Færslur: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19

Sjónvarpsfrétt
Veitingastaðir eru skuldsettir eftir covid
Það á eftir að taka veitingastaði mörg ár að komast á réttan kjöl eftir kórónuveirufaraldurinn, að mati veitingamanns. Covid-styrkir stjórnvalda duga skammt, rekstarkostnaður hefur aukist mikið og margir eru skuldsettir.
Fyrirtæki fengu um 40 milljarða í covid-styrki
Embætti ríkisskattstjóra hefur greitt hátt í 40 milljarða í ýmsa styrki vegna kórónuveirufaraldursins til veitingastaða og annarra sem þurftu að draga úr starfsemi í faraldrinum. Þetta eru fimm tegundir styrkja sem samtals voru veittir hátt í 20 þúsund sinnum. Hátt í 80 fyrirtæki hafa þurft að endurgreiða styrki vegna uppsagna.
Nærri 2 milljarðar í aðgerðir fyrir viðkvæma hópa
Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar hefur skilað inn tillögum að sértækum aðgerðum sem settar eru fram til að draga úr neikvæðum langtímaáhrifum Covid-19 faraldursins á viðkvæma hópa í íslensku samfélagi. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi að veita einn milljarð króna á næsta ári til aðgerða sem byggja á tillögu starfshópsins.
Fleiri látist úr COVID-19 hér á landi en talið var
Embætti landlæknis hefur farið yfir dánarvottorð allra þeirra sem látist hafa á landinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins til 1. apríl á þessu ári. Samkvæmt yfirferðinni hafa samtals orðið 153 andlát á Íslandi vegna COVID-19, en það eru fleiri en áður hefur verið talið.
Þrjú þúsund fyrirspurnir og undanþágubeiðnir
Tæplega þrjú þúsund fyrirspurnir beiðnir um undanþágur frá sóttvarnareglum bárust heilbrigðisráðuneytinu frá því sóttvarnareglur voru fyrst innleiddar í febrúar 2020. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins.
„Þetta verður nýr þjóðhátíðardagur“
„Drottinn minn dýri bara þetta verður nýr þjóðhátíðardagur. Upp með blysin og skjótum upp flugeldum,“ segir Kormákur Geirharðsson, veitingamaður vegna tilkynningar ríkisstjórnarinnar um að aflétta öllum takmörkunum, bæði innanlands og á landamærunum aðfaranótt föstudags. 
Spegillinn
„Ekki viss um að orð formanns Viðreisnar eldist vel“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að húsnæðismálin séu eitt af veigamestu málunum sem taka þurfi á og ljóst sé að byggja þurfi meira. Hún telur að orkumálin, rammaáætlun og orkuskiptin innanlands verði fyrirferðamikil í umræðunni og ræða þurfi hvernig eigi að forgangsraða orkunni.
Viðtal
Tíu dögum á undan áætlun og tíðindi boðuð á föstudag
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist vonast til að kynna næstu skref í afléttingum eftir ríkisstjórnarfund á föstudag. Hann segir að miðað við stöðuna séum við um tíu dögum á undan þeirri áætlun.
Bjarni segir eðlilegt að draga úr stuðningi ríkisins
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisfjármálunum hafi verið beitt af miklum þrótti í faraldrinum og nú sé því eðlilegt að draga úr stuðningi ríkisins. Hann segist sannfærður um að þjóðin sé stödd á lokametrunum í baráttunni við veiruna. Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar Bjarni flutti þinginu skýrslu um horfur í efnahagsmálum með tilliti til stöðu covid 19. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina bera mikla ábyrgð á þeirri grafalvarlegu stöðu sem mætir nú heimilunum. 
Einangrun 5 dagar og afléttingar í næstu viku
Willum Þór Þórsson tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að einangrun vegna COVID-19 yrði stytt úr sjö dögum í fimm, frá og með mánudegi. Það mun einnig gilda fyrir þá sem verða þegar í einangrun á þeim degi.
Einangrun verði stytt og stefnir að afléttingum fyrr
Heilbrigðisráðherra segir að honum beri skylda til að stefna að því að hægt verði að aflétta sóttvarnatakmörkunum fyrr en 14. mars og hann voni að svo verði. Einangrun verður stytt úr sjö í fimm daga.
„Hvenær hættir sjúkdómur að vera hættulegur?“
Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir á Landspítala veltir því upp í færslu á Facebook síðu sinni í dag, hvort sé tímabært að hætta að tala um COVID-19 sjúkdóminn sem ógn við almannaheill. Ragnar segir ljóst að straumhvörf séu að verða í faraldrinum hérlendis.
Næstu afléttingar eftir tæpar fjórar vikur
Samkvæmt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis, verður öllum sóttvarnarreglum innanlands aflétt fyrir 14. mars. Næstu afléttingar eru á dagskrá eftir tæpar fjórar vikur, en þá mega 200 manns koma saman, fari heilbrigðisráðherra eftir tillögum sóttvarnarlæknis.
Lýsir yfir vonbrigðum með afléttingaráætlun stjórnvalda
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær hafi valdið vonbrigðum. Hún telur að hægt hefði verið að taka mun stærri skref í afléttingum á samkomutakmörkunum.
Veitingamenn kalla eftir „beinum stuðningi tafarlaust“
Samtök fyrirtækja í veitingarekstri fagna fyrstu skrefum afléttinga á samkomubanni en harma að ekki skuli gengið lengra í frelsisátt. Samtökin kalla eftir beinum stuðningi tafarlaust.
Viðtal
Omíkron-afbrigðið og bólusetningar ástæða til bjartsýni
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist vongóð um að brátt heyri covid-faraldurinn sögunni til. Hún segir að minni veikindi af völdum omíkron-afbrigðisins sem og góð þátttaka í bólusetningum sé ástæða til bjartsýni.
Öllu aflétt í þremur skrefum
Fimmtíu manns mega koma saman, krár og skemmtistaðir fá að opna á nýjan leik og tveggja metra regla víkur fyrir eins metra reglu. Þetta er meðal breytinga á sóttvarnareglum sem taka gildi strax á miðnætti.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Öllu aflétt á næstu 6 til 8 vikum
50 mega koma saman, nándarreglan fer úr 2 metrum í 1 metra og skemmtistaðir og krár mega opna að nýju. Opnunartíma þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur um tvær klukkustundir og heimilt verður aftur að halda sitjandi viðburði fyrir 500 manns án hraðprófa og áhorfendur eru leyfðir aftur á íþróttaviðburðum. Reglugerðin tekur gildi á miðnætti.
Morgunútvarpið
Mikilvægt að koma börnum aftur í eðlilega rútínu
Nýjar reglur um sóttkví tóku gildi á miðnætti, þar sem börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin sóttkví nema ef þau eru útsett fyrir smiti innan heimilis. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir nýju reglurnar vera skref á leið út úr faraldrinum.
450 milljónir í styrki til tónlistar og sviðslista
Ríkisstjórn Íslands ætlar að verja 450 milljónum króna í viðspyrnustyrki til tónlistar- og sviðslistamanna vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á stéttirnar.
Aðgerðir sem eigi sér enga hliðstæðu í hagsögu Íslands
Stuðningsaðgerðir stjórnvalda til að draga úr efnahagslegum áhrifum faraldursins eiga sér enga hliðstæðu í hagsögu Íslands sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Hann vill meiri umræðu um tillögur stjórnvalda á Alþingi sem kæmu þangað til afgreiðslu og atkvæðagreiðslu.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir losna úr sóttkví á miðnætti
Þúsundir skólabarna sem verið í sóttkví undanfarna daga snúa aftur í skóla á morgun eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um tilslakanir á reglum um sóttkví. Afléttingaráætlun stjórnvalda verður kynnt á föstudaginn.
Þingið ræði og jafnvel kjósi um sóttvarnaraðgerðir
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill þétta samtalið við Alþingi um sóttvarnir og útilokar ekki að ræða eigi sóttvarnatillögur á Alþingi og jafnvel greiða um þær atkvæði.
Býst við fjölgun smita í skólum og hjá barnafjölskyldum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur áherslu á í nýju minnisblaði sínu að aðgerðum verði aflétt hægt, til að koma í veg fyrir bakslag í fjölda smita og alvarlegra veikinda sem gætu reynst heilbrigðiskerfinu erfið. Nú þurfa börn á leik- og grunnskólaaldri ekki að fara í sóttkví vegna smita í skólum og Þórólfur segir líklegt að þessar breytingar og fleiri leiði til fjölgunar smita, bæði innan skólanna og utan.
Mótsögn í aðgerðum okkar sem þurfti að bregðast við
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að rökin fyrir því að sóttvarnaaðgerðir voru hertar eigi ekki lengur við og við því þurfi stjórnvöld að bregðast. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum sem lauk í hádeginu að slaka á aðgerðum um sóttkví og halda áfram aðgerðum til styrktar smærri fyrirtækjum.