Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Bandaríkin eru enn á ný í brennidepli eftir að fulltrúar innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE, skutu almennan borgara til bana í Minneapolis í Minnesota um helgina. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem liðsmenn ICE drepa þar almennan borgara. Ríkisstjórn Donalds Trump liggur undir þungu ámæli vegna harðra aðgerða Innflytjendastofnunarinnar, og það hefur orðið enn háværara eftir drápin. Gestir Kastljós eru Magnús Sveinn Helgason sagnfræðingur og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Þegar Kristjana Ósk kynntist því í starfi sínu hvað tæknilausnir voru vannýttar og skammt á veg komnar í íslensku heilbrigðiskerfi fékk hún hálfgert áfall. Hún ákvað því að taka málin í sínar hendur og sækja sér þekkingu erlendis - með það að markmiði að snúa hlutunum við. Hún segir að gervigreind og tækni geti leyst ýmis vandamál í heilbrigðiskerfinu.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra setti í samráðsgátt drög að frumvarpi um lagareldi, sem nær til hvers kyns fiskeldis á sjó og landi. Andstæðingar opins sjókvíaeldis telja drögin ganga alltof skammt í að verja villta laxastofna og óttast að verið sé festa greinina í sessi með kvótasetningu. Við kynnum okkur frumvarpsdrögin og ræðum við Hönnu Katrínu.
Listakonan Selma Hreggviðsdóttir og landfræðingurinn Edda Waage sameina vísindi og myndlist á sýningunni Mjúkar mælingar á Egilsstöðum. Hún er meðal annars innblásin af litabreytingum á Lagarfljóti í kjölfar virkjanaframkæmda. Við brugðum okkur austur og kynntum okkur málið.
Önnur þáttaröð bresku dramaþáttanna um lögregluþjóninn Chris sem tekst á við glæpi og ofbeldi á götum Liverpool-borgar á sama tíma og hann berst við djöfla í einkalífi sínu. Chris reynir af fremsta megni að koma sér á beinu brautina, en þegar hann kemst upp á kant við einn stærsta eiturlyfjasala borgarinnar hallar undan fæti hjá honum. Aðalhlutverk: Martin Freeman, Adelayo Adedayo og Romi Hyland-Rylands. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngi en 12 ára.
Norsk heimildarþáttaröð um síðasta ár Jens Stoltenberg í starfi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Hann reynir að veita Úkraínu stuðning í stríðinu gegn Rússlandi á sama tíma og óttinn við stríð í Evrópu eykst. Leikstjóri: Tommy Gulliksen.
Ný íslensk þáttaröð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Ditte Jensen lætur af störfum í dönsku leyniþjónustunni og flytur í fjölbýlishús í Reykjavík. Draumur hennar er að lifa óáreitt meðal fólks sem þekkir hvorki stríð né blóð. Það kemur þó fljótt í ljós að Ditte getur ekki hætt að vera það sem hún er - þrautþjálfaður hermaður. Fyrr en varir er blokkin hennar orðin að vígvelli í baráttunni fyrir bættum heimi. Hún finnur sig knúna til að hjálpa nágrönnum sínum sem glíma við hin ýmsu vandamál og það skiptir hana engu hvort þeir vilji aðstoðina eða ekki. Í huga dönsku konunnar réttlætir tilgangurinn meðalið. Alltaf. Meðal leikenda eru: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal og Baldur Björn Arnarsson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Ditte tekur að sér eitt lokaverkefni fyrir dönsku leyniþjónustuna. Stóra málið í huga hennar er samt yfirtaka húsfélagsins sem krefst seiglu, styrks og allra hennar hæfileika. Á sama tíma lendir hún óvænt í árekstri við skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi og mætir þar verðugum andstæðingi.
Norskir spennuþættir um Kelechi sem losnar úr fangelsi eftir átta ára afplánun. Hann er fullur af hatri og staðráðinn í að ná fram hefndum með því að knésetja stærsta hassinnflytjanda Noregs. Aðalhlutverk: Tobias Haile Furunes, Jon Ranes og Philip Nguyen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Umsjón og handrit: Ari Páll Karlsson og Embla Bachmann. Ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
1. Pétur Marteinsson vann prófkjör Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor 2. Sólardagurinn á Ísafirði. Endum þáttinn á krökkum í Grunnskólanum á Ísafirði syngja sólarpönnukökusönginn.
A new Icelandic TV series directed by Benedikt Erlingsson. When Ditte Jensen retires with distinction from the Danish intelligence service she moves into an apartment building in Reykjavik. Her dream is to be able to tend to her garden and live her life in anonymity. But Ditte cannot stop being who she is – an elite soldier and a warrior. Soon the apartment building becomes a battlefield for a better world. She feels compelled to help her neighbours, who are struggling with a wide range of problems, and it makes no difference to her whether they want the help or not. In the mind of the Danish woman, the end justifies the means. Always.
Cast includes: Trine Dyrholm, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Edda Guðnadóttir, Björn Thors, Halla Vilhjálmsdóttir, Juan Camillo Estrada, Raffaella Brizuela Sigurðardóttir, Natalía Kristín Karlsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Hrafn Alexis Elíasson Blöndal, and Baldur Björn Arnarsson.
Not suitable for children under 12 years of age.
Ditte takes on one final assignment for the Danish intelligence service. But in her mind, the bigger mission is still taking over the tenants’ association, a task that demands resilience, strength, and all of her abilities. At the same time, she unexpectedly clashes with organized crime in Iceland, facing a worthy adversary.