Færslur: Afganistan

Afgönsk stjórnvöld hóflega bjartsýn
Samningamenn afganskra stjórnvalda virtust í dag hóflega bjartsýnir um lausn erfiðra ágreiningsmála í friðarviðræðum við Talíbana. Friðarviðræðurnar hófust í Doha í Katar í gær.
13.09.2020 - 18:18
Friðarviðræður hafnar í Doha
Friðarviðræður afganskra stjórnvalda og Talibana hófust í Doha í Katar í morgun. Abdullah Abdullah, aðalsamningamaður stjórnvalda í Afganistan, opnaði fundinn á því að þakka Talibönum fyrir sýndan friðarvilja. Hann sagðist bjartsýnn á að þessi dagur eigi eftir að vera lengi í minnum þjóðarinnar hafður sem sá dagur sem endi var bundinn á stríð og þjáningar hennar.
12.09.2020 - 07:49
Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
Þrettán almennir borgarar létust vegna jarðsprengju
Að minnsta kosti 13 almennir borgarar létust í Kandahar-héraði í Afganistan í morgun eftir að hafa ekið yfir jarðsprengju. Fólkið var á leið á markað, þar sem hundruð koma saman um helgar.
28.08.2020 - 09:27
Tala látinna komin yfir 160 og enn leitað í rústum
Björgunarfólk hélt í dag áfram að leita að fórnarlömbum flóðanna sem urðu í norðurhluta Afganistans í fyrrinótt. Flóðin riðu yfir þegar flestir voru enn í fastasvefni og hundruð bygginga hrundu. Tala látinna er komin yfir 160.
27.08.2020 - 14:32
Hundrað manns fórust í flóðum í Afganistan
Hundrað manns, hið minnsta, létust í flóðum í norðurhluta Afganistans í nótt. Fjölda er enn saknað. Mikið úrhelli hefur verið síðustu daga. Flóðin riðu yfir snemma í morgun þegar flestir voru enn í fastasvefni.
26.08.2020 - 18:05
Aukin umsvif hryðjuverkamanna í Írak og Sýrlandi
Um 10.000 virkir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eru enn í Írak og Sýrlandi tveimur árum eftir að samtökin voru yfirbuguð í löndunum tveimur. Þetta sagði Vladimir Voronkov, fullrúi Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn hryðjuverkjastarfsemi, á fundi í öryggisráði samtakanna í gærkvöld. 
25.08.2020 - 10:58
Frakkar andmæla lausn fanga í Afganistan
Frönsk stjórnvöld andmæltu formlega í gær lausn þriggja fanga í Afganistan. Mennirnir þrír eru allir í haldi fyrir að hafa myrt franska ríkisborgara. Lausn þeirra er liður í ákvörðun stjórnvalda í Kabúl um að leysa 400 Talibana úr haldi í fangelsum landsins.
16.08.2020 - 01:41
Skotárás á fangelsi í Afganistan
Að minnsta kosti þrír létust og fimm særðust í skotárás á fangelsi í borginni Jalalabad í Austur-Afganistan í dag. Árásarmenn komu fyrir bíl fullum af sprengjum við fangelsið og skutu að fangavörðum. AFP fréttastofan greinir frá.
02.08.2020 - 18:10
Vopnahlé í Afganistan
Lýst hefur verið yfir þriggja daga vopnahléi í Afganistan. Þetta er í þriðja sinn á nítján árum sem það gerist og alltaf í tengslum við trúarhátíðir múslíma, að þessu sinni Eid al-Adha-hátíðina.
31.07.2020 - 03:29
45 talibanar og óbreyttir borgarar féllu í loftárásum
Minnst 45 fórust í loftárásum afganska hersins á ætlaðar bækistöðvar talibana í austurhluta Afganistans í gær, miðvikudag. Fréttastöðin Al Jazeera hefur eftir Ali Ahmad Faqir Yar, svæðisstjóra í Adraskan í Herat-héraði, að minnst átta óbreyttir borgarar hafi verið í hópi hinna látnu. Hvort fleiri óbreyttir borgarar hafi fallið er óljóst enn.
23.07.2020 - 06:38
Frelsaðir Talíbanar ákveðnir að hefja bardaga að nýju
Yfirvöld í Afganistan hafa sleppt þúsundum Talíbana lausum úr fangelsi í þeirri von að uppreisnaröflin í landinu hefji friðarviðræður við stjórnina í Kabúl. Von til þess jókst eftir að uppreisnarmenn höfðu lýst yfir þriggja daga vopnahléi í maí meðan Eid al-Fitr helgidagarnir stóðu yfir.
10.06.2020 - 06:23
Reiðubúnir til viðræðna við talibana
Aðalsamningamaður afganskra stjórnvalda í friðarviðræðum við talíbana segir að hans fólk sé reiðubúið til að hefja þegar í stað viðræður við talíbana.
30.05.2020 - 10:02
Skerða aðstoð til Afganistans um milljarð dollara
Bandaríkjastjórn sker efnahagsaðstoð sína við Afganistan niður um milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 140 milljarða króna, þar sem ekkert gengur að miðla málum og lægja öldur milli forseta landsins og helsta keppinautar hans. Þetta var tilkynnt í framhaldi af fundum Mikes Pompeos, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með þeim Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og helsta keppinautar hans á stjórnmálasviðinu, Abdullah Abdullah.
Sprengjuárás tveimur dögum eftir friðarsáttmála
Þrír létu lífið og ellefu særðust eftir sprengjuárás á fótboltaleik í austurhluta Afganistans í gær. Talibanar undirrituðu friðarsáttmála við Bandaríkin um helgina, eftir einnar viku samkomulag um að draga úr hernaði í landinu. Í sáttmála Bandaríkjanna og Talibana lofa Bandaríkin að draga allan erlendan her úr landinu innan fjórtán mánaða ef Talibanar hefja friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. 
03.03.2020 - 04:45
Bandaríkin og Talíbanar undirrituðu friðarsamkomulag
Eftir samningaviðræður í tvö ár hafa Bandaríkin og Talibanar undirritað friðarsamkomulag sem á að binda enda á lengsta stríð sem Bandaríkin hafa háð. Bandaríkin og önnur NATO-ríki stefna á að draga allt herlið frá Afganistan á næstu 14 mánuðum.
29.02.2020 - 13:42
Ghani sigraði í forsetakosningum í Afganistan
Ashraf Ghani er sigurvegari forsetakosninganna í Afganistan, sem fóru fram 28. september í fyrra. Landskjörstjórn í Kabúl greindi frá því í dag. Hann hlaut 50,64 prósent atkvæða. Tafist hefur um hátt í fimm mánuði að birta endanlega niðurstöðu vegna ásakana Abdullah Abdullah, keppinautar Ghanis, um kosningasvik. Þar af leiðandi þurfti að telja öll atkvæðin að nýju.
18.02.2020 - 14:12
Kveðst hæfilega bjartsýnn á árangur
Ashraf Ghani, forseti Afganistan, kveðst hæfilega bjartsýnn á viku vopnahlé Talíbana og Bandaríkjanna og telur að frekari tíðinda kunni að verða að vænta á næstu tíu dögum.
15.02.2020 - 22:18
Fimm féllu í sjálfsmorðsárás í Kabúl
Minnst fimm létu lífið og tólf særðust í sjálfsmorðsárás í Kabúl í morgun. Sjónarvottar greina frá því að öflug sprengja hafi sprungið við inngang herskóla í borginni um sjöleytið að staðartíma. Nasrat Rahimi, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir að þrír hermenn og tveir óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, auki árásarmannsins.
Tveir bandarískir hermenn drepnir í Afganistan
Tveir bandarískir hermenn voru felldir og níu hermenn særðust í skotárás í Nangarharhéraði í austanverðu Afganistan í gær. Sex hinna særðu voru bandarískir hermenn en þrír voru afganskir. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Bandaríkjaher.
09.02.2020 - 06:23
Flugvélin sem fórst var bandarísk
Bandaríkjaher hefur staðfest að flugvél sem fórst í Afganistan í gær hefði verið á hans vegum. Ekki hefur verið staðfest hve margir voru í vélinni eða hvort einhver hafi komist lífs af. 
28.01.2020 - 08:44
Flugslys í Afganistan
Flugvél fórst í Ghazni-héraði í austurhluta Afganistans í morgun. Ekki er ljóst hve margir voru í vélinni eða hverrar gerðar hún var, en að sögn embættismanna var hún á leið frá Ghazni til Herat þegar slysið varð.
27.01.2020 - 11:30
Fulltrúar margra ríkja taka þátt í rannsókn slyssins
Bandarísk flugmálayfirvöld hafa þegið boð stjórnvalda í Íran um að taka þátt í rannsókninni á afdrifum úkraínsku farþegaþotunnar sem hrapaði nærri Teheran í fyrrinótt með 176 manns innanborðs. Háværar raddir eru uppi um að vélin hafi verið skotin niður með írönsku flugskeyti, að líkindum fyrir mistök. Þessu vísa Íranar alfarið á bug og hafa boðið stjórnvöldum allra hlutaðeigandi ríkja, auk Bandaríkjanna, að senda fulltrúa sína til að taka þátt í og fylgjast með framvindu rannsóknarinnar.
10.01.2020 - 03:03
Ghani endurkjörinn - Abdullah kærir úrslitin
Ashraf Ghani, sitjandi forseti Afganistans, var endurkjörinn í kosningunum í haust. Niðurstöður kosninganna voru birtar fyrst nú í morgun, nærri þremur mánuðum eftir að atkvæði voru greidd.
22.12.2019 - 07:46
Segðu mér
„Óskiljanlegt hvernig ég ætti að snúa baki“
„Ég átta mig á að fólk er í erfiðri stöðu og þarf að taka erfiðar ákvarðanir samkvæmt reglum og lögum sem sum eru ekkert mjög réttlát. Á endanum hafa þau samt alltaf þetta val sem fangabúðastjórarnir í Þýskalandi höfðu líka,“ segir Sigursteinn Másson rithöfundur um óblíðar móttökur sem flóttafólk mætir á Íslandi að hans mati. Hann sendir frá sér bók sem inniheldur frásögn Husseins, afgangsk flóttamanns, um hörmungar og ofsóknir og baráttuna við kerfið á Íslandi.
18.12.2019 - 09:16