Dreifikerfi

Hvar ert þú? – við erum þar

Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er starfsfólki mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Af þessum sökum hefur Ríkisútvarpið áratugum saman rekið eigið dreifikerfi. Dreifikerfið hefur verið byggt upp með ærnum tilkostnaði í marga áratugi af fámennri þjóð í víðáttumiklu og hrjóstrugu landi. Það er til marks um takmarkalitla bjartsýni Íslendinga að á sínum tíma skuli hafa verið lagt upp í þessa metnaðarfullu vegferð en landsmenn hafa sannarlega uppskorið í samræmi við fjárfestinguna.

Þeir sem búa utan þéttbýlis og þeir sem ferðast um landið vita að útsendingar RÚV nást misjafnlega vel eftir landssvæðum en sífellt er unnið að þéttingu og úrbótum á hinu viðamikla dreifikerfi. Ætíð er kappkostað að bregðast við eins fljótt og auðið er þegar útsendingarbúnaður bilar, gjarnan vegna óveðurs. Að auki er nú að störfum hópur sem vinnur heildstæða stefnumörkun til framtíðar í dreifingarmálum Ríkisútvarpsins. Hátæknibúnaður er ekki alltaf vel til þess fallinn að standa af sér íslenskan vetur og því eru tæknimenn ávallt í viðbragðsstöðu, undir það búnir að gera við búnað sem veturinn leikur grátt.

Um árabil hefur markmiðið verið að ná til a.m.k. 99,8% þjóðarinnar. Útsendingar Ríkisútvarpsins nást víða þar sem engar aðrar útsendingar nást. RÚV stenst þar ekki einungis samanburð við systurstöðvar í nágrannalöndunum heldur gerir gott betur en þær. Að mati stjórnenda danska útvarpsins, DR, er til dæmis meira en nóg að ná til 97% Dana og má þó vera nokkuð ljóst að þar er kostnaðurinn við dreifikerfið umtalsvert minni en hér á landi, þar sem Danmörk er minni og landslagið ekki hindrun fyrir útsendingarmerkið. Útvarpsgjaldið sem innheimt er á hvern íbúa í Danmörku er þó svipað að krónutölu og óskert útvarpsgjald á Íslandi.

Dreifikerfi Ríkisútvarpsins hefur tvíþætt hlutverk, í fyrsta lagi að miðla þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði er til landsmanna en auk þess er dreifikerfi RÚV mikilvægur hlekkur í almannavörnum þjóðarinnar. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins er gríðarlega víðfeðmt, með tæplega tvö hundruð FM-senda og tvo langbylgjusenda. RÚV er með samning við Vodafone um dreifingu sjónvarps í lofti. Í gegnum dreifikerfi Vodafone getur því RÚV getur út á tveimur sjónvarpsrásum í háskerpu auk þriggja útvarpsrása. 

RÚV rekur einnig dreifingu í gegnum net. Má þar helst nefna RÚV appið sem nálgast má á Android TV, Apple TV, Android Símum og Apple Símum. Þar má nálgast allt efni RÚV í hæstu gæðum. 

Notkun internet útvarpa hefur stóraukist. Með internet útvarpi má nálgast beinar útsendingar Rásar 1, Rásar 2 og Rondo. 

RÚV er einnig dreift eftir sjónvarpsboxum símafélaganna (IPTV). Sá rekstur er alfarið á vegum þeirra og beinum við öllum erindum að viðkomandi þjónustuaðila.

Allar helstu upplýsingar um dreifikerfi RÚV og svör við algengustu spurningum má nálgast hér fyrir neðan. Á OKKAR RÚV birtum við jafnóðum þjónustutilkynningar um stöðu mála á hinum ólíku sendum víða um land. Aðeins hluti FM dreifikerfis er í virku eftirliti svo við kunnum vel að meta tilkynningar almennings þegar ekki heyrðist í útvarpi

Hringja má í þjónustu­síma Vodafone 1414 og 515-3000 eða senda okkur skeyti í gegnum síðuna Hafa samband.

Uppfært í maí 2021

Sjónvarpið er stafrænt

Mikil tímamót urðu þann 2.febrúar 2015 í dreifingu sjónvarps á Íslandi.  Þá varð öll dreifing sjónvarps stafræn sem þýðir stórbætta þjónustu um land allt. Nýja dreifikerfið nær til yfir 99,9% heimila á landinu og þýðir betri myndgæði og aukna þjónustu fyrir þúsundir heimila. Nánari upplýsingar um tímamótin er að finna hér.

Stafrænu útsendingarnar eru á UHF sviði. Þar sem nýja, stafræna merkið er sterkt, einkum nálægt sendi, er hægt að nota VHF loftnet áfram en mælt er með að notast sé við UHF loftnet – greiður – til móttöku á UHF sendingum.

Til að ná stafrænum útsendingum þarf í fæstum tilvikum aukabúnað og ekki er þörf á nýjum loftnetssnúrum því stafræna merkið fer um sama koparvír (coax-loftnetssnúru) og notaður hefur verið fyrir hliðræna merkið til þessa. 

Þorri sjónvarpstækja sem hefur verið seldur á Íslandi undanfarin áratug styður útsendingarstaðalinn DVB-T og nýjustu tækin DVB-T2. Þeir sem eiga eldri tæki þurfa hins vegar að kaupa stafræna móttakara sem fást víða.  Þeir sem það kjósa geta leigt sér myndlykla hjá Vodafone og Símanum, en bæði fyrirtækin dreifa sjónvarpsstöðvum RÚV á sínum kerfum.

Sjá allt um stafrænt sjónvarp hér

FM-sendingar útvarps

Hér má nálgast gagnvirkt kort sem sýnir staðsetningar FM senda og tíðnir þeirra. 

Smelltu á myndina til að fá stærri mynd.

FM sendingar

MHz

MHz

Reykjavík

Rás 1

Rás 2

*Úlfarsfell

93,5

90,1

Gullbringu- og Kjósarsýsla

Rás 1

Rás 2

*Skálafell við Esju

92,4

99,9

Þorbjörn við Grindavík

98,2

95,0

Sandgerði

98,2

95,0

Vesturland

Rás 1

Rás 2

Borgarnes

97,2

90,5

Þjóðólfsholt, Borgarfirði

92,9

88,3

Fróðárheiði

 

95,3

Tjaldanes, Saurbæ

88,5

102,9

Grundarfjörður símstöð

100,3

102,4

Hreimsstaðir, Norðurárdal

98,3

89,3

Stórholt

105,7

94,5

Skáneyjarbunga

89,8

95,3

Kambsnes, Búðardal

92,5

89,9

Rauðamelskúla

94,8

104,1

*Borgarland, Stykkishólmi

88,0

96,3

Akurtraðir, Grundarfirði

99,4

91,5

Grundarfjörður símstöð

100,3

102,4

Vallnaholt, Ólafsvík

98,6

90,5

Vestfirðir

Rás 1

Rás 2

Reykhólar

97,4

93,2

*Urðarhjalli, Látrabjarg

92,7

88,7

Patreksfjörður

98,5

89,5

Þinghóll, Tálknafirði

99,5

93,6

Laugabólfsfjall, Arnarfjörður

91,9

98,9

Sandfell, Dýrafirði

90,4

95,8

Holt, Önundarfirði

87,9

91,6

Þverfjall, Breiðadalsheiði

94,2

99,9

Kleif, Súgandafirði

90,9

96,0

Bolungarvík

93,5

87,7

Arnarnes við Ísafjörð

89,0

96,5

Súðavík

94,7

88,3

Bæir, Snæfjallaströnd

99,0

91,5

Ögurnes

92,9

99,5

Nauteyri

95,3

105,1

Hátungur

95,9

105,5

Kvíafell

(100,1)

(87,7)

Hólmavík

98,2

92,1

Norðurland vestra

Rás 1

Rás 2

Hvítabjarnarhóll, Hrútafjarðarhálsi

95,1

90,3

*Hnjúkar við Blönduós

89,1

95,5

Grenjadalsfell

93,0

98,0

Skriða Vatnsdal

93,5

97,3

Tungunesmúli, Blöndudal

92,5

99,7

Bólstaðarhlíð, Svartárdal

97,4

93,2

*Þrándarhlíðarfjall, Skagafirði

102,7

88,4

Vatnsskarð

96,7

102,1

*Hegranes, Skagafirði

90,6

98,8

Hjaltadalur

99,9

92,4

Sléttahlíð, Glæsibær

88,0

95,8

Fell, Straumnes

94,5

91,9

Haganesvík, Neðra-Haganes

97,5

89,0

Siglufjörður

99,0

88,7

*Steinnýjarstaðafjall 

100,9

96,9

Norðurland eystra

Rás 1

Rás 2

Öxnhóll, Hörgárdal

94,3

90,4

Fremra Kot

90,1

92,7

Enigmýri 

93,7

94,9

Bægisá, Öxnadal

88,9

97,2

*Vaðlaheiði

91,6

96,5

Akureyri

94,5

99,5

Háls, Eyjafjarðardalir

95,0

88,5

Fnjóskadalur Háls

103,6

100,3

Hóll, Dalvík

90,3

100,9

Burstabrekkueyri, Ólafsfirði

90,5

94,5

Hrútey við Goðafoss

99,8

90,4

Halldórsstaðir, Bárðardal

93,5

96,9

Gvendarstaðir

98,4

91,0

Skollahnjúkur, Fljótsheiði

87,7

95,5

Húsavíkurfjall

97,3

94,6

Skógarhlíð við Námaskarð

99,0

89,5

Auðnir, Laxárdalur

93,7

 

Auðbjargarstaðir, Öxarfirði

90,7

93,6

Viðarfjall, Melrakkasléttu

88,1

96,1

*Snartastaðanúpur við Kópasker

101,3

88,7

Raufarhöfn

91,1

99,1

Bakkafjörður

91,5

101,5

Austfirðir

Rás 1

Rás 2

Holt A-Skaft.

88,5

99,5

Höfn í Hornafirði

89,2

93,1

Almannaskarð

90,3

104,8

*Borgarhafnarfjall

97,3

91,9

Ósnes, Álftafirði

99,5

95,2

Bóndahóll, Djúpavogi

93,5

98,0

Staðarborg, Breiðdal

93,6

97,2

Stöðvarfjörður

96,0

92,7

Grænanípa, Hafnarnesi

91,5

 

Merkigil, Fáskrúðsfirði

95,1

98,2

Borgarfell, Reyðarfirði

89,1

92,3

Hólmaháls, Eskifirði

90,4

96,5

Skuggahlíð, Neskaupstað

91,0

97,4

Seyðisfjörður

95,0

97,8

*Gagnheiði

99,8

87,7

Hjarðarhóll, Fljótsdal

95,5

92,0

Surtarkollur, Jökuldal

91,2

97,2

Háurð, Jökuldal

90,5

94,0

Hamar, Borgarfirði eystra

90,5

97,7

Hraunalína, Vopnafirði

93,5

97,4

Skjöldólfsstaðahnjúkur

98,3

103,5

Suðurland

Rás 1

Rás 2

*Ölfuss, Jórvík

103,6

106,6

Þorlákshöfn

89,5

104,0

*Klif, Vestmannaeyjum

97,1

88,1

Langholt, Hreppum

98,7

94,1

Búrfell 105,7 102

Vík í Mýrdal

91,2

95,6

Fremra Húsafell

89,1

102,7

Skaftafell

95,9

101,5

*Háfell, austan Víkur í Mýrdal

93,8

98,7

Hátún, Landbroti

88,0

92,4

 

 

 

* = aflmeiri stöðvar

 

 

Að jafnaði draga FM-sendingar aðeins rúmlega í sjónlínu. Þess vegna er móttaka þeirra háð afstöðu sendis og viðtækis og landslaginu á milli.
Aflmeiri stöðvar, í meiri hæð en aðrar staðbundnari stöðvar, eru merktar með stjörnu. Að jafnaði má búast við, að þær geti heyrst lengra, sérstaklega á fjöllum sem nálgast sjónlínu við sendistaðinn. Þannig má heyra Skálafellssendinn víða á fjöllum á vestanverðu landinu, Gagnheiði á Austfjörðum og Vaðlaheiði fyrir norðan. Einnig getur langdrægni verið góð yfir sjó, t.d. heyrist frá Úlfarsfelli á sunnanverðu Snæfellsnesi og Stykkishólmur á sunnanverðum Vestfjörðum svo dæmi séu tekin.

Langbylgjan

 

 Á langbylgjunni er í boði úrval dagskrár Rásar 1 og Rásar 2. 


Mánudagar, fimmtudagar og föstudagar Þriðjudagar og miðvikudagar Laugardagar og sunnudagar
00:00 - 06:25  Rás 2 00:00 - 06:25  Rás 2 00:00 - 06:25  Rás 2
06:25 - 09:00  Rás 1&2 (samtengt) 06:25 - 09:00  Rás 1&2 (samt) 06:25 - 09:00  Rás 1
09:00 - 10:00  Rás 2 09:00 - 10:00  Rás 2 09:00 - 10:00  Rás 2
10:00 - 10:17  Rás 1 10:00 - 14:00  Rás 1 10:00 - 10:17  Rás 1
10:17 - 12:20  Rás 2   10:17 - 12:20  Rás 2
12:20 - 14:00  Rás 1   12:20 - 13:00  Rás 1
14:00 - 18:00  Rás 2 14:00 - 18:00  Rás 2 13:00 - 18:00  Rás 2
18:00 - 19:00  Rás 1 18:00 - 19:00  Rás 1 18:00 - 19:00  Rás 1
19:00 - 22:00  Rás 2 19:00 - 22:00  Rás 2 19:00 - 22:00  Rás 2
22:00 - 22:20  Rás 1 22:00 - 22:20  Rás 1 22:00 - 22:20  Rás 1
22:20 - 00:00 Rás 2 22:20 - 00:00 Rás 2 22:20 - 00:00  Rás 2
 
Til að hægt sé að ná sendingum langbylgju þarf að eiga til þess bært útvarpstæki. Bifreiðum með slíkum tækjum fer fækkandi. 
Langbylgjustöðin á Gufuskálum sendir á 189 kHz og Eiðum á 207 kHz.

Netútvarpsstreymi

Eftirfarandi slóðir má nota til að ná útvarpsstraumum RÚV með netútvörpum.

Rás 1:

http://netradio.ruv.is/ras1.aac.m3u
http://netradio.ruv.is/ras1.mp3.m3u
https://ruv-ras1-live-hls.secure.footprint.net/hls-live/ruv-ras1/_definst_/live.m3u8

Rás 2:

http://netradio.ruv.is/ras2.aac.m3u
http://netradio.ruv.is/ras2.mp3.m3u
https://ruv-ras2-live-hls.secure.footprint.net/hls-live/ruv-ras2/_definst_/live.m3u8

Rondo:

http://netradio.ruv.is/rondo.aac.m3u
http://netradio.ruv.is/rondo.mp3.m3u
https://ruv-rondo-live-hls.secure.footprint.net/hls-live/ruv-ras3/_definst_/live.m3u8

RÚV Núll:

http://netradio.ruv.is/ruvnull.aac.m3u
http://netradio.ruv.is/ruvnull.mp3.m3u
https://ruv-krakkaruv-live-hls.secure.footprint.net/hls-live/ruv-ras4/_definst_/live.m3u8

Krakka RÚV:

http://netradio.ruv.is/krakkaruv.aac.m3u
http://netradio.ruv.is/krakkaruv.mp3.m3u
https://ruv-null-live-hls.secure.footprint.net/hls-live/ruv-ras5/_definst_/live.m3u8

Athugið!

Mörg netútvörp taka stöðvar frá þriðja aðila, t.d. vefsíðum sem miðla útvarpsstöðvum. RÚV getur ekki tekið ábyrgð á skráningum stöðva og þjónustu við allar þær fjölmörgu síður sem bjóða þessa þjónustu á netinu. Vefdeild RÚV er þó reiðubúin til þess að aðstoða notendur við skráningar útvarpsstöðva okkar á slíkar síður sé þess óskað. Notendum er þá bent á að hafa samband við vefdeild með því að senda póst á netfangið [email protected]

Gervihnattadreifing

Mynd með færslu

Gervihnattarútsendingu eru hluti dreifikerfis RÚV til 2028. 

Frá árinu 2007 voru útsendingar aðgengilegar á grundvelli samnings stjórnvalda við Telenor sem gerður var í kjölfar útboðs á vegum Fjarskiptasjóðs. Útsendingin var einkum ætluð sjófarendum og íbúum á svæðum þar sem móttökuskilyrði hafa verið erfið. Samningurinn var upphaflega gerður til þriggja ára en var framlengdur til ársins 2028. 

Dagskrá RÚV er send út á Thor-5 gervihnetti Telenor, aðgangskort má fá hjá RÚV.

Stillingar:
Satellite: Thor 5
Transponder: C12
Downlink frequency: 11389 MHz
Downlink polarisation: Horisontal
Symbol rate: 24,5 Msym/sec
Forward Error Correction: 7/8
DVB-S, QPSK