19:50
Menningin
Dysjar - Dalalæða
Menningin

Brot úr menningarumfjöllun liðinnar viku. Fjallað á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.

Fornleifafræðirannsókn verður að tónverki, sem tekið er upp á hljómplötu sem síðar er flutt á tónleikum. Þetta var þróunin hjá listahópnum Dalalæðu sem nýverið gaf út plötuna Dysjar sem var flutt á tónleikum í Hvalsneskirkju. Guðrún Sóley ræddi við Hannes Helgason, höfund og tónlistarmann, Jóhannes Birgi Pálmason, höfund, Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði, og tónlistarmennina Magnús Trygvason Elíassen og Jóel Pálsson.

Var aðgengilegt til 22. mars 2022.
Lengd: 5 mín.
,