12:50
Kastljós
Vika6, úrslit í Idol
Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Vika6 er árlegt kynheilbrigðisátak. Mikilvægt er að börn og unglingar geti rætt við foreldra sína um kynlíf, en hvernig á að hefja þær samræður án þess að það verði vandræðalegt. Kastljós ræddi við foreldra, unglinga og sérfræðinga sem sögðu okkur allt um það hvernig komast má hjá vandræðalegheitum í kringum þetta mikilvæga efni.

Úrslitin í Idol stjörnuleit fara fram í kvöld en tveir þátttakendur standa eftir. Kastljós leit við á æfingu og kynntist þessum verðandi stjörnum, sem bæði eiga óvæntan og fjölbreyttan bakgrunn.

Var aðgengilegt til 11. febrúar 2024.
Lengd: 14 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,