Færslur: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19

Örtröð í Leifsstöð
Mannmergð er nú í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar, en fólk á leið til landsins þarf að bíða drykklanga stund til að framvísa bólusetningarvottorðum eða fara í sýnatöku, sé það óbólusett.
Nýtt farsóttarhús tekið til notkunar
Nýtt farsóttarhús var tekið til notkunar í dag og er það til húsa í Storm Hóteli við Þórunnartún. Þar með bætast 80 herbergi við þau sem farsóttarhúsin hafa þegar til afnota. Umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins vonar að starfsemin sé þar með komin fyrir vind.
Áhrifin af takmörkunum minni en gert var ráð fyrir
Áhrifin af takmörkunum sem stjórnvöld gripu til fyrir viku eru minni en gera hefði mátt ráð fyrir, segir ferðamálastjóri. Rúmlega tvö hundruð flugvélar lenda á Keflavíkurflugvélli um og eftir helgi. Ekki er að sjá neina breytingu á fjölda farþega í flugvélum, samkvæmt upplýsingum frá Isavia.
Sjónvarpsfrétt
Starfsfólk LSH langþreytt og langar að vera í fríi
Deildarstjóri covid-göngudeildarinnar segir að bregðast þurfi við langvarandi manneklu á spítalanum. Starfsfólk sem hafi verið kallað úr sumarfríi til að sinna fjórðu bylgjunni sé orðið langþreytt. Tveir covid smitaðir voru lagðir inn á spítalann í dag.
Önnur ríki fylgjast með þróun veirunnar á Íslandi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að alþjóðasamfélagið fylgist með þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Það sé vegna þess að engin forskrift sé til að því hvernig bregðast eigi við covid-smitum í bólusettu þjóðfélagi og því geti þróunin á Íslandi næstu vikur haft mikil áhrif á hvernig þjóðir kjósi að haga sóttvörnum sínum til framtíðar.
Vonar að lönd fari að horfa á annað en fjölda smita
Ferðamálaráðherra vonast til að á næstum vikum muni nágrannaríkin breyta viðmiðum sínum samhliða bólusetningu, þannig að ríki hætti að horfa til fjölda smita þegar flokka á lönd í rauð, appelsínugul eða græn.
Hertar landamærareglur tóku gildi á miðnætti
Á miðnætti tóku gildi nýjar og hertar reglur á landamærunum sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir viku.
Vill grímuskyldu í verslunum til að forðast rugling
Samtök verslunar og þjónustu munu óska eftir því við heilbrigðisráðherra að almennri grímuskyldu verði komið á í verslunum. Nokkurs ruglings hefur gætt um það hvort grímuskylda gildi þar eða ekki, enda þykir ný reglugerð heilbrigðisráðherra ruglandi að þessu leyti.
88 greindust með Covid-19 í gær
88 greindust með Covid-19 hér á landi í gær. Af þeim sem greindust var 71 fullbólusettur, sem er svipað hlutfall og verið hefur síðustu daga. Í gær voru tekin rúmlega þrjú þúsund sýni samanborið við um 4.500 í fyrradag.
Miklar samfélagslegar afleiðingar þó að færri veikist
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast að þessi bylgja faraldursins verði sú stærsta hér frá því faraldurinn hófst og geti haft miklar samfélagslegar afleiðingar, þó að færri veikist alvarlega. Tveir starfsmenn Landspítala og einn sjúklingur greindust í fyrradag með COVID-19. Gerð var umfangsmikil rakning og voru tveir sjúklingar og níu starfsmenn settir í sóttkví vegna smitanna. Þórólfur segir mikilvægt að vernda viðkvæma starfsemi.
Viðtal
Bóluefni stóðst ekki væntingar og stærsta bylgjan hafin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir yfirstandandi bylgju faraldursins líklega þá stærstu til þessa. Hann vonar að reglur ríkisstjórnarinnar dugi til, en hefði kosið tveggja metra reglu í stað eins metra. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 111 og verður Ísland að öllum líkindum bráðum rautt á korti sóttvarnarstofnunar Evrópu. Aðeins fjórum sinnum hafa greinst hér fleiri smit á einum degi, 24. mars og 1. apríl í fyrravor, og 5. og 8. október í fyrrahaust.
95 smit greindust í gær
95 greindust með Covid-19 hér á landi í gær, þar af voru 75 ekki í sóttkví við greiningu. Hátt í 350 hafa því greinst með Covid hér síðustu fimm daga.
Viðtal
Bólusetning sé „grundvöllur að frelsinu“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það mikla varúðarráðstöfun að grípa til samkomutakmarkana nú þegar svo stór hluti þjóðarinnar er bólusettur. Hann segir ríkisstjórnina hafa hlustað á áhyggjur sóttvarnayfirvalda af fjölgun smita og gripið inn í. 
Sjónvarpsfrétt
Kemur til greina að halda þjóðhátíð síðar í ágúst
Nú er ljóst að ekki verður af þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgi fremur en öðrum stórum mannamótum en nýjar sóttvarnareglur taka gildi á miðnætti annað kvöld. Fjöldatakmarkanir miðast við 200 manns, eins metra nálægðarregla verður tekin upp og börum og skemmtistöðum verður gert að loka á miðnætti. Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir þetta mikil vonbrigði og að það sé til skoðunar að halda þjóðhátíð seinna í ágúst en nýju reglurnar eru í gildi til 13.ágúst.
Viðtal
Gefur auga leið að stórar hátíðir eru út úr myndinni
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að stórar bæjar- og útihátíðir rúmist ekki innan nýrra sóttvarnarreglna sem taka gildi á miðnætti annað kvöld.
Viðtal
Katrín: Höfum fylgt sóttvarnalækni og höldum því áfram
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á miðnætti annað kvöld en þá verða 200 manna fjöldatakmarkanir, eins metra nálægðarregla og veitingastöðum og börum gert að loka á miðnætti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar reglur byggi á tillögum sóttvarnalæknis. Ríkisstjórnin hafi fylgt tillögum hans til þessa í faraldrinum og haldi því áfram nú.
200 manna fjöldatakmarkanir og barir loka á miðnætti
200 manna fjöldatakmarkanir taka gildi, eins metra nálægðarregla og börum og skemmtistöðum verður gert að loka á miðnætti. Þetta eru nýjar sóttvarnareglur sem taka gildi á miðnætti annað kvöld en ríkisstjórnin grípur til þeirra vegna fjölgunar smita hér á landi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fylgt ráðum sóttvarnalæknis til þessa og ætli sér að halda því áfram.
Fréttavaktin
Nýjar reglur á miðnætti annað kvöld
Samkomutakmarkanir innanlands taka gildi á miðnætti annað kvöld, aðfaranótt sunnudags. Tvö hundruð manns mega þá mest koma saman og skemmtistaðir mega ekki selja áfengi og veitingar eftir klukkan 23. Þó má vera opið til miðnættis.
Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs að aðgerðum
Ríkisstjórnin fundar í dag um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, um að taka upp innanlandsaðgerðir að nýju til þess að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita. 78 smit greindust í fyrradag og alls 172 smit á þremur dögum í vikunni.
Katrín: skynja vel óþol hjá þjóðinni eftir svörum
Forsætisráðherra segir Ísland vera mjög framarlega í flokki þjóða þegar kemur að bólusetningum og því verði viðbrögðin hér mikilvæg fyrir aðrar þjóðir. Hún segist skynja það vel að það sé óþol hjá þjóðinni að fá skýr svör sem fyrst um hvað standi til að ríkisstjórnin kynni eftir að hafa fengið og fjallað um tillögur frá sóttvarnalækni sem eiga að berast síðar í kvöld.
Viðtal
„Ef þetta væri inflúensufaraldur væru viðbrögðin eins“
Landspítalinn sinnir nú hátt í 300 COVID-sjúklingum sem langflestir eru bólusettir. Enn sem komið er eru einkenni meginþorra þeirra væg. Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID- göngudeildarinnar telur brýnt að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu. Ekki sé hægt að taka mið af fjölda fólks með alvarleg einkenni því staðan geti breyst hratt. Hann segir ekki hægt að líkja sýkingunni við inflúensu og telur það samfélagslega skyldu að vernda fólk í áhættuhópi.
Upplýsingafundur í dag og búist við fjölgun smita
Almannavarnir boða til upplýsingafundar í dag vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. 56 kórónuveirusmit greindust innanlands í fyrradag og búist er við áframhaldandi fjölgun smita.
Síðdegisútvarpið
„Hraðasti vöxtur í útbreiðslu veirunnar til þessa“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir útbreiðslu kórónuveirunnar vera komna í hraðari vöxt en í fyrri bylgjum faraldursins. Hann gerir ráð fyrir því að Ísland verði orðið rautt land í alþjóðlegri skilgreiningu á löndum næst þegar slíkt kort kemur út. Meta þurfi aðstæður á næstu dögum en reynslan sýni okkur að harðar aðgerðir beri sem skjótastan árangur.
Nýtt farsóttarhús opnað og grímuskylda á Landspítala
Rauði krossinn hefur opnað nýtt farsóttarhús, Rauðará, fyrir fólk sýkt af COVID-19 þar sem farsóttarhótelið Lind var orðið svo til fullt. Þá hefur farsóttanefnd Landspítala Ísland þegar í stað hert grímuskyldu á öllum starfsstöðvum. Búist er við áframhaldandi aukningu í smitum á næstu dögum.
Útvarpsviðtal
Vonbrigði að bóluefnin verndi ekki betur gegn smiti
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjórða bylgja Covid-19 faraldursins sé hafin hér á landi. 38 manns greindust innanlands í gær og nokkur hundruð eru í sóttkví.