Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Í dag kom út skýrsla nefndar sem rannsakaði starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á fimm ára tímabili á 8. áratugnum. Ólíkt fyrri skýrslu um sömu vöggustofu á öðru tímabili, þá er niðurstaða nefndarinnar nú að ekki sé hægt að slá því föstu að börn sem dvöldu á vöggustofunni hafi sætt illri meðferð. Rætt við menn sem voru vistaðir á vöggustofunni á unga aldri sem lýsa miklum vonbrigðum með niðurstöðuna.
Við lítum inn á æfingu á söngleiknum Ormstungu í Þjóðleikhúsinu. Þar sameinast Jói Pé og Króli á ný því Króli fer með eitt hlutverka og Jói Pé semur tónlist.
Fáum líka ráðlagðan dagskammt af derringi milli landshluta, þegar Óðinn Svan tekur verktaka í snjómokstri tali á Akureyri. Þar hefur snjó kyngt niður undanfarna daga og því nóg að gera.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir.
Spurningahöfundar: Ævar Örn Jósepsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir. Dómari: Sveinn Guðmarsson.
Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.

Íslensk-grísk heimildarþáttaröð í þremur hlutum þar sem fjallað er um hverjir eru réttmætir eigendur menningarlegra listmuna. Hornsteinar menningar margra fyrrum nýlenduþjóða eru til sýnis á söfnum fyrrum nýlenduherra og í flestum tilvikum krefst það langrar baráttu að endurheimta munina. Leikstjórn: Þorkell S. Harðarson og Örn Marinó Arnarson.

Umfjallanir um leiki á EM karla í handbolta.
Upphitun fyrir leik Íslands og Ítalíu á EM karla í handbolta.

Leikir á EM karla í handbolta.
Leikur Íslands og Ítalíu á EM karla í handbolta.

Umfjallanir um leiki á EM karla í handbolta.
Uppgjör á leik Íslands og Ítalíu á EM karla í handbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Breskir gamanþættir frá 2024 um hina óviðjafnanlegu Jessop-fjölskyldu. Daglegt líf þeirra er heldur óreiðukennt og yngsti sonurinn Sam festir það allt á filmu. Aðalhlutverk: Katherine Parkinson, Jim Howick og Freya Parks. Handritshöfundur: Tom Basden.

Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Þrettánda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Breskir sakamálaþættir um rannsóknarlögreglumanninn Roy Grace sem er þekktur fyrir að nota óhefðbundnar aðferðir í starfi. Aðalhlutverk: John Simm, Richie Campbell, Laura Elphinstone og Brad Morrison. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Hörkuspennandi verðlaunamynd frá 2021 í leikstjórn Philips Barantini. Myndin er tekin í einni samfelldri töku þar sem fylgst er með kvöldstund á veitingastað á annasamasta degi ársins. Matreiðsluteymið og þjónarnir eru undir gríðarlegu álagi og allt er undir. Aðalhlutverk: Stephen Graham, Vinette Robinson og Alice Feetham. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Leikir á EM karla í handbolta.
Leikur Ungverjalands og Póllands á EM karla í handbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.