Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Seltjarnarness og Vestmannaeyja.
Lið Seltjarnarness er skipað systkinunum Önnu Kristínu Jónsdóttur fréttamanni hjá RÚV, Rebekku Jónsdóttur fatahönnuði og Þorbirni Jónssyni, sem vinnur hjá Utanríkisráðuneytinu.
Lið Vestmannaeyinga skipa Gunnar K. Gunnarsson forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, Helga Kristín Kolbeinsdóttir kennari við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og Oddgeir Eysteinsson kennari við Menntaskólann við Sund.
Andri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar.
Fjallað er um Prikið, vöggu íslenska rappsins. VIP-klúbbar á borð við Austur og B5 líta dagsins ljós og ný kynslóð tjúttara tekur við keflinu.

Dönsk matreiðsluþáttaröð. Mette Blomsterberg reiðir fram kræsingar sem henta vel á sumrin.


Hugrökk stelpa bjargar apakónginum, guði sem hafði lengi verið fastur í steini, og leggst í för til að finna sjö heilög handrit og bjarga heiminum frá illu.
Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.
Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2022 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs-Drífudóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Leikin íslensk þáttaröð sem fjallar um fimm menntaskólanema, vináttu þeirra og áskoranir. Fimm einstaklingar á aldrinum 17-20 ára voru valdir til að taka þátt í að skapa og skrifa þáttaröðina undir leiðsögn Dominique Sigrúnardóttur leikstjóra og handritshöfundar. Þættirnir eru afrakstur samstarfs RÚV, Hins hússins og Reykjavíkurborgar.
Almar býður vinum sínum í afmælið sitt áður en sumrinu lýkur og nýtt skólaár hefst.

Stuttir heimildarþættir þar sem við fylgjumst með fólki byggja draumagufubaðið sitt.

Íþróttafréttir.

Bandarísk gamanmynd frá 1991 með Steve Martin og Diane Keaton í hlutverkum hjónanna George og Ninu Banks sem undirbúa brúðkaup elstu dóttur sinnar, Annie. George reynist erfitt að sleppa takinu og sætta sig við að litla stelpan hans sé orðin fullorðin. Leikstjóri: Charles Shyer.
Íslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Útbrunnin handboltastjarna frá níunda áratugnum tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlu heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Saga Garðarsdóttir.
Facebook-færsla setur herrakvöldið í uppnám. Brynja ætlar í meðferð. Hekla er látin heyra það. Geirjón var víst búinn að plana þetta allan tímann. Rún er á leiðinni í zumba.
Breskur spennumyndaflokkur um rannsóknarlögreglumanninn Max Arnold sem býr í gömlum húsbáti en starfar í einu efnaðasta hverfi Lundúna. Þó ekki skorti auðæfin í Chelsea er þar engu að síður nóg um morð og önnur myrkraverk. Aðalhlutverk: Adrian Scarborough, Peter Bankolé og Lucy Phelps. Myndirnar eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Rannsóknarlögreglumaðurinn Max Arnold og teymið hans rannsaka morð á grænmetissala sem var stunginn til bana á heimili sínu.

Dramatísk gamanmynd frá 2015 í leikstjórn Johns Wells. Michelin-kokkurinn Adam Jones hefur brennt allar brýr að baki sér. Nú snýr hann aftur til London eftir að hafa bætt ráð sitt, staðráðinn í að landa eigin eldhúsi og þriðju Michelin-stjörnunni. Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Sienna Miller og Daniel Brühl. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.