Færslur: Afganistan

Tekur marga mánuði að koma fólki hingað frá Afganistan
Enginn þeirra Afgana sem íslensk stjórnvöld buðu til landsins í janúar er kominn hingað. Skortur á vegabréfum í Afganistan er stór hindrun við að koma fólkinu úr landi.
04.10.2022 - 12:16
Fórnarlömbum árásar á stúlknaskóla í Kabúl fjölgar enn
Minnst 43 fórust í sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á skóla í Kabúl, höfuðborg Afganistans, á föstudag í síðustu viku. Sendiskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Afganistan greindi frá þessu á Twitter í morgun. Á laugardag var greint frá því að minnst 35 hefðu farist í árásinni, sem beindist gegn þeim hluta skólans þar sem stúlkur eru við nám.
03.10.2022 - 04:14
Minnst 35 létu lífið í sprengjuárás í skóla í Kabúl
Að minnsta kosti 35 létu lífið í í sjálfsmorðssprengjuárás á skóla í Kabúl í gærmorgun, samkvæmt uppfærðum tölum frá Sameinuðu þjóðunum sem birtar voru í morgun.
01.10.2022 - 10:55
Heimskviður
Vildi að Ísland hefði tekið á móti miklu fleiri Afgönum
Lygilegt er fyrsta orðið sem kemur upp í huga Árna Arnþórssonar, aðstoðarrektors Ameríska háskólans í Afganistan, um atburðarásina sem fór af stað þegar Talibanar náðu völdum í ágúst í fyrra. Hann stjórnar aðgerðum til að koma fólki úr landi. Hann segir það hafa sviðið að sjá hversu auðvelt það var fyrir íslensk stjórnvöld að taka á móti hundruðum Úkraínumanna á nokkrum vikum á meðan það virtist erfitt að koma fyrir 120 Afgönum.
24.09.2022 - 07:00
Þrír fórust þegar bandarísk þyrla hrapaði í Afganistan
Að minnsta kosti þrír afganskir ríkisborgarar fórust og fimm slösuðust þegar bandarísk Blackhawk þyrla hrapaði til jarðar í Afganistan. Bandaríkjamenn skildu nokkurn fjölda þyrlna eftir þegar þeir yfirgáfu landið í fyrra.
11.09.2022 - 01:30
Morgunútvarpið
Örvænting meðal þeirra sem enn eru í Afganistan
Allt frá því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því að Bandaríkjaher færi frá Afganistan byrjuðu stjórnendur American University of Afghanistan í Kabúl að verja sig fyrir ákveðnum vandamálum. Árni Arnþórsson, aðstoðarrektor skólans, segir í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 að þá þegar hafi stjórnendur byrjað að flytja allt efni, allar skýrslur og annað tölvutengt í ský.  
09.09.2022 - 10:55
Þrír fallnir eftir sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl
Minnst þrír féllu og tíu særðust þegar sprengja sprakk í nágrenni við rússneska sendiráðið í Kabúl í Afganistan í morgun. Tveir hinna föllnu eru starfsmenn sendiráðsins.
05.09.2022 - 10:07
Talibanar segja bandaríska dróna senda frá Pakistan
Afganski varnarmálaráðherrann sakar stjórnvöld í nágrannaríkinu Pakistan um að veita Bandaríkjamönnum aðgang að lofthelgi landsins. Hann staðhæfir að Bandaríkjamenn geri þannig atlögur með drónum yfir landamærin.
Spegillinn
Neyðarástand vegna flóða í Pakistan
Stjórnvöld í Pakistan hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mestu flóða sem þar hafa orðið í meira en áratug. Hinar árlegu monsúnrigningar hófust um miðjan júní og standa enn. Þá bráðna jöklar á hálendinu. Áætlað er að um helmingur landsins sé umflotinn vatni.
27.08.2022 - 08:45
Tugir fórust í flóðum í Pakistan og Afganistan
Tugir fórust í skyndiflóðum í Afganistan og Pakistan í gær. Úrhellis-monsúnrigningar hafa verið í austanverðu Afganistan og Pakistan vestanverðu og valdið þar mannskæðum flóðum og skriðum sem eyðilagt hafa fjölda húsa og mannvirkja.
22.08.2022 - 04:14
Minnst tíu fórust í árás á mosku í Kabúl
Allt að tíu manns fórust og tugir særðust þegar feikiöflug sprengja sprakk í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistans í kvöld, samkvæmt upplýsingum borgaryfirvalda. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir hjálparsamtökum í borginni að sprengjan hafi að líkindum sprungið meðan á kvöldbænum stóð í Siddiq-moskunni í norðurhluta borgarinnar. Haft er eftir heilbrigðisstarfsfólki að nokkur börn séu á meðal hinna særðu og óstaðfestar heimildir herma að ímam moskunnar sé á meðal hinna látnu.
18.08.2022 - 01:33
Sjónvarpsfrétt
„Í stað þess að þau deyi vil ég að þau lifi“
Aðeins fimm prósent afgönsku þjóðarinnar hafa nægan mat á borðum á hverjum degi og sífellt fleiri foreldrar grípa til þess örþrifaráðs að selja dætur sínar vegna fátæktar. Eitt ár er í dag frá því Talibanar tóku völdin í Afganistan.
15.08.2022 - 20:47
Afganistan ári eftir valdatöku Talibana
Ár er liðið frá því uppreisnarmenn Talibana umkringdu Kabúl höfuðborg Afganistan eftir að hafa náð hverri héraðshöfuðborginni á fætur annarri á sitt vald. Þann 15 ágúst 2021 flúði forsetinn Ashraf Ghani land og Talibanar náðu völdum að nýju eftir 20 ára hlé.
Talibanar handtóku blaðamenn
Öryggissveitir Talibana í afgönsku höfuðborginni Kabúl handtóku í dag nokkrun hóp afganskra og alþjóðlegra blaðamamanna. Blaðamennirnir voru að fylgjast með og skrifa um baráttufund þarlendra kvenna fyrir auknum réttindum.
13.08.2022 - 22:30
Talíbanar berja kvennamótmæli á bak aftur
Vígamenn talíbana stöðvuðu mótmæli afganskra kvenna í höfuðborginni Kabúl í dag. Um 40 konur gengu fylktu liði um götur mðborgarinnar og kröfðust aukinna réttinda kvenna í landinu.
13.08.2022 - 15:51
Lítur svo á að Bandaríkin beri ríka ábyrgð á valdaráni
Fyrrverandi forseti Afganistan segir að Bandaríkjamenn beri mikla ábyrgð á valdaráni Talibana í ágúst á síðasta ári. Forsetinn flúði land þegar uppreisnarmennirnir umkringdu höfuðborgina Kabúl.
Vilja að frystu fé afganska ríkisins verði skilað aftur
Hagfræðingar víða um heim hvetja Bandaríkjastjórn og leiðtoga annarra ríkja til að láta af hendi frystar fjármagnseignir Afganistan. Eftir að Talibanar rændu völdum voru eignir afganska ríkisins á bankareiknignum frystar svo þeir kæmu ekki höndum yfir þær.
Handtaka vegna morða á fjórum múslímum í Nýju Mexíkó
Lögregla í Albuquerque, fjölmennustu borg Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, segist hafa handtekið og ákært mann sem grunaður er um að hafa myrt fjóra múslíma í borginni. Viðamikil leit að morðingja mannanna hefur staðið yfir um hríð.
10.08.2022 - 07:04
Ferðamönnum sagt að fara gætilega eftir fall Zawahiris
Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur varað landsmenn utan landamæranna við aukinni hættu á ofbeldi eftir að bandaríski herinn drap Ayman al-Zawahiri, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Kaída, í drónaárás í afgönsku höfuðborginni Kabúl um helgina.
03.08.2022 - 01:18
Talíbanar afar ósáttir vegna drónaárásar
Stjórn Talíbana í Afganistan sakar Bandaríkjamenn um að brjóta gegn samkomulagi um brotthvarf bandaríska hersins frá landinu.
02.08.2022 - 01:34
Neyðaróp afganskra kvenna
Fannst karlarnir fara betur með búfénaðinn en konurnar
„Þegar maður sá konur í athvörfum og það var búið að skera af þeim eyru og nef því þær höfðu óhlýðnast eða þær voru taldar hafa gert eitthvað sem þær áttu ekki að gera,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem rifjar upp reynslu sína af aðstæðum kvenna í Afganistan. Hún segir mikinn mun hafa verið á aðstæðum kvenna í borg og á landsbyggðinni.
Ísland sendir 80 milljónir króna til Afganistan
Íslensk stjórnvöld verja 80 milljónum króna til styrktar sérstaks sjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan (e. Multi Partner Special Trust Fund for Afghanistan).
Þúsundir ræddu framtíð Afganistan án niðurstöðu
Þúsundir karlmanna sóru tryggð við Talibanastjórnina í Afganistan á þriggja daga fundi þeirra með ættflokkahöfðingjum, trúarleiðtogum og öðrum háttsettum mönnum. Ekki var þó tekin endanleg ákvörðun um hvernig stýra skuli landinu sem glímir við alvarlegan efnahagsvanda.
Þúsund látin eftir öflugan skjálfta í Afganistan
Minnst þúsund hafa fundist látin og 1.500 eru slösuð eftir að öflugur jarðskjálfti, 5,9 að stærð, reið yfir Afganistan í gærkvöldi. Stjórn Talíbana hefur óskað eftir aðstoð hjálparsamtaka.
22.06.2022 - 09:42
Minnst 300 látnir eftir jarðskjálfta í Afganistan
Að minnsta kosti þrjú hundruð eru látnir og fimmhundruð slasaðir eftir að öflugur jarðskjálfti skók Paktika-hérað í suðausturhluta Afganistan í nótt, nærri landamærunum að Pakistan.
22.06.2022 - 06:53