Færslur: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19

Sjónvarpsfrétt
„Tímabært að ræða næstu afléttingar“
Forsætisráðherra segir tímabært að ræða frekari covid-tilslakanir innanlands. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af að inflúensufaraldurinn geti orðið alvarlegur í vetur og það geti reynst heilbrigðiskerfinu erfitt.
Breyttu baðherbergi í tvíbýli á hjúkrunarheimili
Stjórnvöld vilja fjölga rýmum á hjúkrunarheimilunum sem fyrir eru á suðvesturhorninu til þess að létta álagi af Landspítala svo unnt sé að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Tvö tvíbýli hafa verið gerð á Droplaugarstöðum til að svara kallinu. Flest hjúkrunarheimili hafa þó hafnað beiðni um að setja fleiri en einn íbúa í hvert herbergi. 
Drög lögð að tilslökunum
Ríkisstjórnin telur að aðgerðir til styrktar heilbrigðiskerfinu verði til þess að hægt verði að slaka enn frekar á sóttvarnatakmörkunum, meðal annars á þeirri þjónustu sem einkennalitlir eða -lausir covid-sjúklingar fá.
Metfjöldi nýtti ferðagjöfina á síðustu stundu
44 þúsund nýttu ferðagjöfina sína í gær. Samtals voru því 223 milljónir króna innleystar, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þetta er langstærsti dagurinn frá upphafi ferðagjafarinnar.
Síðasti dagurinn til að nýta ferðagjöf
Nú fer hver að verða síðastur að nýta ferðagjöf stjórnvalda því frestur til að nýta hana rennur út á miðnætti. Allir 18 ára og eldri fengu 5.000 króna ferðagjöf og var hugmyndin að örva ferðaþjónustuna eftir skakkaföll vegna heimsfaraldursins. Þegar er búið að sækja ferðagjafir fyrir rúman milljarð króna og eftir eru gjafir fyrir 183.000.000 krónur.
140.000 manns eiga eftir að nýta ferðagjöfina
Yfir 140.000 manns eiga eftir að nýta ferðagjöf stjórnvalda að hluta eða að öllu leyti. Frestur til að nýta hana rennur út á miðnætti á morgun.  Allir landsmenn átján ára og eldri fengu gjöfina fyrr á árinu og var hún hugsuð til að örva ferðaþjónustuna á tímum heimsfaraldurs.
Lýsa yfir endalokum kórónukreppunnar
Fjöldi ferðamanna fer aftur yfir milljón á næsta ári samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir að allt bendi til þess að kórónuveirukreppunni sé lokið.
Viðtal við heilbrigðisráðherra
500 mega koma saman – 1.500 með hraðprófum
Almennar fjöldatakmarkanir hækka úr 200 í 500 manns á miðnætti. Á viðburðum þar sem krafist er hraðprófs mega 1.500 manns koma saman. Þá lengist opnunartími skemmtistaða um klukkustund. Þeir munu nú mega taka við gestum til miðnættis, og síðustu gestir þurfa að vera farnir klukkan 01.
Komið að tilslökunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra fékk minnisblað um stöðu covid-faraldursins frá sóttvarnalækni í hendur í morgun. Hún á von á að frekari tilslakanir verði kynntar á þriðjudaginn.
Ekki búinn að skila tillögum um breyttar takmarkanir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir á að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttvarnatakmörkunum um helgina.
Bara þrjár vikur eftir til að nota Ferðagjöfina
Aðeins þrjár vikur eru eftir til þess að nýta ferðagjöfina. Minna en helmingur Íslendinga hefur sótt gjöfina eða 140 þúsund manns og átta hundruðu milljónir króna eru því eftir í pottinum. Þau sem ætla ekki að nýta gjöfina geta ávísað henni til annarra.
„Skýrt að næstu skref verða til tilslakana"
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir það gleðiefni að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins virðist vera á niðurleið. Hún segir alveg ljóst að næstu skref í sóttvarnaaðgerðum innanlands verði afléttingar.
Vill taka stærri skref í afléttingum til eðlilegs lífs
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir tímabært að slaka á sóttvörnum hér innanlands og jafnvel áður en núgildandi reglugerð rennur út í lok næstu viku. Hún segir Ísland skera sig úr hvað varðar grímunotkun og tími sé kominn til að taka skref til baka til eðlilegs lífs.
Fréttaskýring
„Tiltölulega vel sloppið — ef ekkert kemur upp á“
Eitt stærsta efnahagsmál sem bíður stjórnvalda á næstu árum eru stóraukin útgjöld vegna þess að þjóðin er að eldast, um þetta eru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið sammála. Enn er mikil óvissa í efnahagsmálum vegna faraldursins og atvinnuleysi of mikið. Hagfræðingur í Háskóla Íslands telur mistök að miða aðgerðir við að allt verði eins og árið 2019.
Segir að hraðpróf eigi eftir að sanna gildi sitt
Stjórnvöld vonast til að hraðpróf á fjölmennum viðburðum verði tekin í notkun í um miðjan mánuðinn. Þau verða gjaldfrjáls og aðgengileg víða, en enn á eftir að útfæra hvernig fólk geti nálgast þau. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi ekki fara þessa leið því hraðprófin væru ekki nógu nákvæm. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að þau eigi eftir að sanna gildi sitt.
Óvíst hver kostnaður ríkisins verður vegna hraðprófa
Heilbrigðisráðherra segir undirbúning fyrir hraðpróf á fleygiferð. Óvíst sé enn hver kostnaður ríkisins verður en honum verði haldið í lágmarki. Veruleg breyting verður þriðja september á fjöldatakmörkunum á viðburði ef hraðprófum er framvísað. Fimm hundruð manns geta þá komið saman í rými.
Sviðslistir fagna en skemmtanageirinn ósáttur
Ekki eru allir jafn ánægðir með þær tilslakanir á sóttvarnatakmörkunum sem ríkisstjórnin tilkynnti í dag. Sviðslistafólk brosir á meðan skemmtanageirinn telur sig hlunnfarinn.
Traust til almannavarna ekki mælst minna
Traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda til að takast á við kórónuveirufaraldurinn hefur ekki mælst minna frá því faraldurinn hófst.
Tilslakanir í kortunum
Heilbrigðisráðherra telur að svigrúm sé til að slaka á sóttvarnareglum. Gildandi reglugerð um takmarkanir innanlands rennur út á föstudag.
Sjálfspróf koma ekki í stað hefðbundinna prófa
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur vænlegast að fólk nýti PCR-próf og hraðpróf sem heilbrigðisstarfsmenn framkvæma, frekar en svokölluð sjálfspróf. Þau geti nýst í einhverjum tilvikum, en næmni þeirra sé misgóð og þau geti veitt falskt öryggi.
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
Sjónvarpsfrétt
Breyttar reglur um sóttkví í skólum
Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum standa vonir til þess að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.
Sjá hraðpróf sem lykilinn að opnara samfélagi
Hraðpróf eru lykillinn að opnara samfélagi að mati forsætis- og fjármálaráðherra. Þau geta bæði skapað rými fyrir stærri viðburði og dregið úr íþyngjandi sóttkvíarkröfum þegar smit kemur upp í skólum.
Spá tvöföldun stýrivaxta næsta árið
Greiningardeild Íslandsbanka býst við óbreyttum stýrivöxtum eftir vaxtaákvörðun Seðlabankans þann 25. ágúst næstkomandi og þeir verði því áfram 1,0%. Hins vegar sér deildin fram á að langvarandi vaxtahækkunarferli hefjist í nóvember.
Mæla með 100 manna takmörkunum í skólum í stað 200
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur gefið út leiðbeiningar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í upphafi skólaársins. Nefndin leggur áherslu á að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögum. Markmið aðgerðanna er að halda starfsemi órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar þurfi að fara í sóttkví eða einangrun. Lagt er til að leiðbeiningarnar gildi til 1. október.