Rás 2

Rás 2 er fyrst og fremst íslenskt tónlistarútvarp. Hlustendum er kynnt ný tónlist og sérstaklega ný íslensk tónlist. Rúmlega helmingur tónlistarinnar á Rás 2 er íslensk og þar á grasrótin í íslensku tónlistarlífi sér athvarf. Rás 2 er mikilvægur hluti af menningarlífi landsmanna, tónlist, fréttum, dægurmálum og ekki síst viðburðum – Rás 2 leggur áherslu á að vera á staðnum, fyrir hlustendur.

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Mynd með færslu

Kópurinn Kári kominn á heimaslóðir

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fékk kóp í fóstur þann 17. janúar síðastliðinn. Eftir að hlúð var að kópnum í nokkrar vikur var honum sleppt í hafið í Ísafjarðardjúpi og tók hann rakleiðis stefnuna á norðurströnd Grænlands þar sem hann er nú. Hægt...

Mjög trúaður og fannst hann sjálfur ekki skemmtilegur

Björn Ingi Hrafnsson segist hafa hellt sér í trúmálin eftir að hann hætti að drekka. Rúmt ár er síðan hann viðurkenndi eigin vanmátt gagnvart áfengi og hætti að drekka. Björn Ingi segir miklu hafa skipt að hann hafi ekki þótt hann sjálfur vera...
02.06.2020 - 14:29

Nýtt með Lamb of God og Soilwork

Í þætti dagsins heyrum við fullt af áhugaverðu efni, til að mynda nýtt efni með Lamb of god, Helfró og Soilwork í viðbót við klassísk baráttulög frá Body Count, Antiflag, og Agnostic Front
01.06.2020 - 11:00

Þá er komið að Næturvaktinni

Næturvaktin hefst að vörmu spori, að loknum tíufréttum.
30.05.2020 - 21:52

Hefur selt yfir milljón bækur: „Þetta er alveg galið“

Bækur Ragnars Jónassonar hafa selst vel í Bretlandi, Ástralíu, Frakklandi og Þýskalandi og nýverið fékk bókin Mistur afar jákvæða umsögn í Washington Post. Þá stendur til að gera sjónvarpsþáttaröð upp úr bókum Ragnars um lögreglukonuna Huldu.
30.05.2020 - 09:33

Tónlistargagnrýni

Nostursamlegt Norðfjarðarpopp

Sameinaðar sálir er þriðja sólóplata Guðmundar R. hvar hann flytur okkur einlægt alþýðupopp og stendur sig prýðilega og gott betur í þeirri deildinni.

Höfugt draumflæði

New Dreams er önnur sólóplata Jófríðar Ákadóttur sem kallar sig JFDR. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.

Í hlaðvarpinu

Íslensk tónlist

Þeir tónlistarmenn sem vilja freista þess að koma lagi í spilun á Rás 2 geta sent lögin sín í gegnum vefinn hér. Það er líka hægt að senda okkur geisladisk í Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, merkt Rás 2 – Tónlistardeild, og það er jafn mikilvægt að greinargóðar upplýsingar um lagið fylgi með í umslaginu.

Sendu inn lag

 

Dagskrá Rásar 2

Plata vikunnar

Reykjavíkurdætur - Soft Spot

Soft Spot er önnur breiðskífa Reykjavíkurdætra þar sem þær velta fyrir sér kostum og göllum þess að vera ung kona. Á plötunni rappa þær um samfélagsmiðlakvíða, peninga, vinasambönd og barneignir. Soft Spot segja dæturnar að sé langpersónulegasta...
25.05.2020 - 14:55

Facebook

Rás 2 mælir með

Poppland mælir með

Rokkland mælir með

Rabbabari mælir með

Lagalistinn

Lagalisti Rásar 2

26.05.20 - 02.06.20
01.07.2015 - 11:27

Rás 2 - fyrst og fremst

Íslensk tónlist er hjarta Rásar 2. Meginhlutverk hennar er að fylgjast með og sinna íslenskri tónlist, spila hana, kynna hana og fjalla um hana.

En það er ekki bara hjartað sem heldur okkur á lífi. Yfirlýst markmið RÚV er að upplýsa, fræða og skemmta. Rás 2 hefur frá upphafi verið mjög öflugt dægurmálaútvarp, útvarp með puttann á púlsinum í dægurmálum, menningu og þjóðmálaumræðu.

Hlustendasími: 5687 123

Netfang: [email protected]