Kveikur

Samherjaskjölin

Í þessum tvöfalda Kveiksþætti sviptir Kveikur hulunni af vafasömum starfsháttum íslenska stórfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Útgerðarrisinn hefur síðustu ár greitt háttsettum mönnum í Namibíu og venslamönnum þeirra meira en milljarð króna til komast yfir eftirsóttan kvóta. Þetta sýna gögn sem lekið var til Wikileaks og Kveikur hefur rannsakað undanfarið í samstarfi við Al Jazeera Investigates og Stundina. Samtök gegn spillingu segja öll merki um þetta séu mútugreiðslur.

Frumsýnt

12. nóv. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kveikur

Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.

Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Stefán Aðalsteinn Drengsson og Ingvar Haukur Guðmundsson.

,