Rás 2
Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áherslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.
Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.
Rolling Stones - Black and Blue
Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Black and Blue, þrettánda breiðskífa Rolling Stones. Hún kom út fyrir nákvæmlega 45 árum, 23. apríl 1976.Eins og smurð vél
Fimmta plata blúsrokkaranna í The Vintage Caravan heitir Monuments. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.Nemendur smeykir við að mæta í vorprófin
„Fólk er mjög smeykt við að mæta í próf. Fram að þessu var það óvissan sem var óþægileg. Það var alltaf verið að bíða eftir næstu reglugerð til að ákveða hvort það yrði próf á prófstað eða ekki,“ segir Jóhanna Ásgeirsdóttir, fráfarandi forseti...„Hún fer í þessa einföldu aðgerð en þá gerist eitthvað“
Móðir Dagnýjar Maggýjar Gísladóttur veiktist alvarlega á geði eftir aðgerð á sjúkrahúsi og festist í svartnætti þunglyndis sem dró hana til dauða á rúmu ári. Dagný og fjölskylda upplifðu mikið úrræðaleysi í veikindum móðurinnar sem hún segir frá í...Eru Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur tossar?
Nú er heldur betur farið að styttast í sumardaginn fyrsta og gott ef það er ekki smá sólarglæta í útgáfu vikunnar. Það helsta í Undiröldu kvöldsins er nýtt frá Emmsjé Gauta og Helga Sæmundi sem eru á poppaðri nótunum í laginu Tossi og Ari Árelíus...Tónlistargagnrýni
Friðsælt um að litast
Ný breiðskífa Ólafs Arnalds kallast Some kind of Peace og er höfgi bundin, eins og nafnið gefur til kynna. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.Svo ljóslifandi og bjart
Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius senda nú frá sér jólaplötu í sameiningu og kallast hún einfaldlega Það eru jól. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.Íslensk tónlist
Þeir tónlistarmenn og tónskáld sem vilja gera tónlist sína aðgengilega dagskrárgerðafólki í Safni Rúv geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 2 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.
Dagskrá Rásar 2
Plata vikunnar
Eins og smurð vél
Fimmta plata blúsrokkaranna í The Vintage Caravan heitir Monuments. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.Rás 2 mælir með
Poppland mælir með
Rokkland mælir með
Rabbabari mælir með
Lagalistinn
Lagalisti Rásar 2
13.04.21 - 20.04.21Rás 2 - fyrst og fremst
Íslensk tónlist er hjarta Rásar 2. Meginhlutverk hennar er að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana.
En það er ekki bara hjartað sem heldur okkur á lífi. Yfirlýst markmið RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta. Rás 2 hefur frá upphafi verið mjög öflugt dægurmálaútvarp, útvarp með puttann á púlsinum í dægurmálum, menningu og þjóðmálaumræðu.
Hlustendasími: 5687 123
Netfang: [email protected]