Færslur: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19

Samfylking og Píratar gagnrýna aðgerðaáætlunina
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, eru samhljóma í gagnrýni á aðgerðaáætlunina sem ríkisstjórnin kynnti í morgun. Í samtali við fréttastofu segir Logi að það standi strókur úr ríkiskassanum til að bjarga fyrirtækjum en fátt sé gert í þágu fólksins. Þórhildur Sunna segir áætlunina samtínslu sundurlausra aðgerða og spyr hvort ríkisstjórnin ætti ekki að finna aðra ráðgjafa en „fólkið í Borgartúninu“. 
Aðgerðaáætlunin „frekar fyrirsjáanleg“
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir nýja aðgerðaáætlun stjórnvalda „frekar fyrirsjáanlega“. Hún fagnar því að til standi að framlengja átakið „Allir vinna“ en segir lækkun tryggingagjalds almenna aðgerð. Alþýðusambandið telji þörf á sértækari aðgerðum.
Spá uppsveiflu ef bóluefni næst fyrir næsta sumar
Náist tök á kórónuveirufaraldrinum má búast við því að íslenskt efnahagslíf taki vel við sér strax á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka fyrir árin 2020 til 2022. Bankinn spáir 8,6% samdrætti á þessu ári, en 3,1% hagvexti á því næsta og 4,7% hagvexti árið 2022.
Viðtal
Bregðast við atvinnuleysi með opinberum fjárfestingum
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ætla að leggja sérstaka áherslu á fjölgun starfa með auknum opinberum fjárfestingum sem verði kynntar í fjármálaáætlun sem lögð verði fram við upphaf þings. Það verði að tryggja að atvinnuleysi verði ekki varanlegt ástand í samfélaginu.
Myndskeið
Lítil smithætta laðar kvikmyndagerðarmenn til landsins
Erlendir kvikmyndagerðarmenn sækjast eftir því að koma til Íslands, meðal annars vegna þess að hér er tiltölulega öruggt að gera kvikmyndir í faraldrinum. Þetta segir fagstjóri hjá Íslandsstofu. Tvö stór verkefni eru í tökum, og hátt í tíu til viðbótar á teikniborðinu.
78 milljarða hallarekstur ríkisins á öðrum ársfjórðungi
Afkoma hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þessa árs var neikvæð um 78,4 milljarða króna eða því sem nemur 11,2% af vergri landsframleiðslu. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins hafa haft neikvæð áhrif á tekjuöflun og útgjöld ríkisins
Stjórnvöld skýri betur markmið sóttvarnaaðgerða
Stjórnvöld þurfa að skýra betur markmið sóttvarnaaðgerða og auka fyrirsjáanleika að mati starfshóps á vegum fjármálaráðherra. Síendurteknar breytingar á sóttvörnum séu óheppilegar og til þess fallnar að skapa óvissu.
Mestu áföllum og helsta batanum misskipt
Einkaneysla Íslendinga dróst mikið saman í vor þegar kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Þótt svo einkaneyslan hafi að sama mæli aukist mikið þegar bylgjan gekk niður voru það önnur fyrirtæki sem nutu góðs af þeirri neysluaukningu en höfðu orðið fyrir barðinu á samdrættinum. Starfshópur fjármálaráðherra um efnahagsleg áhrif faraldursins hefur reynt að meta áhrif faraldursins til þessa og lagt fram ábendingar um framhaldið.
Bjartsýni í ferðaþjónustu á Norðurlandi
Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telur að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem COVID-19 faraldurinn hefur orsakað, samkvæmt könnun Markaðsstofu Norðurlands. Rétt um helmingur fyrirtækjanna hefur ekki getað nýtt sér stuðningsaðgerðir stjórnvalda.
Myndskeið
Virði hluta vanáætlað en óvissan samt „gríðarleg“
Eigið fé Icelandair hefur minnkað um sem nemur 50 milljörðum króna frá áramótum. Greiningarfyrirtæki telur virði hluta í félaginu tvöfalt hærra en útboðsgengið, en óvissan sé mikil. Mikil hagræðing hafi náðst með nýjum kjarasamningum, en samkeppni geti gert félaginu erfitt fyrir að ná þeim tekjum sem það stefnir að.
Myndskeið
„Við þurfum líka hjálp“
Fjölmargir tónlistarmenn eiga mjög erfitt í faraldrinum, og sumir hafa verið launalausir í sjö mánuði. Þetta segja stjórnarmenn í nýju félagi sem berst fyrir hagsmunum tónlistarfólks. Þeir vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða.
Hluthafar í Icelandair Group samþykktu hlutafjárútboð
Hluthafafundur Icelandair Group á Hótel Nordica samþykkti hlutafjárútboð félagsins á fimmta tímanum í dag. Það hefst í næstu viku.
Kynnisferðir fengu hátt í 200 milljónir í stuðning
Kynnisferðir eru í hópi þeirra fyrirtækja sem fengið hafa mestan stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Fyrirtækið er í eigu föðurfjölskyldu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem lagði fram frumvarpið um niðurgreiðslu uppsagnakostnaðar sem samþykkt var á Alþingi 29. maí síðastliðinn.
1.200 umsóknir um bætur það sem af er mánuði
Vinnumálastofnun hefur borist um 1.200 umsóknir um atvinnuleysisbætur það sem af er septembermánuði, eða á einni viku. Forstjóri stofnunarinnar segir flestar umsóknir vera frá fólki sem missti vinnuna í lok maí og byrjun júní.
Icelandair fékk rúman þriðjung uppsagnarstuðnings
Skatturinn greiddi rétt tæpa 8 milljarða króna í stuðning til fyrirtækja vegna hluta launakostnaðar í uppsagnarfresti í maí, júní og júlí. Í dag var birtur listi yfir þau 272 fyrirtæki sem hafa fengið stuðning.
Ræddu möguleika á að bætur fari í launagreiðslur
Sveitarstjórnarmenn í Reykjanesbæ lögðu áherslu á atvinnumál, félagsmál og námsúrræði á fundi sínum með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra fyrr í dag. Þeir lögðu meðal annars til við ráðherra að nota mætti atvinnuleysisbætur sem hluta af launakostnaði fyrirtækja og stofnana sem vildu ráða fólk til starfa.
Ræðir við heimamenn um aðgerðir vegna atvinnuástands
Lykillinn að því að geta skipulagt aðgerðir sem skila árangri er að hlusta og taka mið af ólíkum sjónarmiðum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, eftir fund með sveitarstjórnarmönnum í Reykjanesbæ í hádeginu. Þá var hann á leið á fleiri fundi með fólki á Suðurnesjum til að ræða leiðir til að bregðast við efnhagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins.
Viðtal
Segir óforsvaranlegt annað en að hækka bætur
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, segir að ekki sé forsvaranlegt annað en að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Rætt var við Sigríði Ingibjörgu og Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, í Silfurinu í morgun.
Viðtal
Staðan erfið fyrir útlendinga án atvinnu
Portúgölsk kona sem er búsett hér á landi segir erfitt fyrir atvinnulausa útlendinga að fóta sig á íslenskum vinnumarkaði í því ástandi sem nú ríkir. Sjálf missti hún vinnuna þegar kórónuveirufaraldurinn hófst í vor. 
Sóttvarnaraðgerðir í stöðugu endurmati
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tvöföld skimun á landamærum hafi skilað ótvíræðum árangri í að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Starfshópur sem á greina efnahagsleg áhrif sóttvarna á skila fyrstu niðurstöðu síðar í þessum mánuði.
Vildi frekar opna landamærin en veita ríkisábyrgð
Enginn einhugur var á Alþingi þegar samþykkt var með 38 atkvæðum að veita 90 prósenta ríkisábyrgð á 16 milljarða lánalínu til Icelandair. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var eini stjórnarliðinn sem greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Húnsagði aðgerðir stjórnvalda á landamærunum vegna COVID-19 hafa kippt fótununum undan rekstri Icelandair. Þingmenn Pírata voru einnig á móti en þingmenn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og allir hjá Viðreisn nema einn sátu hjá.
Setja spurningamerki við ríkisábyrgðina til Icelandair
Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Leví Gunnarsson og Inga Sæland skiluðu öll hver sínu séráliti við frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair. Ágúst Ólafur telur ljóst að veðin fyrir hina ríkistryggða láni séu ekki næg, Björn Leví segir að með ríkisábyrgð sé verið að hafa áhrif á samkeppnisumhverfið og Inga Sæland segist ekki geta stutt frumvarp sem leggi til svona opna heimild til stuðnings við einkarekið fyrirtæki á samkeppnismarkaði.
150 milljónir til íþróttafélaga vegna COVID-19
Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands úthlutaði í dag 150 milljónum króna í styrki til íþrótta- og ungmennafélaga til að mæta áhrifum COVID-19. Alls sóttu nærri 100 um styrk og var heildarupphæð sem sótt var um tæpar 700 milljónir króna, segir í tilkynningu frá ÍSÍ.
72% samdráttur í flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið
Mikill samdráttur hefur orðið í flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið að undanförnu, hvort sem litið er til flugs til og frá landinu eða flugvéla sem fljúga um svæðið án þess að lenda á Íslandi. Sem dæmi má nefna að 5.248 flug voru skráð á svæðinu í júlí í sumar, en 18.774 í júlí í fyrra. Það er fækkun um 72%. 
Ríkisstjórnin ekki að leggja til frestun launahækkana
Ríkisstjórnin er ekki að leggja það til að samningsbundnum launahækkunum verði frestað, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Hún svaraði þar spurningu formanns Samfylkingarinnar um yfirlýsingar formanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um hvort að rétt væri að fresta launahækkunum í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu.