Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Mennta- og barnamálaráðuneytið hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig við opinbera framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að samræma gæði náms og tryggja öllum nemendum jafnt aðgengi að þjónustu. Skiptar skoðanir eru á þessum fyrirhuguðu breytingum meðal skólafólks, sem hafa kallað þær vanhugsaðar og óttast að markmiðið sé fyrst og fremst sparnaður. Rætt erum þessi mál sem og aðrar áskoranir í skólakerfinu við Guðmund Inga Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra.
Heyrnartól eru orðin staðalbúnaður í daglegu lífi margra en tilgangur þeirra hefur breyst. Það sem eitt sinn var afþreying er orðið stoðtæki fyrir fókus og næði. Við kynnumst því hér síðar í þættinum.
