Safn RÚV

Mynd með færslu

Safn RÚV varðveitir innlent dagskrárefni og gerir það aðgengilegt til frekari dagskrárgerðar og rannsókna. 
Í RÚV er varðveitt einstakt safn íslensks menningarefnis bæði úr sjónvarpi og útvarpi.
Hægt er að panta hljóð- og myndefni hjá RÚV safni til einkanota eða opinberrar birtingar. Safnið er opið virka daga kl. 13-16 og mögulegt er að skoða gagnagrunn, fletta spjaldskrám og horfa eða hlusta á efni sem ekki hefur verið fært yfir á stafrænt form.

Panta þarf tíma í tölvupósti á netfangið [email protected].

Hefðbundinn afgreiðslutími pöntunar er fimm virkir dagar. Athugið að afgreiðslutími pöntunar á eldri böndum tekur lengri tíma og einnig tekur lengri tíma að afgreiða stórar pantanir.  Afhending efnis er rafræn.

Höfunda- og birtingaréttur
Sé efnið höfundarréttarvarið þarf að útvega skriflegt leyfi rétthafa áður en gögn eru afhent.

Fyrir framleiðendur
Sjónvarpsefni til skoðunar er afgreitt í lágri upplausn með tímakóða í mynd. Efnið fæst afhent í fullum gæðum þegar greiðsla hefur borist og leyfi rétthafa liggur fyrir.

Panta efni úr safni RÚV

Verð án vsk. með vsk.
Umsýslugjald fyrir hverja afgreidda pöntun 4.000 kr. 4.960 kr.
Umsýslugjald fyrir hraðafgreiðslu 8.000 kr. 9.920 kr.
Umsýslugjald fyrir höfundarréttarvarið efni (ef leyfi liggur fyrir) 7.500 kr. 9.300 kr.
Tæknikostnaður vegna yfirfærslu 2.500 kr. hver master. 3.100 kr. hver master.

Sýningarréttur með fólksfjölda undir 1 milljón
Réttur til 5 ára. Magnafsláttur*

1.500 kr. hver sek. 1.860 kr. hver sek.

Sýningarréttur með fólksfjölda yfir 1 milljón
Réttur til 5 ára. Magnafsláttur*

5.000 kr. hver sek. 6.200 kr. hver sek.
Útvarpsefni og hljóðskrár 50% afsláttur af birtingu  

Vefur og margmiðlun.
Réttur til 5 ára. Magnafsláttur*

1.500 kr. hver sek. 1.860 kr. hver sek.
Efni á vef/samfélagsmiðla í lágri upplausn (512x288 MPEG4 eða 128 kbps Mp3). Allt að 5 mín, hámark 5 upptökur.  Um kostaðar færslur gildir sama verð og fyrir auglýsingar. 30.000 kr. birtingargjald. 37.200 kr. birtingargjald.

Sýning í 3 mánuði eða skemur í afmörkuðu rými, hvorki í útsendingu né á vef (t.d. söfn, ráðstefnur).

30.000 kr. hver master. 37.200 kr. hver master.

Sýning í lengri tíma í afmörkuðu rými, hvorki í útsendingu né á vef.

500 kr. hver sek. á ári.

620 kr. hver sek. á ári.

Hráefni í gerð auglýsinga 1-5 sek 52.000 kr.
7.500 hver sek. eftir það
64.480 kr.
9.300 hver sek. eftir það
Sýning í menntastofnun í kennslustund á heilum þætti
framleiddum af RÚV
Ekkert birtingargjald  
Sérhæfð aðstoð og leit í safni vegna framleiðslu 7.000 kr. pr. klst. lágm.
4klst
8.560 kr. pr. klst. lágm.
4klst

*Afsláttur: 10% ein mínúta; 20% tvær mínútur; 30% þrjár mínútur og lengra; 40% 4 mínútur eða lengra; 50% 5 mínútur eða lengra.

Hægt er að greiða með kredit- eða debetkorti í safni eða með millifærslu í heimabanka. Reikn.nr. 0133-26-201252; kt. 570120-0930.

Sendið staðfestingu á greiðslu á [email protected] 

Til að fá allar nánari upplýsingar um verð og sölu á efni RÚV vinsamlegast sendið  tölvupóst á netfangið [email protected]

Síðast uppfært 25. maí 2021. Birt með fyrirvara um villur.
Athugið að verðskráin getur tekið breytingum án fyrirvara.

English