Færslur: Afganistan

Öryggisráðið fjallar um búrkuskyldu í Afganistan
Nýinnleidd krafa talibanastjórnarinnar í Afganistan um að konur skuli klæðast búrku á almannafæri verður tekin til umfjöllunar á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. Deborah Lyons, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, mun upplýsa ráðið um stöðu mála í landinu, og sérstaklega um öfugþróun síðustu vikna og mánaða í kvenréttindamálum.
Konur í Afganistan þurfa að hylja sig að fullu
Talibanastjórnin í Afganistan tilkynnti í morgun að konur þyrftu hér eftir að vera í búrkum sem hylja andlit þeirra nánast alveg, og reyndar að hylja sig frá toppi til táar. Tíðindin staðfesta ótta margra um að stjórn Talibana takmarki réttindi kvenna á sama hátt og hún gerði á fyrri valdatíð.
07.05.2022 - 13:53
Hrina hryðjuverka skyggir á ramadan
Í Afganistan hefur röð mannskæðra sprengjuárása varpað skugga á seinni helming hins helga föstumánaðar ramadan, sem lýkur í dag. Íslamska ríkið hefur lýst nokkrum þeirra á hendur sér en öðrum ekki.
01.05.2022 - 06:47
Hryðjuverk í Afganistan - tugir látnir
Að minnsta kosti 33 létust og 43 særðust þegar sprengja sprakk í dag í mosku í borginni Kunduz í norðurhluta Afganistans. Fjölmenni var við föstudagsbænir þegar árásin var gerð. Myndir á samfélagsmiðlum sýna að gat kom á veggi moskunnar við sprenginguna. Enginn hefur enn gengist við árásinni. Vígamenn Íslamska ríkisins segjast hafa verið að verki þegar sprengja sprakk í gær í mosku í borginni Mazar-i-Sharif. Þá létust tólf og hátt í sextíu særðust.
22.04.2022 - 17:13
Minnst sextán fórust í sprengjuárásum í Afganistan
Að minnsta kosti sextán fórust í tveimur sprengjuárásum á afganskar borgir í dag. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst verknaðinum á hendur sér.
21.04.2022 - 23:10
Minnst 47 fórust í loftárásum Pakistana á Afganistan
Minnst 47 fórust í loftárásum pakistanska hersins á skotmörk í afgönsku landamærahéruðunum Khost og Kunar á laugardag. Þetta segja embættismenn í héruðunum tveimur. „Fjörutíu og einn óbreyttur borgari, aðallega konur og börn, létust í loftárásum pakistanska hersins nærri landamærunum í Khost-héraði,“ sagði Shabir Ahmad Osmani, upplýsinga- og menningarfulltrúi Khosthéraðs í samtali við AFP-fréttastofuna á sunnudag.
18.04.2022 - 05:29
Afganistan
Fimm börn og ein kona fórust í eldflaugaárás
Fimm börn og ein kona, öll afgönsk, fórust í eldflaugaárás nærri pakistönsku landamærunum snemma í gærmorgun. Stjórn talibana í Kabúl sakar pakistanska herinn um að bera ábyrgð á árásinni. „Fimm börn og ein kona dóu og einn karlmaður særðist í pakistanskri eldflaugaárás,“ sagði Hassan Abdaal, talsmaður héraðsstjórnarinnar í landamærahéraðinu Kunar.
17.04.2022 - 05:40
Fjögur börn fórust í eldflaugaárás
Sex fórust, þar af fimm börn, í eldflaugaárás pakistanska hersins á Afganistan í morgun. AFP greinir frá þessu og hefur eftir afgönsku embættismönnum.
16.04.2022 - 15:57
Valdatíð Imran Khan í Pakistan senn á enda
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, missti meirihlutastuðning á þingi landsins eftir að þingmenn úr flokki hans snerust á sveif með stjórnarandstöðunni. Khan þarf að stíga til hliðar en ekki sér fyrir endann á stjórnmálakreppu í þessu fimmta fjölmennsta ríki heims.
09.04.2022 - 06:00
Flugfélög staðfesta ferðabann afganskra kvenna
Talibanastjórnin í Afganistan hefur bannað þarlendum konum að ferðast með flugvélum nema í fylgd með karlkyns ættingja. Það staðfesta bréf til helstu flugfélaga landsins. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar fyrirskipunar um lokun stúlknaskóla í landinu.
Afganskar konur fá ekki að fljúga fylgdarlausar
Stjórn Talíbana í Afganistan hefur bannað konum að setjast um borð í flugvél án þess að vera í fylgd með karlmanni. Nýju reglurnar gilda bæði um innanlands- og millilandaflug.
27.03.2022 - 13:04
Mótmæltu lokun stúlknaskóla
Tugir stúlkna kröfðust þess að miðstigsskóli þeirra yrði opnaður á ný í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Stjórn Talíbana ákvað á miðvikudag að miðstigsskólar stúlkna yrðu áfram lokaðir. Þeir höfðu heitið því á mánudag að skólarnir yrðu opnaðir á ný eftir sjö mánaða lokun.
26.03.2022 - 10:13
Vestræn ríki hvetja talibana til að opna stúlknaskóla
Utanríkisráðherrar vestrænna ríkja fordæma þá ákvörðun talibana-stjórnarinnar að loka öllum miðskólum fyrir stúlkur á miðvikudaginn örfáum klukkustundum eftir að þeir voru opnaðir að nýju.
Öllum afgönskum miðskólastúlkum skipað að halda heim
Talibanastjórnin í Afganistan fyrirskipaði í morgun að öllum mið- eða gagnfræðaskólum fyrir stúlkur skuli lokað að nýju. Örfáar klukkustundir liðu frá því að dyr þeirra voru opnaðar þar til öllum var gert að hverfa á braut.
23.03.2022 - 06:45
Óttast að innrásin ógni öryggi og lýðræði í Evrópu
Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna óttast að innrás Rússa í Úkraínu ógni lýðræði og öryggi um alla Evrópu. „Og sé lýðræðinu ógnað einhvers staðar beinist sú ógn að okkur öllum,“ sagði Harris í ávarpi til flokksystkina sinna í Demókrataflokknum eftir heimsókn hennar til Póllands og Rúmeníu.
Gagnrýni á framgöngu Rússa í þarlendum sjónvarpsþætti
Heyra mátti gagnrýni á innrásina í Úkraínu í þætti á sjónvarpsstöðinni Rossiya 1 nú í vikunni. Viðmælendur Vladimirs Soloviev, sem er mikill stuðningsmaður Vladimírs Pútín forseta, voru afar þungorðir og drógu réttmæti innrásinnar mjög í efa.
Kona sem hvarf eftir mótmæli í Afganistan komin fram
Afgönsk kona sem hvarf eftir mótmæli gegn Talibanastjórninni reyndist hafa verið í haldi þeirra um nokkurra vikna skeið. Ekkert hafði til hennar spurst frá því um miðjan janúar þar til hún var látin laus í dag.
Mislingafaraldur í Afganistan
Skæður mislingafaraldur er nú kominn upp í Afganistan, sem herjar að mestu á börn fimm ára og yngri. Talið er að tilfellin séu yfir 35 þúsund í janúar, en aðeins tíunda hvert hefur verið staðfest með sýnatöku - hin eru aðeins greind út frá einkennum.
11.02.2022 - 13:46
CNN: Skotið á fólk eftir árás við Kabúl-flugvöll
Hluti þeirra sem féllu eða særðust í hryðjuverkaárás við flugvöllinn í Kabúl í ágúst síðastliðnum höfðu verið skotnir. Þetta kemur fram í gögnum sem CNN birti í fréttaskýringu á vef sínum í dag. Aðeins breskir og bandarískur hermenn voru með skotvopn á staðnum.
09.02.2022 - 15:41
Samtök kvenna í Afganistan mótmæla réttindabrotum
Á því hálfa ári sem liðið er frá valdatöku Talíbana í Afganistan er fátt sýnilegt sem minnir á fyrri stjórnendur og lífshætti í höfuðborginni Kabúl. Fjöldi kvenna fer huldu höfði í leynilegum samtökum sem ætlað er að mótmæla nýjum valdhöfum og niðurbroti réttinda kvenna í landinu.
Afganistan
Minnst 19 fórust á mörkum Afganistans og Pakistans
Minnst nítján manns fórust í snjóflóði við landamæri Pakistans og Afganistans í gær. Björgunarlið leitar enn allt að 20 manns sem enn er saknað. Þetta hefur Ritzau-fréttastofan eftir Mawlawi Najibullah, talsmanni talibana. Snjóflóðið féll í Dangam-sýslu í Kunar-héraði í austanverðu Afganistan, rétt við pakistönsku landamærin.
08.02.2022 - 04:13
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna
Talibanar sterklega grunaðir um aftökur án dóms og laga
Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna leiðir í ljós að sterkar líkur séu á að Talibanar og samverkamenn þeirra hafi myrt á annað hundrað fyrrverandi ríkisstarfsmenn, liðsmenn öryggissveita afganska ríkisins og fólk sem starfaði fyrir erlend ríki.
Sjónvarpsfrétt
Börn í Kandahar vannærð og fangelsuð
Fjöldi barna í Kandahar í Afganistan hefur verið settur í fangelsi fyrir að leita að einhverju nytsamlegu á ruslahaugum. Í fangelsunum dvelja líka margir fullorðnir fyrir litlar sakir. Þá þjást mörg börn landsins af vannæringu. Sameinuðu þjóðirnar segja áframhald á ástandinu kalla fram öfgakenndar skoðanir.
29.01.2022 - 19:11
Segja mannréttindi og mannúðaraðstoð haldast í hendur
Fulltrúar vestrænna ríkja krefjast þess að Talíbanastjórnin í Afganistan geri gangskör í því að tryggja mannréttindi í landinu. Það haldist í hendur við mannúðaraðstoð í landinu. Sendinefnd Talíbana sneri aftur heim frá Noregi í gær eftir þriggja daga fundahöld með erindrekum Bandaríkjanna og Evrópu.
Talibanar ræða um mannréttindi í Ósló
Þriggja daga viðræður milli sendinefndar talíbana og fulltrúa norskra, bandarískra og evrópskra stjórnvalda hefjast í Ósló í Noregi í dag. Fyrsti fundur dagsins er við fulltrúa kvenréttindasamtaka, mannréttindafrömuði og fulltrúa afganskra fjölmiðla.
23.01.2022 - 11:26