Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru Árni Helgason, Bergsteinn Sigurðsson, Elísabet Inga Sigurðardóttir, Anna Svava Knútsdóttir, Jón Jónsson, Kristrún Frostadóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og engin önnur en Laufey Lín.
Atli Fannar fer yfir Fréttir Ársins.
Berglind Festival fer yfir árið á internetinu.
Manneskjur ársins koma í viðtal en samkvæmt Vikunni eru það starfsmenn og sjálfboðaliðar sem vinna við skaðaminnkandi úrræði.
Steini og Silva flytja lagið Hvað ertu að gera á gamlárs?
Laufey flytur lagið Silver Lining.
Árný endar þáttinn á laginu Hin gömlu kynni.
