Kveikur

Lyfjaskil og offita

Kveikur fjallar um misnotkun - og sóun, á lyfseðilsskyldum lyfjum. Við tölum við lyfsala sem telur eftirlit með lyfjaskilum ekki nægilega mikið. Lyfjastofnun hefur beitt sér fyrir því draga úr magni lyfseðilsskyldra lyfja í umferð í samfélaginu.

Offita. Íslendingar eru feitastir Norðurlandaþjóða og eru vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna. Kveikur fjallaði um magaermaraðgerðir í fyrra, sem gerðar eru í þúsundavís utan við heilbrigðiskerfið. Hópferðir til útlanda, þar sem undirbúningur er lítill og eftirfylgni engin, opið um það bil öllum sem vilja borga.

Frumsýnt

2. apríl 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kveikur

Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.

Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Stefán Aðalsteinn Drengsson og Ingvar Haukur Guðmundsson.

Þættir

,