Kveikur

Rokkstjarna í Lions-heiminum

Guðrún Björt Yngvadóttir hefur verið í Lions í 25 ár. Hún býr í Garðabæ og starfaði lengi á rannsóknastofu sem lífeindafræðingur en síðan hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún vill helst ekki gefa upp hvað hún er gömul. Segist hafa orðið 39 ára og tekið ákvörðun um halda ekki upp á fleiri afmæli, þótt síðan séu liðin mörg ár.

Á síðustu árum fór hún vera virkari í alþjóðastarfi Lions-hreyfingarinnar og hefur það aldeilis undið upp á sig. Hún gegnir orðið æðsta embætti hreyfingarinnar. Þar með er hún í forsvari fyrir einnar komma fjögurra milljóna manna samtök í yfir 200 löndum.

Frumsýnt

23. apríl 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kveikur

Kveikur

Kveikur er fréttaskýringaþáttur sem sendur er út hálfsmánaðarlega. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áherslu á rannsóknarblaðamennsku.

Ritstjóri er Þóra Arnórsdóttir en ritstjórnina skipa Ingólfur Bjarni Sigfússon, Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Tryggvi Aðalbjörnsson. Dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Stefán Aðalsteinn Drengsson og Ingvar Haukur Guðmundsson.

Þættir

,