Færslur: Afganistan

Blinken ræðir við indverska ráðamenn í dag
Búist er við að indverskir stjórnmálamenn leggi áherslu á að ræða mögulega landvinninga Talíbana í Afganistan við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og krefjast frekari stuðnings í deilum við Kínverja.
Heitir áframhaldandi stuðningi við afganska herinn
Háttsettur bandarískur hershöfðingi segir Bandaríkjamenn munu halda áfram loftárásum til að aðstoða afganska stjórnarherinn í baráttu hans við talibana, sem hafa sótt hart fram í Afganistan síðustu vikur. Kenneth McKenzie, hershöfðingi í landgönguliði Bandaríkjahers og yfirmaður heraflans í Afganistan, lýsti þessu yfir á fréttamannafundi í Kabúl í gær.
Útgöngubann um nætur í Afganistan
Ríkisstjórn Afganistans fyrirskipaði í dag útgöngubann um nær allt land frá klukkan tíu á kvöldin til fjögur að morgni, í von um að torvelda talibönum þannig innrásir í bæi og borgir landsins. Útgöngubannið gildir alstaðar nema í höfuðborginni Kabúl og tveimur héruðum öðrum.
25.07.2021 - 00:53
Sjónvarpsfrétt
Hátíðahöld í skugga hörmunga
Eid al-Adha, ein af stærstu trúarhátíðum Múslima, er gengin í garð. Gleðin er þó ekki ráðandi alls staðar því íbúar Gaza takast enn á við afleiðingar loftárásanna í maí.
20.07.2021 - 19:52
Ekki þarf að fresta brottvísunum héðan til Afganistan
Í ljósi versnandi ástands í Afganistan hafa sænsk og finnsk stjórnvöld stöðvað brottvísanir þaðan til Afganistan um óákveðinn tíma. Ekki er þörf á að grípa til sams konar aðgerða hér á landi.
Sendiherradóttur rænt í Pakistan
Sisila Alikhil, dóttir sendiherra Afganistans í Pakistan, var rænt og haldið fanginni í nokkrar klukkustundir um helgina. Afganska utanríkisráðuneytið segir að hún hafi sætti talsverðum pyntingum og sendiherrann og aðrir diplómatar í Islamabad hafi verið kallaðir heim. 
19.07.2021 - 05:57
Sammála um að halda áfram þar til samkomulag næst
Samninganefndir afganskra stjórnvalda og Talíbana segjast ætla að hittast aftur til friðarviðræðna, eftir tveggja daga fund um helgina í Doha í Katar. Al Jazeera hefur eftir sameiginlegri yfirlýsingu samninganefndanna að þær skuldbindi sig til að halda viðræðum áfram þar til samkomulag næst. Þær sammæltust einnig um að tryggja mannúðaraðstoð til allra sem á þurfa að halda í landinu.
19.07.2021 - 04:19
Svíar fresta brottvísunum fólks til Afganistan
Sænsk stjórnvöld hafa stöðvað brottvísanir úr landinu til Afganistan vegna þess að þar hefur ástandið farið versnandi samhliða auknum ítökum talibana. Úrskurðað hefur verið að um sjö þúsund manns eigi að vísa aftur til Afganistan og eru mál þeirra nú í biðstöðu.
16.07.2021 - 15:52
Sjónvarpsfrétt
Bush segir mistök að fara með herinn frá Afganistan
George W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna, varar við að Bandaríkjaher yfirgefi Afganistan að fullu. Það muni hafa hræðilegar afleiðingar fyrir íbúa landsins. Talíbanar buðu í dag þriggja mánaða vopnahlé í skiptum fyrir frelsun sjö þúsund fanga úr þeirra röðum.
15.07.2021 - 22:20
Talíbanar tóku sérsveitarmenn af lífi
22 liðsmenn sérsveitar afganska hersins voru teknir af lífi af liðsmönnum Talíbana í borginni Dawlat Abad í Faryab-héraði Afganistans í síðasta mánuði. Þetta sést á myndböndum sem bandarísku fréttastofunni CNN áskotnuðust og hafa staðfest með samtölum við vitni og starfsmenn Rauða krossins.
14.07.2021 - 03:25
Stjórn Afganistans biður afgönsku flóttafólki griða
Stjórnvöld í Kabúl hvetja Evrópuríki til að hætta að senda afganskt flóttafólk aftur til Afganistans, þótt því hafi verið synjað um hæli í viðkomandi ríkjum. Ástæðan er sú að talibanar sölsa undir sig æ stærri landsvæði í Afganistan jafnharðan og Vesturlönd draga herafla sinn þaðan, og landið þess vegna fjarri því að geta talist öruggt ríki. Afganska ríkisstjórnin fer því fram á að Evrópuríki hætti að senda Afganskt flóttafólk til síns heima næstu þrjá mánuði hið minnsta.
Segjast ráða meginhluta Afganistans
Talibanar fullyrða að þeir hafi lagt meginhluta Afganistans undir sig, þar á meðal hernaðarlega mikilvægan bæ við landamæri Írans. Allt bandarískt herlið verður farið frá Afganistan í ágústlok, að sögn Bandaríkjaforseta. Brottflutningi breska hersins er nánast lokið.
09.07.2021 - 12:18
Síðustu bresku hermennirnir á förum frá Afganistan
Flestir Bretar sem gegndu herþjónustu með fjölþjóðaliði Atlantsbandalagsins í Afganistan eru nú farnir þaðan. Þeir sem eftir eru koma heim á næstunni, að því er Boris Johnson forsætisráðherra greindi þingmönnum frá í dag. Hann kvaðst ekki geta upplýst um tímaáætlun heimflutninganna, en langflestir væru farnir.
08.07.2021 - 14:43
Heimsglugginn
Dökkt útlit fyrir stjórnarherinn í Afganistan
Talibanar hafa á undanförnum dögum og vikum lagt undir sig stór svæði í Afganistan. Þeir hófu sókn í apríl þegar brottför fjölþjóðaherliðs hófst frá landinu. Þeir hafa sótt mjög í sig veðrið eftir að Bandaríkjamenn hófu að flytja hermenn sína á brott. Stjórnarherinn virðist einkum sakna stuðnings bandaríska flughersins. Bandaríkjamenn yfirgáfu mikilvægustu herstöð sína á Bagram flugvelli í skjóli nætur og án þess að láta afganska stjórnarherinn vita. Málið var rætt á Morgunvakt Rásar-1.
Afganskir hermenn flýja til nágrannaríkja
Yfir eitt þúsund afganskir stjórnarhermenn flúðu í nótt til Tadsíkistans eftir bardaga við sveitir talibana. Þeir hafa gert nokkrar harðar árásir í norðurhluta landsins að undanförnu, á sama tíma og Bandaríkjaher og fjölþjóðalið Atlantshafsbandalagsins fer úr landi eftir hátt í tuttugu ára hersetu.
05.07.2021 - 17:26
Samningsbrot ef hermenn verða eftir í Afganistan
Talibanar segja að erlend ríki verði að standa við að fjarlægja allt sitt herlið úr Afganistan á samþykktum tíma. Fréttastofa BBC hefur þetta eftir Suhail Shaheen, talsmanni Talibana. Fregnir hafa borist af því að um þúsund hermenn NATO-ríkja verði eftir í landinu til þess að vernda alþjóðaflugvöllinn í Kabúl og alþjóðastarf í landinu. 
05.07.2021 - 05:13
Fjölskyldur flýja átök í Kunduz
Um fimm þúsund afganskar fjölskyldur hafa flúið heimili sín í borginni Kunduz vegna átaka talíbana og afganska stjórnarhersins undanfarna rúma viku. Alls hafa 29 almennir borgarar látið lífið og á þriðja hundrað særst.
26.06.2021 - 14:28
Biden hittir Ghani og Abdullah í Hvíta húsinu í dag
Þeir Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og Ashraf Ghani, forseti Afganistans, halda fund í Hvíta húsinu í dag til að ræða stöðu mála í Afganistan og framtíðarhorfur. Með á fundinum verður Abdullah Abdullah, leiðtogi afgönsku stjórnarandstöðunnar á þingi og formaður sáttanefndar afganskra stjórnvalda. Sú nefnd hefur það hlutverk að semja um frið við talibana og aðrar herskáar fylkingar eftir að herlið Bandaríkjanna og Nató yfirgefur landið í haust, 20 árum eftir innrás Bandaríkjahers í Afganistan.
Óttast aukin völd talibana í Afganistan
Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afganistan lýsti í dag yfir áhyggjum af auknum völdum talibana í landinu. Bandarísk stjórnvöld stefna enn á að draga herlið sitt þaðan í haust.
22.06.2021 - 23:35
Ástralir loka sendiráði sínu í Kabúl
Af öryggisástæðum ætla stjórnvöld í Ástralíu að loka sendiráði sínu í Afganistan. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessu í morgun. Sendiráðinu verður lokað á föstudag vegna yfirvofandi brotthvarfs Bandaríkjahers úr landinu. Það verður svo opnað aftur þegar aðstæður leyfa að sögn Morrison.
25.05.2021 - 03:42
Átök hafin í Afganistan eftir að vopnahlé rann út
Bardagar brutust út að nýju á milli talibana og stjórnarhers Afganistans í morgun, skömmu eftir að þriggja daga vopnahlé rann sitt skeið á enda. AFP-fréttastofan hefur eftir talsmanni afganska hersins að til átaka hafi komið í úthverfum Lashkar Gah, héraðshöfuðborgar Helmandhéraðs í sunnanverðu Afganistan í morgun.
16.05.2021 - 06:18
Tólf létust í árás Íslamska ríkisins á mosku í Kabúl
Tólf fórust í sperengjuárás á mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistans, á föstudag, öðrum degi umsamins þriggja daga vopnahlés milli talibana og stjórnarhersins. Talibanar fordæmdu árásina og þvertóku fyrir að hafa staðið að henni og nú hafa hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýst ódæðisverkinu á hendur sér.
Ellefu fórust í fjórum sprengingum í miðju vopnahléi
Minnst ellefu almennir borgarar fórust og þrettán særðust í fjórum aðskildum sprengingum í Afganistan í gær. Sprengingarnar urðu innan sólarhrings frá því að talibanar lýstu einhliða yfir þriggja daga vopnahléi í tilefni Eid al-Fitr-hátíðarinnar, sem markar lok föstumánaðarins ramadan.
14.05.2021 - 05:57
Talibanar boða þriggja daga vopnahlé
Talibanar lýstu í kvöld yfir þriggja daga vopnahléi í Afganistan á meðan Eid al-Fitr hátíðin fer fram. AFP fréttastofan greinir frá. Í yfirlýsingu samtakanna segir að allar árásir séu bannaðar næstu þrjá daga, en ef óvinasveitir veitast að þeim má verjast af hörku.
09.05.2021 - 23:03
50 látnir eftir árás á skóla í Kabúl
Fimmtíu eru nú látnir af völdum sprengjuárásar fyrir utan stúlknaskóla í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Bílsprengja var sprengd fyrir utan skólann að sögn Tareq Arian, talsmanns afganska innanríkisráðuneytisins.
09.05.2021 - 05:45