

Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.

Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!

Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.

Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.

Fimmta þáttaröð um hrútinn Hrein. Hreinn leiðir hinar kindurnar í alls kyns vandræði og raskar ró friðsæls dals með uppátækjasemi sinni.

Kortó, Mýsla og Eik eru álveðin að sigra Hvalabikarkeppnina, drónaflugkeppni sem leiða á í ljós hver verður arftaki vistfræðisnillingsins Hvals Hvíta og þar af leiðandi fá aðgang að nýjustu vistvísindunum til geta forðað því að eyjan þeirra hverfi í hafið.

Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.

Skemmtilegir þættir um hina ástsælu Múmínálfa Tove Jansson og ævintýri þeirra.

Stærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.

Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.

Breskir heimildarþættir frá 2020. Getur smokkfiskur sökkt skipi? Er kóngulóarvefur sterkari en stál? Vinirnir Tim Warwood og Adam Gendle hætta lífi sínu til að komast að athyglisverðum sannleika um hin ýmsu dýr.

Heimildarþáttur um stöðu kvenna í hópi íslenskra tónskálda frá landnámi til dagsins í dag. Dagskrárgerð: Dögg Mósesdóttir.

Steinsteypuöldin er þáttaröð í umsjón Egils Helgasonar og Péturs H. Ármannssonar. Þar er rakin saga byggingarlistar og borgarskipulags í Reykjavík á tuttugustu öld. Þáttaröðin hefst 1915, í stórbrunanum þar sem eyddust fjölmörg timburhús í bænum. Þá hófst tími steinsteypuhúsanna. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.

Sænska bakstursdrottningin Camilla Hamid ferðast til Marokkó til að kynnast uppruna sínum og læra að baka að marokkóskum sið.

Sænskir þættir þar sem fylgst er með fólki gera upp draumahúsnæðið sitt.
Heimildarþættir frá 2023. Í seinni heimsstyrjöldinni handtóku Bretar tæplega fimmtíu Íslendinga, fluttu þá til Englands og lokuðu þá inni mánuðum og árum saman án dóms og laga. Þáttaröðin Fangar Breta segir sögu þessa fólks á fróðlegan hátt.
Einar Olgeirsson alþingismaður og samstarfsmenn hans á Þjóðviljanum voru fluttir í fangelsi í London um sama leyti og loftárásir Þjóðverja á borgina voru hvað harðastar.
Heimildarþáttur frá 2012 um Svövu Jakobsdóttur, rithöfund. Svava Jakobsdóttir fjallaði um stöðu kvenna í verkum sínum, smásögum, skáldsögum og leikritum. Mörg þeirra eru táknmyndir í umgerð raunsæis, háðsádeilur og um leið óvægin greining á hlutverkaskiptingu kynjanna í árdaga nýrrar kvennahreyfingar. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.

Fjögurra þátta röð um þá sem enn stunda hefðbundinn búskap við innanvert Ísafjarðardjúp. Saga búskapar er rakin og spáð í framtíðina á einlægan og raunsæjan hátt. Tónlistina samdi Mugison en Þóra Arnórsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir önnuðust dagskrárgerð.

Danskir þættir um ungt par sem vill einfalda líf sitt og hefur búskap.
Heimildarþættir um samfélagsmiðla í umsjón Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Viktoríu Hermannsdóttur. Í þáttunum rýnum við í samfélagsmiðlanotkun Íslendinga og skoðum hvaða áhrif þeir hafa á líf okkar og sjálfsmynd. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson.
Í fyrsta þætti rýnum við í samfélagsmiðlanotkun Íslendinga og skoðum hvaða áhrif þeir hafa á líf okkar og sjálfsmynd.

Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loftfarið er alveg að gefa sig og Loft missir alla von um að finna galdraklútinn sinn aftur. Á meðan er Áróra veik heima og býr til galdraseyði með týnda klútnum sem nú er orðinn hennar.
Krökkunum í skátabúðunum leiðist en Sunna deyr ekki ráðalaus heldur fer hún með krakkana í kappát en maturinn er ekki fyrir alla. Ætli þau þurfi að borða eitthvað myglað?
Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen stýra Stundinni okkar og prófa allt sem þeim dettur í hug.
Lúkas ákveður að koma Erlen á óvart og fer með hana í heimsókn í Kattholt, þar sem heimilislausar kisur bíða eftir nýjum eigendum. Erlen elskar kisur!

Víkingaprinsessan Guðrún býr úti í óbyggðum og á í sterku samband við náttúruna og dýrin.
Gleðiverkfæri Gleðiskruddunnar eru þættir sem byggjast á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Í hverjum þætti er eitt gleðiverkfæri kynnt sem hefur þann tilgang að efla sjálfsþekkingu, jákvæðar tilfinningar, auka vellíðan, bjartsýni og von og um leið aðstoða börn og ungmenni að takast á við verkefni og áskoranir daglegs lífs.
Verkefni tengd þættinum má finna á glediskruddan.is
Umsjón: Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir.
Hvað er bjartsýni og von? Í þessum þætti lærum við um bjartsýni og von og hvernig við getum notað ímyndunaraflið til að æfa okkur í að trúa því að allt það besta geti gerst.

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.
Heimildarþáttaröð í sex þáttum þar sem íslensk ljósmyndun er skoðuð út frá sjónarhorni lista, landslags, samtímans, skrásetningar, fréttaflutnings, fortíðar og framtíðar. Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir. Stjórn upptöku og framleiðsla: Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
Landslagsljósmyndun á sér langa hefð hér á landi enda af nægu að taka. Í frekar karllægum afkima ljósmyndunar hittum við helstu landslagsljósmyndara Íslands og skoðum hvaða hlutverki landslagsljósmyndun hefur gegnt í ímyndarsköpun íslensku þjóðarinnar síðan hún hófst og hver sérstaða hennar er með hliðsjón af fagurfræði, pólitík og markaðssetningu.

Íþróttafréttir.
Heimildarþáttaröð þar sem sveppir á Íslandi eru skoðaðir frá sjónarhorni vísinda, menningar, fagurfræði og sjálfbærni. Dagskrárgerð: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Umsjón: Erna Kanema Mashinkila.
Fjallað er um sveppi sem matvæli og skoðað hvernig nýta má bæði villta og ræktaða sveppi til að útbúa dýrindis rétti. Svepparækt á Flúðum er skoðuð og litið á tilraunir með útiræktun á sveppum. Michelinkokkurinn Þráinn Freyr Vigfússon sýnir hvernig hann nýtir sveppi í sælkerarétti á veitingastöðunum Sumac og Óx. Að lokum er fylgst með lunknu sveppatínslufólki í sveppamó í íslenskum skógum.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Guðmundur var skeleggur verkalýðsforingi og þingmaður Alþýðubandalagsins á árunum 1979 - 1987. Hann var formaður Dagsbrúnar um langt skeið frá 1953 og borgarfulltrúi 1958 til 1962. Dagskrárefnið er úr safni RÚV. Umsjón og dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Breskir spennuþættir sem gerast á tímum seinni heimsstyjaldarinnar. Stríðið hafði mikil áhirf á daglegt líf venjulegs fólks í Bretlandi, Póllandi, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Handritshöfundur: Peter Bowker. Meðal aðalleikara eru Jonah Hauer-King, Julia Brown og Helen Hunt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Frönsk kvikmynd frá 2022 um einstæða móður sem býr með átta ára dóttur sinni og annast föður sinn sem þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Á meðan hún reynir að finna honum gott hjúkrunarheimili rekst hún á gamlan vin og líf hennar tekur nýja stefnu. Leikstjóri Mia Hansen-Løve. Aðalhlutverk: Léa Seydoux, Pascal Greggory og Melvil Poupaud.