Færslur: Afganistan

Fólk fast í Afganistan þó það hafi fengið vernd hér
Frá því í júní hafa Afganir, sem búsettir eru hér á landi, sent alls 40 umsóknir um að fjölskyldumeðlimir þeirra fái hér vernd. Hluti umsóknanna hefur verið samþykktur en óljóst er hvenær fólkið kemur til landsins. Hungursneyð er í uppsiglingu í Afganistan og neyðin mikil. 
Sjónvarpsfrétt
Selja börnin sín í örvæntingu til þess að lifa af
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungurdauða ef mannúðaraðstoð berst ekki fljótlega. Örvænting fólks er orðin svo mikil að foreldar selja börnin sín til þess að lifa af.
Árás á raforkukerfi Afganistan á ábyrgði ISIS-K
ISIS-K, Khorasan-héraðs armur samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki kváðust í dag bera ábyrgð á sprengjuárás sem felldi háspennumöstur og olli víðtæku rafmagnsleysi í Kabúl höfuðborg Afganistan í gær.
23.10.2021 - 01:12
Bætist í hóp Afgana hér á landi á næstunni
Aðeins hluti þeirra 90 til 120 Afgana sem ríkisstjórnin ákvað að veita hæli í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst hefur komist til landsins. Nú er þess vænst að fleiri bætist í hópinn fljótlega.
Íslamska ríkið lýsir árásinni í Kandahar á hendur sér
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki segjast hafa framið sprengjuárásina í einni stærstu mosku sjíamúslíma í afgönsku borginni Kandahar í dag. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem þau lýstu ódæðisverkinu á hendur sér. Minnst 37 létu lífið þegar þrír hryðjuverkamenn réðust inn í Bibi Fatima-moskuna í Kandahar og sprengdu sig í loft upp þegar föstudagsbænir stóðu sem hæst. Hátt í sjötíu manns særðust í árásinni.
Flóttamannastofnun SÞ vill að Norðurlöndin geri betur
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR; vill að Norðurlöndin hraði og einfaldi málsmeðferð í málum afganskra flóttamanna sem þegar hafa fengið vernd og vilja fá fjölskyldumeðlimi til sín. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni. 
15.10.2021 - 20:20
Tugir látnir í sprengjutilræði í mosku
Að minnsta kosti 37 létust þegar sprengjur sprungu í dag í Bibi Fatima moskunni í Kandahar í Afganistan. Um það bil sjötíu særðust að sögn borgaryfirvalda.
15.10.2021 - 10:44
Viðurkenning ríkis Talibana ekki til umræðu
Fulltrúar Talibana funda nú með sameiginlegri sendinefnd Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Katar. Ný stjórnvöld í Afganistan sækjast eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og neyðaraðstoð vegna fátæktar og mikilla þurrka.Fulltrúi Evrópusambandsins segir ekki á dagskrá fundarins að samþykkja ríki Talibana.
Jákvæðar og markvissar viðræður í Katar
Talibanar segja viðræður við bandaríska sendinefnd í Katar um helgina hafa verið jákvæðar. Þetta var fyrsti fundurinn þar sem sendinefndir Bandaríkjanna og talibana sátu saman síðan talibanar tóku völdin í Afganistan, að lokinni tuttugu ára hersetu Bandaríkjahers í landinu.
11.10.2021 - 02:54
Bandaríkin funda með talibönum í Katar
Samninganefnd Bandaríkjanna heldur í dag í fyrsta sinn til fundar við talibana eftir að Bandaríkjaher fór frá Afganistan. Fundurinn verður haldinn í dag og á morgun í Doha, höfuðborg Katar. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Bandaríkjastjórn hafa verið í stöðugu sambandi við talibana eftir að þeir tóku aftur völdin í Afganistan í lok ágúst, um það leyti sem Bandaríkjaher hvarf á braut.
09.10.2021 - 00:49
Tugir létust í árás á mosku
Að minnsta kosti fimmtíu létust þegar sprengja sprakk í mosku í borginni Kunduz í Afganistan í dag. Tugir til viðbótar særðust. Fjöldi fólks var þar við föstudagsbænir. Myndir á samfélagsmiðlum sýna miklar skemmdir á byggingunni. Enginn hefur enn lýst ódæðinu á hendur sér. Böndin berast að IS-K, hópi súnníta úr vígasamtökunum Íslamska ríkinu sem hefur iðulega ráðist á minnihlutahóp síta að undanförnu.
08.10.2021 - 12:31
Sagðir hafa tekið 13 Hazara af lífi eftir valdatökuna
Gögn mannréttindasamtaka sýna að liðsmenn vígasveita Talibana drápu þrettán úr röðum Hazara í bænum Kahor í Khidir-héraði í Afganistan 30. ágúst síðastliðinn.
Talsmaður Talibana kveðst fordæma allt ofbeldi
Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana segir að það séu skýr skilaboð til liðsmanna samtakanna að þeir skuli ekki láta hendur skipta í samskiptum við fólk. 
Dómarar í felum í Afganistan af ótta við hefndir
Fjöldi dómara fer nú huldu höfði í Afganistan. Þeir óttast um líf sitt eftir að hafa á ferlinum kveðið upp dóma yfir Talibönum, sem nú fara með stjórn landsins. Talibanar segjast enga ákvörðun hafa tekið varðandi örlög dómaranna, en ákvörðunin verði tekin með sjaría-lög til hliðsjónar
02.10.2021 - 21:09
200 heilbrigðisstofnunum lokað
Sjö milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir stríðshrjáða í Afganistan.
30.09.2021 - 13:43
Samkomulag veikti stjórn Afganistan en styrkti Talibana
Varnarmálaráðherra og yfirmenn herafla Bandaríkjanna segja samkomulag við Talibana um brottflutning Bandaríkjahers frá Afganistan hafa veikt ríkisstjórn landsins og her. Á hinn bóginn hafi máttur Talibana færst í aukana.
Segjast hafa ráðlagt forsetanum að halda eftir herliði
Háttsettir yfirmenn í Bandaríkjaher segjast hafa ráðlagt Joe Biden forseta að halda herliði áfram í Afganistan. Jafnframt hafi þeir lýst áhyggjum yfir því að Talibanar hefðu ekki slitið tengsl sín við hryðjuverkasamtökin Al Kaída.
Talibanar koma líkum fyrir á almannafæri
Talibanar í Afganistan komu í dag líkum fjögurra manna fyrir á almannafæri í borginni Herat. Mönnunum var gefið að sök að hafa rænt viðskiptajöfri og syni hans.
25.09.2021 - 16:20
Vilja ekki talibana á allsherjarþingið
Stjórnvöld í Þýskalandi lýsa sig andvíg því að talibanar fái að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York, eins og þeir hafa farið fram á. Þó sé rétt að halda tengslum við þá - til þess meðal annars að þrýsta á að þeir virði mannréttindi.
22.09.2021 - 17:16
Talibanar vilja ávarpa Allsherjarþingið
Talibanar óskuðu eftir því að fá að ávarpa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Þetta staðfesti Stephane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, við AFP fréttastofuna í gærkvöld. Talibanar sendu bréf á mánudag þar sem þess er krafist að Amir Khan Muttaqi fái að ávarpa þingið.
22.09.2021 - 05:44
Segja stúlkum fljótlega heimilt að mæta til skóla
Talibanar gáfu það út í dag að stúlkum í Afganistan yrði fljótlega heimilt að mæta til skóla á ný. Grunnskóladrengir og karlkyns kennarar voru kallaðir til skóla um helgina eftir hlé en engin yfirlýsing var þá gefin út um stúlkur og kvenkyns kennara.
21.09.2021 - 09:26
Líf afganskra túlka í hættu eftir tölvupóstsendingu
Rannsókn er hafin því hvernig mjög persónugreinalegar upplýsingar um afganska túlka sem störfuðu fyrir breska herliðið í Afganistan rötuðu inn í fjöltölvupóst sem sendur var á mjög marga. Talið er lífi margra í hópnum kunni að vera ógnað vegna þessa.
Íslamska ríkið kveðst bera ábyrgð á árásum í Afganistan
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu í kvöld yfir ábyrgð á árasum á talibana í borginni Jalalabad í Afganistan um helgina. Vígahreyfingin segist hafa gert þrjár sprengjuárásir á þrjú farartæki talibana á laugardag, auk fjórðu sprengjuárásarinnar í dag.
Kvenkyns borgarstarfsmenn í Kabúl haldi sig heima
Hamdullah Noman, nýr borgarstjóri Kabúl í Afganistan, hefur beðið kvenkyns borgarstarfsmenn um að halda sig heima, nema karlmenn geti ekki fyllt stöður þeirra. Fréttastofa BBC hefur eftir Noman að talibönum hafi þótt nauðsynlegt að stöðva vinnu kvenna um stund.
19.09.2021 - 17:05
Sprengjuárásir í Jalalabad í Afganistan
Að minnsta kosti þrír fórust og yfir átján særðust í þremur sprengingum í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan í gær. Grunur leikur á að Talibanar hafi verið skotmörk tilræðismannana.
19.09.2021 - 05:48