Færslur: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19

Tæplega helmingur þarf að endurgreiða hlutabætur
Um helmingur þeirra sem fengu hlutabætur um síðustu mánaðamót þarf að greiða hluta þeirra til baka núna, því Vinnumálastofnun greiddi þeim of mikið. Forstjóri stofnunarinnar segir jákvætt að tekjur fólks reyndust hærri en það áætlaði.
Greiðslur ríkis vegna hlutabóta og uppsagna samþykktar
Alþingi samþykkti í gærkvöld frumvörp ríkisstjórnarinnar um greiðslu launa á uppsagnarfresti og hlutabótaleiðina. Efnahags- og viðskiptanefnd gerði í gær enn frekari breytingar á því fyrrnefnda, eftir gagnrýni frá Alþýðusambandi Íslands. Áætlaður kostnaður við það er um 27 milljarðar.
Icelandair: 9 ferðir á viku til Danmerkur frá 15. júní
Icelandair ætlar að fljúga níu ferðir á viku til Kaupmannahafnar frá 15 júní. Forstjórinn vonast til að hægt verði að endurráða starfsfólk en segir framboð ferða alltaf ráðast af eftirspurn.
Íslendingar mega ekki gista í Kaupmannahöfn
Þótt landamæri Íslands og Danmerkur hafi verið opnuð verða ferðir Íslendinga til gömlu herraþjóðarinnar ekki án takmarkana. Þetta kom fram á blaðamannafundi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag. Til að mynda mega erlendir ferðamenn ekki gista í dönsku höfuðborginni en mega fara þangað í dagsferðir og snæða á veitingastöðum.
Segir ríkið hvetja til uppsagna fremur en hlutabóta
Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um laun á uppsagnarfresti samþykkt í óbreyttri mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma, að mati Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún sendi þingmönnum bréf í morgun og greindi frá áhyggjum sínum og hvatti þá til að koma í veg fyrir „stórslys“. ASÍ gerir athugasemdir við að skilyrði fyrir hlutabótum og launum á uppsagnarfresti séu mismunandi og að ríkið beinlínis hvetji til að þess að það síðarnefnda sé nýtt, sem komi sér verr fyrir launafólk.
Icelandair hættir að nýta hlutabótaleið
Icelandair getur ekki nýtt hlutabótaleið stjórnvalda áfram og þess í stað mun fyrirtækið fara þess á leit við starfsfólk að það taki á sig tíu prósenta launaskerðingu.
Telur afturvirkar launahækkanir grunsamlegar
Hundrað og sextíu launagreiðendur hafa óskað eftir því við Ríkisskattstjóra að fá að hækka áður tilkynnt laun í janúar og febrúar. Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að meirihluti þessara breytinga byggist á hæpnum grunni og að tilgangurinn með þeim sé að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði á meðan fólk nýtir hlutabótaúrræðið. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem gefin var út í gær.
Viðtal
Hefði viljað sjá vaxtalækkanir skila sér inn í bankana
Það hefði verið æskilegt að sjá stýrivaxtalækkanir Seðlabanka Íslands skila sér betur inn í viðskiptabankana, að mati Katrínar Ólafsdóttur hagfræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík. Seðlabankinn hafi sent skýr skilaboð um það. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki, í kringum eitt prósent.
Segir meirihlutann ekki taka mið af Ríkisendurskoðun
Formaður velferðarnefndar segir að meirihluti nefndarinnar hafi ekki tekið tillit til ábendinga ríkisendurskoðunar í nefndaráliti sínu um frumvarp um framlengingu hlutabótaleiðarinnar sem nú er til meðferðar hjá Alþingi. Fulltrúi meirihlutans segir það rangt.
Áætla að hlutastarfaleið kosti rúma 30 milljarða
Ríkisendurskoðandi gagnrýnir að Vinnumálstofnun hafi ekki eftirlit með þeim fyrirtækjum sem settu starfsfólk á hlutabætur og segir að skýra þurfi í lögum, um framlengingu hlutabótaleiðarinnar, hvaða fyrirtæki hafi heimild til að óska eftir þessu úrræði. Ríkisendurskoðandi hóf athugun á málinu að eigin frumkvæði og gaf út skýrslu um málið í dag.
Ríkisendurskoðun vill betra eftirlit með hlutabótaleið
Icelandair fékk tæpan milljarð úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðarinnar, að því fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina sem stefnt er að birt verði opinberlega síðar í dag og unnin var fyrir Alþingi. Ríkisendurskoðandi gagnrýnir skort á eftirliti með fyrirtækjum sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina.
Viðtal
Kári reiknar með að skima ef sóttvarnalæknir stjórnar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir koma til að greina að Íslensk erfðagreining taki þátt í skimun á ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli vegna COVID-19. Forstjórinn fundaði með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í morgun. Hann sagði í gær að fyrirtækið yrði ekki með. Hann telur eðlilegast að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafi yfirumsjón með málinu, sem sé nú undir forsætisráðuneyti.
Svandís ætlar ekki að tjá sig í bili vegna ummæla Kára
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar ekki að tjá sig í bili vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að ekki hafi verið haft samband við ÍE vegna fyrirhugaðrar skimunar við kórónaveirunni á Keflavíkurflugvelli sem hefjast á 15. júní.
Tryggja samgöngur milli byggða - „Það stefndi í óefni“
Auknar fjárveitingar hafa verið tryggðar til reksturs almenningssamgangna milli byggða. Um er að ræða siglingar Herjólfs, flug Ernis og Norlandair og akstur almenningsvagna milli byggða. Einnig verður Isavia bætt tekjutap á innanlandsflugvöllum og ferðir Baldurs um Breiðafjörð tryggðar í sumar.
Ekki hægt að nota 5.000 kallinn til að leigja tjald
Það hvarflaði ekki að mér að þetta myndi ekki ná yfir starfsemi sem mína. Þetta segir Ernir Skorri Pétursson, eigandi tjaldaleigunnar Rent a Tent, en 5.000 króna ferðaávísunargjöf frá ríkisstjórninni verður ekki hægt að nota til að leigja tjöld og annan útilegubúnað. 
Þróun veirunnar mun hafa áhrif á skimun í Keflavík
Forsætisráðherra segir að skýrsla verkefnisstjórnar um opnun landamæranna, sem birt var í gær, sýni að hægt sé að skima ferðamenn á Keflavíkurflugvelli þótt margt þurfi að ganga upp svo verkefnið geti gengið vel. Óvissan sé töluverð, til að mynda um hve margir ferðamenn koma hingað í júní, en þegar verkefnið var kynnt hafi verið vitað að óvissuþættirnir væru margir. Haldi veiran áfram að veikjast, líkt og hún hefur gert, endurmeti stjórnvöld hvort ráðast eigi í skimun.
Einboðið að biðja Íslenska erfðagreiningu um aðstoð
Það er nánast einboðið að biðja Íslenska erfðagreiningu um aðstoð, verði farið í að skima ferðamenn fyrir COVID-19 á Keflavíkurflugvelli. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ekki hefur verið rætt formlega um slíkt samstarf.
Getum ekki lofað því að taka alla í fangið
Fjármálaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankar séu ekki farnir að veita brúarlán, þótt níu vikur séu liðnar frá því að hann kynnti lánin sem eitt af efnahagsúrræðum ríkisstjórnarinnar. Brúarlánin séu mikilvægt úrræði, sérstaklega þar sem bankar hafi ekki lækkað vexti á lánum til fyrirtækja í samræmi við stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Ríkisstjórnin geti ekki lofað að taka alla í fangið.
Segir Vinnumálastofnun ekki standast áhlaup listamanna
Illa gengur hjá listamönnum að nýta sér úrræði stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hátt í sjötíu prósent félagsmanna hjá Bandalagi íslenskra listamanna sem hafa sótt sér aðstoðar til Vinnumálastofnunar hafa ekki fengið lausn sinna mála mörgum vikum síðar. Engin svör hafa borist frá Vinnumálastofnun við þeim vandræðum að afgreiða umsóknir listamanna.
Skimanir verði að vera fleiri eigi þær að koma að gagni
Það þarf að vera hægt að taka mun fleiri en 500 veirusýni á dag á Keflavíkurflugvelli, að sögn Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Fram kom í gær að samkvæmt skýrslu verkefnastjórnar um opnun landamæra sé sýkla- og veirufræðideild Landspítalans ekki í stakk búin til að vinna nema 500 sýni á dag þegar skimanir á flugvellinum eiga að hefjast í júní. Talan gæti þó hækkað ef samið verður við fleiri um að skima.
Úr 700 milljónum króna í tvo milljarða vegna sóttkvíar
Heildargreiðslur ríkissjóðs vegna þeirra sem fóru í sóttkví verða tveir milljarðar króna. Hámarksfjárhæðin miðast við 630 þúsund krónur í mánaðarlaun. Upphaflega var gert ráð fyrir að heildargreiðslurnar yrðu rúmlega helmingi lægri eða um 700 milljónir.
Myndskeið
Fimmtán hundruð fjölbreytt störf fyrir námsmenn
Vinnumálastofnun auglýsti í dag fimmtán hundruð sumarstörf hjá ríkinu fyrir námsmenn. Störfin eru afar fjölbreytt. Meðal annars er hægt að fá vinnu við að telja maura, brjótast inn í tölvukerfi, bera saman gufusprengingar, skilgreina víðerni og svo líka öllu hefðbundnari störf. 
Viðtal
„Í byrjun næstu viku getum við sagt skýrt af eða á“
Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að endanleg ákvörðun um það hvort að áætlun ríkisstjórnarinnar um að opna landamærin 15. júní verði að veruleika ráðist eftir helgi. „Það er í byrjun næstu viku sem við getum sagt skýrt af eða á - hvort við gerum þetta og hvernig við gerum þetta.“ Það ráðist af niðurstöðu sóttvarnarlæknis sem fer yfir skýrslu verkefnastjórnar og skilar heilbrigðisráðherra umsögn. Aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar að skimunum er ekki útilokuð.
Takmarkaður áhugi fyrirtækja á brúarlánum
Fyrirtæki hafa takmarkaðan áhuga á brúarlánum, sem er eitt af efnahagslegum úrræðum sem ríkisstjórnin kynnti í lok mars. Arion banki hefur opnað fyrir umsóknir en Íslandsbanki og Landsbankinn eru enn að vinna að útfærslu lánanna, níu vikum eftir að þau voru kynnt.
75 milljónir í að efla félagsstarf eldri borgara
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að verja 75 milljónum króna í átaksverkefni til að efla félagsstarf fullorðinna í sumar. Aðgerðirnar eru hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19.