17:31
Ormhildarsaga
3. Eyja safnarans
Jöklarnir hafa hopað og allar þjóðsagnaverurnar úr gömlu bókunum eru komnar fram í dagsljósið. Ormhildur og Albert gamli leggja af stað í leiðangur með Guðrúnu og Brynhildi. Þau ætla að fremja galdraseið til að kveða vættirnar aftur inn í jöklana. Allt fer á hliðina þegar Albert er tekinn höndum og hópurinn hrapar í fjallinu. Á ferðalaginu uppgötvar Ormhildur að hún býr yfir leyndum hæfileika og kemst að því að töfraverurnar eru ekki allar þar sem þær eru séðar.
Ormhildur, Albert og Guðrún leita að Týndu bókinni á Eyju safnarans. Þar rekast þau á Grétu, sem vann einu sinni með Alberti, og vill ná sér niðri á honum. Áform hennar koma í ljós þegar Álfur handsamar Albert. Guðrún og Ormhildur flýja með Týndu bókina í farteskinu.
Er aðgengilegt til 27. júní 2027.
Lengd: 22 mín.
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
