19:35
Kastljós
Hagræðingartillögur, staða grænmetisbænda, gervigrein hjálpar sykursjúkum

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Ríkið gæti sparað 71 milljarða á næstu fimm árum, að mati starfshóps sem fór í gegnum hagræðingartillögur sem almenningur og lögaðilar sendu inn í samráðsgátt í byrjun árs. Eftir að hafa farið í gegnum hátt í tíu þúsund tillögur sauð hópurinn þær niður í 60 tillögur, sem kynntar voru í gær. Gylfi Ólafsson hagfræðingur og Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Framkvæmdasýslunni, voru í hópnum. Þau voru gestir Kastljóss.

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt eru farnar að taka sinn toll og hljóðið í bændum víða þungt. Kastljós tók hús á hjónum í Eyjafirði sem hafa ræktað paprikur í tæpa fjóra áratugi en stefna nú á að bregða búi.

Íslenska fyrirtækið Retina Risk hefur þróað tækni sem gerir fólki með sykursýki kleift að fara í augnskimun með aðstoð gervigreindar. Skimunin er gerð í apótkeki og sjúklingar fá niðurstöðurnar samstundis. Við kynntum okkur málið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 25 mín.
Dagskrárliðurinn er textaður.
Bein útsending.
,