Færslur: Afríka

Bandaríkjastjórn fordæmir valdatöku hersins í Súdan
Bandaríkjastjórn fordæmir valdarán Súdanhers harðlega og krefst þess að borgaralegri stjórn landsins verði færð völdin að nýju. Jafnframt er þess krafist að forsætisráðherra landsins verði umsvifalaust leystur úr haldi.
Einn fórst í sprengingu í Kampala höfuðborg Úganda
Einn fórst og sjö særðust þegar sprengja sprakk í Kampala höfuðborg Afríkuríkisins Úganda í kvöld. Atvikið átti sér stað við vinsæla veitingahúsagötu í norðurhluta borgarinnar um klukkan 21 að staðartíma.
23.10.2021 - 21:42
WHO samþykkir notkun á bóluefni við malaríu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur í fyrsta skipti veitt fullt leyfi fyrir notkun á bóluefni við malaríu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, segir að dagurinn marki tímamót og sérfræðingar binda vonir við að efnið bjargi lífi tugþúsunda barna í Afríku.
06.10.2021 - 16:37
WHO heitir fórnarlömbum kynferðisofbeldis stuðningi
Hjálparstarfsmenn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó misnotuðu konur og stúlkur í landinu meðan barátta við Ebóla-faraldur stóð sem hæst á árunum 2018 til 2020. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heitir stuðningi við fórnarlömb og að hinir brotlegu þurfi að sæta afleiðingum gjörða sinna.
Heldur virðist hafa dregið úr gosinu á La Palma
Heldur virðist hafa dregið úr krafti eldgossins í fjallinu Rajada á La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Gosið hófst á sunnudag og hefur þegar valdið talsverðu eignatjóni.
21.09.2021 - 04:41
Erlent · Hamfarir · eldgos · kanaríeyjar · La Palma · Evrópa · Afríka · Pedro Sanchez · Spánn
Nýkjörinn borgarstjóri Jóhannesarborgar lést í bílslysi
Jolidee Matongo, nýkjprinn borgarstjóri Jóhannesarborgar í Suður-Afríku lést í bílslysi í gær á leið heim af kosningafundi í Soweto með Cyril Ramaphosa forseta landsins.
19.09.2021 - 05:22
Herinn lýsir yfir valdaráni í Gíneu
Herinn í Gíneu tók forseta landsins höndum í dag og lýsti yfir valdaráni. Einkennisklæddur hershöfðingi lýsti því yfir í myndbandi, sem sent var fjölmiðlum, að búið væri að loka landamærum og koma ríkisstjórninni frá völdum.
05.09.2021 - 17:25
Jóhannes Stefánsson heiðraður í namibískum tölvuleik
Ein af persónum nýr tölvuleiks sem ungur namibískur maður þróaði heitir Stefi, til heiðurs uppljóstraranum Jóhannesi Stefánssyni. Leikurinn heitir Fishrot og er í anda frægra leikja á borð við Super Mario Bros.
Að minnsta kosti sjö látin í skógareldum í Alsír
Gríðarlegir skógareldar hafa orðið að minnsta kosti sjö að bana í Alsír. Miklir hitar hafa verið í landinu og gróður því skraufaþurr. Forseti landsins hefur kallað eftir hertum refsingum fyrir íkveikjur.
10.08.2021 - 13:45
Yfir 700 bjargað á Miðjarðarhafi um helgina
Björgunarsveitir á Miðjarðarhafi komu yfir 700 manns til aðstoðar nú um helgina, undan ströndum Líbíu og Möltu. Fólkið var að reyna að komast frá Afríku yfir Miðjarðarhafið til Evrópu.
Bóluefni framleitt í Afríku fyrir Afríku í dreifingu
Fyrsta bóluefnið gegn COVID-19 sem framleitt er í Afríku er komið í dreifingu. Suður-afríska lyfjafyrirtækið Aspen framleiðir Jansen bóluefni fyrir Afríku, samkvæmt samkomulagi við bandaríska lyfjarisann Johnson & Johnson.
26.07.2021 - 10:50
Nú er vitað um 160 miltisbrandsgrafir á Íslandi
Vitað er um 160 miltisbrunagrafir við 130 bæi víðs vegar um landið. Sumarið 2017 hófu hjónin Sigurður Sigurðarson dýralæknir og Ólöf Erla Haraldsdóttir að merkja þekktar miltisbrunagrafir í landinu.
Enn bætt í herlið vegna óeirða í Suður-Afríku
Yfirvöld í Suður-Afríku ætla að senda 25.000 hermenn til viðbótar til þeirra svæða þar sem óöld hefur ríkt síðustu daga. Mótmæli, sem hafa þróast út í gripdeildir í verslunum, brutust út um helgina eftir dóm vegna spillingar yfir fyrrum forseta landsins, Jacob Zuma.
15.07.2021 - 13:08
Sjónvarpsfrétt
72 fallin í óeirðum og mótmælum í Suður-Afríku
Sjötíu og tveir, hið minnsta, hafa fallið í óeirðum í Suður-Afríku síðustu daga. Forseti landsins segir ofbeldið vart eiga sér fordæmi í lýðræðissögu landsins. 
13.07.2021 - 20:05
Aðeins 1% Namibíumanna bólusett og þriðja bylgjan skæð
Þriðja bylgja COVID-faraldursins er mjög skæð í Namibíu. Skortur er á hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk og aðeins eitt prósent landsmanna hefur verið bólusett.
03.07.2021 - 12:26
Fjármögnun friðargæslu í uppnámi
Ekkert samkomulag hefur náðst milli ríkja heims um fjármögnun friðargæslustarfs Sameinuðu þjóðanna fyrir næsta fjárhagsár, en gildandi fjármögnun rennur út um mánaðamótin.
28.06.2021 - 18:27
Hörgull á bóluefnum í fátækari ríkjum heims
Bóluefnaáætlanir fjölda fátækari ríkja heims eru í uppnámi þar sem þau skortir bóluefni, um það bil 131 ríki heims hefur fengið 90 milljónir skammta fyrir tilstilli Covax áætlunarinnar en það dugar hvergi til.
Búist er við að Abiy Ahmed haldi velli í Eþíópíu
Kosningar til ríkis- og svæðisþinga í Eþíópíu eru hafnar, þær fyrstu frá því að Abiy Ahmed komst til valda. Hann tók við embætti forsætisráðherra í apríl árið 2018 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið eftir, einkum fyrir að koma á friði við nágrannaríkið Erítreu.
Fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar snýr heim
Laurent Gbagbo, fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar, sneri aftur heim í gær eftir nærri áratugslanga fjarveru. Honum var ákaft fagnað en segist ætla að bíða með að gefa út pólítískar yfirlýsingar.
Myndskeið
Allt að 400 þúsund þurft að yfirgefa heimili sín í Goma
Á fjórða tug létust og þúsundir þurftu að flýja heimili sín þegar eldgos hófst í fjallinu Nyiragongo, nærri borginni Goma í Austur-Kongó, á laugardaginn.
28.05.2021 - 19:39
Fréttaskýring
Umtalsverður munur á gengi bólusetninga í heiminum
Bólusetning gengur best í Norður-Ameríku og Evrópu en hægast í Asíu og Afríku. Í Suður-Ameríku, líkt og í hinum heimsálfunum, gengur bólusetning misvel milli landa. Tæplega helmingur íbúa Chile hefur verið bólusettur en kirkjugarðar í Perú eru yfirfullir þar sem önnur bylgja faraldursins stendur sem hæst.
08.05.2021 - 18:57
Fornleifafundur varpar ljósi á tíma Nýja ríkisins
Fornleifa- og ferðamálaráðuneyti Egyptalands tilkynnti í dag um merkan fornleifafund í greftrunarsvæði við Saqqara suður af Kaíró. Auk verðmætra muna fundust meira en fimmtíu skreyttar trékistur á tíu til tólf metra dýpi.
16.01.2021 - 20:06
Kjörstjórn lýsir Museveni sigurvegara forsetakosninga
Staðfest er að Yoweri Museveni forseti Úganda hafði betur gegn Bobi Wine, keppinaut sínum í kosningnum þar í landi. Hann hefur þar með sjötta kjörtímabil sitt en hann hefur verið forseti frá 1986.
16.01.2021 - 13:43
Súdanir taka formlega við friðargæslu í Darfur í dag
Í dag taka Súdanir sjálfir formlega við því hlutverki að gæta friðar í Darfur-héraði þegar friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins hefur brotthvarf sitt þaðan.
Hundrað manns skotnir til bana í Eþíópíu
Yfir hundrað manns í Benishangul-Gumuz héraði í vestur-Eþíópíu voru skotnir til bana í dag. Reuters greinir frá því að einnig hafi verið kveikt í hýbýlum fólks á meðan það svaf.
23.12.2020 - 19:27