Leit

Senda inn fyrirspurn

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að hér á ruv.is/hjalp þá getur þú sent inn fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Senda inn fyrirspurn

Spurt og svarað

Stafrænt sjónvarp

Með stafrænum sjónvarpssendingum, í gegnum loftnet, stórbatnar þjónusta RÚV við sjónvarpsáhorfendur um land allt. Til að ná stafrænum útsendingum þarf í fæstum tilvikum aukabúnað. Þorri sjónvarpstækja sem hefur verið seldur á Íslandi undanfarin ár styður útsendingarstaðalinn DVB-T og nýjustu tækin DVB-T2. Þeir sem eiga eldri tæki (t.d. túbusjónvörp eða eldri flatskjái) þurfa hins vegar að kaupa stafræna móttakara sem fást víða. Þeir sem kaupa sjónvarpsáskrift um ADSL eða ljósleiðara á vegum Vodafone og Símans þurfa engar breytingar að gera en athugið að þótt RÚV sé dreift um þessi kerfi eru þau ekki hluti eigin kerfis RÚV.

Stafræn útsending RÚV þýðir að gæði útsendingar verða meiri. Samhliða stafrænum útsendingum hefjast útsendingar í háskerpu. Stefnt er að því að nýja dreifikerfið nái til a.m.k. 99,8% landsmanna fyrir árslok 2014 og verða þá tvær sjónvarpsrásir í boði í stað einnar nú.

Eftir því sem nýja, stafræna dreifikerfið tekur við af hliðrænu útsendingunni færist útsendingin yfir í háskerpu. Fyrir árslok 2014 verða 2 sjónvarpsrásir RÚV komnar um allt land og önnur þeirra í háskerpu(HD). Stefnt er að því að báðar verði í háskerpu 2016.

RÚV hefur samið við Vodafone um stafræna sjónvarpsútsendingu. UHF dreifikerfi Vodafone verður stækkað og eflt til að þjóna notendum RÚV. Útsendingar RÚV verða eftir sem áður opnar og ókeypis. Ekki er þörf á myndlykli eða áskrift að Vodafone til að ná þeim.

Birt : 18.12.2014 - 15:57

Tengdar spurningar

Stafrænt sjónvarp

Með stafrænum sjónvarpssendingum, í gegnum loftnet, stórbatnar þjónusta RÚV við sjónvarpsáhorfendur...

Hvað þarf ég að gera til að ná stafrænu útsendingarmerki RÚV í gegnum loftnet?

Ef þú átt nýlegt sjónvarp eru allar líkur á að tækið sé með stafrænan móttakara sem skilur DVB-T eða...

Þarf ég að kaupa nýtt loftnet eða annan móttökubúnað?

Núverandi hliðrænt dreifikerfi RÚV er víða á VHF sviði. Stafrænu útsendingarnar verða á UHF sviði. Þ...

Ég er með gamalt sjónvarp. Get ég þá ekki horft á RÚV?

Til að taka á móti stafrænu útsendingarmerki þarf að líkindum að kaupa DVB-T2 móttakara fyrir eldri...

Ég ætla að kaupa mér nýtt sjónvarp. Hvað þarf ég að hafa í huga?

Sjónvarpið ætti undantekningarlaust að vera háskerputæki (HD) og með innbyggðan DVB-T2 móttakara.