
Beinar útsendingar frá HM í skíðagöngu.
Keppni í 10 km skíðagöngu karla á HM í skíðagöngu.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Evrópuríki eru í uppnámi eftir ótrúlega uppákomu á fundi Trump Bandaríkjaforseta og Zelensky Úkraínuforseta á föstudag, sem lauk á því að Trump vísaði Zelensky á dyr. Tugir Evrópuleiðtoga hafa fylkt sér á bakvið Zelensky og lýst yfir stuðningi við Úkraínu, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Svanhildur Hólm Valsdóttir er sendiherra Íslands í Washington. Við ræddum við hana fyrr í dag.
Kumi Naidoo, fyrrverandi yfirmaður Greenpeace og Amnesty International, og Ólafur Elíasson myndlistarmaður telja að Ísland geti gegnt stóru hlutverki til að fá ríki heims að draga hraðar úr notkun jarðefnaeldsneytis en hingað til. Þeir voru hér á landi um helgina til að fá íslenska ráðamenn til liðs við sig. Kastljós hitti þá við það tækifæri.
Leikhópurinn Kriðpleir setur upp Innkaupapokann í Borgarleikhúsinu, sem er í raun tilraun tilraun til að setja upp leikritið Mundu töfrana eftir Elísabetu Jökulsdóttur, en það er alls óvíst hvort hún takist. Við skyggnumst að tjaldabaki.

Beinar útsendingar frá HM í skíðagöngu.
Keppni í 10 km skíðagöngu kvenna á HM í skíðagöngu.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Hvert á Ísland að halla sér í breyttum heimi? Er varnarsamstarfið á vettvangi Atlantshafsbandalagsins að leysast upp? Eru Bandaríkin enn bandamenn Evrópu?
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Columbia-háskóla og þingmennirnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Pawel Bartoszek, Dagur B. Eggertsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræða stöðuna i alþjóðamálum. Umsjón hefur Sigríður Hagalín Björnsdóttir.

Leikararnir Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn túlka atburði líðandi stundar eins og þeim einum er lagið. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.

Andri Freyr Viðarsson skoðar hina hliðina á hversdagsleikanum. Hann heimsækir forvitnilega staði, mætir á áhugaverð mannamót, spjallar við sérstakar týpur og prófar óvenjuleg störf. Ekkert er Andra óviðkomandi á flandri sínu um höfuðborgina; málaðir miðaldra rokkarar, falið kúluspilasafn, moskva í miðbænum, skeggjuð kona, fitulaust brúnt fólk, háskólanemar í þykjó, samkynhneigðir söngfuglar og fleira. Dagskrárgerð: Kristófer Dignus. Framleiðandi: Stórveldið ehf.
Andri fær þann heiður að vera gestasöngvari á æfingu hjá Hinsegin kórnum. Hann mætir svo í Laugardalshöll, á undanúrslit í bikarkeppni í handbolta, og lætur gamminn geysa sem vallarþulur. Á Granda er æfingarhúsnæði dauðarokkshljómsveitarinnar Angist en í henni eru tveir strákar og tvær stelpur. Andri fer og heimsækir Abba þungarokksins. Í lok þáttarins fer Andri svo í starfskynningu til síðasta móhíkanans í vídeóleigubransanum, Gunna í Laugarsásvideó.


Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!

Sammi brunavörður og félagar hans á slökkvistöðinni standa vaktina í Pollabæ.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Kínverska, pöndur og ungir fréttamenn. Í Krakkafréttum dagsins fáum við þau Ísadóru og Jón Pálma til að segja okkur frá Kínversku brúnni – kínverskukeppni úti í Kína. Í næstu viku sjáum við frá sjálfri keppninni.
Síðan segjum við frá Ungum fréttamönnum. Það er fréttanámskeið sem við í Krakkafréttum verðum með í sambandi við Barnamenningarhátíð í byrjun Apríl.
Hægt er að sækja um á www.mitt.ruv.is

Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ríkið gæti sparað 71 milljarða á næstu fimm árum, að mati starfshóps sem fór í gegnum hagræðingartillögur sem almenningur og lögaðilar sendu inn í samráðsgátt í byrjun árs. Eftir að hafa farið í gegnum hátt í tíu þúsund tillögur sauð hópurinn þær niður í 60 tillögur, sem kynntar voru í gær. Gylfi Ólafsson hagfræðingur og Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Framkvæmdasýslunni, voru í hópnum. Þau voru gestir Kastljóss.
Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt eru farnar að taka sinn toll og hljóðið í bændum víða þungt. Kastljós tók hús á hjónum í Eyjafirði sem hafa ræktað paprikur í tæpa fjóra áratugi en stefna nú á að bregða búi.
Íslenska fyrirtækið Retina Risk hefur þróað tækni sem gerir fólki með sykursýki kleift að fara í augnskimun með aðstoð gervigreindar. Skimunin er gerð í apótkeki og sjúklingar fá niðurstöðurnar samstundis. Við kynntum okkur málið.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson.
3. febrúar árið 2022 varð eitt mannskæðasta flugslys síðari ára hér á landi þegar flugvél með fjóra innanborðs fórst í Þingvallavatni. Allir sem um borð voru fórust í slysinu. Foreldrar Bandaríkjamannsins Josh Neuman sem fórst í slysinu telja að íslensk stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir slysið og hafa falið lögmönnum sínum að undirbúa dómsmál á hendur íslenska ríkinu.

Sænsk þáttaröð frá 2019 þar sem tíu þátttakendur reyna að komast af í langvarandi rafmagnsleysi. Hversu vel erum við sem samfélag undirbúin fyrir óvænt neyðarástand, til dæmis af völdum náttúruhamfara?

Önnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þriðja þáttaröðin um daglegt líf og hættulegt starf lögregluþjóna í Malmö og ógnvekjandi andrúmsloftið sem gerir stöðugt erfiðara að aðskilja vinnuna og einkalífið. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Breskir glæpaþættir frá 2021 eftir Jimmy McGovern. Mark Cobden er nýkominn á bak við lás og slá og á erfitt með að fóta sig innan fangelsisins. Hann kynnist Eric McNally, fangaverði sem verndar fanga í hans umsjá. Eric þarf að taka erfiða ákvörðun þegar hættulegur fangi kemst að helsta veikleika hans. Aðalhlutverk: Sean Bean, Stephen Graham og Siobhan Finneran. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Kínverska, pöndur og ungir fréttamenn. Í Krakkafréttum dagsins fáum við þau Ísadóru og Jón Pálma til að segja okkur frá Kínversku brúnni – kínverskukeppni úti í Kína. Í næstu viku sjáum við frá sjálfri keppninni.
Síðan segjum við frá Ungum fréttamönnum. Það er fréttanámskeið sem við í Krakkafréttum verðum með í sambandi við Barnamenningarhátíð í byrjun Apríl.
Hægt er að sækja um á www.mitt.ruv.is