Þáttaröð um leikið efni í Sjónvarpinu. Sýnd eru brot úr leikritum og listamenn sem tengjast verkunum segja frá. Dagskrárgerð: Hallmar Sigurðsson og Rúnar Gunnarsson.
Í þessum þætti er sýnt úr verkunum Silfurtúnglið, Saga af sjónum, Steinbarn, Blóðrautt sólarlag og Víkivaki. Sögumenn eru Atli Heimir Sveinsson, Björn G. Björnsson, Egill Eðvarðsson, Hrafn Gunnlaugsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Viðar Víkingsson.
Dönsk heimildarþáttaröð um áhrifavaldana og parið Morten og Fredrik sem dreymir um að stofna fjölskyldu og eignast börn. Dag einn hefur Nanna samband við þá og býðst til að ganga með barn fyrir þá eftir að hafa fylgt þeim á samfélagsmiðlum. Þau ákveða að leggja af stað í ferðalag sem breytir lífi þeirra allra.

Önnur þáttaröð um sænska fjölskyldu sem gerir upp gamalt hús á Sikiley.
Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Tólf listamenn veita innsýn í sköpunarferli sitt, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.
Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Listamennirnir og bræðurnir Kristján og Sigurður Guðmundssynir fara yfir gamla tíma og nýja. Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.

Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Stutt innslög frá þeim Jasmín og Jómba þar sem þau tala um tónlist og tónfræði.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.

Fjórða þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krúttlegur dagur í dag. Krakkafréttir dagsins: 1. Réttir 2. Hundasjálfboðaliðinn Moli.
Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum þáttum. Þótt meirihluti landsmanna búi í þéttbýli býr sumt fólk á stöðum þar sem náttúran hefur meiri áhrif á líf þess en gengur og gerist. Í þessari þáttaröð greinir fólk frá ýmsum stöðum á landinu frá ástríðu sinni fyrir því, hvers vegna það kýs að búa utan þéttbýlis og hvað veldur því að það vill hvergi annars staðar búa. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon og Lára Ómarsdóttir.
Arnar Ingi Tryggvason átti þá ósk heitasta þegar hann var strákur að verða bóndi. Þegar hann var á þrítugsaldri gafst tækifærið og hann greip það. Hann settist að í Öxnadal ásamt konu sinni og ungum börnum og bústörfin eiga hug hans allan. Þegar færi gefst röltir hann upp brekkurnar og tæmir hugann. Í náttúrunni finnur hann alltaf eitthvað nýtt og hann fær aldrei nóg af fegurðinni í Öxnadal. Þetta er dalurinn hans.

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Mennta- og barnamálaráðuneytið hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig við opinbera framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að samræma gæði náms og tryggja öllum nemendum jafnt aðgengi að þjónustu. Skiptar skoðanir eru á þessum fyrirhuguðu breytingum meðal skólafólks, sem hafa kallað þær vanhugsaðar og óttast að markmiðið sé fyrst og fremst sparnaður. Rætt erum þessi mál sem og aðrar áskoranir í skólakerfinu við Guðmund Inga Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra.
Heyrnartól eru orðin staðalbúnaður í daglegu lífi margra en tilgangur þeirra hefur breyst. Það sem eitt sinn var afþreying er orðið stoðtæki fyrir fókus og næði. Við kynnumst því hér síðar í þættinum.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Gervigreind er farin að setja mark sitt á samfélagið svo um munar. Hún greinir fyrir okkur gögn, velur fyrir okkur tónlist - eða semur hana ef því er að skipta - og tekur jafnvel ákvarðanir sem áður voru á mannanna höndum. En tilvist hennar vekur líka stór og mikil álitamál, bæði praktísk og siðferðisleg um orkuöflun, atvinnulíf, jöfnuð, lýðræði og jafnvel sjálfa mennskuna.
Gestir Silfursins eru Henry Alexander Henryson heimspekingur, Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid og tækniáhugamaður, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverka hjá Samtökum iðnaðarins, og Errol Norlum, stofnandi The AI Framework.
Þýsk leikin þáttaröð um líf og starf ljósmæðranna Nalan, Önnu og Gretu sem takast á við óvæntar aðstæður á hverjum degi. Aðalhlutverk: Mariam Hage, Anna Schudt og Lydia Lehmann. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Heimildarmynd eftir Ellu Glendining sem fæddist án mjaðmaliða og með stutta lærleggi. Vegna þess hversu sjaldgæf fötlun hennar er hefur hún aldrei hitt neinn annan með sömu greiningu. Hún ákveður að hefja leit að fleirum og skoðar í leiðinni hvað þarf til að elska líkama sinn eins og hann er.

Norsk leikin þáttaröð frá 2024 um ástarsamband kanadíska tónlistarmannsins Leonards Cohen og hinnar norsku Marianne Ihlen á sjöunda áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: Alex Wolff, Thea Sofie Loch Næss og Anna Torv. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.