Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra setti í samráðsgátt drög að frumvarpi um lagareldi, sem nær til hvers kyns fiskeldis á sjó og landi. Andstæðingar opins sjókvíaeldis telja drögin ganga alltof skammt í að verja villta laxastofna og óttast að verið sé festa greinina í sessi með kvótasetningu. Við kynnum okkur frumvarpsdrögin og ræðum við Hönnu Katrínu.
Listakonan Selma Hreggviðsdóttir og landfræðingurinn Edda Waage sameina vísindi og myndlist á sýningunni Mjúkar mælingar á Egilsstöðum. Hún er meðal annars innblásin af litabreytingum á Lagarfljóti í kjölfar virkjanaframkæmda. Við brugðum okkur austur og kynntum okkur málið.
