skuldir ríkisins við erlenda lánadrottna væru of miklar.
Uppreisnarmenn sagðir nálgast Addis Ababa óðfluga
Uppreisnarmenn úr frelsisher Tigray-héraðs (TPLF) nálgast Addis Ababa höfuðborg Eþíópíu stöðugt. Aukinn þrýstingur er á ríkisstjórn landsins og forsætisráðherrann Abiy Ahmed en í yfirlýsingu frelsishersins í gær sagði að hersveitir þeirra væru innan við 350 kílómetra frá höfuðborginni.
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnar Súdan leystir úr haldi
Abdel Fattah Burhan hershöfðingi, leiðtogi valdaráns hersins í Súdan fyrirskipaði í dag að fjórir borgaralegir ráðherrar skyldu látnir lausir. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við hann í dag og krafðist þess að borgaralegri stjórn landsins verði færð völdin að nýju.
Herinn hvattur til stillingar meðan á mótmælum stendur
Boðað hefur verið til fjöldafunda í Súdan í dag til að andæfa valdatöku hersins. Valdaráninu hefur verið mótmælt um allan heim en herinn hrifsaði til sín öll völd í landinu 25. október síðastliðinn og handtók fjölda ráðamanna. Öryggissveitir hersins eru hvattar til að sýna stillingu meðan á mótmælum stendur.
30.10.2021 - 03:23
Bandaríkjastjórn fordæmir valdatöku hersins í Súdan
Bandaríkjastjórn fordæmir valdarán Súdanhers harðlega og krefst þess að borgaralegri stjórn landsins verði færð völdin að nýju. Jafnframt er þess krafist að forsætisráðherra landsins verði umsvifalaust leystur úr haldi.
Einn fórst í sprengingu í Kampala höfuðborg Úganda
Einn fórst og sjö særðust þegar sprengja sprakk í Kampala höfuðborg Afríkuríkisins Úganda í kvöld. Atvikið átti sér stað við vinsæla veitingahúsagötu í norðurhluta borgarinnar um klukkan 21 að staðartíma.
23.10.2021 - 21:42