

Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.

Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.

Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.

Stuðboltarnir í þotuakademíunni, Súla, Kiddi, Lars og Fúsi, fara á heimshornaflakk til að bjarga þekktum kennileitum frá Galla-Grími.

Apinn Skotti og fíllinn Fló eru bestu vinir og bralla ýmislegt skemmtilegt í skóginum ásamt vinum sínum.

Ástsælu Múmínálfarnir sem allir þekkja úr smiðju Tove Jansson mæta aftur og lenda í fleiri skemmtilegum ævintýrum.

Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.

Danskir heimildarþættir um háhýsi í New York sem danska arkitektstofan BIG hannaði. Bjarke Ingels eigandi stofunnar segir frá einstöku hönnunar- og byggingarferli háhýsisins.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Egill Helgason fær til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Einar Þorsteinsson sér um Silfrið í dag. Á vettvangi dagsins eru þingmennirnir Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis, Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu, Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðislfokki og Björn Leví Gunnarsson Pírötum. Rætt um talninguna í Norðvesturkjördæmi, sölu innviða í fjarskiptum og stjórnarmyndun. Einnig rætt við Maríu Rún Bjarnadóttur lögfræðing hjá Ríkislögreglustjóra og Þórð Kristinsson framhaldsskólakennara og doktorsnema um stöðu drengja og ungra manna sem þolenda og gerenda í stafrænu kynferðisofbeldi. Að lokum er rætt við Birgi Jónsson forstjóra Play um stöðu flugfélagsins, deilurnar við ASÍ, takmarkanir á landamærunum og fleira.

Hljómsveit norska ríkisútvarpsins tekur höndum saman við djass-saxófónleikarann Håkan Kornstad og blanda saman upptökum á gömlum óperuaríum og lifandi flutningi hljómsveitar og einleikara.

Hvernig hugsa helstu listamenn og hugsuðir Svíþjóðar og hvaðan sækja þau sér innblástur og hvatningu? Í þessum þáttum er rætt við sænska meistara um sköpunarferlið, ákvarðanatöku og það hvernig mistök geta leitt til nýrra sigra.

Sænskir matreiðsluþættir með vinkonunum Karoline og Elenore þar sem þær elda spennandi og gómsæta grænkerarétti úti í guðsgrænni náttúrunni.

Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins. Þættir frá 2021.


Húsálfurinn Bolli, sem býr á skrifborði hins 11 ára gamla Bjarma, fær óvæntan herbergisfélaga þegar skólaálfurinn Bjalla smyglar sér heim í pennaveskinu. Bolli og Bjalla ákveða að búa til skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar. Í þættinum eru það krakkarnir sem slá í gegn, hvort sem það er í spurningakeppninni Frímó, við bakstur eða með ofursvala bílskúrsbandinu Stundin rokkar.
Í þessum þætti kemur bobb í bátinn, þegar síminn þeirra Bolla og Bjöllu verður fyrir óhappi og framtíð íslensks barnaefnis er í húfi.
Máni og Ylfa kenna okkur að búa til bananamúffur, sem er tilvalið að útbúa eftir skóla og Naggarnir mæta Nótunum í Frímó.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir Halla Ólafsdóttir og Arnar Björnsson. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon og Jóhannes Jónsson.
Í þættinum veiðum við, skoðum og eldum flatfiskinn flundru, við kortleggjum óbyggð víðerni Íslands, við kíkjum á skyrsafn og líka útvarpssafn, við bruggum bjór úr grænum baunum og skellum okkur í glímu.
Viðmælendur:
Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir
Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir
Guðjón Arngrímsson
Guðmundur Stefán Gunnarsson
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir
Lena Andrejenko
Sigurður Harðarson
Snæbjörn Guðmundsson
Steve Carver
Theresa Henke
Valdimar Bragason
Valgeir Valgeirsson
Íslensk þáttaröð í átta hlutum um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu og/eða líkamlega fötlun af ýmsum toga. Í þáttunum fylgjumst við með fólki á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum og með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja.
Í þessum þætti segir Unnur Hrefna Jóhannsdóttir sögu sína. Hún greindist með geðhvörf og flogaveiki á árum áður en hefur alla tíð haft trú á styrkleikum sínum og lífskrafti.

Þriðja þáttaröð þessara vinsælu íslensku spennuþátta. Rannsóknarlögreglumaðurinn Andri Ólafsson er kominn í rólegra starf innan lögreglunnar og hættur að rannsaka morðmál. En þegar morð er framið á landi sértrúarsafnaðar norður í landi gera draugar fortíðar óvænt vart við sig og Andri neyðist til að horfast í augu við þann sem hann óttast mest - sjálfan sig. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Danskt vélhjólagengi kemur í bæinn og ógnar friði íbúanna. Meðlimir sértrúarsafnaðarins eru sérlega áhyggjufullir og Hinrika kallar eftir liðsauka að sunnan.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.