
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Serían gerist í litríkum og súrsætum skrímsla heimi þar sem fjölbreytt skrímsli búa í sátt og sæti. Í hverjum þætti kynnumst við nýju skrímsli sem býr yfir vægast sagt sérstökum eiginleikum. Kíkjum við og sjáum hvað setur, kannski við getum kynnst þeim aðeins betur.
Hláturskrímslið er ólíkur öðrum skrímslum. Hann er jafn stór og risaháhýsi og virðist finnast flest allt bráðfyndið. Hann hlær svo hátt að jörðin hristist, hús hrynja og það heyrist í honum til næstu landa. En hann notar að minnsta kosti sólarvörn, það er eitthvað.
Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?
Nýi heimilsfræðikennarinn hún Hrefna, fer með nemendur sína á matreiðsluferðalag um heiminn í allan vetur, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá ýmsum löndum. Matráðsmeistarar eru: Hrefna Hlynsdóttir, Emilía Dröfn Davíðsdótir, Garðar Eyberg Arason, Kría Burgess og Sigurður Hilmar Brynjólfsson.
Það eru að koma jól og krakkarnir drógu Ísland. Þá er ekkert í stöðunni nema búa til Jóla-Ís.
Í Jólastundinni fer Björgvin Franz með okkur á ævintýralega fjölskylduskemmtun þar sem allt getur gerst. Við hittum Kugg, Málfríði og mömmu hennar sem eru alls ekki í neinu jólastressi. Við sögu þeirra blandast söngatriði, dansatriði og jólagjafir sem lifna við. Svo er aldrei að vita nema jólakötturinn komi í heimsókn. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Gísli Berg.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Jólalagaþáttur Vikunnar með Gísla Marteini.
Gísli, Berglind Festival og Snorri Helgason rifja upp gömul jólalög úr Vikunni til þess að koma sér í jólaskap. Snorri Helga flytur lagið Bara ef ég væri hann í lok þáttar ásamt Valdimar og Berndsen.
Spurningaþáttur á léttu nótunum í tilefni af 40 ára afmæli Rásar 2. Einn áratugur verður tekinn fyrir í hverjum mánuði, en það eru áttan, nían, núllið og ásinn. Spyrlar: Salka Sól Eyfeld, Sigurður Þorri Gunnarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir. Spurningahöfundur: Jóhann Alfreð Kristinsson. Verkefnastjóri: Kristján Freyr Halldórsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson. Framleiðsla: RÚV.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Valdimar Sverrison er lífsglaður fjölskyldufaðir og ljósmyndari sem missti sjónina óvænt, vart fimmtugur. Hann sneri vörn í sókn með húmorinn að vopni.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.
Hannes Oddsson skipstjóri segir frá því hvernig það atvikaðist að hann hóf að taka dóttur sína, Guðnýju Rósu, með til sjós. Hann var farmaður og sigldi með skreið og annan varning til Evrópu og Afríku. Guðný Rósa segir frá þessum ferðalögum út frá ljósmynd sem tekin var af henni með föður sínum á dekkinu.
Skemmtiþættir fyrir alla fjölskylduna þar sem stöllurnar í Heimilistónum, þær Elva, Katla, Lolla og Vigdís, bjóða áhorfendum í heimsókn til sín í Heimilistónahúsið á aðventunni. Í þáttunum kennir ýmissa grasa og fléttast þar saman tónlist, húsráð, leikin atriði, föndurhorn, gógó-danskennsla og margt fleira jólalegt. Í hverjum þætti er einn aðalgestur og eru þeir ekki af lakari endanum: Katrín Jakobsdóttir, Baltasar Kormákur, Svanhildur Jakobsdóttir og Valdimar. Skvísurnar í Heimilistónum tryggðu sér krafta nokkurra landsþekktra leikara sem bregða sér í hin ýmsu gervi. Þeir eru: Gói Karlsson, María Heba Þorkelsdóttir, Oddur Júlíusson, Sigurður Þór Óskarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjórn og dagskrárgerð: Kristófer Dignus.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þessum þætti verður öllum boðið á jólaball á elliheimilinu á Akranesi.

Talsett norskt jóladagatal. Nói er 10 ára og á sér afar dýrmæta jólaósk. En hvað ef bréfið hans til jólasveinsins kemst ekki til skila? Hinn töfrandi og leyndardómsfulli heimur Snæholts opnast á nýjan leik.
Bryndís kemst að því að Lúna skrifaði um hana í Næturdrottningu og móðgast. Rut segir Selmu allt um Elísu.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Afi kallar á krakkana í morgunnmat en hann er einmitt búinn að fullkomna uppskriftina að jólamöndlugrautnum.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Í þessum þætti af Matargat undirbúa Máni og Ylfa jólin, með því að baka og skreyta piparkökur. Þau fá foreldra sína til að búa til deigið fyrir sig en það er líka hægt að kaupa deig út í búð.
Svona er uppskriftin:
Tilbúið piparkökudeig
Glassúr: Flórsykur, matarlitur og vatn.
Aðferð:
Setjið hveiti á borðið og fletjið út piparkökudeigið með kökukefli. Skerið út allskonar form að eigin vali með skapalónum. Raðið svo piparkökunum á bökunarplötu og bakið við 190°c í 5-10 mínútur.
Á meðan kökurnar bakast getið þið skorið út fleiri piparkökur úr afgangs deiginu eða búið til glassúr. Ef kökurnar eiga að vera jólaskraut skuluð þið skera út göt í kökurnar og þræða bandi í gegn eftir að þær bakast. Þegar kökurnar eru tilbúnar er hægt að skreyta þær með glassúr eða þræða bönd í gegnum götin og hengja á jólatréð.
Íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Innan um háan fjallgarðinn á Seyðisfirði sleit ljósmyndarinn Helgi Ómarsson barnsskónum. Viktoría Hermannsdóttir röltir með Helga um æskuslóðir hans fyrir austan.
Sígild gamanmynd frá 1990 með barnastjörnunni Macaulay Culkin í aðalhlutverki. Þegar átta ára grallari er skilinn eftir einn heima á jólunum fyrir mistök koma tveir innbrotsþjófar í heimsókn. Hann deyr ekki ráðalaus og beitir ýmsum brögðum til að verja heimili sitt fyrir þjófunum. Leikstjóri: Chris Columbus. Aðalhlutverk: Macaulay Culkin, Joe Pesci og Daniel Stern.

Upptaka frá jólatónleikum Gauta Þeys Mássonar í ÍR-heimilinu í desember 2024. Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum ásamt Gauta eru Birgitta Haukdal, PATR!K, GDRN, Úlfur Úlfur og Steindi Jr. Stjórn upptöku: Ragnar Santos.

Hrollvekjandi gamanmynd frá 2021 með Keiru Knightley í aðalhlutverki. Hjónin Simon og Nell bjóða fjölskyldu og vinum í glæsilegt jólaboð. Boðið virðist fullkomið að öllu leyti þar til í ljós kemur að allir munu deyja. Leikstjóri: Camille Griffin. Önnur hlutverk: Matthew Goode, Roman Griffin Davis og Lily-Rose Depp. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Fjórða þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.