Færslur: Afganistan

Frelsaðir Talíbanar ákveðnir að hefja bardaga að nýju
Yfirvöld í Afganistan hafa sleppt þúsundum Talíbana lausum úr fangelsi í þeirri von að uppreisnaröflin í landinu hefji friðarviðræður við stjórnina í Kabúl. Von til þess jókst eftir að uppreisnarmenn höfðu lýst yfir þriggja daga vopnahléi í maí meðan Eid al-Fitr helgidagarnir stóðu yfir.
10.06.2020 - 06:23
Reiðubúnir til viðræðna við talibana
Aðalsamningamaður afganskra stjórnvalda í friðarviðræðum við talíbana segir að hans fólk sé reiðubúið til að hefja þegar í stað viðræður við talíbana.
30.05.2020 - 10:02
Skerða aðstoð til Afganistans um milljarð dollara
Bandaríkjastjórn sker efnahagsaðstoð sína við Afganistan niður um milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 140 milljarða króna, þar sem ekkert gengur að miðla málum og lægja öldur milli forseta landsins og helsta keppinautar hans. Þetta var tilkynnt í framhaldi af fundum Mikes Pompeos, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með þeim Ashraf Ghani, forseta Afganistans, og helsta keppinautar hans á stjórnmálasviðinu, Abdullah Abdullah.
Sprengjuárás tveimur dögum eftir friðarsáttmála
Þrír létu lífið og ellefu særðust eftir sprengjuárás á fótboltaleik í austurhluta Afganistans í gær. Talibanar undirrituðu friðarsáttmála við Bandaríkin um helgina, eftir einnar viku samkomulag um að draga úr hernaði í landinu. Í sáttmála Bandaríkjanna og Talibana lofa Bandaríkin að draga allan erlendan her úr landinu innan fjórtán mánaða ef Talibanar hefja friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. 
03.03.2020 - 04:45
Bandaríkin og Talíbanar undirrituðu friðarsamkomulag
Eftir samningaviðræður í tvö ár hafa Bandaríkin og Talibanar undirritað friðarsamkomulag sem á að binda enda á lengsta stríð sem Bandaríkin hafa háð. Bandaríkin og önnur NATO-ríki stefna á að draga allt herlið frá Afganistan á næstu 14 mánuðum.
29.02.2020 - 13:42
Ghani sigraði í forsetakosningum í Afganistan
Ashraf Ghani er sigurvegari forsetakosninganna í Afganistan, sem fóru fram 28. september í fyrra. Landskjörstjórn í Kabúl greindi frá því í dag. Hann hlaut 50,64 prósent atkvæða. Tafist hefur um hátt í fimm mánuði að birta endanlega niðurstöðu vegna ásakana Abdullah Abdullah, keppinautar Ghanis, um kosningasvik. Þar af leiðandi þurfti að telja öll atkvæðin að nýju.
18.02.2020 - 14:12
Kveðst hæfilega bjartsýnn á árangur
Ashraf Ghani, forseti Afganistan, kveðst hæfilega bjartsýnn á viku vopnahlé Talíbana og Bandaríkjanna og telur að frekari tíðinda kunni að verða að vænta á næstu tíu dögum.
15.02.2020 - 22:18
Fimm féllu í sjálfsmorðsárás í Kabúl
Minnst fimm létu lífið og tólf særðust í sjálfsmorðsárás í Kabúl í morgun. Sjónarvottar greina frá því að öflug sprengja hafi sprungið við inngang herskóla í borginni um sjöleytið að staðartíma. Nasrat Rahimi, talsmaður innanríkisráðuneytisins, segir að þrír hermenn og tveir óbreyttir borgarar hafi fallið í árásinni, auki árásarmannsins.
Tveir bandarískir hermenn drepnir í Afganistan
Tveir bandarískir hermenn voru felldir og níu hermenn særðust í skotárás í Nangarharhéraði í austanverðu Afganistan í gær. Sex hinna særðu voru bandarískir hermenn en þrír voru afganskir. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Bandaríkjaher.
09.02.2020 - 06:23
Flugvélin sem fórst var bandarísk
Bandaríkjaher hefur staðfest að flugvél sem fórst í Afganistan í gær hefði verið á hans vegum. Ekki hefur verið staðfest hve margir voru í vélinni eða hvort einhver hafi komist lífs af. 
28.01.2020 - 08:44
Flugslys í Afganistan
Flugvél fórst í Ghazni-héraði í austurhluta Afganistans í morgun. Ekki er ljóst hve margir voru í vélinni eða hverrar gerðar hún var, en að sögn embættismanna var hún á leið frá Ghazni til Herat þegar slysið varð.
27.01.2020 - 11:30
Fulltrúar margra ríkja taka þátt í rannsókn slyssins
Bandarísk flugmálayfirvöld hafa þegið boð stjórnvalda í Íran um að taka þátt í rannsókninni á afdrifum úkraínsku farþegaþotunnar sem hrapaði nærri Teheran í fyrrinótt með 176 manns innanborðs. Háværar raddir eru uppi um að vélin hafi verið skotin niður með írönsku flugskeyti, að líkindum fyrir mistök. Þessu vísa Íranar alfarið á bug og hafa boðið stjórnvöldum allra hlutaðeigandi ríkja, auk Bandaríkjanna, að senda fulltrúa sína til að taka þátt í og fylgjast með framvindu rannsóknarinnar.
10.01.2020 - 03:03
Ghani endurkjörinn - Abdullah kærir úrslitin
Ashraf Ghani, sitjandi forseti Afganistans, var endurkjörinn í kosningunum í haust. Niðurstöður kosninganna voru birtar fyrst nú í morgun, nærri þremur mánuðum eftir að atkvæði voru greidd.
22.12.2019 - 07:46
Segðu mér
„Óskiljanlegt hvernig ég ætti að snúa baki“
„Ég átta mig á að fólk er í erfiðri stöðu og þarf að taka erfiðar ákvarðanir samkvæmt reglum og lögum sem sum eru ekkert mjög réttlát. Á endanum hafa þau samt alltaf þetta val sem fangabúðastjórarnir í Þýskalandi höfðu líka,“ segir Sigursteinn Másson rithöfundur um óblíðar móttökur sem flóttafólk mætir á Íslandi að hans mati. Hann sendir frá sér bók sem inniheldur frásögn Husseins, afgangsk flóttamanns, um hörmungar og ofsóknir og baráttuna við kerfið á Íslandi.
18.12.2019 - 09:16
Telja sig vita hver faðir barnanna er
Lögreglan á Austur-Jótlandi hefur líklega komist að því hver faðir yfirgefnu barnanna í Árósum er. Talið er að hann sé þrjátíu og fjögurra ára gamall Afgani sem dvaldi í Danmörku en var vísað úr landi.
17.12.2019 - 11:25
Yfirgefnu börnin í Árósum líklega frá Afganistan
Smábörnin tvö sem fundust ein og yfirgefin við strætisvagnastoppistöð í miðborg Árósa í gær eru að líkindum frá Afganistan. Lars Bisgaard, varðstjóri hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi greinir frá þessu í samtali við fréttastofu danska ríkisútvarpsins, DR. Segir hann nokkuð víst að börnin tali dari, sem er afganska afbrigðið af hinu persneska farsi-máli. Um helmingur Afgana talar dari, en hinn helmingurinn pashto.
15.12.2019 - 23:13
Vilja fækka í bandaríska herliðinu í Afganistan
Bandarísk stjórnvöld hyggjast tilkynna snemma í þessari viku um að fjögur þúsund hermenn verði kallaðir heim frá Afganistan. AFP greinir frá. Um það bil þrettán þúsund bandarískir hermenn eru núna í Afganistan.
15.12.2019 - 17:27
Trump fór í óvænta heimsókn til Afganistans
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór í óvænta heimsókn til Afganistan í gær, þar sem hann heimsótti liðsmenn Bandaríkjahers í tilefni þakkargjörðardagsins og átti fund með Ashraf Ghani, forseta Afganistans. Þetta er fyrsta heimsókn Trumps til Afganistans og gerði hann engin boð á undan sér, af öryggisástæðum.
15 óbreyttir borgarar fórust er jarðsprengja sprakk
Fimmtán óbreyttir borgarar, átta börn, sex konur og einn karl, fórust þegar jarðsprengja sprakk undir bifreið þeirra, sem ekið var eftir þjóðvegi í Kunduz-héraði í norðanverðu Afganistan í dag. Tveir til viðbótar særðust í sprengingunni. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér og ekki er vitað hvort henni hafi verið beint sérstaklega að þessum tiltekna hópi fólks, en Nasrat Rahimi, talsmaður innanríkisráðuneytisins, fullyrðir að sprengjunni hafi verið komið fyrir af talibönum.
28.11.2019 - 01:45
Sjö dóu er bílsprengja sprakk í Kabúl
Minnst sjö létu lífið og jafnmörg særðust þegar bílsprengja var sprengd á háannatíma í morgunumferðinni í Kabúl í morgun. Nasrat Rahim, talsmaður innanríkisráðuneytisins, greindi frá þessu. Rahim sagði öll fórnarlömb ódæðisins óbreytta borgara.
13.11.2019 - 06:25
Jarðsprengja banaði níu börnum á leið í skóla
Níu börn fórust þegar sprengja sprakk við vegkant í norðaustanverðu Afganistan, þar sem þau voru fótgangandi á leið í skólann. Börnin, átta drengir og ein stúlka, voru á aldrinum sjö til tíu ára. Svo virðist sem eitthvert þeirra hafi stigið á jarðsprengju, sem stjórnvöld fullyrða að komið hafi verið fyrir vísvitandi í vegkantinum. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér.
03.11.2019 - 05:26
Yfir 4.300 óbreyttir borgarar vegnir og særðir
4.313 óbreyttir borgarar voru felldir eða særðir í vopnaskaki stríðandi fylkinga í Afganistan frá júlíbyrjun til septemberloka á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. Er þetta blóðugasti ársfjórðungurinn síðan Hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna í Afganistan tók að halda utan um þessar upplýsingar árið 2009.
18.10.2019 - 02:17
Talibanar ræða friðarumleitanir
Abdul Ghani Baradar, einn stofnenda Talibana í Afganistan og leiðtogi stjórnmálaarms samtakanna, er kominn til Pakistans til að ræða við embættismenn um friðarviðræður við Bandaríkjamenn sem fóru út um þúfur í síðasta mánuði.
02.10.2019 - 10:04
Kjörstöðum lokað í skugga árása í Afganistan
Kjörstöðum hefur verið lokað í forsetakosningunum í Afganistan. Árásir og ásakanir um spillingu vörpuðu skugga á kosningarnar og búist er við því að þátttaka hafi verið með minna móti.
28.09.2019 - 15:48
Sprengjuárásir á kjörstaði í Afganistan
Forsetakosningar hófust í Afganistan í morgun með miklum látum. Fjöldi tilkynninga hefur borist víða á landinu vegna sprenginga nærri kjörstöðum skömmu eftir að þeir voru opnaðir. Fjöldi hermanna fyllir götur höfuðborgarinnar Kabúl, að sögn AFP fréttastofunnar.
28.09.2019 - 07:26