Færslur: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19

Boðar frekari afléttingar innanlands
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað minnisblað til heilbrigðisráðherra á næstu dögum um frekari afléttingar innanlands í framhaldi af boðuðum hertum aðgerðum á landamærum sem kynntar voru í dag.
Staðan orðin nokkuð góð með 190.000 bólusettum í júní
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að takist að ljúka bólusetningu 190 þúsund manns fyrir lok júní, eins og heilbrigðisráðherra kynnti í gær að væri stefnan, sé staðan orðin nokkuð góð. „Það er ánægjulegt og ég vona að það standist. Það er í takt við það sem maður bjóst við og var búinn að heyra að framleiðslugeta bóluefnaframleiðanda muni aukast. Ef við náum 190 þúsund manns í lok júní eins og talað hefur verið um erum við komin á ansi góðan stað,“ segir hann.
Viðtal
Stóra málið að endurheimta eðlilegt líf
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnaðarefni að fleiri bóluefnaskammtar fari að berast til landsins. Hann telur ekki tímabært að úttala sig um það hvort haldið verði áfram með styrki stjórnvalda inn í sumarið.
Áætlað að sækja megi um viðspyrnustyrki í lok mánaðar
Nú leggur Skatturinn allt kapp á að mögulegt verði að hefja móttöku umsókna um viðspyrnustyrki um næstu mánaðamót. Lög um viðspyrnustyrki voru samþykkt á Alþingi skömmu fyrir jól.
Ríkisstjórnin fjallar um nýjar tillögur við landamærin
Ríkisstjórnin fjallar um tillögur sóttvarnarlæknis að hertum aðgerðum á landamærunum á fundi sínum í ráðherrabústaðnum á tíunda tímanum. Sóttvarnalæknir vill stoppa í götin á landamærunum áður en slakað verður á sóttvörnum innanlands. 
Landsmenn hafa nýtt sér 24 milljarða séreignarsparnaðar
Allt hafa verið teknir út rétt liðlega 24,5 milljarðar í séreignarsparnað frá því í apríl 2020 til og með janúar 2021. Þetta kemur fram í svari frá Skattinum við fyrirspurn fréttastofu. 
Sveitarfélög fengu þremur milljörðum of mikið
Sveitarfélög fengu óvart greitt þremur milljörðum of mikið í staðgreiðslu frá ríki nú um mánaðamótin. Í desember fengu þau líka þrjá milljarða, sem þau áttu að fá en vissu ekki af.
Nokkrir endurráðnir hjá Bláa lóninu
Bláa lónið hefur ákveðið að opna baðstaðinn og hótel að nýju um helgar. Þá hafa verið endurráðnir nokkrir starfsmenn, sem sagt var upp eftir að faraldurinn braust út. Lítið sem ekkert er að gera hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.
myndskeið
Fóru á veitingastað en áttu að vera í sóttkví
Lögregla hefur undanfarna daga leitað að hópi manna sem braut reglur um sóttkví við komuna til landsins. Mennirnir fóru af landi brott í dag. Sóttvarnalæknir skilar tillögum að breytingum á landamæraaðgerðum á næstu dögum. 
Um 12 milljarða lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda
Fyrirtæki í ferðaþjónustu nýttu sér helst að taka lán með ríkisábyrgð vegna rekstrarvanda vegna COVID-19 á árinu 2020. Stuðnings- og viðbótarlán eru hluti efnahagsaðgerða stjórnvalda vegna heimsfaraldursins, sem viðskiptabankar geta veitt til 31. maí næstkomandi.
Bankarnir áfram um að tryggja endurskipulagningu
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir sér hafa sýnst að bankar leggi áherslu á að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum við endurskipulagningu fjármála þeirra. Bankarnir séu opnari á frystingar og frestanir en yfirtökur nú en var eftir Hrunið.
Fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs frestað
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að fresta fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs til 1. desember. Fyrsti gjalddagi átti að vera 1. mars næstkomandi.
Ferðaþjónustan hóflega bjartsýn um ferðasumarið
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að breyta tilhögun á landamærunum frá og með 1. maí næstkomandi er mjög mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna og þá sem við hana starfa. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag, undir fyrirsögninni Dagur vonar.
Andleg líðan aldrei verri en í kórónuveirufaraldrinum
Neysla landsmanna um síðustu jól var meiri en verið hefur frá upphafi mælinga. Minni veikindi voru meðal landsmanna bæði í haust og í lok síðasta árs, líklega vegna sóttvarna. Andleg líðan mældist hins vegar verri þegar fyrsta og þriðja bylgja faraldursins stóðu sem hæst.
Efast ekki um framtíð ferðaþjónustu í hálfa mínútu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir stjórnvöld standa fyllilega með ferðaþjónustunni. Hún segist hafa tröllatrú á greininni til framtíðar og að sú framtíð sé björt.
Auðskilið mál
Miklu lægri brúarlán en búist var við
Sjö fyrirtæki fengu brúarlán árið 2020, samtals 2,8 milljarða króna. Fyrirtæki hafa líka fengið stuðningslán fyrir rúma 9 milljarða króna. Þessi lán voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að styðja fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum.
Aðeins brot af áætluðum brúar- og stuðningslánum veitt
Sjö fyrirtæki fengu brúarlán fyrir samtals 2,8 milljarða króna á nýliðnu ári. Lánin voru kynnt sem ein áhrifamesta aðgerð ríkisstjórnarinnar í fyrsta aðgerðapakkanum vegna COVID-19 faraldursins. Brúarlán, sem einnig eru kölluð viðbótarlán, varð að veita fyrir lok árs 2020 og áætlað var að þau gætu numið allt að 70 milljörðum króna, með allt að 50 milljarða króna ríkisábyrgð. 
Stuðningur vegna COVID-19 tæplega 60 milljarðar króna
Heildarfjárhæð þess stuðnings sem stjórnvöld hafa veitt fyrirtækjum og einstaklingum vegna efnahagsáhrifa kórónuveirufaraldursins er tæplega 60 milljarðar króna. 3.106 rekstraraðilar hafa fengið stuðning og 37.017 einstaklingar hafa fengið hlutabætur. Þetta kemur fram í tilraunatölfræði Hagstofu Íslands.
Myndskeið
Betra að leita til Alþingis áður en skimun varð skylda
Forseti Lagadeildar Háskóla Íslands segir að betur hefði farið á að Alþingi kæmi að ákvörðun um að fyrirskipa öllum sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun. 
„Ég held þetta sé léttir fyrir alla þjóðina“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi fallist á tillögu hans um skimunarskyldu fyrir alla sem koma til landsins. Betra sé seint en aldrei.
Myndskeið
Bjarni segir að reglugerð snerti takmarkað viðfangsefni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að skylda alla flugfarþega í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli sé afskaplega takmarkað viðfangsefni.
Myndskeið
Allir skyldaðir í tvöfalda skimun strax í dag
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gefur í dag út reglugerð sem skyldar alla sem koma til landsins í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þetta segir hún gert í ljósi þess að veiran er í vexti í löndunum í kringum okkur og að margir sem valið hafa 14 daga sóttkví á landamærunum hafi ekki virt hana.
Morgunútvarpið
Segja veitingastaði geta gætt sóttvarna betur en búðir
Samtök fyrirtækja í veitingarekstri skora á stjórnvöld að bregðast við erfiðri stöðu veitingageirans tafarlaust áður en fleiri veitingastaðir gefast upp. Þau hvetja til meiri gagnsæis í sóttvarnaaðgerðum og að jafnræðis sé gætt. 
Myndskeið
„Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir“
Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir val um 14 daga sóttkví vera smugu á landamærunum. Fjölmörg dæmi séu um að fólk segist ætla í sóttkví en geri það svo ekki. Heilbrigðisráðherra hefur ekki fallist á tillögur sóttvarnalæknis um að fólk verði skikkað í skimun eða sóttkví í farsóttarhúsi. 
Spegillinn
Vesturlönd beita sömu efnahagsaðgerðum
Ríkissjóðir vestrænna þjóða dæla fjármagni út í laskað hagkerfi í COVID-19 faraldrinum.  Slík hagfræði hefur löngum verið kennd við John Maynard Keynes, en kenningar hans hafa um áratugaskeið verið uppspretta deilna um hlutverk ríkisins í atvinnulífinu.