
HM í sundi í 50 metra laug í Singapore.
Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti keppa lið Reykjanesbæjar og Fljótsdalshéraðs.
Lið Fljótsalshéraðs skipa Hrafnkatla Eiríksdóttir nemi í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, Ragnar Sigurmundsson endurskoðandi og Sveinn Birkir Björnsson verkefnastjóri hjá Íslandsstofu.
Lið Reykjanesbæjar skipa Baldur Guðmundsson útibússtjóri Sjóvár, tónlistarmaður, bæjarfulltrúi o.fl., Hulda Guðfinna Geirsdóttir framkvæmdastjóri Félags hrossabænda og dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og Erik Olaf Eriksson meistaranemi við Háskóla Íslands.

Þáttaröð um íslenska tónlist í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts eru Guðmundur Kristinn Jónsson og Bragi Valdimar Skúlason. Farið er um víðan völl íslensku tónlistarsenunnar og þekktir tónlistarmenn fengnir til að vinna nýtt efni fyrir þættina.
Textað á síðu 888 í Textavarpi.

Árið 2016 voru fimmtíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar og á þessum fimmtíu árum hefur það sýnt ógrynni af efni allstaðar að af landinu. Í 50 ár eru níu sjónvarpsþættir sem sendir voru út frá vel völdum stöðum á landinu sumarið 2016 þar sem rifjaðar voru upp sögur og svipmyndir af sjónvarpssögu viðkomandi landshluta. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.
Við rifjum upp hin mannskæðu snjóflóð í Neskaupsstað árið 1974. Við fjöllum um þorskastríðin og hittum mann sem var ráðinn á eitt varðskipanna eftir að hluti áhafnar þess var handtekinn af Bretum. Við förum með Stundinni okkar á Seyðisfjörð, kíkjum á Steinasafn Petru á Stöðvarfirði, heyrum í Sue Ellen, förum í vitjun með héraðslækni, sjáum Lagarfljótsorminn og tökum þátt í þvottabalarallí svo fátt eitt sé nefnt.
Egill Helgason ferðast á Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum og skoðar mannlíf, menningu og sögu. Flutningar næstum fjórðungs þjóðarinnar til Vesturheims hlýtur að teljast einn stærsti atburður Íslandssögunnar.
Í fyrsta þætti er fjallað um brottförina frá Íslandi. Viðmælendur Egils í þættinum eru Valgeir Þorvaldsson, Viðar Hreinsson, Ómar Ragnarsson, Ágústa Þorkelsdóttir og Cathy Ann Josephson.

Sænsk þáttaröð þar sem við fylgjumst með sænskri fjölskyldu gera upp gamalt hús á Sikiley.


Friðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.

Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!

Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
Þættir sem fjalla um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Framleiðsla: Republik.
Hvað ef hægt væri að breyta gömlum raftækjum í húsgögn, fatnað, nammifelutæki og tónlist? Jafnvel gera við þau ef þau bila?

Íþróttafréttir.

Breskir heimildarþættir um áhrifavaldaparið Lauren og Charlie sem reynir að láta draum sinn um barneignir rætast. Charlies bíða líkamlegar áskoranir því hann er trans og þarf að hætta í hormónameðferð til að endurheimta tíðahringinn. Lauren er með áráttu- og þráhyggjuröskun og reynir að undirbúa sig andlega fyrir foreldrahlutverkið.

Sænsk heimildarmynd frá 2024. Norska vísindakonan Inga Strümke fjallar um gervigreind frá ýmsum hliðum, meðal annars um hvernig gervigreind er notuð í hernaði, heilbrigðiskerfinu og á samfélagsmiðlum.

Önnur þáttaröð þessara bresku spennuþátta um rannsóknarlögreglukonuna Rachitu Ray. Þegar hjúkrunarfræðingur og foringi alræmdra glæpasamtaka eru myrt í skotárás við sjúkrahús í Birmingham tekur Ray við rannsókn málsins. Í fyrstu lítur þetta út fyrir að vera átök glæpagengja en eftir því sem rannsókninni vindur áfram kemur í ljós að málið er mun margslungnara. Aðalhlutverk: Parminder Nagra, Gemma Whelan, Patrick Baladi og Jan Puleston-Davies. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Önnur þáttaröð þessara bresku gamanþátta um parið Peter og Katy sem snúa heim til Englands úr sumarfríi í Frakklandi með sýrlenska flóttamanninn Sami í bílskottinu, þeim óafvitandi. Þau leyfa Sami að búa hjá sér á meðan hann sækir um hæli á Englandi og reynir að aðlagast lífinu á nýjum stað. Aðalhlutverk: Rufus Jones, Rebekah Stanton og Youssef Kerkour. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Fjórða þáttaröð þessara þýsku glæpaþátta um lögreglumanninn Gereon Rath frá Köln sem rannsakar undirheima Berlínarborgar á fjórða áratug síðustu aldar. Kreppan mikla er skollin á og nasistar á leið til valda. Aðalhlutverk: Volker Bruch, Liv Lisa Fries og Lars Eidinger. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Önnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.