Færslur: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19

50 mega nú koma saman
Tilslakanir á sóttvarnarreglum tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- og baðstaðir og líkamsræktarstöðvar mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns. Þá verður opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund. Einnig verða ýmsar tilslakanir gerðar á skólastarfi.
Of lítið of seint og kosningalykt af aðgerðunum
Þingmenn stjórnarandstöðuflokka eru mishrifnir af efnahagsaðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var á föstudag. Að mörgu leiti sé hann skref í rétta átt en aðrir segja hann of lítið, of seint. Inga Sæland segir aðgerðapakkann anga af yfirvofandi kosningum.
Myndskeið
SA og SAF fagna aðgerðum stjórnvalda
Aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins virðast við fyrstu sýn koma að góðum notum, segja framkvæmdastjórar bæði Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins. Það sé til bóta að breyta hlutabótaleiðinni þannig að hún færist yfir í ráðningarstyrki, það flýti því að fólk komist inn á vinnumarkaðinn aftur
Jóhannes Þór fagnar framlengingu viðspyrnustyrkja
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar því að viðspyrnustyrkir til fyrirtækja skuli hafa verið framlengdir. Aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna COVID-19 sem kynnt var í gær sé að hans mati í fljótu bragði skynsamleg. Nú sé til dæmis bætt við tekjufallsþrepi. 
Vikulokin
Mikill húsnæðiskostnaður og atvinnuleysi áhyggjuefni
Það er mat þriggja verkalýðsforingja sem að eitt brýnasta verkalýðsfélaga sé að vel takist til við innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Í dag gengur stytting vinnuviku vaktavinnufólks í gildi. Fleira brennur þó á verkalýðsforingjunum.
Efla verði bótakerfið og búa til störf
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands bregst í föstudagspistli sínum við aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-kreppunnar. Segir Drífa mikilvægt að sýna úthald, dragi ríkið of snemma úr aðgerðum sé hætt við því að kreppan dýpki.
Viðtal
Telur að við séum á lokahring faraldursins
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að vonin sé sú að ekki þurfi að nýta öll þau úrræði sem ríkisstjórnin kynnti í dag vegna kórónuveirufaraldursins, en horft sé til þess að stuðnings sé þörf á lokametrum faraldursins. Aðgerðir stjórnvalda hafi orðið til þess að samdráttur varð minni en búist var við.
Viðtal
Vonandi síðasti efnahagsaðgerðapakkinn
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist vona að þær efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í morgun séu þær síðustu sem ríkisstjórnin þurfi að grípa til í faraldrinum. Hann segir ríkissjóð geta staðið undir aðgerðunum þó að þær séu dýrar.
Kastljós
Hagræn áhætta fólgin í hröðum afléttingum
Hagræn áhætta við afléttingar sóttvarnaaðgerða er fólgin í því að ef afléttingarnar eru of hraðar gæti þurft að skella í lás á ný. Þetta sagði Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og prófessor við Háskóla Íslands, í viðtali í Kastljósi í kvöld. „Það mun hafa mjög slæm hagræn áhrif því það hefur þá ekki bara þau áhrif að útlendingarnir koma ekki, heldur líka þau að Íslendingar geta sig hvergi hreyft,“ sagði hann. 
Segir að allt þurfi að ganga upp
Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir og yfirlæknir á Landspítala segir að tekin séu stór skref í áætlun stjórnvalda um að afnema allar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins í lok júní. Bólusetningaráætlun- og afhending bóluefna megi ekki raskast til þess að hægt verði að standa við áætlunina. 
Viðtal
Telur óráðlegt að slaka strax á aðgerðum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur óráðlegt að slaka strax á þeim samkomutakmörkunum sem nú eru í gildi. Sextán smit greindust innanlands í gær, þar af voru þrjú utan sóttkvíar.
Svandís kynnir áætlun um afléttingar á morgun
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnir áætlun um afléttingar samkomutakmarkana fyrir næstu mánuði á ríkisstjórnarfundi á morgun. Hún sagði á Alþingi í dag að í áætluninni fælust viðmið um afléttingar með tilliti til þess hlutfalls þjóðarinnar sem hefði verið bólusett á hverjum tímapunkti.
Frumvarpið samþykkt eftir langan þingfund
Frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög og lög um útlendinga var samþykkt á Alþingi um klukkan hálf fimm í nótt, með breytingartillögu fyrsta minnihluta velferðarnefndar.
Fjórar breytingartillögur ræddar í nótt
Önnur umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga hófst á þriðja tímanum í nótt. Fimm sinnum var þingfundi frestað svo velferðarnefnd gæti lokið fundi sínum. Fjöldi sérfræðinga mætti á fund nefndarinnar.
Myndskeið
Stefnir í næturbrölt á Alþingi – fundi frestað aftur
Þingfundi sem átti að hefjast klukkan 21.30 hefur verið frestað til klukkan 02:00 hið minnsta. Frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarlög og lög um útlendinga er enn í meðferð velferðarnefndar. Að því loknu verður frumvarpið tekið til 2. og 3. umræðu og um það greidd atkvæði.
Spyr hvers vegna viðmið um nýgengi var hækkað
„Hvað kallar á það að það séu gerðar vægari kröfur núna en áður?,“ spurði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Hann gagnrýndi að nýkynntar reglur á landamærunum miðuðu að því að aðeins þeir sem kæmu frá ríkjum þar sem nýgengi er yfir 1.000 yrðu undantekningalaust skikkaðir í sóttvarnahús við komuna til landsins. Fyrri reglugerð um sóttvarnahús miðaðist við nýgengið 500.
Telur marga annmarka á íslensku litakóðunarkerfi
Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum, gagnrýnir séríslenskt litakóðunarkerfi sem stjórnvöld vilja koma á á landamærunum þann 1. júní. Magnús hefði viljað að sóttvarnalæknir fengi rýmri heimildir til að skylda fólk í sóttkvíarhús. Hann vonar að stjórnvöld hverfi frá áformunum og óttast að stjórnmálamenn hafi ekki ráðfært sig nægilega við vísindamenn við ákvarðanatökuna. 
„Jákvætt skref fyrir allt samfélagið á Íslandi“
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda á landamærunum og segir þær bera vott um kjark. Loksins sjái fyrir endann á faraldrinum.
Myndskeið
Hertar aðgerðir ekki áfall fyrir ferðaþjónustuna
Ferðamálaráðherra segir að hertar aðgerðir á landamærum valdi ekki miklum skaða hjá ferðaþjónustunni. Dómsmálaráðherra segir breytingar á litakóðunarkerfi skapa eins mikinn fyrirsjáanleika og unnt sé.
Viðtal
Þurftu að fjölga verkfærum í töskunni
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að stjórnvöld hafi þurft að tryggja það að sóttvarnahótel sé regla fyrir þá sem koma frá svæðum þar sem faraldurinn er í uppsveiflu. Fjölga hafi þurft verkfærum í tösku stjórnvalda hér á landi.
Upptaka
Blaðamannafundur í Hörpu vegna landamæraaðgerða
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar í Hörpu klukkan 16 í dag. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fara yfir ráðstafanir á landamærum.
Blaðamannafundur klukkan 16 um landamæraaðgerðir
Ríkisstjórnin heldur blaðamannafund klukkan 16 í dag þar sem kynntar verða ráðstafanir á landamærunum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna verða á fundinum. Fundurinn verður haldinn í Hörpu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá áformum um fjölmiðlakynningu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Segir sóttkvíareftirlit í skötulíki
Búist er við því að ríkisstjórnin ræði á fundi sínum á eftir hvernig tryggja megi lagastoð fyrir því að skikka fólk í sóttkví í sóttkvíarhúsi. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að bregðast verði við strax því eftirlit með þeim sem áttu að vera í sóttkví hafi brugðist.
Myndskeið
Ísland of háð ferðaþjónustu þegar faraldurinn skall á
Of mikil áhersla á ferðaþjónustu var einn helsti veikleiki Íslands þegar kórónuveirufaraldurinn skall á, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn varar jafnframt við bólumyndun á fasteignamarkaði.
Eftirlit með sóttkví nú á forræði Þórólfs
Teymi á vegum sóttvarnalæknis verður falið að sinna auknu eftirliti með að fólk fylgi reglum um sóttkví. Yfirlögregluþjónn segir að fjölgun ferðamanna í sumar gæti torveldað eftirlit. Sóttvarnalæknir segir að rekja megi öll smit sem greinst hafa innanlands frá 25. mars til landamæranna.