Útvarpsgjaldið

Í lögum um Ríkisútvarpið er lýst á ítarlegan hátt hlutverki og skyldum félagsins auk helstu markmiða við rekstur fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu, einkum með tilliti til lýðræðislegs, menningarlegs og samfélagslegs hlutverks þess. Samkvæmt lögunum skulu mennta- og menningarmálaráðherra og RÚV gera sérstakan þjónustusamning um fjölmiðlun í almannaþágu. Í samningnum skal kveðið nánar á um markmið, hlutverk, skyldur og umfang starfseminnar. Í honum skal einnig kveðið á um fjármögnun fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu á öllu samningstímabilinu sem er fjögur ár.

Til að standa undir þeirri þjónustu sem kveðið er á um í lögum og þjónustusamningi er skal Ríkisútvarpið fá svokallað útvarpsgjald til að standa straum af starfsemi sinni en gjaldið greiða landsmenn á aldrinum 18-70 ára og lögaðilar. Ríkisskattstjóri leggur útvarpsgjaldið á samhliða álagningu opinberra gjalda. Útvarpsgjaldið lækkaði í 17.800 kr árið 2015. Það lækkaði enn frekar, niður í 16.400 kr., 1. janúar árið 2016. Þjónustutekjur RÚV hafa lækkað mikið að raunvirði á undanförnum árum og útvarpsgjaldið á Íslandi er með því lægsta sem þekkist meðal nágrannaþjóða þrátt fyrir að þær séu mun fjölmennari.

Fjármögnun almannaþjónustumiðla innan Evrópu er með ýmsum hætti en algengast er að um blandaða leið sé að ræða, eins og á Íslandi, þ.e. opinbert framlag, auglýsingatekjur, sölu á efni og annars konar tekjur. Í einungis sex löndum innan Evrópu eru almannaþjónustumiðlar eingöngu fjármagnaðir með opinberu fé. 

Rekstur og fjármál

Ríkisútvarpið (RÚV) er sjálfstætt opinbert hlutafélag (ohf.) í eigu íslenska ríkisins og fellur starfsemin undir lög um hlutafélög, nr. 2/1995. RÚV er útgefandi að skuldabréfi sem er skráð í Kauphöll Íslands og ber því skylda til að tilkynna markaðnum í gegnum tilkynningakerfi Kauphallar Íslands um afkomu og önnur atriði sem hafa áhrif á afkomu félagsins og eru líklegar til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð skuldabréfsins ef opinberar væru. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007 skilgreinir RÚV innherja þegar í hlut eiga aðilar sem hafa að jafnaði aðgang að innherjaupplýsingum vegna aðildar að stjórn, rekstri eða eftirliti eða vegna annarra starfa á vegum útgefanda umfram markaðinn sem eru ekki tilkynnt til Kauphallar Íslands.

Reikningsár RÚV er frá 1. janúar til 31. desember. Ársuppgjör og árshlutauppgjör fyrir sex mánuði eru gerð í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og eru birt á vef Kauphallar Íslands og á RÚV.is

RÚV fréttir frá Kauphöll Íslands

Tilkynning um árshlutauppgjör (pdf)
26. mars 2018 (pdf)
31. ágúst 2016 (pdf)
4. mars 2016 (pdf)
26. ágúst 2015 (pdf)
24. febrúar 2015 (pdf)
29. janúar 2015 (pdf)
18. desember 2014 (pdf)
1. október 2014 (pdf)
31. mars 2014 (pdf)
17. mars 2014 (pdf)
27. janúar 2014 (pdf)
17. desember 2013 (pdf)
27. nóvember 2013 (pdf)
27. mars 2013 (pdf)
26. febrúar 2013 (pdf)
18. janúar 2013 (pdf)
8. apríl 2009 (pdf)

 

 Til að geta skoðað ársskýrslur og ársreikninga RÚV og fréttir frá Kauphöll þarf Adobe Reader. Hægt er að sækja hann hér: